Morgunblaðið - 25.04.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.04.1961, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 25. aprfl 1961 MORGlllSBl AÐIÐ 15 Mynd þcssa tók fréttaritari blaðsins á Akureyri, St. E. Sig., er Drangur lagSi af stað til Grímseyjar sl. föstudag. Á brúarvængnum standa, talið frá vinstri: Sr. Sigurður Stefánsson, vigslubiskup, sr. Pétur Sigurgeirsson, Einar Einarsson djákni, hr. biskupinn, Sigurbjörn Einarsson, og sr. Ólafur Skúlason. — Stúdentafundur Framhald á bls. 6. frasðileg lögmál, heldur er hrein- lega sálræns Og andlegs eðlis, eins og ræðumaður komst að orðL Vísindalegar rannsóknir Lýsti Páll Kolka nú nokkuð tilraunum, sem prófessor Rhine við Duke-háskólann í Suður- Karolína, kona hans og aðstoðar- menn, hafa gert á þúsundum stúdenta um 30 ára tímabil og Rhine hefur m. a. lýst í bók, sem Iheitir New Frontiers of Mind. •Þar er um að ræða hugsanaflutn- ing á milli lifandi persóna en einkum fjarskyggni, þar seni greind eru sundur spil eða spjöld með mismunandi mynd- um, án þess að hin líkamlegu skilningarvit komi þar til greina. Kvað ræðumaður tilraunir á jþessum sviðum hafa tekizt svo vel, þegar bezt hefur látið, að möguleikinn til að um tilviljun sé að ræða hafi komizt upp í að vera 30 þúsund milljónir á móti einum. Slíkar fjarskynjanir ganga í einu lagi undir nafninu extrasensory perceptions, sál- næmi, og ennfremur er þarna fjallað um breytingu sálrænnrar orku í líkamlega orku, og í því felst t. d. að ráða megi því með íhugsuninni einni saman, hvaða tflötur kemur upp á teningi, sem kastað er. Kvað hann ýmislegt í þess konar tilraunum hafa dregið mjög úr gildi hinna spíritísku skýringar á miðilsfyrirbrigðum, en þar að auki kæmu djúpvituð eða undirvituð áhrif neðan úr hyljum sálardjúpsins til greina. / Þekking á tilverunni Þá ræddi ræðumaður nokkuð kenningar sálfræðingsins fræga, Jungs, um hina kollektivu eða sameiginlegu djúpvitimd allra manna, vitund, sem geymir reynslu kynslóðanna, ef til vill alla leið frá upptökum lífsins og jþar með margs kyns þekkingu á tilverunni, sem aðeins verður skynjuð á táknrænán hátt eða í myndum máluðum á þau léreft, sem ofin eru úr reynslu yfirvit- undarinnar, eins og ræðumaður orðaði það. Taldi hann líkur til þess miðað við að þessi kenning væri ú rökum reist, að miðill í ídásvefni ætti að geta ausið af (þessari óþrotlegu lind, eins og ræðumaður komst að orði, án Iþess að þurfa að sækja upplýs- ingar sínar til framliðinna manna. Páll Kolka fjallaði allítarlega um þessi efni, kom víða við og vitnaði til ýmissa merkra vís- indamanna, sem ekki er tök á að rekja að neinu verulegu leyti íhér. Aðeins má taka upp eftir- tfarandi kafla úr erindinu, þar sem ræðumaður vitnar í pró- tfessor Gardner Murphy, en til- vitnunin er svohljóðandi: „Viðbrögð einstaklingsins fara Bennilega í 99,9% tilfella eftir á- hrifum frá daglegu, efnislegu umhverfi hans, en allt í einu get- ur þessi lokaði hringur opnazt sem snöggvast, t. d. í spilaget- raun, eins og hér hefur verið llýst að framan (viðkomandi skal þekkja spil, sem hann alls ekki eér) þegar móttakandinn hefur rétta úrlausn mörg skipti í röð. Þetta bendir til þess, að niðri í vitundardjúpinu sé hægt að kom ast í samband við allan tíma og ellt rúm og vitneskju þaðan skjóti snöggvast upp á yfir- borð einstaklingsvitundarinnar. í íliku ástandi sé því ekki aðeins hægt að greina í svip ýmislegt, eem gerist i fjarska, heldur og það sem gerist utan líðandi etundar, m. ö o. í fortíð eða Íramti8.“ Margar fleiri merkar kenning- •tr á sviði sálarrannsókna skýrði ræðumaður í erindi sínu, en hér igefst ekki rúm til að drepa á tfleira. „Andanum gefur hún síðasta leikinn í tafli Ehda þótt hinir nýrri rann- eóknarar virðist yfirleitt tregari á að fallast á hina spíritisku ekýringu miðilsfyrirbæra en hinir eldri, kvaðst Páll Kolka þó þeirrar skoðunar, að eðlilegasta skýringin á sumum slíkum fyrir- bærum væri sú, að þar sé um anda framliðinna að ræða. Þar sem efnishyggjan ríkir, fara alls kyns andlegir kvillar í vöxt, sagði ræðumaður, og lauk erindi sínu með þessum orðum: „Þótt náttúran sé lamin með lurk, leitar hún út um síðir. Nið- urbæling á jafnþýðingarmiklum þætti í eðli mannsins og sam- band hans við hinn yfirskilvit- lega heim er, verður til þess eins að hann brýzt úit á sjúklegan hátt. Beizlun þess vits og máttar, sem maðurinn á aðgang að með yfirskilvitlegum hæfileikum sín- um, er nú það verkefni, sem mest er þörf á að leysa og munu þá sannast orð Einars Benedikts- sonar: Fornhelga spekin veit, að afl skal mót afli, en andanum gefur hún síðasta leikinn í tafli.“ ★ Að loknum ræðum frummæl- enda voru frjálsar umræður, og tóku þessir til máls: Sr. Sveinn Víkingur, Sigríður Sigurðardótt- ir, Þórarinn Magnússon og sr. Lárus Arnórsson. í lokin sögðu frummælendur nokkur orð. — Læknisbiónusta Framh. af bls. 13 a) Læknismenntun að sérnámi meðtöldu — en slíka þjálfun þarf góður héraðslæknir að hafa — kostaði 1956 612+63 = 678 þús. kr., en hefur að sjálfsögðu hækkað síðan svo sem annað verðlag. b) Læknisbústaður er einbýl- ishús ásamt lækingahúsnæði. Miðað við byggingakostnað í Reykjavík er verð á litlu einbýl- ishúsi ásamt bílskúr nálagt 1,1 millj. kr. og vart kostar lækninga húsnæði minna en 0.6 millj. kr. Gera má því ráð fyrir að íbúðar- og starfshúsnæði héraðslækna kosti um eina og hálfa til tvær millj. kr. Þetta verða opinberir aðilar að sjálfsögðu að reisa og eiga. Nauðsynleg tæki til rann- sókna og lækninga kosta 250— 300 þús. kr. Eðlilegt er að lækn- irinn eigi sjiálfur 1/4—1/3 en héraðið hitt. c) Minnstu byrgðir nauðsyn- legra lyfja ásamt lyfjabúðartækj- um, munu kosta um 50 þús. kr. og þurfa læknar að leggja þau fram sjálfir. d) Héraðslæknir þarf að hafa trausta og vandaða bifreið og kostar hún um 280 þús. kr. Á síðastliðnu ári hækkuðu bifreið- ar til lækna meira en aðrar bif- reiðir og eru nú í flokki þeirra, sem hæst eru skattlagðar, af þeim bifreiðum sem fluttar eru inn á innflutnings- og gjaldeyr- isleyfum. Fyrir minna fé en að ofan greinir mun tæpast unnt að skapa sæmileg vinnuskilyrði, þannig, að vel menntaðir lækn ar, geti neytt þekkingar sinnar, tekið til meðferðar og úrlausnar öll almenn vandamál sjúkdóma og orðið fólkinu að því liði, sem það á heimtingu á og vænta má af nútíma lækni. Ungir og dug- andi læknar munu ekki sætta sig við lélega aðstöðu til starfa, og mega raunar ekki gera það. Þeim er ósæmandi að gerast þátttakendur í nokkurri þeirri lækningasýslan, sem byggist á vafasömum og ófullnægjandi vinnuskilyrðum. Hver, sem það gerir, missir álit stéttarbræðra sinna, týnir sinni eigin sjálfs- virðingu og sjálfstrausti, stund- um með þeim afleiðingum að hann verður ófær til þess að starfa sem læknir. LONDON, 24. apríl — (Reuter) — Einn af starfsmönnum brezku stjórnarinnar, George Blake að nafni, hefur verið ákærður fyr- ir að senda úr landi upplýsing- ar, sem komið gætu væntanleg- um óvinum að góðum notum. — Mál Blakes verður tekið fyrir fljótlega. GRÍMSEY, 24. apríl: — Hinn ný- vígði Og einasti djákni íslenzkur, Einar Einarsson, sté í fyrsta skipti í stólinn hér í Miðgarða- kirkju klukkan 9 á sunnudags- kvöldið Og flutti prédikun sína að viðstöddum biskupi landsins, vígslubiskupi og fleiri gestum, svo og velflestum Grímseyingum. Ferðin hingað út í Grimsey, með Drang varð allströng fyrir biskup og klerka, er þeir komu hingað á föstudagskvöldið. Sigl- ingin frá Akureyri tók alls um 14 klst. og hafði skipið hreppt leiðindaveður. Hér á bryggjunni var tekið á móti hinum tignu gestum. Gistu biskup og sóknar- presturinn, séra Pétur Sigurgeirs son, að Sjálandi, vígslubiskup séra Sigufður Stefánsson, í Sig- túni og séra Ólafur Skúlason gisti á Sveinsstöðum. Á laugardagsmorgunin var komið hér hið fegursta veður. Notaði biskupinn og prestarnir það til að ganga um eyna og skoða hana, fóru m.a. austur á Björg. Biskup heimsótti allflest heimilin hér. — Utan úr heimi Framh. af bls. 12. var stenkari en iþeir. Nær fellt öll franska þjóðin stóð að baki honum og uppreisnar mennirnir urðu að gefast upp. Ákveðin stefna. Síðan hefur de Gaulle tekið ákveðna stefnu í Alsír-málinu. Hann hefur lýst því yfir, að þáð sé sjálfsagt að Serkir sem eru yfirgnæfandi meirihluti íbúa landsins, taki við stjórn þess. Hann er reiðubúinn að gera friðasamninga við serkn esku uppreisnarmennina og afhenda þeim völdin í land- inu. De Gaulle hefur tekið þessa afstöðu af því að hann telur hana bjarga heiðri frönsíku þjóðarinnar, — ekki sé sæm andi fyrir hana að viðhalda kúgunar- og lögregluríki í lendum sínum. Hann telur hana hagkvæmasta af því að með þessari lausn muni hægt að viðhalda nánu sambandi milli Frakklands og S(jrk- lands, sem muni verða báðum löndunum til blessunar og Á sunnudaginn klukkan 2 var Miðgarðakirkja orðin þéttskipuð, er biskupinn, vígslubiskup og klerkar gengu til kirkju, hempu- klæddir. Vígslubiskup sté í stól- inn og flutti prédikun. Var Ein- ar Einarsson síðan vígður til kennimannsstarfa. Biskupinn las bæn fyrir altari. Við þessa helgi- athöfn voru tvö ungbörn, færð til skírnar og skírði sóknarprestur- inn séra Pétur Sigurgeirsson þau, en það voru telpa og dreng- ur. Lauk svo þessari hátíðlegu athöfn með altarisgöngu sem kirkjugestir tóku almennt þátt í. Eftir vígsluathöfnina, var kirkjugestum boðið til kaffi- drykkju í Barnaskólanum. Voru þar margar ræður fluttar. Hin- ir góðu gestir Grímseyinga töl- uðu og færðu staðarfólki einlæg- ar þakkir fyrir góðar móttökur. Biskupinn rómaði í sinni ræðu mjög söng kirkjukórsins, sem frú Ragnhildur Einarsdóttir stjórnar. Hafði biskupinn og orð á því að kirkjukórinn myndi sá fjölmennasti miðað við mann- fjölda, því nær annar hver full- ldks leiða til vináttu milli þeirra. Loks telur de Gaulle að þróunin í alþjóðamálum sé slík, að það sé algerlega vonlaust fyrir Frakka að ætla sér að halda Alsír gegn vilja yfirgnæfandi meirihlua íbú- anna. En frönsku landnemarnir í Alsír eru enn við sama hey garðshornið, og þeim fylgja margir háttsettir herforingjar, sem hafa barizt árum saman gegn serknesku uppireisnar- mönnunum vægðarlausri bar- áttu og geta því ekki litið á þá öðruvisi en fjandmenn. Enn er uppreisn gerð í Alsír og þess krafizt að Frakkland berjist áfram hvað sem það kostar og þar til yfir lýkur. Andi uppreisnarinnar er því enn hinn sami og áður, land- nemarnir í Alsír vilja ráða stefnunni. Uppreisn hersins. En að þessu sinni ér upp- reisnin miklu hættulegri en áður vegna þess að nú er um að ræða víðtækari uppreisn í sjálfum franska hernum. Það voru mestmegnis landnemarn ir sjálfir sem stóðu fyrir tíða maður 1 sókninni væri 1 kórnum. Alfreð Jónsson, oddviti hafði orð fyrir Grímseyingum. Þakkaði hann biskupi og klerkum kom- una og færði Einar Einarssyni djákna árnaðaróskir í starfi í þágu eyjarskeggja og kirkjunnar. Um miðnætti á sunnudags- kvöld var varðskipið Albert kom ið hér inn á höfnina til að sækja biskup landsins og fylgdarmenn hans. Kom Albert til Akureyrar um klukkan 7 í morgun, en það- an ætlaði biskupinn að fara flug leiðis til Reykjavíkur. — D.A.S. Framh. af bls. 8. arkitekt hússins er Bárður Daníelsson en byggjendur Bene- dikt og Hörður s/f. Járnútreikn- ingi og öðrum undirbúningi er lokið og bygging hússins hefst í þessum mánuði. Áætlað er að húsið verði uppsteypt í sep./okt., en múrhúðun fyrstu og annarar hæðar verður hafin áður en hús- ið verður uppsteypt að fullu. Tvær bifreiðir verða útdregnar mánaðarlega eins og áður. Verða þetta 8 Opel-bifreðiir, 4 Taunus- bifreiðir, 1 Volkswagen, 1 Reno Dauphine, Skoda og 6 Moskvitch. Aðrir vinningar verða Hús- búnaður eftir vali vinnenda fyrir 5—10 þúsund krónur hver. Heildarverðmæti vinninga er kr. 13.371.000.00 eða 57% af veltu. tveimup fyrri uppreisnunum. Nokkrir öfgasinnaðir herfor- ingjar tóku þátt í þeim og enn aðrir komu við sögu til þess að beina uppreisninni í skyn samlega átt. Að þessu sinni eru það herforingjarnir sjálfir sem standa að uppreisninni, fjórir úr hópi hinna vitrustu herfor ingja Frakka, Salan, sem beindi 13. maí uppreisninni inn á þá braut að koma de Gaulle til valda, Challe sem til skamms tíma var sá hers- höfðingi sem de Gaulle treysti bezt og Zeller einn áhrifa- mesti herforinginn. Nöfn þess ara manna benda til þess að hér sé um víðtæka uppreisn að ræða í sjálfum franska hernum. Þessvegna er hún sér staklega hættuleg og meiri samsærisbragur á henni en á fyrri uppreisnum. Enn virð ist sem franska heimaþjóðin standi með de Gaulle gegn kröfum landnemanna. En meim óttast að slíkt komi honum ekki að gagni ef her foringjar og her rísa upp gegn honum. En þar með væri kom ið á hernaðareinræði í Frakk landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.