Morgunblaðið - 26.04.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.04.1961, Blaðsíða 8
ð MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 26. apríl 1961 Flokksþing kommúnista í október nk. kann að mark'a upphaf NHCITA KRÚSJEFF, forsætisráð herra Sovétríkjanna vinnur nú að viðfangsefni, sem sagt er, að sé ekki hans sterkasta hlið — en það er heimspeki. Á þingi miðstjórnar kommún- istaflokksins í Sovétríkjunum í janúar sl. var þeim tilmælum beint til aðalritarans, að hann hefði tilbúna víðtæka stefnuskrá til þess að leggja fyrir 22. flokks þingið, sem væntanlega verður haldið 17. október í haust, þá munu 1500 fulltrúar koma saman í Moskvu og hlýða á fyrstu nýju stefnuskrána frá því hið róstu- sama ár, 1919. f hvaða átt má búast við, að stefnuskráin beinist? Mun hún bera í sér leiðina fram'á'við fyr ir sovézkan sócialisma, eða verð ur hún aðeins safn meiningar- lausra slagorða? Dálitla hugmynd um væntan- legt svar við þessum spurningum mátti fá af málgagni kommún- istaflokksins — Pravda — 22. febrúar s.l. Þar kemur fram, að Rússar vonast til þess, að komm únismanum verði endanlega kom ið á árið 1980. Vladimir N. Novikov skrifar, að innan fimm tán ára verði hið sögulega verk- efni, að leggja efnalegan og tækni legan grundvöll kommúnismans fullkomnað, svo og að Sovét- menn muni hafa öðlazt hinn mesta efnalega og andlega auð. En sterkari og ítarlegri hug- mynd um væntanlega stefnu má finna í tímaritum ýmissa háskóla, en þau verja henni nú miklu rúmi Öll svið hins sovézka lífs eru þar rædd með tilliti til þess, að nú nálgast óðum hið algera komm úniska þjóðfélag; þar er rætt um íjölskylduna, flokkinn, andlega og líkamlega vinnu, mismuninn milli borga og þorpa og vand- kvæðin sem verða því samfara, að dreifa vörum milli mannanna ^ milligöngu peninga, sam- kv.:mt nauðsyn (í staðinn fyrir að dreifa vörum fyrir milligöngu peninga samkvæmt vinnu hvers og eins, svo sem nú er gert). Tímaritin taka einnig upp marg ar aðrar grundvallarkenningar, Marx og Lenins, svo sem um upp lausn ríkisformsins, skiptingu vinnunnar og reglulegt lýðræði, þar sem fólkið sjálft tekur bátt í stjórn þjóðfélagsins á lýðræðis legan hátt. Almenn stefna þessara um- ræðna hneigist greinilega mjög til vinstri — hún er róttæk og altæk. Eins og grein Novikovs í Pravda gefa tímaritin til kynna að hin nýja áætlun Krúsjeffs verði áætlunin um hið langþráða algera kommúníska þjóðfélag. * * * * Stanislav Strumilin, fyrrum yf irmaður Hagstofu Sovétríkjanna og formaður áætlunarnefndar rík isins skrifar grein um fjölskyld una í júlíhefti 1960 tímaritsins NOVY MIR. Hann sér fram á al- geran aðskilnað foreldra Og barna frá fæðingu þeirra. Öll börn, segir Strumilin, á að ala upp á barnaheimilum sem ríkið rekur. Minnir grein hans mjög á skrif Alexöndru Kollontai sálugu um fjölskylduna snemma á árinu 1920. Strumilin segir, að foreldrum verði leyft að koma í heimsóknir til dvalarstaða barna sinna „svo oft sem reglurnar leyfi“. En hann segir einnig . . . „barnaheimili, sem stjórnað er af lærðurn og reyndum uppeldisfræðingi, er ó- mælanlega miklu betur fært um að gefa barninu hina beztu fræðslu um kenningar og þjóð félagsvenjur, heldur en hin um hyggjusamasta móðir. Eigingjarn ar tilhneigingar barnsins verða þurrkaðar úr því þegar í vöggu og þess í stað þroskaðar með því allar þjóðfélagslegar eðlishvatir, með því að leggja áherzlu á ný skilyrðisbundin viðbrögð, sem myndast við daglegt samneyti við félagana. . Til þess að gera að raunveru leika þessi yfirráð ríkisins yfir heimilinu — en það er takmark, sem sjálfur Adolf Hitler nálgað ist með varkárni — þarf m. a. að flýta fyrir byggingu heima- vistarskóla eins og Krúsjeff benti á á 21. flokksþinginu, er hann sagði: — Við verðum að auka hlutverk ríkisins og þjóðfélags- ins í uppeldi barna . . . framtíð in felur í sér möguleika til þess að ala öll börn upp í heimavistar skólum. Það mun aftur tryggja árangursríka lausn á vandanum um menntun ungu kynslóðarinn ar og draga milljónir kvenna inn í raðir. þeirra sem vinna að upp byggingu kommúnismans. Eftir Al Weeks Krúsjeff sagði, að árið 1965 yrði ekki minna en 2,5 milljónir barna í heimavistarskólum. Hann hafði með því gengið enn lengra í þeim efnum, en þegar heima- vistarskólaáætlunin var fyrst tek in upp á stefnuskrána á 20. flokks þinginu. Væntanleg stefnuskrá mun áreiðanlega hafa eitthvað enn róttækara að segja um það mál. * * * * Varðandi framtíð ríkisins og flokksins hafa rússrieskir kenrii setningarmenn gert það Ijóst í ritum sínum upp á síðkastið, að ríkisformið muni ekki taka að leysast upp fyrr en kommúnism inn sé orðinn alheimslægur. Þeir halda því fram, að ríkið verði að vera til áfram, eins og Stalín kenndi, meðan nokkurs staðar í heiminum ríki kapitalismi Og þeir fara að því leyti lengra en Stalín, að þeir krefjast þess, að flokkurinn verði einnig til áfram. Þessi lína var fyrst mörkuð með ritinu The Bases of Marxist Philosóphy (sem útgefið var af einum af fremstu heimspeking um kommúnistaflokksins F. V. Konstantinov, en það kom út 1959, eftir að völd Krúsjeffs voru orðin óumdeilanleg). f bókinni segir: — „Hlutverk kommúnistaflokksins mun ekki minnka, meðan kommúnisminn er byggður upp eins og endur skoðunarsinnar halda fram, held ur mun það aukast. Flokkurinn mun fá æ mikilsverðara hlut- verki að gegna sem leiðbeinandi, Krúsjeff þar sem mikilvægi hugsjóna- legra, uppeldislegra og stjórnar- legra áhrifa munu fara vaxandi, þegar kommúnismanum hefur verið endanlega náð, vegna hinn ar miklu efnahagslegu velmegun ar, sem fylgir í kjölfar þess. Hið sama kom fram hjá Krú- sjeff á 21. flokksþinginu er hann sagði, að nálgast yrði markið díalektískt. í þessari bók eru ennfremur borin fram rök gegn þeim sem hlyntir eru hinni júgóslavnesku tilraun til þess að skipa kommún istaflokknum á bekk, sem fyrst um meðal jafningja. (Einn þeirra sem leiddist svo af braut á valda tíma Stalíns og fyrst á eftir, var Y. D. Yaroshenko, fyrrum starfs maður Hagstofunnar. Bæði Stalín og Krúsjeff settu hann í gapa- stokkinn sem nokkurs konar full trúa júgóslavneskrar endurskoð unarstefnu, einkum að því er varðandi upplausn flokksforms- ins). í bókinni segir: — Flokkurinn og foringjar hans bjarga þjóð- inni frá víllum. Það er augljóst, að þeir munu halda því áfram við algeran kommúnisma. Annað efni, sem er til umræðu í tímaritum háskólanna er aukið lýðræði stjórnarinnar. Enginn hefur þó enn stungið upp á því að fara svo langt í þeim efnum, að fjármálaráð hinna ýmsu hér aða eða nokkrar aðrar stofnanir héraðstjórnanna fái raunveru- legt vald í höfuðmálum í lýð- ræðislegum skilningi. Að vísu er haldið áfram að dreifa valdi fjár- málastjórnarinnar en því hafa fylgt aukin yfirráð framkvæmda stjórnar kommúnistaflokksins. * * * Málflytjendur á 21. flokksþing inu lögðu áherzlu á, að hugmynd Lenins (í ritinu Ríkið og bylt- ingin) um að sérhver húsmóðir taki þátt í framleiðslunni megi ekki taka bókstaflega. Krúsjeff sagði hreint út, að viss störf þjóðfélagsins, sem hliðstæð væru sumum stjórnarstörfum yrðu í höndum þjóðarinnar, þegar kommúnisminn yrði alger. Til slíkra þjóðfélagsathafna telur hann refsingu fyrir minni háttar glæpi og yfirtroðslur. Vald til þeirra refsinga segir hann verða í höndum dómstóla ó lærðra manna, er túlka muni al- menningsálitið. En Krúsjeff var fljótur að bæta því við, að ekki mætti líkja upplausn eða visnun ríkisformsins við „visnandi tré, sem fellir allt sitt lauf að hausti og stendur nakið eftir“. Krúsjeff lagði sérstaka áherzlu á, að hugmynd endurskoðunar- sinna um aukningu lýðræðisins — með tækifærum til þess að halda ræður fullar eldmóði á þingi; til að stofna til flokka- drátta innan kommúnistaflokks- ins og til frjálsra kosninga, sé ekki það, sem við sé átt með sjálfsstjórn alþýðu. Sem dæmi úr samtímanum um þessa sjálf- stjórn nefndi hann að ríkið hefði látið umsjón með líkamsrækt í hendur sambands áhugamanna um íþróttir, en það er ekki ríkis stofnun heldur þjóðfélagsstofn- un. Ef marka má af því, sem sagt var á 21. flokksþinginu og nú er ritað í rússnesk tímarit virðist svo sem ný hrukka sé að myndast á hinu ævagamla marxíska og kommúníska loforði um dreifingu gæða samkvæmt nauðsyn en ekki samkvæmt vinnu, mældri í laun um. („Til handa hverjum sam- kvæmt þörfum — frá sérhverjum eftir getu"). Krúsjeff beindi umræðum í nú verandi farveg, þegar hann á flokksþinginu 1959 sagði: — Þjóð félagið ber þegar allan kostnað af námi þegnanna, sjúkrakostnað, ellilaun o.s.frv. Útgjöld af þessu tagi munu verða aukin í fram- tíðinni . . .“ Það er því líklegt að samkvæmt hinni væntanlegu á ætlun verði byrjað að dreifa einhverjum vörum án endur- gjalds. En flokksforinginn hélt áfram — Meðan mismunur er. á kunn áttu, gáfum, vinnuafköstum manna og stærð fjölskyldna myndi svokölluð jöfn skjpting í raun og veru verða ójöfn . . . Jöfnuður flýtir því ekki fyrir því að algerum kommúnisma verði náð, heldur miklu fremur tefur fyrir því“. Að lokum benti Krúsjeff á, að jafnvel þegar kommúnismanum er algerlega náð verður að gera áætlanir um efnahagslífið og það væri einfaldlega „fáránlegt“, að lýsa kommúnísku þjóðfélagi sem óskipulegri, myndlausri og stjórn lausri fólksmergð. * * * Nokkurt afturhvarf til þeirra hugmynda, sem fram koma í síð asta stóra fræðiriti Stalíns — Efnahagsvandamál Socialsimans (útg. 1952) — má finna í nýjum greinum sem fjalla um að gera eignir samyrkjubúa að ríkiseign um og breyta samyrkjubúunum í „sveitaverksmiðjur". Einn höf- undur heldur því fram, að þetta hafi verið ástæðan fyrir flutningi ýmis konar véla til samyrkjubú- anna eða stöðva þeirra. Aðrir höf undar hafa spáð algerri útrým- ingu einkaframtaksins. Eigna- skikar Kolkhoznika (starfsmanna samyrkjubúanna) munu smátt og smátt færast í hendur ríkisins, segir í grein í tímaritinu „Probl ems of Economics". í 1. hefti 1961 hins áhrifamikla tímarits „Komm únist“ kemur hið sama fræn í grein sem nefnist „Kommúnismi og einkaeign". Þar er einnig rætt 'um landbúnaðarborgir, þær, sem Krúsjeff lýsti á dögum Stalíns. Þær eru með svipuðum hætti og kínversku kommúnurnar, þar sem landbúnaðarverkamenn skipa sama sess í efnahagslífinu og iðnverkamenn og byggðin úti um landið verður í smáþorpum. Sú skipun er í samræmi við aðra marxíska kennisetningu — um að rífa niður þann múr sem að skilur sveit og borg. Af öllu þessu má glögglega ráða, að hve miklu leyti íhalds semi Malenkovs, Molotovs, Bulg- anins og .annarra braut í bága við hinar „stórfenglegu“ áætlanir Krúsjeffs og fylgismanna hans. Á síðasta flokksþingi fjölluðu margir um eðli þessarar and- stöðu. Einn nefndi Molotov „gervi fræðimann“ íhaldseminnar. Ann ar sakaði þá félaga um að hafa verið ósammála stefnu Krúsjeffs í utanríkismálum og þeir voru sagðir andvígir hinni efnahags- legu og stjórnarfarslegu dreif- ingu valdsins sem hófst árið 1957. Það er augljóst, að eftir þvl sem minningin um þessa menn dofnar, verður stefna Krúsjeffs í innanríkis- og utanríkismálum meira og meira Stalinísk og rót- tæk. Það var á árunum. 1959—- ’60, að fyrst var rætt um að Ráð stjórnarríkin væru að ná nýjum og mikilvægum áfanga í þróun sinni — breytingunni úr öðru og síðasta stigi sócíalismans til fyrsta stigs kommúnismans. SvO virðist, sem aðalritari kommúnistaflokks ins hafi loks treyst sjálfan sig svo í sessi, að hann telji sig geta komið í framkvæmd einhverjum hinna gömlu róttæku kommún- ísku hugmynda sinna. Hin auknu áhrif þeirra manna Framh. á bls. 13. $m$m$m$n$m$m$mJm$m>$m$j ♦$►' ridge ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦$♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^5 Spilið, sem hér fer á eftir var spilað í tvímenningskeppni erlend is. Spilið var spilað á 50 borðum og allsstaðar varð lokasögnin sú sama eða 3 Grönd og Suður var sagnhafi. Það, sem einkum vakti athygli við spil þetta var að það vannst á öllum borðunum þótt til tölulega auðvéllt sé að setja það niður. Nú skulum við athuga spil ið. Rétt er geta þess að á flestum borðunum opnaði Suður á Grandi. ♦ : G-8 ♦ : 842 ♦ : K 10 8 2 *: KG 103 ♦ : K 9 8 N y Á D 64 G 10 9 ♦ : 763 V A 5 ♦ : Á6 5 *: 8 6 S 743 9 7 52 ♦ : 107 3 2 ♦ : ÁKD ♦ : D G 9 *: Á D 4 Á öllum borðunum var útspil það sama eða Spaða 6. Austur tók fyrsta slaginn á Spaða Ás og lét síðan út Spaða Drottningu og á öllum borðunum var hún gefin og þar með hafði Suður unnið spil ið, því þegar Vestur kemst inn á Tígul Ás þá getur hann aðeina fengið slag á Spaða Kóng og síðan á Suður afganginn. Eins og sést, þá tapast spilið ef Vestur drepur Drottningu af Austri og lætur síð an út Spaða 9. Suður drepur með Tíunni og getur aðeins fengið 7 slagi til viðbótar á Hjarta og Lauf. Vestur kemst því inn á Tígul ás og tekur Spaðaslagina og spilið tapast. Það má að vísu deila um hvort rétt sé að reikna Suður með þrjá eða fjóra Spaða, en hitt er þó einkennilegt, að spilið skuli vinnast á 50 borðum og þannig gerir enginn þessa tilraun .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.