Morgunblaðið - 26.04.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.04.1961, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 26. apríl 1961 MORCVNBLAfílÐ 17 50 ára í dag: Halldór Pálsson sauðfjárræktarrábunautur í DAG er dr. phil. Halldór Páls- Tilraunaráðs búfjárræktar og son deildarstjóri og sauðfjárrækt arráðunautur fimmtugur. Halldór Pálsson er kominn af Sterkum Og dugmiklum hún- vetnskum bændastofni í báðar eettir. Foreldrar hans voru merk- Sshjónin Páll Hannesson, bóndi á Guðlaugsstöðum í Blöndudal og Guðrún Björnsdóttir Eysteins sonar í Grímstungu. I búskapar- Síð þeirra hjóna var Guðlaugs- staðaheimilið mjög rómað fyrir amyndarskap í hvívetna og mikla gestrisni. Páll Hannesson var stórhuga ibóndi, sem ávallt átti margt af gangandi fé, einkum rak hann stórt cg gott fjárbú. Frú Guðrún yar búm miklum skörungsskap, Btjórnsemi og ráðdeild. Á þessu anyndaiheimili ólst Halldór Páls- son upp í allfjölmennum syst- kinahóþ. Mjög snemma mun hafa komið í ljós, að hinn ungi sveinn Shafði mikið yndi og áhuga á sauðfé og var svo glöggur á það að af bar. í Halldór byrjaði nám í mennta- Bkólanum á Akureyri haustið 1928 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskóla Reykjavíkur vörið 1933. Þá fór hann til Englands Og stundaði landbúnaðarnám við’ landbúnaðardeild háskólans í Edinborg og lauk þar prófi þrem órum síðar með miklum ágætum Og hlaut þar verðlaunastyrk til framhaldsnáms í búvísindum fyr ir sérlgea gott prófafrek. Fram- Ihaldsnámið stundaði Halldór við ibúnaðarháskólana í Cambridge Og Edinborg og hlaut doktors- nafnbót við Edinborgarháskól- ann fyrir mikla og mjög lbfs- verða vísindaritgerð, er hann samdi eftir framhaldsnámið og fjallaði um gæði kindakjöts. Árið 1937 gerðist hann ráðu- nautur í sauðfjárrækt hjá Bún- aðarfélagi íslands og hefur unn- ið þar mikið og nytsamt starf. Þekking sú, er hann hefur aflað sér frá blautu barnsbeini á öllu, er að sauðfjárrækt lýtur, er frá- bær. Dugnaður hans og áhugi fyrir því að kynbæta og rækta betra og afurðaríkara sauðfé hér á landi er þrotlaus, enda hefur bann notið þakklætis og virðing- ar fyrir hjá bændum og búnaðar- mönnum almennt. Þá gerðist Halldór deildar- stjóri Landbúnaðardeildar At- vinnudeildar Háskólans árið 1943 ©g hefur þar innt af höndum mik ið starf í þágu íslenzks landbún- aðar. Hann stofnaði tilraunabú- ið í sauðfjárrækt, að Hesti í Borg arfirði og stjórnar þeim fjöl- mörgu sauðfjárræktar- og fóðr- unartilraunum, sem þar hafa ver ið og eru framkvæmdar, enda er búið rekið af Landbúnaðardeild Atvinnudeildarinnar. Einnig ar Halldór förmaður / ________________________ AKRANESI, 21. apríl. — 1 gær lönduðu 20 bátar héðan alls 170 lestum af fiski og var Sigurður frá Siglufirði með mestan afla, nær 20 lestir. Vélskipið Harald- ur, sem er á síldveiðum, kom í morgun með 140 tunnur síldar og hafði í gær komið með 1020 tunnur. — Oddur. hefur á þann hátt unnið mikið, bæði beint og óbeint, á vísinda- legan hátt, að framkvæmdum ýmissa búfjárræktartilrauna. Hann átti nokkur ár sæti í sauð- fjárvarnanefnd og mörgum trún- aðarstörfum fyrir landbúnaðinn hefur hann gegnt. Af því sem hér hefur verið sagt, má sjá að Halldóri hafa verið falin mörg og þýðingar- mikil störf Og þau hefur hann ávallt leyst af hendi með þekk- ingu, dugnaði og sæmd. Hin vísindalega þekking hans, meðal annars á sviði sauðfjár- ræktar, veldur því að hann er mjög eftirsóttur fyrirlesari, ekki aðeins hér á landi, heldur einnig af vísindastofnunum annarra landa. Halldór er giftur Sigríði Klem- enzdóttur frá Húsavík, glæsilegri Og ágætri konu, sem búið hefur manni sínum myndarlegt og hlý- iegt heimili, þar sem öllum þykir ánægjulegt að koma. Það er gott að vera samstarfs- maður Halldórs vegna djúpstæðr ar þekkingar hans á mörgum sviðum, glöggskyggni og velvilja, auk þess sem hann er hispurs- laus, glaðvær og hressilegur í allri framkomu, en bjargfastur fyrir, ef því er að skipta. Kynni okkar Halldórs Pálsson- ar hafa nú staðið yfir í rúm 20 ár. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka fyrir ágæta viðkynn- ingu og gott samstarf, sem verið hefur hvort tveggja í senn ánægjulegt og skuggalaust. Ég met að verðleikum hæfileika hans og mannkosti. Á þessum merkisdegi Halldórs óska ég hon um og konu hans allra heilla og blessunar. og þjóðinni að hún megi sem lengst njóta þessa mik- ilhæfa Og mæta manns. Pétur Gunnarsson Bjarni Eggcrtsson frá Laugardœlum Kveðja í ÐAG verður til moldar borinn Bjarni Eggertsson frá Laugardæl um. Hann andaðist hinn 20. apríl á sjúkrahúsinu á Sólvangi í Hafn arfirði, en þar hafði hann legið síðustu tvo mánuði. Bjarni var fpsddur 17. nóv. 1899 í Laugardælum í Flóa. Faðir han var hinn alkunni bændahöfð ingi Eggert Benediktsson og kona hans Guðrún Bjarnadóttir, systir síra Jóns Bjarnasonar í Winni- Þorgeir Jónsson minning ÞORGEIR á Helgafelli er lát- inn. Með honum hverfur héðan einn ágætur vinur minn og sér- stæður persónuleikL Hjartahlýr og góður drengur, sem margir sakna og allir höfðu gaman af að de.ila geði við. Það var sama hvort það var í dagsins önn eða á hvíldarstundum, alltaf var ljúfmennskan eins, og það var aðalsmerki hans að gera gott úr hverjum hlut. Með slíkum mönnum er gott að starfa að hverju sem er. Þorgeir tók ríkulegan þátt í kjörum þeirra, sem á einhvern hátt máttu sín miður í lífinu, sem örlögin höfðu farið ómjúk- um höndum. Ekkert var honum óviðkomandi ef 'hægt var að bæta um og snúa einhverju til góðs. Hann var athugull mjög, fastur á forna og góða siði, hélt í það, sem jók manngildið og gat hjálpað manninum áfram. Hismið átti ekki upp á háborðið hjá honum. Mannkostir hans þoldu það ekki. Hann var ófeim- inn við að segja skoðanir sínar, stundum seinn að mynda þær en þgear því var lokið var þannig frá þeim gengið, að erfitt var að íirekja þær til baka. Hann vildi jafnan hafa það, sem sannast er í hverju máli og því var það engin tilviljun að stefna Sjálf- stæðismanna átti hug hans. Guðs Vefari Duglegur vefari óskast að Álafossi. Ákvæðisvinna. Upplýsingar á skrifstofu ÁLAFOSS Þingholtsstræti 2 kl. 1—2 daglega Húsráendur Látið okkur leigja, það kostar yður ekki neitt. Hjá okkur getið þér fengið leigjendur eftir eigin vali. Lelgumuðstöðin Laugavegi 33 B — Sími 10059 Saumastúlkur óskast R í M A, Skipholti 27 Atvinna Bifvélavirki og menn vanir réttingum og boddy- viðgerðum, einnig vanir bílamálun óskast sem fyrst. Bílaverið h.f. Reykjavíkurvegi, Hafnarfirði — Sími 50149 trúin var ! brjósti hans runnin og þar var sú uppspretta, som ieitað var til ef eitthvað amaði að, þar var styrkurinn, sem gaf lifi hans gildi. Máttur bæair- innar brást honum aldreL Þorgeir var fæddur á Hrauns- firði í Helgafellssveit 1. apríl 1881 Og var því nýlega orðm 80 ára er hann lézt í sjúkrahúsinu í Stykkishólmi 18. þ.m. Foreldvar Þorgeirs voru Ástríður Þorsteins dóltir og Jónas Sigurðsson at- irkuhjón, sem þá bjuggu góðu búi þeirra tirna í HraunsMrði. Þegar Þorgeir var 8 ára fluttist hann og foreldrar hans að Helga- felli í sömu sveit. Þar ólzt hann upp. Var það heimili jafnan róm að fyrir myndarskap og glæsi- brag. Þorgeir kvæntist árið 1907 Ingibjörgu Björnsdóttur, Stein- þórssonar í Stykkishólmi, viður- kenndri dugnaðar- og mannkosta konu. Björn var ættaður úr Döl- um, en kona hans, Ingibjörg Hallgrímsdóttir, úr Grundar- firði. Þau Þorgeir og Ingibjörg bjuggu fjögur ár í Stykkishólmi, en árið 1911 tóku þau við bús- forráðum á Helgafelli og bjuggu þar æ síðan unz þau fluttust aft- ur til Stykkishólms árið 1945. En Rganheiður dóttir þeirra og Hinrik tengdasonur tóku við öllu á Helgafelli. Hér hafa þau hjón dvalizt síðan. Þorgeir átti bví allan sinn aldur heima í sömu sveitinni, því þótt þettá séu nú tveir hreppar, þá var pað einn hreppur fram til 1893. Gestrisni þeirra hjóna hefir jafn an verið mikil og ekki sízt meðan þau áttu bú að Helgafelli. Þar er kirkjustaður og hinu má svo ekki gleyma, að Helgafell á sinn forna átrúnað og hver sem geng- ur á fellið í fyrsta sinn eftir sett- um reglum, fær þrjár óskir upp- fylltar, sem hann ber þar fram. Er þá hægt að gera sér í hugar- lúnd, að margir muni hafa óskað eftir að verða þeirrar gæfu að- njótandi, enda vóru þeir ekki fá- ir í búskapartíð þeirra hjóna, sem þar freistuðu gæfunnar. Margir langt að komnir og vOru samgöngur þá ekki eins greiðar og nú. Fjöldinn kom því við á bænum, og ekki þótti húsbænd' um annað sæmandi, en veita hverjum góða beina, og voru þau samtaka í þvi, að veita gest- um sínum þannig að þeir mundu það lengi. Þau voru samhent í öllum hlutum, enda farsæld yfir búi þeirra. Sjö barna varð þeim auðið, 6 þeirra lifa. Ég" sakna Þorgeirs og svo munu margir gera. Við vildum fá að njóta samvistar hans leng- ur, en hér tók annar í strenginn. Vissulega var hann búinn að ljúka miklu og ágætu dagsverki og var því hvílcfar þurfi. En þrátt fyrir það fannst manni leiðar- lokin svo fjarlæg. — Þorgeir verður jarðsunginn að Helga- felli í dag. Margir munu fylgja honum til grafar, en ennþá fleiri verða þeir, sem fylgja honum í huganum, þakklátir fyrri að hafa kynnzt hinum hugljúfa manni og góða dreng. Árni Helgason Sigurður Ólason hæstaréttarlögmaffur Þorvaldur Lúðviksson héraffsdómslögmaffur Málflutningsskrifstofa. Austurstræti 14 — Símj 1-55-35. peg. Bjarni ólst upp til tvítugs aldurs á stórbýli föður síns við venjuleg sveitastörf. Síðan gekk hann í Verzlunarskólann og út skrifaðist þaðan 1923. Eftir það fékkst hann nokkur ár við verzl unarstörf hér í Reykjavík. En 1932 gerðist hann lögregluþjónn hér í bæ og gegndi því starfi til 1940, er hann hætti því, og fékkst þá um stund við bifreiðaakstur. En um þetta sama leyti kenndi hann sjúkdóms þess, er hann barðist við í yfir 20 ár unz yfir lauk. Varð hann þá að leita sér annar starfa, fyrst við skrifstofu störf, en nú síðast um mörg áir var hann gæzlumaður í Hljóm- skálagarðinum. En að öllum störfum • sínum gekk hann með samvizkusemi Og trúmennsku. Bjarni var ungur hið mesta glæsimenni að vallarsýn, stórskor inn nokkuð en höfðinglegur. Hann var söngmaður ágætur og starfaði meðan heilsan entist í Karlakór Reykjavíkur. Hagmælt ur var hann vel og hafði yndi af bókum og fögrum listum. — En einhver mesta unun hans voru hestar, en þá átti hann marga góða. Og í hinum erfiðu veik- indum sótti hann, meðan honum entist nokkur þróttur, styrk* og gleði í samveruna við hestinn, „skaparans meistara- mynd“, enda voru jafnvel hinir böldnustu folar honum ljúfir og leiðitamir. Hinn 2. júní 1928 kvæntist Bjarni eftirlifandi konu sinni Önnu Guðsteinsdóttur, og eignuð ust þau einn son Rúnar, efnaverk fræðing við Áburðarverksmiðj- una, en hann er giftur Guðlaugu Guðmundsdóttur og eiga þau tvö börn. Frú Anna reyndist manni sín um frábær lífsförunautur, bæði meðan allt lét í lyndi og ekki síður nú síðustu tvo áratugina í hinum erfiðu veikindum hans, er hún hjúkraði manni sínum af þvílíku ástríki, nærgætni, þol- gæði og dugnaði, að ég finn eng in orð yfir, sem vert væri. Og í öllu því naut hún líka aðdáunar verðrar aðstoðar sonar þeirra, sem var þeim Ijúfur ljósgeisli bæði sem barn og ungur maður. Þau mæðgin sjá nú á bak góð um eiginmanni og föður, sem átti allan kærleik þeirra og umönn un, en við vinir Bjarna kveðj um drengludaðan mannkosta- mann. E. M. Rósir Pottaplöntur Pottamold Pottagrindur Blómaáburður Gróffrastöðin við Miklatorg. Símar 22-8-22 og 1-97-75 EGGERT CLAESSEN og GÚSTAV A. SVEINSSON hæstaréttarlögmen.ii. Þórshamri- við Templarasund.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.