Morgunblaðið - 26.04.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.04.1961, Blaðsíða 3
Miðvik'udagur 26. apríl 1961 MORGVNBLAÐIÐ 3 MW Hvar ó andi handrítin að vera? S BLAÐINU í gær var grein eftir Birgi Kjaran um íslenzkt menningarset- ur í Skálholti. Hann legg- ur til að íslenzku handrit- in, sem koma frá Dan- mörku, verdi varðveitt þar. Af þessu tilefni sneru fréttamenn Mbl. sér til nokkurra fræðímanna og áhugamanna um þessi mál og lögðu fyrir þá spurn- inguna: Hvar á íslandi teljið þér að eigi að varð- veita handritin? Fara svör þeirra hér á eftir: Próf. Alexander Jóhannesson: — Handritin eiga auðvitað að vera í Landsbókasafninu fyrst um sinn eða í sal þeim, sem áður hýsti Náttúrugripa- safnið en nú hefur verið rýmd ur. Síðan á að koma þeim fyr- ir í Landsbókasafnsbygging- unni, sem ráðgert er að reist verði vestan við Háskólann. Þar verða sameinuð Háskóla- bókasafnið og Landsbókasafn- ið og væri þá handhægast að byrja með því að byggja álmu bókasafnsbyggingar og varð- um tengslum við norrænu- deild Háskóla íslands. 3) Þetta fyrirkomulag mundi auðvelda útgáfur á handritum og handritarann- sóknir. Ennfremur yrði þetta hagkvæmasta lausnin á mál- inu og sú ódýrasta, það hef- ur sitt að ségja. Einar Ól. Sveinsson, prófessor: — Þar sem flestir eru vís- indamenn, mestur er bóka- í kostur, bezt eru tæki, í Reykja: vík. Handritin koma hingað : til að verða notuð, til að:: hleypa nýju magni í íslenzkt vísindalíf. f kringum þau þarf: að setja upp stofnun, sem ger- ir þessa miklu fjársjóði arð- bæra, í henni sé unnið að út- gáfum og hvers konar rann- bókasafnið, ætti að vera þar rúm fyrir handritin þar sem aðstaða væri til að vinna að rannsóknum á þeim. Sögulega séð myndi ég telja að skemmtilegt væri að varð- veita handritin í Skálholti, en ég er ekki viss um að það myndi vera að sama skapi hagkvæmt. þau nema hafa góð bókasöfn, og það skársta af því tagi er hér. Það skiptir ekki máli hvar í Reykjavík, bara í góð- um húsakynnum á góðum stað. Það er ekki ástæða til að byggja neina handritahöll. Ekki þarf nema litla geymslu og þess vegna hægt að koma handritunum fyrij; í Háskól- anum, Þjóðminjasafninu eða Landsbókasafninu. En vænt- anlega þarf áður en langt um líður að byggja yfir Lands- bókasafnið og Háskólabóka- safnið og ráðgert er að sam- eina þau Og reisa yfir þau byggingu á Melunum. Þar fengist þá góð geymsla fyrir handritin. Finnur Sigmundsson, landsbókavörðua*: — Alveg tvímælalaust hér í :§f§! Reykjavík. Það er ekki hægt :::5§Í§f að nota handrit og vinna við ::f§|§ veita safnið þar. Með þessu móti yrði handritasafnið í nán um tengslum við bæði Lands- bóka- og Háskólabókasafnið, sem hafa að geyma um 300 þúsund bindi, og um 10 þús- und handrit frá síðari öldum. Mundi ég þá gera ráð fyrir því, að öll handrit yrðu á ein- um stað. Áætlað hafði verið að reisa “Sérstakt Árnasafn undir hand ritin á Háskólalóðinni og var safnað um hálfri milljón kr. til þeirrar byggingar. Bezt væri að leggja þessa fjárhæð í væntanlegt Landsbókasafn, þar sem handritasafnið yr#i síðar hýst. Með því að varð- veita handritasafnið í álmu hins nýja Landsbókasafns, mundi þrennt vinnast, sagði Alexander Jóhannesson að lokum: 1) Hentugu húsnæði fyrir safnið yrði komið upp á til- tölulega skömmum tíma. 2) í væntanlegu Lands- bókasafni yrði miðstöð ís- lenzkra og forn-nörrænna fræða, sem fljótlega mundi draga að sér athygli alls heims ins. Yrði hún auðvitað í nán- sóknum. Hér ætti að vera § mikið verkefni fyrir vísinda- §: menn okkar, hugsið yður, f hversu hinum imgu opnast nú § ný starfsvið og möguleikar. í hvaða húsi? Jú, það skal ég segja yður, í Landsbóka- safnshúsi skammt frá Háskól- anum. En í svipinn í húsa- kynnum Landsbókasafnsins, þar sem það er nú. Þetta ger- ist ekki allt í einu, en tilhlökk unarefni er að fá eitthvað að styðja að því. Nú er að láta | hendur standa fram úr erm- um. Þctrarinn Björnsson skólameistari: — Að lítt hugsuðu máli virðist mér eðlilegast að hand ritin verði varðveitt í sam- bandi/við Háskólann. Ef reist verður hús yfir Landsbókasafnið og Háskóla- Hamingjuóskii bá Danmörku SPURNINGUNNI svaraði Bent A. Koch, formaður hinnar sjálfskipuðu dönsku nefndar til lausnar handritamálsins og rit- stjóri Kristilegs dagblaðs: ísland hlýtur að ákveða staðinn. Ég læt mér nægja að gleðjast yfir þessum ár- angri. Vinir íslands í Dan- mörku senda íslenzku stjórninni og þjóðinni ham ingjuóskir yfir Atlantsála. Eigi cg samt sem áður að svara spurningunni, þá hlýtur staðurinn að vera Reykjavík, þrátt fyrir hlýj an hug minn til Skálliolts og áhuga fyrir staðnum. En með tilliti til erlendra vísindamanna og rann- sóknanna yfirleitt, hlýtur Reykjavík að verða tekin fram yfir. Mikiiivægast er að tryggja sér handritin og að góð vinnuskilyrði verði til rannsóknanna. — Bent A. Koch. Helgi Hjörvar rithöf.: — Ég er varla viðbúinn að svara þessu. Mér hefur aldrei komið það í hug og aldrei heyrit það fyrr, að Reykjavík þyrfti né mundi vilja koma hándritunum 1 fóstur, ef þau kæmu í hennar höfn. Ég er því andvígur að dreifa höfuð- staðnum út um landið. Enginn staður á íslandi er mér heil- agri en sjálf Reykjavík. Og hvar eiga handritin að vera nema í nánum tengslum við þjóðskjalasafnið og skjöl landsbókasafnsins? Mér varð það hugstæðast af öllu að horfa á Árnasafn í háskaleg- um stað í öðru landi. Því tel ég tvennt mestu varða: hæfi- lega greiðan aðgang að hand- ( ritunum, einnig fyrir þá sem ekki eru ríkismenn né munk- lífis-menn; en það annað, að varzlan sé óbilandi örugg og að þau hurðarlok kosti ekki nema eitt handtak. — Helgi- setur í Skálholti á að verða kirkjulegt, og kirkjan þarf ekki að leita þar fleiri til- fanga en hún ræður sjálf á sinni vígðu jörð. Hermundur Tómasson lögregluþjónn: — Mér finnst að það hefði átt að vera búið að ákveða stað fyrir handritin áður en þau koma hingað heim. ( Hins vegar fihnst mér ekki aðalatriðið hvar handritin eru geymd heldur að við fáum þau hingað heim og þau verði varðveitt á góðum stað hvort sem hann er hér í Reykjavík eða annars staðar á landinu. Það er ánægjulegt hvað Frh. á bls. 23 STAKSTEIHAR Moskvuvíxill á Siglufirði Siglfirðingur, blað Sjálfstæðis manna á Siglufirði, birtir forystu grein fyrir skömmu um undir- skriftasmölun kommúnista á Moskvuvíxil þeirra. Kemst Sigl firðingur m.a. að orði á þessa leið: „Að sjálfsögðu beita kommún istar fyrir áróðursvagninn lítt pólitískum mönnum, sem ekki hafa gert sér glögglega grein fyr ir stefnunni í alþjóðapólitík kommúnismans og lokað hafa augunum fyrir þeirri staðreynd, að aðeins sterk og sameinuð lýS ræðisríki geta haldið austrænu blokkinni í skefjum og forðað vá nýrrar heimsstyrjaldar, — og að sjálfsögðu er undirskriftaplagg ið sakleysilega orðað og lævíslega enda hvorttveggja líklegra til að blekkja fólk til að ljá nöfn sín á Moskvuvíxilinn, eins og undir skriftaplaggið er almennt kallað" Hornsteinar almennra mannréttinda Siglfirðingur lieldur síðan á- fram: „Fullveldi þjóða og lýðréttindl þegnanna, hornsteinar almennra mannréttinda og framþróunar í efnahags- og menningarlegu til- liti byggist á því að þjóðirnar skilji þá augljósu staðreynd, að. sameinaðar eru þær sterkar og megnugar þess að að vernda hver aðra og sjálfa sig og forða frekari útþennslu heimskommúnismans, sem markvisst hefur aukið út- þennslustefnu sína og fellt hvert ríkið af öðru í Ieppfjötra. Og það eru skammsýnir menn, sem i nafni íslenzkrar þjóðar og friðar ganga erinda kommúnista í sundr ungastarfi meðal vestrænna þjóða og hvetja samborgara sína til að skrifa upp á Moskvuvíxil inn. Þetta áróðursplagg mun þessa dagana borið á milli húsa hér á Siglufirði og það er full ástæða til þess að vara fólk við þátttöku í þessum blindingjaleik, sem gegnir því einu hlutverki að vera áróðursvopn heimskommún ismans gegn okkur sjálfum“. Mundu leita til vinanna í austri Helgi Valtýsson, rithöfundtrr, á Akureyri, ritar athyglisverða grein um öryggismál íslands í blaðið Dag, 22. apríl s.l. Leiðir hann þar rök að því, að hlutleys ið sé fyrir löngu gjörsamlega úr elt orðið og minnir á reynslu ann arra þjóða af því á liðnum tíma. f niðurlagi greinar sinnar kemst rithöfundurinn að orði á þessa leið: „Hér hjá okkur hagar áþekkt til og í Noregi: „Vina“-stórveldið Þýzkaland áltti „góða vini“ í Noregi, engu síður en Molotoff gamli hér á íslandi, og aðrir merkir Sovéthöfðingjar, þótt hér beri enginn Quislingsheitið fræga. Auðvitað myndu vinirnir hér óðara leita til vinanna í austri um nauðsynlega aðstoð til að verja hlutleysisflíkina „gagns lausu“. Og eigi mundu vinir vin um bregðast, — samkvæmt margra ára g'óðri reynslu og gagnkvæmri. Á þriðja degi mundi „Völlurinn” velsetinn á ný með „glæsilegustu nýtízku vélum heims“. Og Hvalfjörður mundi brátt fyllast stærstu og fullkomnustu kafbátum „vina- þjóðarinnar“, sem ekki reyndust langsóttir. — Þá væri hlutleysi ísland vel borgið að eilífu! — engu síður en Noregi með hcim- sókn Hitlers! En mundu þá ekki hinir sve nefndu „hernámsandstæðingar“ °8T „þjóðhollir Akureyringar*1 2 hefja í skyndi undirskriftasóka sína á ný? — eða hvað?“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.