Morgunblaðið - 25.04.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.04.1961, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 25. apríl 1961 MORVUNBTAÐIÐ 23 — Laos Framhald af bls. 1 brezki sendiherrann að Nehru hafi fallizt á að kalla þriggja ríkja nefndina strax saman. Talið er að fundir nefndarinn- ar geti hafizt eftir tvo til þrjá daga í Nýju Delhi. Þá er í ráði að 14 ríkja nefnd komi saman í Genf hinn 12. maí nk. til að ræða um f ramtið Laos, en í þeirri nefnd eiga sæti fulltrúar frá Laos, Norður-Vietnam, Suð- ur-Vietnam, Kambodia, Banda- ríkjunum, Sovétríkjumnn, Kína, Bretlandi, Frakklandi, Kanada, Indlandi, Póllandi, Thailandi og Burma. í fréttum frá Vientiane er Ekýrt frá því að skæruliðar Vinstrisinna hafi í dag ráðizt á þorp nokkurt aðeins tæpum fjór um kílómetrum frá höfuðborg- inni, drepið þar þrjá hermenn stjórnarinnar og sært átta, en dregið sig síðan til baka. Hafa jþeir aldrei fyrr herjað svo ná- lægt Vientiane. En síðastliðinn laugardag tóku vinstrisinnar borgina Vang Vieng, sem er um 130 kílómetrum fyrir norðan Vientiane. Hefur hægristjómin sent mikinn liðsafla norðureftir til að hindra frekari sókn í átt- ina að höfuðborginni. Ef ekki verður komið á vopnahlé, er tal ið að stjómarherinn muni búa um sig í' þorpinu Hin Heup, tæpum 90 kílómetrum fyrir norðan Vientiane. — Sigurbur Framh. af bls. 24. logðu síldina upp í skipið, svo og^ nokkrir útgerðarmexm. í dag eru þrjú skip á leið- inni til Þýzkalands með ísvarða síld til sölu. Eru það Jón Trausti og vélskipið Bjarnarey. Togar- inn Sigurður getur náð til hafnar í Þýzkalandi á þrem og hálfum sólarhring, en þá er gert ráð fyrir að hin skipin tvö hafi lok- ið að selja sína farma. Bátar með góðan síldarafla í gær komu hingað til Heykja- víkur, með smærri síld en á sunnudaginn fimm bátar með 600—600 tunnur. í gærkvöldi bár- ust fréttir-af því að Guðmundur IÞórðarson myndi vera á leið hing að inn með 1200 tunnur. Nokkuð magn af síldinni sem barst í gær yar flutt til bræðslu á Kletti. Fréttaritari blaðsins á Akranesi Bímaði að Haraldur AK 10 hefði í gær landað þar. 1209 tunnum af síld, sem hann fékk í einu (kasti á Sandvík vestan við Reykja nes. í fyrradag landaði Haraldur 11047 tunnum af síld, sem hann fékk á sama stað í fyrrinótt. iHelmingur síldarinnar á Akra- nesi er frystur hitt fer í bræðslu. i Ekki berst nú síld til Kefla- víkur, að því er fréttaritarinn þar simaði, þar eð Njarðvíkur- fcræðslan annar ekki meiru og Keflavíkurverksmiðjan aðeins beinum úr öðrum fiski, en ekki er hægt að salta og frysta vegna yerkfallsins. I Fréttaritarinn í Hafnarfirði Bímar: Á sunnudaginn kom Eld- borgin hingað með 1400 tunnur síldar, en um helgina var mjög góð veiði hjá þeim bátum, sem síldveiðar stunda. Hér er um vorgotsfld að ræða og er hún mögur. Sildina fá bátarnir út af Kirkjuyogi og Sandvíkinni. — iAflabrögð hafa verið treg hjá netabatunum undanfarið og má búast við að fleiri bátar fari á cíldveiðar. Fram að þessu hefir Eldborgin verið eini báturinn, sem þær veiðar stundar hér, og hefir hún aflað ágætlega, oft Ikomið inn með 100 tunnur í einu. Togarinn Röðull kom af Græn- landsmiðum í gær og mun hann vera með 270—280 tonn af karfa ©g þorski. Lítil veiði er þar um þessar mundir, en var fremur góð fyrir um hálfum mánuði. Togararnir munu nú almennt vera á Nýfundnalandsmiðum og er sagt að veiði sé þar dágóð. Sílið komið AKRANESI, 24. aprfl. — Bátar héðan eru á sjó í dag. Heildar- afli bátanna í gær, sunnudag, var 127 lestir. Aflahæstir voru Sæfari með 19 lestir, Reynir með 18 lestir og Sigurður FI með 12,3 lestir. Laugardagsafl- inn var alls 133 lestir. Það lyftir heldur én ekki undir trillubátamennina að sílið er komið úti á Hraunum og sjó- fúglamir famir að gerja í því. í gær fengu trillurnar ágætis afla þar. Aflahæst var Sæbjörg með 2700 kg., Blíðfari fiskaði 2030 kg. og Sæljón og Heppinn 1500 kg. hvor um sig. Yfirleitt drógu trillubátamenn eina lest á færi. — Oddur. íþróttir Framhald af bls 22. eru aðeins skoruð 7 mörk af báð- um liðum — FH gerði 4 og Fram 3. Þá var dæmt fyrsta vítakast leiksins. Dómarinn Valur Benediktsson hafði í 50 mín. sleppt þvi að dæma vítakast, þó ærin ástaða væri til á báða bóga. En nú gat hann ekki sleppt því lengur, þar sem markdómari fékk að segja sína sögu. Og það var Fram sem fékk vítakastið og náði með því forystu í leiknum 10 mín. fyrir leikslok. Eftir þetta gerði dómarinn lítið annað en dæma vítaköst. Fengu FH- menn 4 slík á Fram — en skoruðu aðeins úr 2. Síðustu mínútur leiksins tókst FH aftur að auka hraðann og það umfram annað færði þeim sigurinn, 18 mörk gegn 16. • Liðin Hraði og harka var megin- styrkur FH. öruggt spil var styrkur Fram. Fram-liðið náði leik sem liðið hefur ekki oft megnað að sýna áður. Sigur FH var í mikilli hættu og sigurinn f gat farið til beggja liða, getu þeirra vegna. Hann féll til FH en ekki verður afrek Fram með sínum leik minna fyrir það. Fékk því hvort lið um sig nokk- uð — FH sigur, titil og frægð Og Fram aðdáun fyrir miklar fram- farir. Og leikurinn staðfestir að við eigum nú tvö jöfn og góð lið. Mörk FH skoruðu Birgir 5, Pétur 5, Kristján 3, Örn og Ein- ar 2 og Ragnar 1. — Mörk Fram: Guðjón 4, Sig. Einarsson 3, Ágúst, Ingólfur, Hilmar og Karl Ung og ham- j ingjusöm NÚ ERU aðeins eftir þrjár sýningar á leikritinu „Tím- inn og við“ sem Leiíkfélag Reykjavíkur hefur sýnt í all an vetur við ágæta aðsókn. Á meðfylgjandi mynd eru Conway-systkinin Carol og Robin, sem eru leikin af Guðrúnu Ásmundsdóttur og Birgi Brynjólfssyni. Næsta sýning er á miðviku dagskvöid kl. 8,30. Tal stendur betur SEXTANDA skákin í einvígi Tals og Botvinniks var tefld í Moskvu í gærkvöldi. Tal hafði hvítt og lék kóngspeði. Botvinn- ik svaraði með Caro-Kann vörn og fórnaði snemma peði. Urðu miklar sviptingar í skákinni og átti Botvinnik heldur í vök að verjast. Þegar skákin fór í bið eftir 40 leiki höfðu báðir drottn- ingu og hróka á borði. Tal ábti einu peði fleira. Hefur hann því vinningsvonir í stöðunni en staða Botvinniks er þó ekki vonlaus Biðskákin verður tefld í dag. — Skálholt Framhald af ols. 10. holtsbiskupa. Ef til vill yrðu þarna fluttar Þorlákstíðir og þá myndi hið fagurlega skreytta handrit úr Árna- safni með rauðum strengjum og grænum upphafstöfum hggja á altari Skálholts- kirkju og úr því lesið við blaktandi kertaljós. Ég vil ljúka þessum hug- leiðingum með þeirri ósk að skrifin kunni að stjaka við mönnum og vekja sem flesta til umhugsunar um mál, sem mér virðist varða þjóðina alla. Lögfræðiskrifstofa (Skipa- og bátasala) Laugav. 19. Tómas Ámas. Vilhjálmur Árna- son — Símar 24635 — 16307 — vHELGflSON/_ A - „ SÚÐRRV0G 20 /"(/ bRAll IT leqsteinar og ° plötur ð Fyrir alla þá miklu og margvíslegu vináttu og velvild mér auðsýnda í tilefni af 90 ára afmælisdegi mínum 13. apríl síðastliðinn þakka ég innilega og bið þann sem allt gott hefur í hendi sinni að launa við tíð og tækifæri. Guðrún Hjálmsdóttár, BorgarnesL Lok.aH vegna jarðarfara frá kl. 1—4 £ dag. Raflampagerðin Suðurgötu 3. Móðir okkar LISEBET GUÐMUNDSDÓTTIB Laugavegi 75 andaðist 23. apríl. Börnin. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, STEFÁN ingvarsson, Efstastmdi 46, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 27. þ.m. kl. 13,30. Snjáfríður Guðrún Torfadóttir, — Ingihjörg Stefánsdóttir, Kristinn Stcfánsson, Stefán S. Franklin, Guðrún Franklin og börn Jarðarför móðursystur minnar GUÐNÍ JAB JÓNSDÓTTUB fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 26. þ.m. kl. 1,30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Halldóra Eyjólfsdóttir, Friðleifur Friðriksson. Jarðarför ÓLAFlU MABGBÉTAB BJARNADÓTTUB frá Súðavík sem andaðist 19. þ.m., fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 26. þ.m. kl. 10,30. Blóm eru afþökkuð, en þeim sem óska að minnast hinnar látnu, er vinsam- legast bent á Barnaspítalasjóð Hringsins. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Börn hinnar látnu. Maðurinn minn RUNÓLFUB KJARTANSSON kaupmaður, andaðist 23. apríl sJ. í Bæjarspítalanum. Lára Guðmundsdóttir. Útför mannsins míns BJABNA EGGERTSSONAB frá Laugardælum, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 26. april kl. 13,30. Anna Guðsteinsdóttir. Útför WILLIAM THOMAS MÖLLEB sem lézt að heimili sínu Eskihlíð 18, Reykjavík þann 17. þ.m., fer fram í Stykkishólmi laugardaginn 29. apríl og hefst kl. 2 e.h. Kveðjuathöfn fer fram í Fossvogskirkju fimmtudaginn 27. apríl kL 10,30 f.h. og verður .athöfninni útvarpað. Margrét Möller. Fyrir hönd ættingja BJÖBNS JAKOBSSONAR fyrrverandi skólastjóra, þökkum við innilega bæði einstaklingum og félagssam- tökum auðsýnda virðingu og hlýhug við andlát hans og útför Herdis Jakobsdóttir, Ásgcrður Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.