Morgunblaðið - 26.04.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.04.1961, Blaðsíða 2
2 MORGVNBLAÐ1Ð MiðviKudagur 26. apríl 1961' Vill úrskurð eignarrétt Kaupmannahöfn, 25. apríL Einkaskeyti frá Páli JÓnssynL ALF ROSS prófessor ritar í Politiken í dag og leggur þar til að handritin verði ekki afhent fyrr en Haag-dóm- stóllinn hefur kveðið upp úrskurð um eignarréttinn. — Ross, sem þekkir vel óskir Islendinga, segir þá oft hafa haldið fram lagalegum og siðferðilegum rétti sínum til handritanna, en að Danir hafi hinsvegar talið eigna- rétt sinn skilyrðislausan. — Þannig gætir gagnstæðu í ís- lenzkum og dönskum skiln- ingi á eignarrétti á handrit- unum. Meðan hún ríkir, get- ur ekkert fyrirkomulag kom- ið að tilætluðum notum og dregið úr spennunnL Ástæða er til að óttast, segir Ross, að það sem við lítum á sem Misheppnað geimskot Canaveralhöfði, Florida, 25. apríl (NTB-Reuter) BANDARÍKJAMENN skutu í dag á loft Atlaseldflaug frá eld- flaugastöðinni við Canaveral- höfða. Ajtti eldflaugin að flytja gervihnött á braut umhverfis jörðu og fylgir það fréttinni að þetta hafi átt að vera nokkurs konar lokaæfing áður en manni væri skotið út í geiminn frá Bandaríkjunum. En þrjátíu sek- úndum eftir að eldflauginni var skotið upp varð sprenging í henni og brann hún til ösku. Gervihnötturinn náðist þó ó- skemmdur til jarðar. 1 gervihnettinum, sem er sams konar og notaður verður þegar manni verður skotið á loft," var komið fyrir gervimanni, sem bú- inn var margskonar mælitækjum til að skrá þau áhrif, er maður yrði fyrir á leiðinni um geiminn. göfuglyndi, líti fslendingar, að vísu ekki opinberlega, á þannig að við séum nú loksins að gera skyldu okkar. íslendingar og Danir ættu því í bróðerni, að leggja málio fyrir Haag dómstól- inn. Falli dómur gegn Danmörku, verður farið eftir honum og öll andstaða gegn afhendingu fellur niður. En ef Haag dómstóllinn viðurkennir skoðxm Dana, skap- ast skýr og óumdeilanlegur grundvöllur fyrir að afhenda handritin sem gjöf. Berlingske Aftenavis gerir grein prófessorsins að umræðu- efni í dag. Segir blaðið að af- hending handritanna sé því að- eins á réttum rökum reist að óskum íslendinga sé að fullu fullnægt. En aðalrökin verða að engu ef íslendingar telja þetta ekki fulla lausn á málinu og álíta að Danir hafi komið smásmugu lega fram að afhenda ekki öll handritin. Þá segir blaðið enn- fremur að danska þinginu beri að finna þá lausn er sýni íbúum beggja landanna að hve miklu leyti handritin eru gjöf Dana til fslendinga, eða hvort íslendingar eru hér viljandi að láta þröngva sér til að láta réttmætar eignir sínar verða áfram í Danmörku. 70 rauðmagar á 350 kr. Akranesi, 25. apríl ALLIR Akranesbátar eru á sjó í dag. í gær fengu þeir alls 160 lestir. Þessir tveir voru afla- hæstir: Sigurvon með 15,5 lestir og Höfrungurl. með 14 lestir. Hæsti trillubáturinn var Hafþór, sem fiskaði 2200 kg. — Tveir piltar, 16 ára gamlir, eru ný- komnir úr hrognkelsanetum. Báturinn þeirra heitir Böðvar, 2Vz tonn. Þeir eru með tíu þrjá- tíufaðma löng net og fengu 225 hrognkelsi eftir nóttina. Þeir seldu 70 rauðmaga á 350 kr., 70 lítra af hrögnum á 56ð kr. Einn- ig hirtu þeir 35 grisleppur, sem þeir ætla síðan að selja signa eða saltaða á 140 krónur. Alls gerir þetta 1050 kr. — Oddur. L Æ G Ð IN fyrir suðvestan landið hreyfist lítið úr stað, enda hefur veðurlag ekkert breytzt að ráði síðan fyrir helgi. Segja má að lægðin sveifli norður og norðaustur yfir landið hlýju haflofti af svæðinu fyrir vestan Bret- landseyjar og Norðursjó. Þeg ar þetta raka loft kemur yf- ir svalan pólstrauminn fyrir austan land og norðan, þétt- ist vatnsgufan í því í þoku, sem síðan berst með kuld- anum inn að ströndinni og fyllir allar víkur og voga. Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi: SV-land, Faxaflói Og miðin: SA kaldi, skúrir. Breiðafjörður og miðin: Austan kaldi, skýjað með köflum. Vestfirðir og miðin. NA stinningskaldi, þokusúld norð antil. Norðurland til Austfjarða og miðin: Austan gola eða kaldi, þoka á miðunum og annesj- um, en sums staðar bjart í innsveitum. SA-land og miðin: Austan og SA kaldi, allhvass eftir há- degi á morgun, skúrir. Uppfylling- in rann i sjóinn AKUREYRI, 4. apríl. — Fyrir nokkru tóku hafnar- verðir á Akureyri eftir því að nokkrar lægðir voru tekn- ar að myndast í hafnarbakk- ann vestan hafnardokkarinn- ar, en hann tengir aðalbryggj- urnar á Torfunefi saman. Við athugun kom í ljós, að sand- ur, sem er aðaluppfylling á hafnarbakka þessum, hafði runnið út um timburþil, og fram í dokkina. Er verka- menn hófu þama viðgerð um sl. helgi, kom í Ijós að stórir hellar höfðu myndast þama undir slitlagi götunnar, allt að tveggja metra djúpir, og á nokkurra metra kafla með- fram dokkarþilinu. Viðgerð er nú lokið. Álitið er, að vatns rennsli frá brotnu holræsi hafi orsakað skemmdir. — St. E. Sig. Sæmundur Símon- arsonform. F.I.S. AÉALFUNDUR Fél. ísl. síma- manna, var nýlega haldinn. 1 framkvæmdastjóm voru kjömir Sæmundur Símonarson, formað- ur; Agnar Stefánsson, varafor- maður; Vilhjálmur Vilhjálmsson, ritari og Guðlaugur Guðjónsson, féhirðir. Svohljóðandi tillaga var sam- þykkt á fundinum: Aðalfundir Fél. ísl símamanna haldinn 19/4 1961 styður einhuga kröfur þær, sem stjórn B.S.R.B. hefur sent til ríkisstjórnarinnar og skorar á ríkisstjórnina að verða við þeim. í félaginu eru nú milli fimm og sex hundruð manns. Félagið rekur lánasjóð, sem veitir félags- mönnum nokkum stuðning við húsbyggingar og aðrar fram- kvæmdir, ennfremur rekur fé- lagið styrktar- menningar og kynningarsjóði, sem margir fé- lagsmenn hafa notið góðs af. (Frá F.Í.S.) Samvinna á sviði menningarmála Mbl. barst í gær svohljóð- andi fréttatilkynning frá utanríkisráðuneytinu: „ÞRIÐJUDAGINN 25. apríl laule- í Reykjavík samningaviðræðun* milli íslands og Sovétríkjanna um samvinnu á sviði menningar- mála, vxsinda og tækni, og fóru viðraeður þessar fram með vin- semd og skilningi af beggja hálfu. Lauk þeim með undirrit- un samnings milli íslands og Sovétrík j anna um samstarf 1 þessu skyni. Samkvæmt ákvæðum samn- ings þessa ber báðum samnings- aðilum í hvívetna að stuðla a3 aukinni samvinnu á sviði menn- ingarmála, vísinda og tækni, með því að stuðla að hverskona* skiptum á sviði vísinda, tækni, æðri mennta, fræðslumála, leik- listar, kvikmyndalistar, bók- mennta, myndlistar, tónlistar, íþrótta og ferðamála, er efla mega vinsamleg samskipti milll þjóða og landa beggja samnings- aðila. Tekið er fram af beggja hálfu, að menningarsamskipti íslanda og Sovétríkjanna hafi þróazk með hagkvæmum hætti á undan- förnum árum, og vænta þeir þess að með samningsgerð þess- ari gæti samstarf landanna ál þessu sviði orðið bæði víðtækara og árangursríkara. Samningiim undirrituðu Guð- mundur í. Guðmundsson utan- ríkisráðherra af hálfu íslands og A. M. Alexandrov ambassador aJ hálfu Sovétríkjanna.“ „Týrw i Kópavogi TÝR, FTJS í Kópavogl, heldu* síðasta fund á stjórnmálanám- skeiðinu í kvöld kl. 8,30 að Mel- gerði 1. Á þessum fundi mun Helgl Tryggvason kennari flytja er- indi um skólamál: „Gamli skól- inn og nýir tímar". Umræður verða að erindinu loknu. - Alsír Framhald af bls. 1 Michel Debré, sagði í franska þinginu í dag að ekki mætti draga það í efa að uppréisnar- menn stefndu enn að því að hertaka París. Sagði hann að nauðsynlegt yrði að beita franska hemum í Alsír, sem ætlað væri að berjast gegn Serkjum, gegn uppreisnarhem- um, ef foringjar Uppreisnarinn- ar sæu sig ekki um hönd fljót- lega. Debré sagði að skipaðir hafi verið nýir yfirmenn hersins í stað þeirra sem standa fyrir upp reisninni, og mætti búast við að- gerðum hersins fljótlega. Benti ráðheirann þingmönnum á að þeir sem að uppreisninni standa, hafa aðeins um tvo kosti að velja eins og komið er. Annað hvort að leggja til orustu við her stjómarinnar eða gefast upp. Ef þeir velja fyrri kostinn, stofna þeir til borgarastyrjald- ar, sagði Debré. ÁSKORANIR Messmer, hermálaráðherra Frakka, skoraði í útvarps- ávarpi á franska hermenn í Alsír að óhlýðnast fyrirskipun- um uppreisnarforingjanna og á franska flugmenn að snúa heim til Frakklands við fyrsta tæki- færi. Þá gaf Fourquet hershöfð- ingi, sem í gær var skipaður yfirmaður franska flughersins í Alsír, mönnum sínum fyrirskip- un um það í dag að „gera ekki við vélar þeirra (uppreisnar- manna), ekki afhenda þeim eldsneyti, ekki senda orðsending ar þeirra, neita að flytja her- menn þeirra“. FLÓTTAMENN Franska fréttastofan AFP skýrði frá því í dag að 18 flutn- ingaflugvélar hafi lent nálægt Marseilles eftir að hafa flúið frá Alsír. En auk þess hafi tvær minni flugvélar komið frá Alsír til Gíbraltar í dag og með þeim fimm flugmenn. Aðrir flugmenn komu til Marseilles með flutningaskipi, sem tókst að sigla úr höfn í Algeirsborg í gær. Segja flugmennirnir að fallhlífaliði uppreisnarmanna hafi ekki tekizt að gera árás á París vegna þess að flugmenn hafi neitað að flytja þá. Flóttamenn frá Alsír eru yfir- leitt sammála um að fylgi upp- reisnarmanna fari aftur minnk- andi og að miklar efasemdir ríki víða um réttmæti upp- reisnarinnar. Eins og skýrt hefur verið frá setti franska stjórnin viðskipta- og siglingabann á Alsír í gær. Telja sérfræðingar að uppreisn- armenn geti í hæsta lagi haldið áfram baráttu sinni í tvær vik- ur, en verði að þeim loknum vistalausir. SOUSTELLE HANDTEKINN Tilkynnt var í Frakklandi í dag að lögreglan hefði fyrirskip- að handtöku Jacques Soustelle, leiðtoga hreyfingar í Frakklandi, sem nefnist SrAlsir er franskt“. Soustelle var mjög náinn sam- starfsmaður de Gaulle á tímum Alsír byltingarinnar árið 1958, en afleiðing þeirrar byltingar var valdataka de Gaulle. Soustelle sneri baki við forset- anum eftir Alsírbyltinguna í jan- úar 1960. Sex hershöfðingjar og fjórir Ofurstar, sem gengið hafa í líð með uppreisnarmönnum í Alsír, voru opinberlega sviptir nafn- bótum sínum í dag. MERS EL KEBIR Sveitir fallhlífahermanna, sem fylgja uppreisnarmönnum, — reyndu í dag að taka flotastöð- ina Mers el Kebir, sem er ná- lægt borginni Oran. En herinn í flotastöðinni fylgir frönsku stjóminni og tókst honum að hrinda árás uppreisnarmanna. Franskt herskip lá í höfninnl í Mers el Kebir og hóf það skot- hríð á uppreisnarmenn er þeir nálguðust flotastöðina. Árásin stóð aðeins skamma stund og hörfuðu uppreisnarmenn síðan undan. AÐEINS FIMMTI HLUTI HERJSINS Terrenoire upplýsingamálaráð- herra hefur skýrt frá því að upp- reisnarmenn hafi handtekið Henry de Poilly hershöfðingja, sem er yfirmaður franska hers- ins í Vestur-Alsír. De Poilly, sem hefur aðsetur í borginni Tlemcen, fór til Algeirsborgar til viðræðna og hafði " Maurica Challe hershöfðingi, einn af leið- togum uppreisnarmanna, tryggt honum brottfararleyfi að þeim loknum. Engu að síður fyrirskip. aði Challe handtökuna. Terrenoire lýsti þvi ennfremur yfir að aðeins fimmti hluti franska hersins í Alsír fylgdi uppreisnarmönnum. Allir bæjar- og sveitastjórar utan í Algeirs- borg, Oran og Constantine hefði einnig sent de Gaulle forseta trúnaðaryfirlýsingar. Síðustu fréttir \ París, 25. apríl (Reuter) StoUSTU fréttir herma að svo virðist sem uppreisnin í Alsír sé að renna út í sandinn og er óttazt að leiðtogarnir kunni að grípa til örþrifaráða á síðustu stundu. Gripið hefur verið tll víð- tækra varúðarráðstafana í París, þriðju nóttina í röð. í óstaðfestri frétt segir að hershöfðingjamir fjórir, sem standa fyrir uppreisninni, hafi farið frá Algeirsborg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.