Morgunblaðið - 26.04.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.04.1961, Blaðsíða 1
iS. árgangur 92. tbl. — Miðvikudagur 26. apríl 1961 Prentsmiðja Morgunblaðsina Fyrir danska þingið í dag Mynd þessi er tekin við Porte de Saint-Cloud í úthverfi Parísar aðfaranótt mánudags. Þá var mjög óttazt að uppreisnarmenn í Alsír reyndu að senda fallhlífalið til borgarinnar og mikiil viðbúnaður hafður til að mæta þvi. Kaupmannahöfn, 25. apríl. Einkaskeyti frá Páli JónssynL Á FUNDI dönsku ríkisstjórn- arinnar í dag skýrði Jörgen- sen menntamálaráðherra frá samþykki íslendinga á til- boði Dana um afhendingu handritanna og lagði fram tillögur um það hvernig af- hendingin skuli fara fram. í tillögum Jörgensens eru breytingar á skipulags- skránni er gerð var í sam- bandi við erfðaskrá Árna Magnússonar, en samkvæmt henni gaf hann danska há- skólanum handritin. Samkomulagið milli íslend Dregur til úrslitu í Alsír Uppreísnarmenn yfirgefa Oran og Constantine París, London og Algeirsborg, 25. apríl — (Reuter) • DE GAULLE forseti hefur skorað á þann hluta franska hersins í Alsír sem fylgir honum að málum, að „útrýma“ uppreisnarmönnum, en uppreisnarleiðtogarnir hafa boðað almenna hervæðingu á yfirráðasvæði sínu. Borgin Oran, sem uppreisnarmenn höfðu á sínu valdi, er nú í höndum franska stjórnarhersins. Fallhlífarlið það er hélt borginni, dró sig i dag til baka til Algeirsborgar. Þá hefur fallhlífarlið þa'ð er hélt borginni Constantine, haldið til herbúða sinna. 25 frönsk herskip sigldu í dag úr höfnum í Frakklandi áleiðis að ströndum Alsír. Er jafnvel talið að nú dragi til úrslitaátaka í Alsír, því uppreisnarmenn virðast vera að safna liði sínu saman í Algeirgborg. Óttazt er að uppreisnarmenn kunni að grípa til örþrifaráða — jafnvel innrásar í Frakkland. Þeir hafi aðeins um tvo möguleika að velja, borgarastyrjöld eða uppgjöf. — BJARXSÝNI f PARlS De Gaulle skoraði I dag á herinn 1 Alsír, að grípa til hverra þeirra ráða, sem gætu bundið endi á uppreisnina í Alsír, jafnvel beita vopnum. — Skoraði hann á herinn að brjóta niður og útrýma bylting- armönnum. Sagði forsetinn að ekkert værl jafn áríðandi og að flýta fyrir ósigri uppreisnar- manna, sem nú væri yfirvof- andi. Parísarbúar voru í dag von- góðir um að uppreisnin væri að renna út í sandinn eftir að til- kynnt hafði verið að fallhlífa- liðar hefðu yfirgefið borgina Oran í Vestur-Alsír og dregið sig til baka til herbúða sinna í Constantine í Austur-AIsír. — Stjómarherinn hefur nú allt svæðið umhverfis Oran á sínu valdi og er búizt við að hann taki Constantine innan stundar. Olie hershöfðingL yfirmaður stjórnarhersins í Alsír, fyrir- að beita valdi gegn valdi. Sagði hann að öll ábyrgð hvildi á öxlum uppreisnarmanna. FLOTINN ÚR HÖFN Franski flotinn lagði úr höfn í Toulon í dag, en ekki er gefið upp hvert förinni er heitið. Er hér um 25 herskip að ræða, þeirra á meðal tvö flugvélamóð- urskip, Arromanches og Lafay- ette, en á þeim eru um 70 flug- vélar. Þarna eru einnig skip bú- in öflugum radartækjum, sem geta komið í góðar þarfir ef uppreisnarmenn hafa enn í huga árás á Frakkland. Einnig eru í flotanum stót beitiskip og fjöldi tundurspilla. í dag hófst heimflutningur á herliði því er Frakkar hafa haft í Vestur-Þýzkalandi, og um 10.000 menn úr varaliðinu voru kvaddir til vopna. I her Frakka í Vestur-Þýzkalandi eru um 60.000 menn, búnir fullkomn- ustu vopnum, stórskotaliði og skriðdrekum. Hafa þeir verið þarna á vegum Atlantshafs- bandalagsins. Eru þeir kallaðir heim til varnar, ef árás verður gerð. EINRÆÐISVALD Fundur var í franska þinginu í dag og tilkynnti de Gaulle for- seti þá að hann hefði tekið sér einræðisvald vegna ógnunar við sjálfstæði ríkisins. Ekki flutti de Gaulle þetta ávarp sjálfur, Kjarnorkusprengia París, 25. apríl — (Reuter) — FRAKKAR sprengdu í morg- un fjórðu kjarnorkusprengju sína á Reggane-tilraunastöð- inni í Sahara. Sprengjan var mjög lítil, sprengiaflið að- eins um 3 til 4 kílótonn. — En fyrsta kjarnorkusprengja Frakka, sem sprengd var 13. skipaði hermönnum sinum í dag fcbrúar 1960, var 60 til 70 kílótonn. Talsmenn frönsku stjórnarinn- ar neita harðlega þeim orðrómi, að sprengingin hafi verið gerð nú til að fyrirbyggja að sprengj an félli í hendur uppreisnar- manna í Alsír. Segja þeir að tilraunastöðin sé ekki í hættu. — Hinsvegar hafi áætlun um sprenginguna verið gerð fyrir nokkuð löngu, og aðeins beðið eftir heppilegum veðurskilyrð- um. heldur þingforsetarnir. Þing- menn allir, nema um tólf rót- tækir hægrimenn og kommún- istar, risu úr sætum meðan til- kynning forsetans var lesin. Sendiherra Bandaríkjanna í Frakklandi, James Gavin hers- höfðingi, flutti de Gaulle í dag þá kveðju frá Kennedy forseta, að bandaríska þjóðin væri reiðu búin að veita hverja þá aðstoð er á þyrfti að halda. TVEIR KOSTIR Forsætisráðherra Frakklands, Frh. á bls. 2 inga og Dana, sem ákveðitr að íslendingar skuli fá 1749 handrit og falla frá frekari kröfum, verður einnig lagt fyrir þingið, en sennilega seinna. Dagblaðið Berlingske Tid- ende bendir á það að þriðj- ungur danska þingsins geti krafizt þess að afhendingar- tilboðið verði borið undir þjóðaratkvæðagreiðslu, en ekki segir blaðið neitt um líkur fyrir því hvort það verður úr. Ný sijórn í Belgíu Biissel, 25. apríl (Reuter). BALDVIN Belgíukonungur samþykkti í dag tillögur kaþ- ólikka og jafnaðarmanna lun myndun nýrrar ríkisstjórnar í Belgíu. En þingkosningar fóru fram í landinu í síðasta mán- uði. Forsætisráðherra hinnar nýju stjórnar verður kaþól- ikkinn Theo Lefevre, en Paul Henri Spaak, sem er jafnað- armaður, verður aðstoðarfor- sætisráðherra. Spaak mun auk þess gegna embætti utanríkis ráðherra og Afríkumálaráð- herra. Alls verða í ríkisstjóm- inni 11 ráðhérrar úr flokki kaþólikka og níu jafnaðar- menn. Samningar um stjórnar- myndun hafa verið mjög erf- iðir milli þessara tveggja stærstu flokka landsins, enda var barátta þeirra fyrir kosn- ingarnar mjög hörð. Báðir aðilar sam- þykkja vopnahlé Vientiane, Laos, 25. apríl. — (Reuter) — HÆGRI stjórnin í Laos til- kynnti í dag að hún vonað- ist til að vopnahléið gengi í gildi á morgun, en talsmenn vinstrisinna hafa heitið því að skipa uppreisnarhernum að hætta bardögum, en ekki er tekið fram livenær það verði. Er þetta svar við sameiginlegri áskorun Breta og Rússa á deilu- aðila að semja um vopnahlé í landinu hið bráðasta, en sú á- skorun var birt í gær. En full- trúar Breta og Rússa skipuðu forsæti á ráðstefnunni í Genf 1954, sem kom á vopnahléi í Indó-Kína. Ákveðið hefur verið að boða nýja ráðstefnu 14 ríkja í Genf hinn 12. næsta mánaðar, en sérstök nefnd skipuð fulltrú- um Indlands, Kanada og Pól- lands mun taka til starfa strax og vopnahlé er komið á og fylgj- ast með því að farið sé eftir skil- málum vopnahlésins. Sambandslausir við herstjórnina Home lávarður, utanríkisráð- herra Breta, sagði í brezka þing- inu í dag að Bretar tækju því aðeins þátt í 14 ríkja ráðstefn- unni í Genf að engin hætta væri á því að bardagar brytust út að nýju á meðan á henni stæði. Sagði ráðherrann að þessi stefna brezku stjórnarinnar væri Rúss- Frh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.