Morgunblaðið - 27.04.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.04.1961, Blaðsíða 1
24 saður 18. árgangur 93. tbl. — Fimmtudagur 27. apríl 1961 Prentsmiðja Morgunblaðsins reisnin fór þúfur Siguriain eykur enn de Gaulie hróður París, 26. apríl — (Reuter-NTB) í morgun varð það ljóst, að uppreisnin í Alsír hafði algerlega lognazt út af. Hafði hún þá haldið Frökkum og Alsírbúum í stöðugum ótta í fjóra sólarhringa, því að fram til hins síðasta var óttazt, að uppreisnarmenn gripu til þess orþrifaráðs að gera árás á París. Samkvæmt upplýsingum talsmanna stjórnarinnar í Algeirsborg hafa tveir menn fallið og tíu særzt í upp- reisninni. N í morgun höfðu foringjar upp reisnarmanna boðað til útifund- ar frammi fyrir stjórnarráðs- byggingunni í Algeirsborg. — Mikill mannfjöldi safnaðist þar saman, en þegar Challe hers- höfðingi reyndi að ávarpa mann fjöldann heyrðist ekki til hans, því að skorið hafði verið á leiðslur hátalarakerfisins. — Um líkt leyti stöðvuðust sendingar útvarpsins, sem uppreisnarmenn höfðu þá enn í sínum höndum. Er útvarpið hófst að nýju, voru Sesnar tilkynningar frá hermönn um stjórnarinnar. Var fólk beð- ið að hverfa til heimkynna einna og biða þar átekta, með- an hreinsað væri til í ýmsum embættum. Skömmu síðar sást hvar Challe hershöfðingi læddist út úr stjórnarráðsbyggingunni og reyndi að komast í bifreið sína. Var hann þá þegar handtekinn og fluttur méð herflutningavél til Parísar. í>ar er talið að hans Verkfallið í Grimsby orðið algert bíði annað hvort datlðadómur eða lífstíðar fangelsi. Hinir þrír aðalforsprakkar uppreisnarinnar, þeir Raoul Sal- an, Edmond Jouhaud og André Zeller komust undan og er þeirra ákaft leitað. Stjórnir hinna ýmsu þjóða hafa hyllt de Gaulle vegna lykta þessa máls, sem þykir mjög hafa aukið hróður hans. Parísarbúar hafa fagnað sigri og vori í dag og gert sér daga- mun í kaffihúsum og á götum úti. Þótt allt sé með eðlilegum hætti í Algeirsborg, er þar enn útgöngubann eftir kl. 21 í kvöld. Hafa menn fengið tilmæli um að afhenda vopn sín í dag, en á morgun verður gerð hjá þeim húsleit. • Nauðsyn að vera vel á verði. De Gaulle hélt tveggja klst. stjórnarfund í dag og tilkynnti ráðherrum, að hann hyggðist enn um sinn halda því valdi, sem hann hefði tekið sér meðan á uppreisninni stóð. Kvað hann það nauðsynlegt þar til ákveðin hefði verið refsing uppreisnarmanna og áhrif þeirra þurrkuð út. Frh. á bls. 2 Einkaskeyti til Mbl. frá Lond on. 26. apríl — í kvöld er væntanlegur í höfn í Grimsby síðasti og stærsti hinna 170 Grimsby togara og er þá verkfallið al gert orðið. Það hefur nú stað ið í þrjár vikur — hófst 5. apríi sl. Yfirmenn á togurum í Htull studdu verkfallið fyrst, en hættu því eftir fimm daga. Togareigendur hafa nú geng ið milli stýrimanna, véla- manna og skipstjóra og beðið þá að snúa aftur til vinnu, svo að samningaviðræður geti hafizt á ný. Þeir segjast ekk ert geta gert til þess að koma í veg fyrir, að íslenzkir togar ar landi afla síniun í Grimsby — því sé verkfallið þýðingar laust og geti einungis orðið togaramönnum í óhag. íslenzkir togarar halda á- fram að landa afla sínum í Grimsby og HuII og selja við góðu verði. Þeir hafa nú fyllt löndunarkvótann í bili og verða að halda heim með eitt hvað af aflanum. Moíse Tshombe handtekinn Var a heimleið írd Copuilhatville eftir rdðstefnu stjórmnálaforingia Leopoldville, Coquilhatville og Elisabethville, 26. apríl (Reuter-NTB). MOISE Tshombe, forsætisráð- herra Katangafylkis var tekinn höndum í dag ásamt öllu fylgd- arliði. Voru þar að verki her- menn Mobutus ofursta. Tshombe var í þann mund að halda heim- leiðis með flugvél til Elisabeth- ville frá Coquilhatville, en þar hefur hann setið ráðstefnu með öðrum stjórnmálaforingjum í Kongó og rætt með þeim fram- tíðarskipan Kongólýðveldisins. Vopnaðir hermenn Mobutus röðuðu sér með fram veginum að flugvellinum og voru fylgdar- menn Tshombes handteknir jafn óðum. Tshombe og Kimiba utan- ríkisráðherra voru handteknir rétt í því, að þeir voru að stíga upp í flugvélina. Fréttamenn sem staddir voru á flugvellinum, er atburðir þessir gerðust, fengu skjóta fylgd vopn aðra hermanna inn í borgina og var einn þeirra, Willam Ander- son, bandarískur fréttaritari frá UPI, tvisvar sleginn í höfuðið með riffilskefti er hann sýndi hermönnunum mótþróa. • Brösótt samkomulag Engar frekari upplýsingar hafa fengizt um Tshombe og félaga Síðustu fréttir Elisabethviíle, 26. apríl — Reuter. Útvarpið í Elisabeth ville tilkynnti í kvöld, að Tshombe, sem tekinn var hönd um af hermönnum Mobutus í dag muni halda flugleiðis heim til Elisabethville á morg un. hans og ekki er vitað hversu mikil alvara liggur að baki hand töku hans. Þó er óttazt að hún sé afleiðing þess, að sífellt hefur versnað samkomulag hans og Leopoldville stjórnarinnar síð- ustu viku. f gær gekk Tshombe í fússi af fundi sökum þess, að Kasavubu neitaði að fallast á þá kröfu Frh. á bls. 23 Það færist nú mjög í vöxt aðí ungir drengir stundi sjóinn, áJ skólabátum, eða öðrum bát- j um. Hér á myndinn sjást tveir ungir sjómenn á Akureyri, og hafa þeir sannarlega hitt þann gula. Þeir eru að landa eftir róðurinn, og er þorskurinn litlu minni en þeir sjálfir. — St.E.Sig. Öttast árekstra vegna afhendingar Sæmundar-Eddu Einkaskeyti til Mbl. frá Páli Jónssyni, Kaupmannahöfn, 26. apríl EKSTRABLADET skýrir frá því í dag, að vænta megi harðra mótmæla vísinda- manna gegn afhendingu hand ritanna til íslands, þegar há- skólaráð Kaupmannahafnar- háskóla kemur saman í dag. Einkum segir bla&ið líklegt, að mótmælin beinist gegn af- hendingu Sæmundar-Eddu og Flateyj arbókar. Birklund ríkisbókavörður seg- Frh. á bls. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.