Morgunblaðið - 26.04.1961, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 26.04.1961, Qupperneq 14
14 MORCVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 26. apríl 1961 Söluturnar - verzlanir ísformin, sem seld voru úr söluvögnunum í Lækjargötu á sumardaginn fyrsta, voru frá okkur. Þau seljast meira en nokkur annar ís. — Við seljum verzlunum og sölu- turnum. — Talið við okkur sem fyrst. Við Miklatorg Sími 17277 Barnavinafélagið Sumargjof kvikmyndasýning verður í Austurbæjarbíói kl. 3 í dag fyrir bðrn er seldu bækur, blöð og merki á sumardaginn fyrsta, Sölunúmer gildir sem aðgöngumiði. Múrverk Tilboð óskast í útipússningu á parhúsi. — Upplýs- ingar í dag í síma 12082 kl. 3—5 og 24554 kl. 6—8. Við miðbœinn Fast við miðbæinn er til sölu: Verzlunarhæð með tilheyrandi geymslum í kjallara og 2 skrifstofuhæðir. Hér er um nýlegt og gott húsnæði að ræða. Grunnflötur hússins er rúmlega 130 ferm. Árni Stefánsson, hdl. Gunnar J. Möller, hrl. Málflutningur. Fasteignasala Suðurgötu 4. Sími 13294 Suðurgötu 4. Sími 14314 Viðtalstími kl. 17 til 19 Ferðaáætlun Reykjavik- Fljóthlíð 1961 1. maí — 15. júní Frá Reykjavík: Sunnudaga kl. 21,30 Þriðjudaga kl. 18.00. Fimmtudaga kl. 18.00. Laugardaga kl. 14.00. 16. júní — 30. september. Frá Reykjavík: Sunnudaga kl. 21,30 Þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtud. föstud. kl. 18.00 Laugardaga kl. 14.00. I. okt. — 31. okt. Frá Reykjavík: Sunnudaga kl. 21.30. Þriðjudaga kl. 18.00. Fimmtudaga kl. 18.00 Laugardaga kl. 14.00. II. nóv. — 31. des. Frá Reykjavík: Laugardaga ki. 14.00. Fjórar ferðir í viku. Frá Múlakoti: Sunnudaga kl. 17.00. Þriðjudaga kl. 9.00. Fimmtudaga kl. 9.00. Laugardaga kl. 9,00. Sex ferðir í viku. Frá Múlakoti: Sunnudaga kl. 17.00. Þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga, föstudaga og laugardaga kl. 9.00. Fjórar ferðir í viku. Frá Múlakoti Sunnudaga kl. 17.00. Þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 9.00. Ein ferð í viku ef færð leyfir Frá Múlakoti: Sunnudaga kl. 17.00 Þrennir tónleikar UM þessar mundir er mikið um tónleikahald í höfuðstaðnum, jafnvel stundum þrennir tón- leikar á dag. Slíkt er óheppi- legt, og hvergi nærri gott fyrir þá sem njóta vilja góðrar tón- liestar, en geta þó varla verið nema á einum stað á kvöldi. Gamansamur náungi stakk upp á því, að stofnað yrði enn eitt embættið: „Tónleikastjóri Rvík- ur og nágrennis“ og ætti hann að koma „skikki“ á niðurröð- un konserta, svo að ekki yrðu árekstrar, eða allt lenti í einni bendu. Sá sem þetta ritar er nýkom- inn frá kóngsins Kaupinhafn, og virtist þar miklu minna um að vera í músiklífinu en hér, en sá stóri munur er þó á, að hljómsveitimar starfa þar af miklum krafti á meðan okkar unga hljómsveit á svo mjög í vök að verjast að talið er tví- sýnt um hana. Ekki trúi ég þó öðru en að hún lifi, enda væri annað óhugsandi í sjálfstæðu ríki, sem á tilveru sína einna mest að þakka bókmenntum og listum frá upphafi vega. Handritin heim! Sinfóníu- hljómsveit Islands lifi! Mikill organ- snillingur Mikill organsnillingur MARTIN Gúnther Förstemann, hinn frægi blindi organleikari frá Hamborg, er hér staddur öðru sinni og hefur haldið tón- leika í Dómkirkjunni fyrir styrktarfélagá Tónlistarfélagsins. Verkefnin voru eftir Buxte- hude, Lúbeck, Bach og Reger. Organleikur Förstemanns er framúrskarandi, heiður og klár; og registur-list hans litrík og vel yfirveguð. Listamaðurinn sameinar á skemmtilegan hátt barockstílinn rómantískum til- finningaheimi. Meira veldis og breiddar hefði undirritaður að vísu óskað í fyrsta hluta hinnar miklu C-dúr Tokkötu Bach, en í því verki næstum yfirstígur Bach sjálfan sig. Adagíóið var guðdómlega vel leikið. Frú Förstemann, sem einnig er ágætur organleikari,og að- stoðar mann sinn, er honum ómetanleg stoð. Hún er hinn góði engill í lífi þessa mikla listamanns og registrerar í öll- um verkunum, og leikur meira að segja með á stöku stað. Það er göfgandi að hlusta á organ- leik Förstemanns. Þessir tón- leikar voru hinir prýðilegustu og eftirminnilegir öllum þeim sem á hlýddu. Söngur Fóstbræðra KARLAKÓRSSÖNGURIN hefur verið á háu stigi um langan tíma á íslandi. Karlakórar okk- ar hafa ekki einasta haldið fjölda söngskemmtana hér heima og haldið uppi músiklífi um langt skeið, heldur lagt í víking með miklum og ágætum árangri. Því miður gat undir- ritaður ekki sótt fyrstu söng- skemmtun „Fóstbræðra" nú, er þeir eiga 45 ára afmæli. En síð- ustu tónleikana heyrði ég, og voru þeir hinir glæsilegustu í alla staði. Hinir þrír stjórn- endur kórsins komu allir fram á sviðið og stjórnuðu. Jón Hall- dórsson er þeirra elztur og reyndastur, enda afburðagóður kórstjóri. Vandaðri kórsöng en undir hans stjórn getur ekki. Kom það enn glöggt í ljós að þessu sinni. Jón á mikl- ar þakkir skyldar fyrir stjóm sína á kórnum í fyrstu. Hann mótaði kórinn og gerði hann að hinu fínasta hljóðfæri. Þeir sem á eftir komu, Jón Þórarinsson tónskáld og Ragnar Björnsson, héldu vel í horfinu, en Jón var aðeins stuttan tíma stjóm- andi kórsins. Ragnar hefur mikla hæfileika sem söngstjóri og hefur honum farið fram með hverju ári og náð miklum ár- angri. En „hljóðfærið" er líka gott. Úrvals raddmenn og músikalskir menn hafa jafnan skipað kórinn, og svo er enn. Einsöngvarar voru að þessu sinni Friðrik Eyfjörð, Erlingur Vigfússon, Gunnar Kristinsson í fyrri hlutanum, en Jón Sigur- björnsson, Eygló Victorsdóttir, Vilhjálmur Pálmason, Gimnar Kristinsson og Erlingur Vig- fússon í síðari hlutanum, sem helgaður var þáttum úr óperum. Allir stóðu þessir einsöngvarar sig vel, en sérstaklega ber þó að nefna Jón Sigurbjömsson, sem söng af miklum myndug- leik og innri krafti. Hin „Fimm alþýðulög" eftir Árna Thor- steinsson sem Jón Þórarinsson hefur útsett, vil ég sérstaklega nefna, vegna þess, hversu vel Jóni hefur tekizt að klæða þessi ágætu lög í fagran búning. Handbragðið er slíkt, að athygli vekur. Þá var þarna um nýjung að ræða, sem gleðilegt var að kynnast, en það voru lög Jóns Nordals við gömul miðalda- stef. Jón ér hér rammíslenzkur, og hefur tekizt að skapa sinix eigin stíl, sem í senn er pólyfón og tilbreytingaríkur og á köfl- um mjög fyndinn. Ég vil að lokum þakka „Fóst- bræðrum" þeirra mikla og merka starf í þágu íslenzkrar sönglistar um leið og ég óska þeim allra heilla og mikillar frægðar í framtíðinni. Parel Sere- brfakov PAVEL Serebrjakov, píanóleik- ari frá Leningrad hélt tón- leika í Þjóðleikhúsinu í fyrra- kvöld á vegum „MÍR“. Það er skemmst frá að segja, að hér er um mjög stórbrotinn listamann að ræða, sem hefur hljóðfærið svo í hendi sér að hann ræður yfir hverri þess hugsanlegri hræring. Og hann er einn af „gömlu“ gerðinni meS sál í kroppnum. Mundi ekki Anton Rubinstein hafa leikið líkt? Hann minnir á d’Albert Og Friedman. Serebrjakov byrjaði með „Carneval" Schumanns. — Sjaldan hef ég séð þessar dásam legu myndir Carnevalsins eins ljóslifandi fyrir mér. Og hversu blítt tók listamaðurinn ekki á „Vögguljóði“ japanans Kijosa. Og svo fítonskrafturinn og djöfulskapurinn í „Negradansi“ Fernandez. Ja, þeir eru blóð- heitir þarna í Brazilíu! Mér fannst ég raunar vera kominn til Cubu og vera staddur í miðri innrásinni, og var farinn að óttast um líf mitt, þvílikur gauragangur! Sónata nr. 2 eftir Lobkowskij er fagurt verk sem gaman var að kynnast. Sérstaka athygli mína vakti „Dans brúðanna“, 7 píanólög eftir Sjostakovitsj. Það er gott til þess að vita, að slíkur meistari skuli hér tala hinu einfalda músikmáli í stað allrar þeirrar forskrúfunar sem mest tíðkast nú, og fæstir hafa gleði eða uppbyggingu af. Og píanistinn handlék þessi sak- lausu blóm með hinni mestu Frh. á bls. 23 Afgreiðsla í Reykjavík hjá Bifreiðastöð íslands. Simi 18911. — Geymið auglýsinguna. ÓSKAR SIGURJÓNSSON, Hvolsvelli. GISLAVED HJÓLBARÐAR 670 x 15 hv'itir kr 1.229,00 710 x 15 hvitir kr 1.239,00 BÍLABÚfl SlS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.