Morgunblaðið - 26.04.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.04.1961, Blaðsíða 6
6 MORGUyVtAÐ'ÍÐ Miðvíkudagur 26. aprfl 1961 SKÁK EFTIRFARANDI skák er að vísu ekki tefld af hinum nýbakaða íslandsmeistara, en aftur á móti á fyrrverandi íslandsmeistari að- ild að skákinni, og vona ég að það tryggi gæðin. Hvítt: Svart: Ingvar Freysteinn Ásmundsson Þorbergsson Nimzoindversk vörn. / (Sámisch afbrigði.) , 1. d4 Rf6 2. c4 é6 3. Rc3 Bb4 4. a3 Bxc3f 5. bxc3 c5 6. e3 b6 7. Bd3 Samisch afbrigðið hefur átt all miklu fylgi að fagna m. a. hefur Botvinnik nær engöngu beitt því gegn Tal í einvíginu 1960, en faann hefur aftur á móti leikið 6. f3 í stað e3, því 6. f3 hefur þann kost að vera minna rann- sakað afbrigði og e. t. v. býður sá leikur upp á fleiri möguleika fyrir hvít. 7. Bb7 8. f3 Stirðara er 8. Rf3, því þar hefur riddarinn ekki um eins marga möguleika að velja til uppbyggingar sóknar, eins og á e2. 8. d6 9. Re2 Báðir aðilar hafa Ieikið nokkuð ónákvæmt. í staðinn fyrir 8. d6 liefði 8. Rc6 verið nákvæmari leikur, því í sumum tilfellum er hægt að leika Re8—d6 og þrýsta þannig á c4. f 9. leik átti Ingvar að leika 9. e4, sem hótar óþægilega Bg5. 9. Rc6 10. 0—0 Ennþá er e4 fyrir hendi. Senni- lega hefur Ingvar viljað forðaaí troðnar slóðir með textaleikn- um. 1«. 0—0 1L Rg3 Dd7 12. Í4 Skemmtilegur möguleiki er hérna 12. e4. T. d. 13. cxd4, Rxd4, 14. Bb2, a) Rc6. 15. Bxf6, gxf6. 16. Rh5, De7. 17. f4 ásamt Hf3—h3. 14. b) e5. 15. Bxd4, exd4. 16. Be2! Það er aðeiris einn kostur sem ég sé við f4 leik Ingvars, en hann er sá, að Freysteinn hefur áreið- anlega ekki búizt við honum.“ 12. cxd4 13. cxd4 d5 Nú hefur svartur „blokkerað“ hið fríða miðborð hvíts. 14. Bb2 dxc4 15. Bxc4 Re7 16. Bd3 Red5(?) Að áliti Ingvars var 16. Rf5! rétti leikurinn. Bf þ möguleiki er skoðaður nánar, þá komast menn raun um að þessi leikur heldur fyllilega í horfinu og dálítið betur. Eftir síðasta leik svarts nær hvítur föstum tökum á stöðunni sem hann held ur til l«ka. 17. Dd2 Rc7 18. De2 Hindrar að svartur nái upp- skiptum á a6. 18. Da4 19. Hacl Hac8 Eins og skákin tefldist hefði verið heppilegra að leika 19. — Hfc8. 20. Hc4 Dd7 21. Hc2 Hfd8 22. ©4 Rce8 23. Hxc8 Hér var einnig ágætur leikur 23. Hd2, sem hefur þann kost að Frh. á bls. 23 Fréttabréf úr Austur-Húnavatnssýsiu: Snjóléftur vetur-dýrf rafmagn ALLAN fyrri hluta vetrarins var úrkoma sáralítil og varð þá víða mikill skortur á vatni. Úr því rættist lítils háttar um miðj- an janúar en meira seint í febrúar og í marz. Nokkur vatnsból eru þó enn alveg þurr. í Langadal eru 8 vatnsaflsrafstöðvar. Hef- ur skort vatn á þær allár að meira eða minna leyti í allan vetur og er svo enn nema í rign- ingu og þíðvirðrum. Dýrt rafmagn. Frá 20. febrúar til 24. marz hækkaði vatnsborð Svíi*avatns um 174 cm og var þá vatns- geymirinn, sem miðlar vatni á ra'fstöðina við Laxá á Ásum, orðinn fullur. Síðan hefur Laxár- stöðin haft vatn eftir fylLstu þörf um. Það vatn, sem á þessum tíma rann fram í Svínavatn, var að mun meira en allt vorleysinga vatnið á sama tíma í fyrra, en þá var óvenjulega snjólétt í vetr arlok. Vegna vatnsskonts í Laxá og Gönguskarðsá var gufutúr- bína síldarverksmiðjunnar í Höfðakaupstað í notkun frá 23. nóv. til 23. febr. Hefði annars orðið mjög alvarlegur rafmagns skortur á orkusvæðinu. Rekstur hennar gekk vel en varð mjög dýr. Hútn brenndi allt að 18 tonnum af jarðolíu á sólarhring, 4 fastamenn störfuðu við hana og fleiri kostnaðarliðir voru mjög háir. Snjóléttur vetur. Ár og stöðuvötn lagði í nóv- ember og varð ísinn brátt þykk- ur. Þann 22. febr. hljóp gífur- legur vöxtur í árnar og ruddu þær sig að mestu, sumar með miklum ofsa. Eru enn miklar íshrannir hér og þar við Blöndu og Svartá. ís á stöðuvötnum er óhaggaður enn. Áfreðar hafa áldrei komið og hvergi þurft að taka inn hross of þeim sökum. Mj ólkurflutningar hafa gengið betur en nokkru sinni áður síð- an mjólkurstöðin tók til starfa árið 1948, því að vegir hafa verið snjólausir að kalla í allan vetur néma hvað talsverður snjór kom á Skagastrandarveg og nyrst í Langadal um miðjan þennan mánuð. Þá tepptust mjólkurflutn inga þar í einn dag. í fyrra' var svipaða sögu að segja en þó var frekar að snjór yrði þá til tafar. Snjóýtur hafa næstum aldrei verið hreyfðar. Er þetta snjóléttasti vetur, sem komið hefur hér í sýslu í tið núlifandi manna. Mjólk. Fyrstu þrjá mánuði ársins tók Mjólkursamlag Austur-Húnvetn- inga á móti 486 þús. kg af mjólk. Er það 78 þús. kg meira en á sama tíma í fyrra eða rúmlega 19% aukning. Refirnlr 10 refir hafa verið skotnir í Svartárdal og 28 í Vatnsdal síðan um áramót. Þar af hafa Grímur og Eggert Lárussynir í Grims- tungu skotið 21. Refirnir hafa flestir verið skotnir við æti hjá skotbyrgjum. KirkjÁkórar Kjartan Jóhannesson, söng- kennari, var í 5 vikur hér í sýslu og æfði kirkjukóra. í fyrra var hann einnig hér í sömu erind- Sumri fagnað HÚSAVÍK. — Lúðrasveit Húsavíkur fagnaði sumri á sumardaginn fyrsta með þvi að leika sumarlög á svölum skólahússins, og fólk hlýddi á umkringt snjó, — en þó er farið að sjást á dökka díla í f jallinu, og girðingarstaurarn- ir ("sjá fremst á myndinni) eru að komast upp úr skafl- inum. Og í hugum manna er sumarið á næsta leyti, þótt enn sé dimmt í lofti, og hvitt yfir grund að líta. — Silli. um. Þykir kórunum mikill fcng- ur að komu hans. Skólamót Tvö skólamót voru haldin á vegum áfengisvarnanefndanna. annað á Blönduósi, hitt í Höfða- kaupstað. Voru þau bæði fjölsótt. í fyrra voru sams konar mót haldin í sveitunum. Blönduósi, 21. apríl 1961. B. B» • Um útvarpsdagskrá Velvakandi hefur verið beð inn fyrir nokkur bréf. Þar af þessi tvö um dagskrárliði útvarpsins: F. skrifar: „Mig langar til þess að biðja yður fyrir þakklæti til út- varpsins og Sigurðar Bjarna- sonar ritstjóra fyrir frásögu- þátt þann er hann flutti að kvöldi hins fyrsta sumardags „Hugann eggja bröttu spor- in.“ Það var í senn afburða skemmtilega samið og fróð- legt. Eitthvað með því bezta sem komið hefur í útvarps- dagskránni um lengri tíma og hefur þó margt komið þar fram, sem bæði er virðing- ar og þakkar vert.“ Svo skrifa hér þrjár hús- mæður um danslögin: „Við erum hér saman komn ar þrjár húsmæður og vilj- um láta óánægju okkar í ljós með danslögin á sunnudags- kvöldum. Við viljum fá létt dans- og dægurlög af plötum, eitthvað fyrir alla, en ekki bara þá sem kunna jife og cha-cha-cha, eins og núver- andi stjórnandi danslaganna velur.“ • Hrafnseyri — I ttafnseyri mmmmm—mmimiw t Jón Herm^nnsson á Bíldu- FERDIIMAIMH : N®* ZzrU J L.. _ \\l/, Wi \^\ 'X fö'SiM ú % dal biður Velvakanda fyrir nokkrar línur: f Morgunblaðinu 24. marz er frásögn af væntanlegri út- gáfu gullpenings í tilefni 150 ára afmælis Jóns Sigurðsson- ar. Þar er talað um „Rafn“ Sveinbjarnars., sem „Rafns“- eyri heitir eftir. Hér vestra, a. m. k. í Arnarfirði, er enn þá ritað og sagt Hrafn eða Hrafnseyri, sem mun vera réttara. Heyrt hefi ég að dönskusletta þessi (er það ekki dönskusletta?) sé tilkomu Landsíma íslands að kenna. Færi nú ekki vel á að á 150 ára afmæli Jóns Sigurðsson- ar yrði þessu breytt að til- hlutan yfirvalda, eða að ekki yrði letrað Rafnseyri á minnispeninginn, ef fæðing. arstaðurinn er nefndur. * Hjónarifrildi •mmm^mm^mmmmmmmmmsBBuau Þessa ferskeytlu heyrði ég um daginn og hafði gaman af. Hana gerði Ólína Jónasdóttir á Sauðárkróki, sem látin er fyrir nokkrum árum, og nefn ir hjónarifrildi Gremja sár og gamalt þjark glatt á þeirra smiðju brann, Þau eru að skerpa kærleikann, þar af kemur þetta hark.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.