Morgunblaðið - 25.04.1961, Síða 20

Morgunblaðið - 25.04.1961, Síða 20
20 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 25. aprfl 1961 í DÆTURNAR VITA BETUR SKALDSAGA EFTIR RENÉE SHANN \ l---------------37-----------------i —Ég er ekki viss, sagði hann. — Við verðum fyrst að gera út um þetta með Janet. Og svo fá að vita hjá þessum lækni, sem þú hefur verið að leita til, hvort þetta er nokkuð alvarlegt, sem að þér gengur. Margot svaraði gremjulega: — Ég er ekki viss um, að þáð sé neitt alyarlegt, sem að mér geng ur. Ekki líkamlega, á ég við. En ég er sjúk sálarlega og það er eízt betra. — Því vil ég vel trúa. Og nú fór þessi ásetningur hans um að stilla sig, hvernig sem hún léti og hamaðist, alveg út um þúfur. Hvernig gat nokkur maður sætt sig við svona konu? Hvernig var hægt að ætlast til þess af hon- um? — Svo að þú hefur þá fund ið upp söguna um þessi veikindi, eingöngu til þess að halda Janet í landinu? Hún svaraði engu. Rétt í bili ga-t hún ekki hugsað skýrt. En henn fannst þetta líklega mundu vera satt — að vissu leyti. Þó hafði henni ekki fundizt það þá, enda hafði Weingartner sagzt ætla að taka hana til meðferðar. Og ekki færi hann til þess, ef hann hefði talið hana heilbrgða, og þá ekki getað haft gagn af því. Hún var næstum búin að segja Philip allan sannleikann, en stolt hennar — sem hún var næstum hissa á, að skyldi vera til — leyfði henni það ekki. Til hvers átti hann að fá að vita orsökina til heimsóknar hennar til Wein- gartners var falsvon um að hann gæti bætt eitthvað samkomulag þeirra hjónanna. Philip mundi bara hlæja að henni og fræða hana um það, að eftir fáeinar vikur hefði hún bara engan eig- inmann til að koma sér saman við. — l>ú ættir að skammast þín, sagði Philip gremjulega. Hvað sem þú kannt að ætla að gera, áttu strax í fyrramálið að segja — Ég er sammála þér pabbi, og Markús er það einnig .... Sólskinsfossar í Silfurfljóti eru i mínum augum fremri öllum Janet, að hún þurfi engar áhyggj ur að hafa vegna heilsunnar þinnar, og að ekkert gangi að þér likamlega. — Gott og vel, og þá ætla ég að segja henni um leið, að hann faðir hennar sé í þann veginn að yfirgefa mig vegna þessarar dá- samlegu imgfrú Langland. Það kynni að vera, að þegar hún heyr ir það, finnist henni þið tvö ekki alveg jafn dásamleg og áður. Philip fann snögga viðbjóðstil finningu. Hann þorði varla að hugsa um mögulegar afleiðingar fyrir Janet, ef móðir hennar stæði við þessa hótun sína. — Ég hef aldrei sagt, að ég sé neitt í þann veginn að yfirgefa þig vegna Cynthiu Langland. — Þú sagðist hafa beðið hana að hlaupast á brott með þér. Margot glennti upp augun. — Farðu ekki að segja mér, að hún hafi ekki verið til í það. Philp svaraði engu. Maxgot rak upp ofurlítinn hæðnishlátur, sem kom meira við taugar hans en nokkurt annað hljóð, sem hann hafði heyrt árum saman. Hann sneri sér að henni náfölur af reiði. — Æ, farðu í rúmmið í Herr- ans nafni! hreytti hann út úr sér í vonzku. — Jafnvel þótt hún hefði neitað mér, gerir það eng- an mismun. Hjá okkur tveimur er allt búið að vera, hvað sem öllu öðru líður. Þér væri betra að gera þér það ljóst. Og það er Xíka hugsanlegt að þegar fram líða stundir, verðir þú engu síð- ur fegin en ég! Margot sneri sér og gekk hægt upp stigann og til herbergis síns. Hún var eitthvað einkennilega dofin. Ef hún gæti verið það á- fram var hugsanlegt, að hún gæti þolað þetta. En hún vissi vel, að svo mundi ekki verða. Þetta var bara eins og hvert ann að taugaáfall. Það var einkenni- legt, að þótt hún væri búin að kvíða fyrir þessari sennu við öðrum fallegum stöðum! Á meðan. — Ætlarðu nú að vera eitt- hvað um kyrrt heima Markús? Philip. árum saman, þá gat hún samt varla trúað því þegar það var fram komið. Og samt hafði hún vitað, að það var ekki nema tímaspurn- ing, hvenær hann yfirgæfi hana. Það var ekki eins og hún væri hamingjusöm eiginkona, sem kæmist allt í einu að því, að mað urinn væri henni ótrúr. Upp til þessa dags hafði meira að segja helzt litið svo út sem hann væri það alls ekki! En það yrði nú ekki nema tímaspurning héðan af. Hann var allt of áli-tlegur og ungur til þess að lifa lengi ein- lífi, jafnvel þótt Cynthia Lang- land vildi hann ekki — sem ó- trúlegt væri. Guð, hvað hún hataði hana! Hún hefði getað gert sér að góðu að keppa við hjákonu — svo lengi sem það kæmist ekki í há- mæli! Það voru víst ekki nema fáir eiginmenn saklausir á því sviði, þóttist hún viss. um. Jafn- vel Priscilla, sem var svo ham- ingjusöm með Henry sínum, hafði komizt í vandræði með hann fyrir nokkrum árum. En það hafði allt jafnað sig á fáum mánuðum og nú var allt í himna lagi hjá þeim. Sýnilega hafði Henry aldrei verið neitt alvarlega ástfanginn af hinni konunni. Hann hafði bara þurft að hlaupa ofurlítið út undan sér, eins ©g svo margir miðaldra menn. Og Priscilla hafði verið svo skynsöm að láta það bara gott heita. En með Philip og Cynthiu var allt öðru máli að gegna. Cynthia var hættulegri en nokkur önnur kona, sem henni gat dottið í hug. Hún var fyrsta og eina ást Philips. í gremju sinni fór Mar- got að óska þess, að hún hefði gifzt honum strax, og furðaði sig á því, að hún skyldi ekki hafa gert það. Hvað átti Philip við, þegar hann sagði við hana í sím- ann, að hann hefði sleppt henni einu sinni fyrir mörgum árum? Hversvegna? Og hverjum var það að kenna? Hún óskaði þess nú, að hún hefði spurt hann dálítið betur spjörunum úr. Til þess hafði hún fullan rétt. En hún liafði verið of utan við sig og úrvinda til þess að geta rætt nokkurt mál af nokkurr skynsemi. En nú er hún tók að átta sig betur á hlutunum, í næði í svefn herberginu, varð henni ljóst, að hún var miklu verr á vegi stödd en hún hafði áður vitað. Hún fór að velta því fyrir sér, hvað dr. Weingartner mundi segja, ef hann heyrði þessa síð- ustu þætti málsins — þegar hún færi að segja við hann: „Það var rangt hjá mér, þegar ég svaraði yður um daginn, að enginn þriðja persóna væri í spilinu hjá okkur Phlip. Nú er það komið á daginn, að það er það, hvað Phil- ip snertir. Ég hef nú komizt að því, að hann er að sækjast eftir annarri konu, sem hann hefur elskað á laun, árum saman, og öll hjúskaparár okkar út í gegn. — Já Hank .... Ég þarf að skrifa nokkrar smásögur og framkalla og vinna myndir! — Jæja, þá erum við komnir Getur yður þá furðað á því þó að ég hafi ekki verið hamingju- söm í hjónabandinu?" Hún gekk yfir að snyrtiborð- inu og skoðaði sjálfa sig í spegli. Var það í gærkvöldi, sem hún hafði staðið í nákvæmlega sömu sporunum og sagt við sjálfa sig, að ef það væri útlitið, sem Philip gengist fyrr, þá væri hún ennþá álitleg kona og sérlega ung leg eftir aldri. En í kvöld var hún beinlínis orðin gömul og tuskuleg. Tvöfaldar hrukkur sitt hvorum megin við munninn og munnvikin sigin. Smáhrukkur allf kring um daufleg augun Hún hafði hreinsað af sér alla máln- ingu áður en hún fór í rúmið og síðan smurt andlitið með smyrsli, ef ske kynni, að það gæti eitthvað bjargað þurrkin- um, sem var sífellt í andlitinu á henni. Þegar siminn hringdi, hafði hún eins og áður er sagt, farið fram á stigagatið og þá alveg gleymt hvernig hún hlaut að líta út. Vitlaus gat hún verið að láta Philip sjá sig svona útlítandi! Cynthia Langland myndi aldrei sýna sig svona, hversu óviðbúin sem hún væri, heldur líta út eins og fegurðardís. Hún var á- reiðanlega ein þessara kvenna, sem sofa ekki einusinni með hár net. En það var nú sama, hugsaði Margot í gremju sinni, hversu falleg hún sjálf hefði verið; Það hefði engin áhrif haft. Hún hefði ekkert gagn haft af að jafnast við Helenu fögru, ef maðurinn hennar var hættur að vera hrifinn af henni á annað borð. Hjá þeim var allt búið að vera, eins og hann hafði sagt í lokasennunni milli þeirra í kvöld. Skyldi það geta komið til mála, sem hann var að segja, að sá tími gæti komið, að hún yrði fegin skilnaðinum engu síður en hann? Sá tími gæti komið — hún velti orðunum fyrir sér í hug- anum og braut heilann um, hvort hún mimdi nú nokkuð kæra sig um, að sá tími kæmi. Hafði hún ekki sagt lækninum, að ef hún kæmist að því, að Philip væri á eftir einhverri annarri, myndi hún drepa sig? Honum hafði nú sjálfsagt fund- izt það óhemjuhjal, sem ekki væri alvarlega takandi. Hann hafði sagt henni, að það færi hún aldrei að taka til bragðs — að minnsta kosti skyldi hann vera búinn að breyta hugarfari hennar áður en svo langt væri komið. Auk þess kæmi það nú yfirleitt alls ekki til greina. Litla hugmynd hafði hann haft um raunveruleikann, og hún sjálf ekki meiri. Til þess að geta haft eitthvert gagn af lækninum, hefði hún þurft að fara til hans mörgum mánuðum fyrr, jafnvel mörgum árum. Nú var allt orðið um seinan. Hvaða félagi .... Og ég get sagt þér það að það er lítil stúlka þama inni, sem verður ákaflega fegin að sjá þig! gagn væri nú í að taka hana til meðferðar og skapa henni nýja afstöðu gegn eiginmannin- um? Eftir nokkra daga væri engum eiginmanni til að dreifa. Hún gekk að rúminu og opn- aði þar lítinn skáp, þar sem hún geymdi meðölin sín. Hún leitaði að og fann glas með svefntöflum sem Lenigan læknir hafði gefið henni. Hve margar mundi hún þurfa? Hafði hún nógu margar? Þyrði hún að taka þær, þegar til kæmi? Hún fék kákafan hjartslátt við tilhugsunina. Jú, víst hefði hún, hugrekki til þess! En hitt var hún líka viss um ,að hún ætti ekki nógu margar töflur. og ekki vildi hún fara að taka ónógan skammt, sem ekki gerði annað en valda henni kvölum. Nei, hún yrði að fá sér viðbót, og það ætti hún ekki að verða í neinum vandræðum með. Ef hún hringdi til Lenigans, heimilislæknisins síns, mundi hann gefa henni lyf seðil. Hún vissi, að Sally Winston notaði þetta sama meðal. Báðar höfðu þjáðzt af svefnleysi árum saman. Sally geymdi sínar í Xitl um skáp í baðherberginu hjá sér. Það yrði auðvelt að heimsækja Sally, fara svo inn í baðherberg ið, til að þvo sér um hendurnar og ná í töfluglasið án þess að hún yrði þess vör. SHÍItvarpiö 1 I»riðjudagur 25. apríl. 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — Morgun leikfimi. — 8:15 Tónleikar. — 8:30 Féttir. — 8:35 Tónleikar. — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12:25 Fréttir og tilkynningarL 13:15 Um starfsfræðslu (Ölafur Gunn arsson sálfræðingur). 13:30 „Við vinnuna** Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp. (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og til« kynningar. — 16:05 Tónleikar, 16:30 Veðurfregnir). 18:30 Tónleikar: I>jóðlög frá ýmsum löndum. 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir \ 20:00 Erindi: Saga íslenzkra banka- mála; I. (Haraldur Hannesson hagfræðingur). 20:25 íslenzkt tónlistarkvöld: Jónag Tómasson áttræður 13. þ.m. Tón verk eftir Jónas flytja dr. Páll Isólfsson, Ingvar Jónasson, kirkjukór, Páll Halldórsson, GuS munda Elíasdóttir, Guðmundur Jónsson og Fritz Weisshappel. — Dr. Hallgrímur Helgason flytur inngangsorð. 21:00 Raddir skálda: Úr verkum Grét ars Fells. — Flytjendur: Guð- björg Þorþjarnardóttir, Ævar R. Kvaran og höfundurinn. 21:45 „Einu sinni var“ tónævintýrl eftir Delius (Konungl. fílharm- óníusveitin í Lundúnum leikur; Sir Thomas Beechham stj.). , 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Af vettvangi dómsmála (Hákon Guðmundsson hæstaréttarritari)* 22:30 Lög unga fólksins (Guðrún Svav- arsdóttir og Kristrún Eymundsd.) 23:20 Dagskrárlok. Miðvikudagur 26. apríl. 8:00 Morgunútvai(p (Bæn. • — 81T»5 Morgunleikfimi. — 8:15 Tónleik- ar — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tón- leikar. — 10:10 Veðurfr.). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar — 12:25 Fréttir og tilk.). 12:55 ,,Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 FréttiP. og tilk. — 16:05 Tónleikar. —- 16:30 Veðurfr.). 18:30 Tónleikar: Öperettulög. 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Framhaldsleikrit: „Úr sögu Forsyteættarinnar'* eftir John Glasworthy; útvarpsgerð eftii? Muriel Levy. Þriðja bók: „Til Þýðandi: Andrés Björnsson, leigu"; XI. og síðasti kafli Leikstjóri Indriði Waage. Leilc endur Þorsteinn Ö. Stephensen, Guðbjörg Þorbjamardóttir, Mai? grét Guðmundsdóttir, Helgf Skúlason, Inga Þórðardóttir, Rúp ik Haraldsson, Anna Guðmunds* dóttir, Hildur Kalman, Herdí* Þorvaldsdóttir, Klemens Jóns« son, Jóhanna Norðfjörð, Valuf Gíslason og Jón Aðils. 20:40 Frá samsöng Pólýfónkórsins f Kristkirkju í LandaRoti 14. þ.m.t „Dauðadans'* eftir Hugo Distler, Söngstjóri: Ingólfur Guðbrands« son. Framsögn: Lárus Pálsson, söngvarar kórsins og söngstj. 21:30 „Saga mín", ævinminningap Paderewskys; XI. og síðasti lest ur (Árni Gunnarsson fil. kand. þýðir og les). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Vettvangur raunvísindanna: Öm ólfur Thorlacius fil. kand. kynn ir starfsemi landbúnaðardeildap Atvinnudeildar háskólans. 22:30 Harmonikuþáttur ( Henry J. Eyw land og Högni Jónsson). 23:00 Dagskrárlok. KELVINATOR - * WM kœliskápsins mí'jshibim jsér afcl(aupú l(JisU ..•þa& bcr a§ vanda val l|ans || yfgisi^ • Austurs m i Aus^urstræti 14 §j^i 11687^^ gliskáÐiirinn j^r arang^r

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.