Morgunblaðið - 26.04.1961, Side 20

Morgunblaðið - 26.04.1961, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 26. apríl 1961 DÆTURNAR VITA BETUR SKÁLDSAGA EFTIR RENÉE SHANN ------------- 38 ---------- Sjálfsmorð í brjálæðiskasti. Það yrði úrskurðurinn við réttar höldin. Og væri meira að segja ekki svo fjarri lagi? Oft var það náttúrlega orðum aukið, því að ekki þurfti fólk að vera brjálað til að fremja sjálfsmorð. Sjálf hafði hún aldrei verið heilbrigð- ari á sálinni. Hún var ekki einu sinni í neinum aesingi; hafði til dæmis enga löngun til að fara til Philips og rífast við hann. Hún var algjörlega róleg og þetta lá svo beint við .... Hún vildi bara ekki halda áfram að lifa. Og að því er hún bezt gæti séð, hafði hún miklu betra af því að deyja, enda mundi dauði hennar binda endi á öll þessi vandamál, og það fyrir fjórar persónur í einu. Öllu heldur fimm, því að hennar eigin vanda mundi hann líka leysa, og hamingjan mátti vita hve lengi hann var búinn að sýnast óleys- anlegur. Þá gat Philip gifzt Cyn- thiu og Janet gat fengið Nigel sinn og svo gátu þau öll lifað hamingjusöm það sem eftir væri ævinnar. En gat Janet þá orðið ham- ingjusöm? Hún var sú eina, sem fékk Margot til að hika ofurlítið. Þó ekki nema í bili. Hún var fljót að átta sig á þvi, að Janet var enn ung og auk þess svo ástfang- in af Nigel. Auðvitað tæki hún þetta nærri sér fyrst, en hún mundi fljótlega komast yfir það. Þetta unga fólk var svo fljótt að jafna sig aftur. Auk þess var hún á leiðinni til nýs heimkynnis og nýs lífs. Þegar fólk færi að spyrja hana um fjölskyldu hennar, mundi hún segja: „Pabbi er lifandi, en mamma er dáin fyrir nokkru. Já, pabbi er giftur aftur. Já, ég kann ógætlega við hana. Okkur kem- ur öllum svo prýðilega saman.“ Margot varð illt við þegar hún hugsaði til þess arna. Auðvitað mundi Philip eignast baranbörn, sem kæmu með Janet eftir fá ár, til þess að vera hjá honum og Cynthiu. Og svo færu þau Cyn- thia vestur að heimsækja ungu hjónin. Þau yrðu öll ein ham- ingjusöm fjölskylda, en sjálf yrði hún algjörlega gleymd. Ef Philip og hinum yrði nokkum tíma hugsað til hennar, yrði það líklega með heldur lítilli tilfinn- ingasemi. Það var skrítið, hvað henni gat verið meinilla við hugsunina um að fá ekki að sjá barnabörn- in sín. Henni hefði einhverntima ekki dottið í hug, að þetta gæti orðið henni áhyggjuefni, ekki hrifnari en hún hafði verið af krökkum. Frekar hafði hún talið þá plágu en hitt. En börnin henn ar Janet hefðu verið allt annað Janet .... Allt í einu drjúpti hún höfði og tók að gráta, þegar allt ástand hennar rann upp fyrir henni. Guð minn góður, hvílíkur bjáni hún hafði verið að stilla sig ekki svolítið betur þegar hún var að tala við Philip. Að hún skyldi ekki hafa gert það sem hún gat til þess að halda í hann! Hún hefði ekki átt að vera jafn óþolandi og hún hafði verið í dag. Allt í einu sá hún sjálfa sig eins og hann sá hana og Janet vafalaust líka: sí-önuga og kvart- andi. Konu, sem skorti alveg all- an skilning og alla blíðu. Konu, sem hver maður mundi reyna að losa sig við sem allra fyrst. Jæja, bráðum yrði hún búin að losa sig við þau, og allir gætu verið ánægðir. Var þetta ófyrir- gefanleg sjálfsmeðaumkun? Lík- lega ekki, fannst henni. Hún var ekki að kvarta eða kenna öðrum allt, sem aflaga hafði farið. Það þýddi ekki að vera að sakast um orðinn hlut. En hún hafði verið of sein að sjá villu síns vegar. Hún var nú hætt að gráta. Hún afklæddi sig og fór í rúmið. Hún tók tvær svefntöflur — rétt til þess að geta sofnað, og slökkti síðan ljósið. Hún lá og starði út í myrkrið, og var nú orðin miklu rólegri í skapi. Henni fannst næstum eins og hún tilheyrði alls ekki sjálfri sér lengur. Næst um eins og hún væri dáin og væri nú að horfa á þetta allt úr fjarska. Hvemig stóð á þessu? Var hún þá eitthvað brjáluð, eftir allt saman? Gat óánægja, kvíði og einmanakennd gert konu brjálaða? Nú heyrði hún gengið um niðri. Það var Philip, sem kom út úr skrifstofu sinni og gekk út að útidyrunum til að læsa þeim. Bráðum mundi hún ekki heyra þessi þekktu hljóð lengur. Svo fótatakið hans í stig- anum. Hann gekk hægt um til þess að vekja ekki Janet — alltaf var hann nógu nærgætinn við Janet, og líklega væri hún nú sofnuð. Svo var gengið framhjá dyrunum hjá henni. Hún kerppti hnefana, eins og hún hefði krampa. Ef hún væri Cynthia Langland, færi ekki þetta fótatak framhjá dyrunum. Hún bylti sér í rúminu og gróf höfuðið í koddann. Ó, guð, hvem ig átti hún að afbera þetta? En það var annars ekkert atriði. Hún mundi ekki þurfa að afbera það. Eftir skamma stund....... kannske einn .... tvo .... þrjá daga .... Hún óskaði sér. að hún þyrfti ekki að bíða. Óskaði, að hún ætti sjálf nægilega margar töflur. Á morgun skyldi hún bjóða sjálfri sér í hádegisverð hjá Sally. En fyrst skyldi hún hringja til Lenigans og biðja hann um lyf- seðilinn. Eftir það hefði hún eng ar áhyggjur framar. X. Cynthia valdi númerið og beið svo. Eftir skamma stund heyrði hún svarað í símann. Það var austurríska þjónustustúlkan, Mar ie. Kurteis og ópersónuleg svar- aði hún, að því miður væri ung- frú Janet ekki heima. Cynthia leit á úrið sitt. Klukkan var ekki nema níu. — Eruð þér viss? Þetta er ung frú Langland. Ég þarf alveg sér- staklega að tala við hana. — Því miður, en ungfrú Janet er ekki heima, svaraði stúlkan eins og páfagaukur — rétt eins og henni hefði verið kennt þetta svar til að nota, ef ungfrú Lang- land skyldi hringja. An þess að hugsa sig um, sagði Cynthia: — Gæti ég þá fengið að tala við frú Wells? — Því miður er frú Wells í rúminu með slæman höfuðverk, og hefur bannað, að láta ónáða sig. Þá var ekki eftir nema Philip. Sat hann aleinn við morgunverð- inn sinn, áður en hann færi í skrifstofuna? Ef svo væri, vildi hún ekki tala við hann. Og meira að segja var hann síðasti maður, sem hún mundi vilja tala við. Seinna í dag fengi hann bréfið frá henni í skrifstofuna sína. Hún ætlaði að senda það með sérstök- um sendli. Það var stuttort — en lengi hafði hún samt verið að koma því saman. Það hafði líka verið erfitt fyrir hana að segja allt, sem hún þurfti að segja við hann. Og þó var efnið býsna stutt og laggott: Hún ætlaði ekki að hitta hann oftar. Þegar þau skildu á laugardags kvöldið hafði hún veríð svo veik- geðja að samþykkja að þau hitt- ust aftur. Guð einn mátti vita, hvað hafði komið yfir hana. Lík- lega var það gleðin yfir að sjá hann aftur, að finna að hann elskaði hana enn, og að gera sér ljóst, að hún elskaði hann. Og klukkan tvö um nóttina, eftir að þau höfðu borðað og dansað allt kvöldið, þetta kvöld, sem hafði byrjað svo óviðkunnanlega með þessu móti við konu hans, hafði hún ekki gætt sín sem skyldi og verið frá sér numin. Þau Philip höfðu bæði fært klukkuna aftur. Þau höfðu setið hlið við hlið í litla næturklúbbnum, sem hann hafði farið með hana í tfg svo höfðu þau talað og talað. — Mannstu eftir.... ? Mannstu eftir....? Þetta voru hættuleg orð sem höfðu aðeins sýnt, hve litlu hvort þeirra hafði gleymt. Og svo í gærkvöldi, þegar hún hafði fengið hann í símann í staðinn fyrir Janet, hafði hún reynt að segja honum, að sqt hefði snúizt hugur, hvað það snerti að þau hittust aftur. En hann hafði bersýnilega verið á- kveðinn að taka ekkert mark á því. Hann hafði sleppt henni einu sinni, sagði hann, og ætlaði ekki að láta þá sögu endurtaka sig. — Ef ungfrú Janet verður komin heim innan hálftíma, vilj ið þér þá biðja hana að hringja til mín strax. Ég er að fara til Parísar aftur með vélinni klukk- an tólf. Og svo endurtók hún: — Ég þarf alveg nauðsynlega að tala við hana áður en ég fer. Hún lagði frá sér símann og hélt áfram að láta niður farang- urinn sinn. En var hún nú bú- inn að aflýsa öllu, sem hún hafði verið búin að ákveða fyrir næstu þrjá daga? Hún gáði í minnis- bókina sína. Til Cartairs í kvöld verð annað kvöld. Nei, þessu var hún búin að gleyma. Hún hringdi í númerið. — Peggy? — Nei, heyrðu nú, Cynthia þú ætlar þó ekki að fara að segja mér, að þú getir ekki borðað með okkur á morgun. Hvað er í veginum? Við Dick vorum búin að hlakka svo mikið til að sjá þig. — Mér þykir það afskaplega leitt, Peggy, en ég verð að hraða mér heim fyxr en ég vissi af. Já, ég fer í dag. Þetta voru voða vonbrigði fyrir mig, en það verð ur bara ekkert við því gert. Þetta hefði verið kallað mein- laus lygi, þegar hún var lítil, og talið fyrirgefanlegt. En hún hefði bara ekki getað sagt Peggy sannleikann: „Ég er að forða mér frá London af því að ég hef hitt eina manninn, sem ég hef nokk- urntíma elskað. Hann er giftur og dóttir hans er náin vinkona mín. Satt bezt sagt, er ég dauð- hrædd um, hvað verða kynni ef ég yrði kyrr og gæti átt á hættu að hitta hann oftar“. Peggy sagði í vonbrigðatón, að þau hefðu betur getað hitt Cynt- hiu fyrr. — Þú ert búin að vera hérna síðan á mánudag) er það ekki? — Markús! I — Ríkja nokkur vandræði eða I — Nei, Guði áé lof, ekki ífvið förum fram á er að þú farir — Sæl, þúfunef! I erfiðleikar í Týnda skógi? I þetta sinn .... Það eina sem J með okkur i veiðiferð! — Jú, en þó ekki í London. Ég var í Stratford mestan part vikunnar. — Hvenær kemurðu næst? — Ég veit ekki. Að minnsta kosti ekki alveg í bráðina. Þú verður að athuga, að ég hef starf að rækja. — Ég veit. Við verðum þá bara að hitta þig næst í París. Við Diok erum að vona, að geta kom izt þangað vikutíma í september. —- Það var ágætt, og þú verð- ur að láta mig vita af ykkur. Það var engin ástæða til að fara að tala neitt um það, að urn það leyti, sem Dick og Peggy kæmu til Parísar, yrði hún sjálf líklega komin ennþá lengra burt. Henni hafði af einkenilegri til- viljun boðizt tækifæri, rétt áður en hún fór til London. Það var að losna staða í Singapore, svip- uð þeirri, sem hún hafði nú. Þeg ar henni bauðst hún fyrst, var hún Hæstum búin að afþakka hana umhugsunarlaust, enda alls ekki skyldug til að þiggja hana. Og áreiðanlega þætti Freemantle hershöfðingja, sem hún nú vann hjá, fyrir því að missa hana. En henni hafði þótt réttara að at- huga málið, að minnsta kosti. Hún lét þess getið, að hún ætlaði að skreppa í stutta ferð í ailltvarpiö Miðvikudagur 26. apríl. 8:00 Morgunútvai\p (Bæn. — 8 05 Morgunleikfimi. — 8:15 Tónleik- ar — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tón- leikar. — 10:10 Veðurfr.). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar — 12:25 Fréttir og tilk.). 12:55 „Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttif. og tilk. — 16:05 Tónleikar. — 16:30 Veðurfr.). 18:30 Tónleikar: Öperettulög. 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Framhaldsleikrit: „tTr sögu Forsyteættarinnar'* eftir John Glasworthy; útvarpsgerð eftir Muriel Levy. Þriðja bók: „Til Þýðandi: Andrés Björnsson, — leigu“; XI. og síðasti kafli .— Leikstjóri Indriði Waage. Leilc endur Þorsteinn Ö. Stephensen, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Mar grét Guðmundsdóttir, Helgi Skúlason, Inga Þórðardóttir, Rúr ik Haraldsson, Anna Guðmunds- dóttir, Hildur Kalman, Herdís Þorvaldsdóttir, Klemens Jóns- son, Jóhanna Norðfjörð, Valur Gíslason og Jón Aðils. 20:40 Frá samsöng Pólýfónkórsins í Kristkirkju í Landakoti 14. þ.m.: „Dauðadans" eftir Hugo Distler. Söngstjóri: Ingólfur Guðbrands- son. Framsögn: Lárus Pálsson. söngvarar kórsins og söngstj. 21:30 „Saga mín", ævinminningar Paderewskys; XI. og síðasti lest ur (Árni Gunnarsson fil. kand. þýðir og les). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Vettvangur raunvísindanna: Örn ólfur Thorlacius fil. kand. kynn ir starfsemi landbúnaðardeildar Atvinnudeildar háskólans. 22:30 Harmonikuþáttur ( Henry J. Ey- land og Högni Jónsson). 23:00 Dagskrárlok. Fimmtudagur 27. apríl. 8:00 Morgunútvarp (Bæn — 8:05 Morgunleikfimi. — 8:15 Tónleik- ar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tón leikar. — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12:25 Fréttir og tilk.). 12:50 „A frívaktinni": Sjómannaþáttur 1 umsjá Kristínar Önnu Þórarins dóttur. 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 FréttlP og tilk. — 16:05 Tónleikar. — 16:30 Veðurfregnir). 18:30 Tónleikar: Lög úr óperum. 18:50 Tilkynningar — 19:20 Veðurfregn ir — 19:30 Fréttir. 20:00 Tónleikar: Sinfónía nr. 8 í F-dúr op. 93 eftir Beethoven (Gewand haus-hljómsveitin í Leipzig leilc ur; Franz Konvitsnij stj.), 20:30 Kvöldvaka: a) Lestur fornritá: Páls sag® biskups; III. — sögulok — (Andrés Björnsson). b) Lög eftir Sigurð Þórðarson. c) Sigurbjörn Stefánsson frá Gerðum fer með frumortar stökur. d) Frásaga: Frá Rómaborg (Sig urveig Guðmundsdóttir). e) Kvæðalög: Ormur Ölafsson og Jóhannes Benjamínsson kveða 21:45 tslenzkt mál (Dr. Jakob Bene« diktsson). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Úr ýúisum áttum (Ævar R. Kvar an leikari). 22:30 Norræn tónlist: a) Sónata nr. 2 í cís-moll fyrip fiðlu og píanó eftir Gunnar de Frumerie (Matla Temko og Sixten Ehrling leika). b) Mannsöngur op. 18 eftir Vagn Holmboe (Danski kvartettirm leikur). 23:10 Dagðkrárlok.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.