Morgunblaðið - 26.04.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.04.1961, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐ1Ð MiðvUiudagur 26. aprfl 1961 Gestur Ólatsson athugar slit í spindilboltum. meðferð mjaltavéla, en í þeim málum höfðu framsögu naut- griparæktarráðunautar Búnaðar- félags ísXands Ólafur Stefánsson og Jóhannes Eiríksson. Var mjög góður rómur gerður að erind- um allra þessara manna, sem voru hin fróðlegustu og gagn- legustu fyrir bændur. Voru báð- ir fundirnir fjölmennir. Nýi kvöldfréttatíminn óvinsæll. Hinn nýi kvöldfréttatími rík- isútvarpsins héfur mælzt illa fyr- ir hér í sveitum. Er það skoðun bænda, að þessi tilflutningur á fréttatíma ríkisútvarpsins sé gerður fyrir kaupstaðafólkið á kostnað sveitanna. Staðreyndin er að bændur sem aðrir lands- menn hafa mikin áhuga á frétta- tíma útvarpsins, en vegna gegn- inga — einkum fjósverka —. er þeim næstum ómögulegt að vera búnir að sínum störfum fyrr en kl. 8 á kvöldin. Óska þvl bændur eindregið eftir því aS kvöldfréttatíma ríkisútvarpsins verði breytt hið bráðasta í sama horf og áður. Féla.gslíf og fólksfæð Fremur hefur verið dauft yfir félags- og skemmtanalífinu I vetur, enda er flest unga fólkið í skólum og vertíðarvinnu. Horf* ir nú til stór vandræða — ein$ og raunar hefur gert um ára- bil — hve heimilin eru fólksfá í sveitunum, sérstaklega að vetr- inum, ef eitthvað ber út af með heilsufar og aðrar heimilisástæð- ur. Eru menn nú farnir að tala um hvort ekki sé framkvæmarw Framhald á bls. 23. Árnesi, sumardaginn fyrsta. ] NÚ EPt veturinn búinn að kveðja. Mun hann verða talinn í röð binna snjóminnstu og beztu vetra, sem hafa komið á síðari árum, þótt hann hafi kvatt árið kaldranalega með snjó yfir allt. Lengst af var alauð jörð á liðnum vetri og var algjört snjó- leysi og lítið frost var um allar sveitir mestan hluta vetrarins og bílfært var til Akureyrar og ná- lægra héraða. Á vetrinum gerði aðeins 2 stórhríðar, aðra 17. des., en hina 15. þ.m. Kyngdi niður miklum snjó í síðari hríðinni, svo að allir vegir urðu ófærir bifreiðum, en frá því á laugar- daginn fyrir pálmasunnudag hafði verið hér harðinda kafli með stöðugum frostum og aust- an og norðaustan átt. Meðalhitastig vetrarins mæld- ist á Sandi -i- 1,35'’, og er það 0,37° hlýrra en næstliðin vetur. Skeppnuhöld og heybirgðir Heilsufar hefur ver'ð vfiri<'itt gott í búfé í vetur og viiðist æilsufar á kúm vera betra nú en var fyrir nokkrum árum. Ber nú ekki eins mikið á bráða- dauða og doða í kúm og áður. Mun ’ninn nýkómni dýralæknir Einar Björnsson eiga sinn góða þátt í því að vanheilsan í kún- um hafa minnkað. Hin ágæta stjúastolein-efnablanda ásamt bætiefnagjöf árið um kring munu og hafa stutt að þessu. Hæfileg hvalmjölsgjöf mun einnig vera til mikillar heilsubótar fyrir all- ar skepnur. Ætti því að tryggja að jafn ágætt kraftfóður verði ekki flutt úr landi. Þótt vetur- inn hafi verið snjóléttur hafa hey gefizt mikið í vetur, enda jörð óvenju létt til beitar. Heybirgðir munu því vera ágætar í héraðinu. Stöðugt rafmagn í vetur. Hér hefur verið stöðugt raf- magn í vetur á orkusvæði Laxár og ekki borið á teljandi rafmagnstruflunun. Mun hin óveniu góðviðrasami Vetur eiga sinn góða þátt í þessu og e. t. v. sá þáttur framkvæmd- anna við Mývatnsósa, sem lokið var við í haust með stíflu, er gerði það að verkum að hægt hef ur verið að auka vatnsrennslið úr Mývatni þegar vatnsskortur hef- ur vofað yfír í Laxárvirkjun. Laxárrafmagnið er nú mjög farið að ganga til þurðar svo að fyrirsjáanlegur rafmagns- skortur virðist framundan, senni lega eftir 1—2 ér, ef ekki verð- ur úr bætt. Því ber brýna nauð- syn til þess, að hefjast þegar handa um nýja viðbótar virkj- un við Laxát, eða annarstaðar ef heniugt þykir. Fræðslufundur. Búnaðarsamband S.-Þing hef ur haldið 2 fræðslufundi um landbúnaðarmál síðan um nýár. Fyrri fundurinn var haldinn 25. jan. um verðlagsmál land- búnaðarins, en formaður stéttar- samband bænda, Sverrir Gísla- son, hafði framsögu. Síðari fundurinn var haldinn 28. f. m. um nautgriparækt og Einn snjóminnsti og bezti vet- ur er komið heíur í S.-Þing. hann' væri að ganga undir Gestur Ólafsson athugar áætlunarbíl Steindórs og Ágúst Kornelíusson bifreið vílhjálms Þórs. höggstokkinn, þegar hann (Ljósm.: Sveinn Þormóðsson) ERTU SLASADUR? kæmi með erfðargripinn til skoðunar. Bifreiðunum er fyrst ekið á steypt plan á lóð- inni, þar sem þær eru tjakk- aðir upp, og skoðunarmaður lítur undir þær, athugar stýris útbúnaðinn og annað. Síðan athugar hann ljósin; parkljós, stefnuljós, númersljós, bremsuljós o. s. frv. Þarna er t. d. bifreiðin R-10, eign Vilhjálms Þórs. Ágúst Kornelíusson athugar hana hátt og lágt, þar sem hún stendur á planinu. — Það þarf að skipta um peru í vinstra stefnuljósi, seg- ir hann, hún er of lítil og blikkar þess vegna örar en hinum megin. Síðan stígur Ágúst upp í bifreiðina, setur í gang og ek- ur einn hring eða svo og at- hugar hemlana og hvernig hún lætur að stjórn. — Hún er í lagi, segir hann og límir skoðunarmiðann efst á framrúðuna hægra megin. Þetta er hvítur miði, sem merkir að bifreiðin hafi stað- izt skoðun. Svo eru aðrir mið- ar, þar sem efri hlutinn er rauður. Það táknar hálfa skoðun. Eitthvað hefur reynzt athugavert við bifreiðina, og ökumaðurinn verður að koma aftur með hana til skoðunar eftir ákveðin tíma. Lögreglan fylgist vel með bifreiðum með þannig miða. — Þið hefðuð átt að köma fyrr, segir Gestur Ólafsson .vaktstjóri, það var ös áðan. — Hvað verða margar bif- reiðar skoðaðar alls? — Eitthvað um 10.000 Reykjavíkurbílar, en það má gera ráð fyrir að um helming- ur þeirra verði að köma aft- ur til skoðunar. Svo skoðum við utanbæjarbíla líka, ef . . . Þarna kemur áætlunarvagn frá Steindóri, það er bezt að ég taki hana. Þetta er 45 manna bifreið. Hún vegur 9500 kg. á aftur- öxli og hefur aðeins leyfi til að aka á vissum leiðum, vegna þungans og fyrirferð- arinnar. Verkstæðisformaður Steindórs er við stýrið og inni í bílnum sitja þrír aðrir menn. — Ég kom með viðgerðar- mennina með mér, segir verk- stæðisformaðurinn, til þess að sanna að bílinn sé í góðu lagi. Gestur hlær við og gengur fram fyrir áætlunarvagninn. Hvað á þetta að þýða? segir hann og heldur á skilmáli á milli handanna, sem hafði hangið framan á vatnskassa bílsins. — Þetta hefur tollað alla leiðina, segir verkstæðisfor- maðurinn undrandi, þarna sérðu hvað hann er þýður. — Já, þetta er táknrænt, tautar Gestur, um leið og hann setur tjakkinn undir vagninn. Að því búnu athug- ar hann ljósin að aftan og framan. — Má ég ekki bjóða þér í ökuferð, segir verkstæðisfor- maðurinn Og buktar sig. — Bjóddu blaðamönnunum, segir Gestur, ég er sjálfboð- inn. Gestur sezt við stýrið og verkstæðisformaðurinn og við gerðarmennirnir hans, sem eru reyndar áætlunarbílstjór- ar hjá Steindóri en ekki við- gerðarmenn, koma sér fyrir í farþegasætunum, auk okkar. — Ég kann varla á þetta, segir Gestur, hvar eru stefnu- ljósin? — Þau eru þarna, segir verkstæðisformaðurinn hjálp- fús, þótt hann viti að Gestur er að grínast. — Ég ætla að komast á ferð Og hemla svo, segir Gestur. — Þú veizt að þá má ekki aka nema á 25 kílómetra hraða hér, segir verkstæðisfor maðurinn. — Ég er vegaeftirlitið, segir Gestur og hemlar snögglega. — Góðar bremsur, seg- ir verkstæðisformaðurinn ánægjulega. — Ekki nógu góðar, segir Gestur. — Vegirnir eru misjafnlega harðir, segir verkstæðisfor- maðurinn, hann hemlar enn betur á malbikuðu. — Við skulum athuga hemlaförin , segir Gestur. Hvar eru förin eftir vinstra framhjólið? Mér líkar þetta ekki alveg. Þið sjáið að hann hefur snúizt, vegna þess að vinstra framhjólið . . . — Hann er betri á malbik- uðu, segir verkstæðisformað- ujuin. — Það eru ekki allir vegir mtlbikaðir, segir Gestur. — Við skulum ná í hemla- mælinn segir verkstæðis- formaðurinn. — Já, við skulum ná í hemlamælinn, segir Gestur og ekur af stað. — Aktu ekki í bílana þarna, segir verkstæðisformaðurinn. — Hann hlýtur að hlýða stjórn, segir Gestur. Mælirinn sýndi, að Gestur hafði rétt fyrir sér, og hann skrifaði athugasemd um hemla bifreiðarinnar. En það var ekki allt búið. — Hvar er slökkvitækið og sjúkrakassinn? segir Gestur. — Þarna, segir verkstæðis- formaðurinn. — Já, þið eigið að rétta mér þetta, segir Gestur. — Gjörðu svo vel, segir verkstæðisformaðurinn og réttir Gesti slökkvitækið, sem hristir það hraustlega. — Það er annað hvort tómt eða fullt, segir Gestur. — Á ég að kveikja bál, seg- ir verkstæðisformaðurinn, þrífur slökkvitækið af Gesti og . . . — Já, já, það er í lagi, seg- ir Gestur, komdu með sjúkra- kassann. — Ertu slasaður? segir verk stæðisformaðurinn. — Nei, en ég gæti slasast, segir Gestur, ef ég væri far- þegi með þér. — Það eru líka pokar hérna, segir verkstæðisfor- maðurinn, ef þú ert bílveikur. — Það vantar sáravatn í kassann, segir Gestur, hver sér um kassann? — Það gerir þessir heiðurs- menn, segir verkstæðisformað urinn og bendir á bílstjórana. — Það á að vera hérna, segir einn bílstjóraima, já, hérna er það. — Gott, segir Gestur. Síðan kvöddust þeir með virktum. En aðrri bílar héldu áfram að streyma inn til skoð- unar. — ! Það verður meira að gera, þegar fer að líða á, seg- ir Gestur, þessu verður ekki lökið fyrr en seinnipart ágúst- mánaðar. Þegar við vorum að stíga upp í bílinn kallaði Gestur: — Á eg að athuga þennan núna? — Nei, það liggur ekkert á, svaraði Sveinn Þormóðsson ljósmyndari óðara. Það vant- aði nefnilega undir bílinn . . . i.e.s. í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.