Morgunblaðið - 26.04.1961, Síða 24

Morgunblaðið - 26.04.1961, Síða 24
IÞROTTIR Sjá bls. 22. 92. tbl. — Miðvikudagur 26. apríl 1961 Krúsjeff Sjá bls. 8. Allt upp í 1500 tunnur Síldarleitarskipið Fanney ▼ar statt 4—8 sjómílur SV af Malarrifi í gærkvöldi, er blaðið hafði samband við Jón Einarsson skipstjóra og bpurðist fyrir um síldveið- arnar og veiðihorfur. Veður var hið bezta, svo varla var á betra kosið, en síldin hélt sig yfirleitt ekki nógu ofarlega í sjónum. Torfurnar voru frepiur litlar um sig en þéttar og urðu sjómennirnir að kasta eftir asdic- tsekjum. í>arna voru 9 síldarbátar, og hafði þeim gengið nokkuð mis- jafnlega. Eldborg hafði fengið 1500 tunnur. Víðir II. 600 tunn- ur og var enn að kasta. Heiðrún hafði fengið 800 tunnur og Gjaf- ar og Reynir höfðu einnig kast- að og fengið eitthvað, en Jón Einarsson vissi ekki hve xnikið, en þeir voru í óðaönn að draga. Fyrr um dag- inn hafði Guðmundur I>órðarson fengið 1000 tunnur. Aðrir bátar höfðu ekki enn fengið sild, en Jón bjóst við því, að enn betur mundi ganga með lágnaettinu. Verkalýðsráð og Óðinn NÆSTI málfundur Verkalýðs- ráðs Sjálfstæðisflokksins og Mál fundafélagsins Óðins verður haldinn í Valhöll i kvöld kl. 8,30. 1 upphafi fundarins verður sýnd fræðslukvikmynd. Konurnar aflýsa verkfalli EINS og skýrt var frá í blaðinu i gær, var verkfall Verkakvenna- félags Keflavíkur og Njarðvíkur dæmt ólögmætt fyrir Félags- dómi. Verkakonur hafa nú eftir mánaðarlangt verkfall aflétt því og sent Vinnuveitendafélagi Suð- urnesja bréf þess efnis, Þar segir, að með vísun til dómsúrskurðar í máli því, sem Vinnuveitendasamband Islands höfðaði fyrri hönd Vinnuveit- endafélags Suðurnesja gegn Al- þýðusambandi íslands fyrir hönd Verkakvennafélags Keflavíkur og Njarðvíkur, aflýsi verkakonur verkfalli því, sem komst til fram kvæmda 25. marz sl. (Á myndinni eru, talið frá vinstri: Gunnlaugur Péturs- son, borgarritari, Tómas Jóns- son, borgarlögmaður, Björg- vin Frederiksen, bæjarráðs- maður, frú Auður Auðuns, forseti bæjarstjórnar, Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, Páll Líndal, skrifstofustjóri, Magnús Ástmarsson, bæjar- ráðsmaður, Guðmundur Vig- fússon, bæjarráðsmaður og Bolli Thoroddsen, bæjarverk- fræðingur. — Ljósm.: P. Thom sen, A.P.S.A. 1500 fundir útvarpsráðs Marz seldi í gærmorgun Hœsta meðalverð ísienzks fogara á Bretlandsmarkaði TOGARINN Marz seldi í gærmorgun í Grimsby 153,6 Iest- ir fyrir 15,560 pund. Er það hæsta meðalverð, sem íslenzkur togari hefur fengið á markaði í Bretlandi. í>á seldi Pétur Halldórsson í Hull sama dag 128,3 lestir fyrir 11,272 pund, ag er það einnig góð sala. Með sölu þessara skipa er ýsukvóti þessa mánaðar geng- inn til þurrðar, en eins og sagt var frá í blaðinu í gær, gekk þorskkvótinn upp með sölu Júpíters. Sólborg seldi einnig í gær- morgun í Bremerhaven 131 lest Gengið á Trölla- kirkiu " FARFUGLADEILD Reykjavikur efnir til tveggja og hálfs dags ferðalags um næstu helgi. Ferð- inni er heitið norður á Trölla- kirkju á Holtavöðruheiði. Á laugardag verður ekið að heið- inni og síðan gengið á Trölla- kirkju á sunnudaginn. Komið verður í bæinn að kvöldi 1. mai. Skrifstofa Farfugla verður í eumar til húsa að Lindargötu 50, með inngangi frá Frakkastíg. Hún verður opin þrjú kvöld í viku á miðviku-, fimmtu- og föstudagskvöldum kl. 8.30—10, 6Ími 15937 aðeins á sama tíma. fyrir 123,300 mörk. Er það eitt bezta meðalverð, sem íslenzkt skip hefur fengið fyrir afla í þýzkalandi. ÚTVARPSRÁÐ hélt í gær fimmtán hundruðasta fund sinn frá því að það tók til starfa ár- ið 1930. Allt frá þeim tíma hef- ur það haft á hendi yfirstjóm á dagskrá Ríkisútvarpsins. Að meðaltali hafa þannig verið haldnir 50 fundir á ári í út- varpsráði. t því eiga nú sæti fimm þing- kjörnir menn. Á fundum út- varpsráðs eiga einnig sæti út- varpsstjóri, dagsskrárstjóri, tón- listarstjóri, leiklistarstjóri, full- trúar útvarpsráðs og einstakir starfsmenn útvarpsins, þegar rætt er um mál, sem varða starfssvið þeirra. 2000 fundur bæjarráðs í í DAG verður haldinn 2000. fundur bæjarráðs Reykjavík- ur. Fyrsti fundur bæjarráðs var 6. ágúst 1932. í fyrsta bæjarráðinu áttu sæti sem aðalmenn þeir Guðmundur Ásbjörnsson, Hermann Jón- asson, Jakob Möller, Pétur Halldórsson og Stefán Jóh. Stefánsson, en fyrsti formað- ur þess var Knud Zimsen, þáverandi borgarstjóri. Aðr- ir kjörnir formenn hafa ver- ið borgarstjórarnir Jón Þor- láksson, Pétur Halldórsson, Bjarni Benediktsson og Geir Hallgrímsson. Guðmundur Ásbjömsson mun hafa setið lengst allra manna í bæjarráðinu, þ. e. frá stofnun þess 1932 til dauðadags árið 1952, alls 1000 fundi. Gunnar Thoroddsen, fyrrv. borgarstjóri, Áætlan r um og eldistöð stóra laxaklaks- við Elliðaárnar mun hafa setið álíka marga fundi. Flesta fundi mun þó Tómas Jónsson, núverandi borg- arlögmaður, hafa setið. Hann hefur gegnt þar ritarastörfum og formennsku í forföllum borg arstjóra á nærri 1200 fundum. Bæjarráð tók við störfum mjög margra nefnda, sem lagð- ar voru niður með stofnun þess. Stöðugt hafa þó hlaðizt á það ný störf, sem bæjarráð hefur, fjallað um á þeim 2000 fundum, sem haldnir hafa verið. Óhætt mun þó að segja, að öll meiri háttar mál, sem Reykjavíkur- bær hefur haft skipti af frá stofnun bæjarráðsin^, hafa ver- ið rædd þar og undirbúin að meira eða minna leyti. Má þar nefna risaframkvæmdir á ís- •lenzkan mælikvarða, eins og t. d. raforkuframkvæmdir, hita- veitumál, húsabyggingar bæjar- ins, bæjarútgerð o. s. frv. Nú eiga þessir bæjarfulltrúar sæti í bæjarráðinu: Geir Hall- grímsson, borgarstjóri, Auður Auðuns, forseti bæjarstjórnar, Björgvin Frederiksen, Guð- mundur Vigfússon og Magnús Ástmarsson. (Frá skrifstofu borg arstjóra, 25. apríl 1961). I BLAÐINU Veiðimaðurinn, sem veitir forstöðu, 22 íídiskassar. er málgagn stangaveiðimanna, og barst blaðinu í gær, er ítarleg grein eftir þá Eric Mogensen og >ór Guðjónsson, um klak og eldisstöð við Elliðaár. Er þar sagt frá því og birt teikning til frek- ari skýringar, að nú sé fyrir- liggjandi áætlun um stóra klak- og eldistöð við Elliðaár, sem hafa myndi í för með sér að hægt væri að auka laxagengdina í árnar um þúsundir laxa á ári. 1 upphafi greinarinnar geta þeir Eric og í>ór hins mikla fram lags Rafmagnsveitu Reykjavíkur undir stjóm Steingríms Jónsson- ar, til laxaklaks. Var það þegar árið 1932, sem Rafmagnsveita Reykjavikur byggði fyrsta klak- húsið við Efri-Elliðaár. Nú eru í þessari stöð, sem Eric Mogensen 1 lok greinarinnar gera þeir Eric og Þpr það að tillögu sinni, að í verkið verði ráðizit í áföng- um og um hinn fy*sta segja þeir á þessa leið: Viljum við því gera það að tillögu okkar, að í fyrsta áfanga verði komið upp eldishúsi, 20 seiðaskurðum og 19 eldistjörnum samtals að flatarmáli 4280 ferm. í eldisstöð af þessari stærð má framleiða 100 þúsund gönguseiði árlega. Þarf að byrja með 400 þús. hrogn til þess að það takist. Ef klakhús tæki 2 milljónir laxa- hrogna má selja hrogn og kvið- pokaseiði og auk þess má ala seiði um lengri eða skemmri tíma, og selja þau eftir því, sem þörf verður fyrir á að losa rúm fyrir seiðin, er ala á upp í stærð gönguseiða. Að sjálfsögðu mætti einnig hafa silungshrogn til klaks og ala silungsseiðin, ef svo ber undir. Ef gengið er út frá að sleppa 100 þús. gönguseiðum í Elliða- árnar, myndu þau auka laxgengd ina í árnar um 8—10 þúsund laxa, sem með fjörutíu króna verði gefi af sér 0,8—1,0 milljón krónur. Greinarhöf. geta þess á einum stað í þessari fróðlegu grein sinni, að í hinni miklu stöð verði hægit að framleiða um 250.000 gönguseyði. Ef þeim yrði öllum sleppt í Elliðaámar myndu þangað ganga 8—10%, sem fullorðnir laxar að meðal- tali, eða 18,4—25 þúsund laxar! Afli Akureyrar- togara glæðist Akureyri, 25. apríl. SÍÐUSTU daga hafa Akureyrar- togararnir landað þessum afla: Norðlendingur 118 tonnum, Sval- bakur 203 tonnum, Kald'bakur 80 tonnum, og er hann farinn á veið ar aftur. Harðbakur Og Sléttbak- eru einnig á veiðum. Afli tog- aranna hefur heldur glæðzt síð- ustu daga. — Netabátar, sem stunda veiðar hér í Eyjafirði, hafa lítinn sem engan afla fengið undanfarna daga. Sömu sögu er að segja frá verstöðvunum út með Eyjafirði. Þar virðist neta- fiskurinn alveg horfinn af mið- unum, og m>in nú flestir bátarnir taka til vif iínuveiðar. St. E. St

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.