Morgunblaðið - 26.04.1961, Síða 22

Morgunblaðið - 26.04.1961, Síða 22
22 M O RG V y B LA Ð l Ð Miðvikudagur 26. aprfl 1961 Heimboð berst frá heimsmeisturunum Bjóða ísl. landsEiðinu til keppni ÁSBJÖRN Sigurjónsson og félagar hans í stjórn Hand- knattleikssambands íslands buðu íþróttafréttamönnum í kaffisopa í gærdag. Tilefnið var bréf sem HSÍ hafði bor- izt fyrir örfáum dögum. — Hér höfum við fengið bréf frá Handknattleikssam- bandi Rúmeníu dagsett 10. apríl sl., þar sem þeir ítreka boð sitt til íslendinga um að koma í keppnisför til Balk- anlanda á næsta ári, sagði Ásbjörn, og það gætti nokk- urrar hrifni í röddinni. Það eru líka fáar eða engar grein ar íslenzks íþróttalífs, sem geta státað af því að heims- meistarar í viðkomandi grein bjóði þeim heim oog greiði mikinn meirihluta farareyris beggja leiða og allan uppi- dvalarkostnað. Slíkt boð hafa engir íslenzkir íþróttamenn fengið nema handknattleiks- menn og fáir afreksmenn frjálsíþrótta. • Boð Júgóslava Upphaf málsins eru þau, hélt Ásbjörn áfram, að Júgóslavar gerðu sér ferð til okkar er við vonun í Þýzkalandi og vildu fá ckkur tál að taka þátt í mikilli handknattleikshátíð, sem hald- in verður í Júgóslavíu 30. júní til 4. júlí 1062. Þar verða m. a. Danir, Svíar og Vestur-Þjóðverj ar, Ungverjar Og fleiri. HSf gaf þau svör, að ef ekki yrði um verulega greiðslu af ferða- og dvalarkostnaði að ræða væri útilokað fyrir Íslendinga að þiggja boðið. Júgóslavar voru æstir og kváðust ætla að athuga leiðir til að greiða sem mest fyrir íslendinga. • Allt borgað frá Höfn Bréfið frá Rúmenum nú staðfestir boð Júgóslavanna og bjóða Rúmenar ásamt Tékkum ísl. landsliðinu til landsleika í Tékkóslóvakíu og Rúmeníu í sömu för og ísl. Reykjavíkur- meistaramót í sundi Sundmeistaramót Reykjavíkur 1961, verður haldið 1 Sundhöll Reykjavíkur miðvikudaginn 17. maí. 1961, kl. 20,30. Keppt verður í: 100 m skriðsundi karla, 100 m skriðsundi kvenna, 400 m skrið- sundi karla, 200 m bringusundi karla, 200 m bringusundi kvenna, 100 m baksundi karla, 100 m bak sundi kvenna, 100 m flugsundi karla, 50 m skriðsundi drengja, 50 m bringusundi drengja. 50 m bringusundi telpna, 50 m skrið- sundi telpna. Utanbæjarmönnum er heimil þátttaka sem gestir. Þátttökutil- kynningar skulu berast til Péturs Kristjánssonar, Meðalholti 5, síma 35735, eigi síðar en þann 9. maí 1961. liðið verði á hátíðinni í Júgóslavíu. Yrði þá lands- leikirnir við Tékka og Rúm- ena sennilega áður en hand- knattleikshátíðin hefst 30. júni 1962. Rúmenar segja að í sam bandi við alla förina verði tek ið á móti ísl. liðinu í Kaup mannahöfn. Það fari síðan flugleiðis tíl Prag og áfram með lestum um löndin og verði skilað tíl Kaupmanna- hafnar flugleiðis aftur. Alit verður greitt frá móttöku í Kaupmannahöfn unz liðinu er aftur skilað þangað. Gildir boðið fyrir 18 manna hóp ís- lendinga. HSÍ mun nú hugsa leiðir til að taka þessu ágæta boði. Flugför fyrir hópinn til og frá Kaup- mannahöfn munu kosta á annað hundrað þúsund krónur, en samt er það óverulegur hluti af öll- um ferðakostnaði, en förin stend ur í 20—22 daga. Fræknir garpar Það er óþarfi að minna á að Rúmenar urðu heimsmeistar- ar á nýafstaðinni heimsmeist- arakeppni, þar sem ísland hlaut 6. sæti mjög á óvart. Búizt var þá við sigri Tékka en Rúmenar sigruðu þá í úrslitaleik, svo Tékkar hlutu 2. sætið. I allri keppninni tapaði Tékkóslóvakía aðeins 3 stigum — 2 gegn Rúmenum og 1 gegn íslendingum. Það er því ekki að undra þótt Tékk- ar vilji fá annað tækifæri gegn íslendingum. Heimboð þetta er hand- knattleiknum og þjóðinni allri heiður. Balkanlöndin eiga góð — og ódýr — tæki- færi til landsleika við ýmsar beztu handknattleiksþjóðir Evrópu. En þeir hafa kosið ísland. Slíka athygli vakti ár- angur ísl. liðsins í Þýzkalandi. Þetta boð er uppskera þess árangurs. • Landsleikur við Sviss Þá gátu þeir HSÍ menn þess í leiðinni, að þeir hefðu boðið Sviss til landsleiks hér á landi í október. Þá verður landslið Sviss á ferð á Norðurlöndum og býð- ur HSÍ liðinu hingað frá Höfn. Svar hefur ekki borizt. Þess má geta að ísland sigraði Sviss og komst þar með í lokaúrslit keppn innar í Þýzkalandi. Frá leik iR-Ármanns. Talið frá vinstri: Hörður og Birgir, Ár- manni, Guðmundur, Helgi og Þorsteinn, ÍR — beztu menn liðanna. — Körfuknattleiksmótið: IR vann Armann með samstilltum leik Birgir Birgis sýndi beztan leik þetta kvöld Keppir Ingemar um Evrópu- meistaratitil London, 25. apríl. BREZKI hnefaleikakappinn Dick Richardson lýsti því yfir í dag, að hann vonaðist til að fá tæki- færi til þess að verja Evrópu- meistaratitil sinn í þungavigt gegn Svíanum Ingemar Johans- son í septembermánuði n.k. Færi sú keppni fram í Gautaborg. Ingemar var Evrópumeistari á undan Richardson, en missti tit- ilinn sjálfkrafa, þegar hann vann Floyd Paterson fyrir tveimur ár- um og varð heirrismeistari.. Breyting á leikjaröð körfuknattleiks- mótsins GERÐ hefur verið breyting á upphaflegri leikjaröð körfuknatt leiksmótsins. Á fimmtudagskvöld verða þessir leikir: 2. fl. karla ÍR — Ármann a-lið. 2. fl. karla KR — Haukar Leikur KR gegn ÍR í 3 fl. verð- ur n.k. sunnudag en leikir í 2. 11. Ármann c-lið gegn ÍR verður leikinn í æfingatíma. Þ A Ð hefur verið fremur hljótt um íslandsmótið í körfuknattleik, sem hófst skömmu eftir páska. Þó hafa farið fram margir góðir leik- ir og tvísýnir. Þeir fáu áhorfendur, sem lagt hafa leið sína að Hálogalandi hafa fengið erfiði sitt vel borgað. Á mánudagskvöldið voru háðir tveir leikir í meistara- flokki, sem báðir gátu haft mikla þýðingu fyrir árslit mótsins. — Fyrst áttust við Guðmundur Þorstein®*''"' -'-'•rar KFR og ÍS, sem lauk með sigri KFR, 63/40. * * * Eftir auðveldan sigur ÍS yfir ÍKF og hinn nauma sigur KFR yfir sama liði, þá var almennt búist við hörðum og jöfnum leik. Hörkuna vantaði ekki, en jafn getur leikurinn vart talizt. ÍS skoraði fyrstu 3 stigin, en síðan tók Einar Matt við og skoraði 4 stig fyrir KFR, Karl Jóhanns- son hækkaði töluna upp í 6 og síðan tók Einar aftur við og lagði knöttinn þrisvar í körfuna svo staðan var orðin 12:3 fyrr en varði. Háskólamenn börðust af hörku sem kostaði þá fjölda leikvíta, einkum er þeir ætluðu að stöðva Einar, en víti gegn Einari þýddi Oftast 2 stig fyrir KFR. Staðan í hálfleik var 38:19 fyrir KFR. Eins og fyrr segir sigraði KFR með yfirburðum 63:40. Liðið var vel að sigrinum komið. Liðið í heild hefir ódrepandi baráttu- vilja, sem ekki hvað sízt er að þakka fyrirliðanum Inga Þor- steinssyni. Einar Matthíassön, er hinn sterki maður liðsins, skor- aði 25 stig. Karl Jóhansson lands liðsmaður í handknattleik, er ný- liði í körfu, en þó góður liðsauki fyrir KFR. Endaþótt Karl skori ekki mikið, þá eru skiptingar hans öruggar og knattgrip til fyrirmyndar. Hinn risavaxni Sigurður Helga son (207 cm.), hefir komið mjög á óvart í þessu móti. Sigurður skoraði 16 stig í þessum leik auk þess sem hann bjargaði oft vel undir körfu. Með sama áfram- haldi, er ekki ólíklegt að lands- liðsnefnd fari að líta Sigurð hýru auga. Af Háskólamönnum voru bezt- ir þeir Kristinn Jóhannsson og Hrafn Johnsen. Dómarar voru Hólmsteinn Sig urðsson Og Óli Geirs. ÍR — Ármann 52:37 „Börðumk einn við átta, enn við ellifu tysvar". Mér flugu í hug þessi vísu- orð Egils Skallagrímssonar þegar ég horfði á leik Ármanns Og fs- landsmeistaranna ÍR. Þar var háður ójafn leikur. Lið Ármanns var sundurlaust og flest sem það gerði fálmkent, gegn samstilltum leik ÍR. En það var einn maður í liði Ármanns, sem barðist frá upphafi til leiks- loka. Það var hinn átján ára gamli Birgir Örn Birgis, sem segja má að einn hafi haldið uppi baráttunni af Ármanns hálfu gegn liði ÍR með sína þrjá landsliðsmenn og lands- liðsþjálfarann að auki. Af þeim 37 stigum, sem Ármenn- ingar skoruðu í þessum leik, skoraði Birgir 24 stig ög það var enginn hægðarleikur, því hans var gætt vandlega, eink- um eftir að ÍR-ingar sáu að hann var eini maöurinn í liði Ármanns, sem var verulega hættulegur. Þrátt fyrir yfirburði ÍR, þá var leikurinn spennandi og oft skemmtilegur. Guðmundur Þor- steinsson skoraði á fyrstu mínútu tvö stig fyrir ÍR. Ármenningar voru óstyrkir og skot þeirra mistókust, þar til Birgir skoraði úr vítakasti og skorar síðan körfu stórglæsilega úr erfiðri aðstöðu. Guðmundur, Þorsteinn og Hólmsteinn skiptast á með að skora fyrir ÍR, en Birg ir svarar svo til einn fyrir Ár- mann. í hálfleik var staðan 22:13 fyrir ÍR. • Snemma í síðari hálfleik var íorskot ÍR komið upp í 29:17, en Birgir tókst að stytta bilið nið- ur í 31:22. Síðan hélst um það bil 10 stiga munur þar til rétt í leikslok að Þorsteinn Og Helgi Jóh. skoruðu sex stig án þesa að Ármenningar fengju rönd við reist. Bezti maður kvöldsins var Birg ir með 24 stig. Af ÍR-ingum var Þorsteinn Hallgrímsson, sem fyrr traustur í sókn og vörn og skor- aði 17 stig. Hólmsteinn, sem einn ig átti ágætan leik skoraði 17 stig Og Helgi Jóhannsson stjórn- aði liðinu röggsamlega og skor- aði sjálfur 9 stig. / Úrslit á sunnudag Úrslitaleikir körfuknattleiks- mðtsins fara fram á sunnudags- kvöldið að Hálogalandi. Þar mæt ast til úrslita í 1. flokki lið KFR Og Akureyringa Og verður óefað gaman að sjá hverjum framför- um Akureyrarliðið hefir tekið, en ýmsir spá norðanmönnum sig- urs. Frh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.