Morgunblaðið - 27.04.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.04.1961, Blaðsíða 10
10 MORCUNBLAÐ1Ð Fimmtudagur 27. apríl 1961 al annaris festur á þar til gerða bómu, en með þeim verSuir maður að elta leikar- ana um allt sviðið, það er að segja ef rúm leyfir, því tækin eru stér og fyrirferðarmikil. Starfið er mjög erfitt og Það mun taka langan tíma að læra kvikmyndagerð að einhverju gagni og í fyrsta lagi eftir 8—9 ár mun ég telja mig færan til að verða eitthvað að gagni. , . — STARFIÐ í kvikmynda verunum er ekki fyrir taugaveiklað fólk. Hrað- inn er mikill og andrúms- loftið allt þrungið ólýsan- legum spenningi. Það er tæpast hægt að líkja því saman við neitt. Þannig komst Stefán Ásbjörnsson að orði við blaðamann Morgunblaðs- ins á dögunum. Stefán er nýkominn heim frá Dan- mörku um óákveðinn tíma, en í Danmörku var hann svo stálheppinn, að því er hann segir sjálfur, að komast að hjá einu kvikmyndafélaginu þar í landi. • Fastir síarismenn fáir — Hjá hvaða félagi starf- ar þú, Stefán? Mynd þessa tók Stefán af sjálfum sér í kvikmyndaver- inu. Klippiborðið er í baksýn. • Kunnáttumenn vantar — Hvað vildirðu segja um kvikmyndatökur á íslandi í framtíðinni. — Það sem okkur vantar fyrst og fremst eru menn með kunnáttu, og eftir þvi sem ég bezt veit höfum við einungis örfáa menn sem eitthvað vit hafa á kvikmyndagerð. Að því hlýtur að koma fyrr eða síðar að við drögumst inn í kvikmyndaiðnaðinn að meira eða minna leyti. Þá þurfa að ver,a fyrir hendi færir menn, sem þekkja kvikmyndabrans- ann út og inn. Við verðum að byrja á 35 mm. stuttmynd- ir; fyrstu myndir okkar verða að vera það góðar að við get- um selt þær erlendis, ef við eigum að geta gert okkur minnstu vonir um að fram- leiða stærri myndir seinna meir. Við verðum að geta komið myndunum á markað erlendis, því annars munum við aldrei getað staðið undir þeim kostnaði, sem a£ kvik myndagerð hlýzt. Námsstyrkir Borgarstjórnin í Kiel mun veita íslenzkum stúdent styrk til námsdvalar við háskólann þar i borg næsta vetur. Um þennan styrk geta sótt allir stúdentar, sem hafa stund- að háskólanám a.m.k. tvö miss- eri í guðfræði, lögfræði, hag- fræði, læknisfræði, málavísind- um, náttúruvísindum, heimspeki, sagnfræði og landbúnaðarvisind- um. Umsækjendur verða að hafa nægilega kunnáttu í þýzkri tungu. Styrkurinn nemnr 3000 mörk- um til dvalar í Kiel frá 1. okt. 1961 til 31. júní 1962, auk þesa sem kennslugjöld eru gefin eft- ir. Ef styrkhafi óskar eftir þvl með nægum fyrirvara verður honum komið fyrir í stúdenta- garði, þar sem greidd eru 130 mörk á mánuði fyrir fæði og hú* næði. Styrkhafi skal vera kominn til háskólans ekki síðar en 15. okt 1961 til undirbúnings undir nám- ið, en kennsla hefst 1. nóv. Umsóknir um styrk .þennan skal senda skrifstofu Háskóla Íslíinds eigi síðar en 1. júní n.k. Æskilegt er, að námsvottorð og meðmæli fylgi umsóknum. , Finnskur námsstyrkur Ekki fyrir taugaveiklaöa — Það héitir Flamingo Film Studio og er eitt af yngstu kvikmyndafélög'unum, sem Danir eiga. Eigendur þess eru jafnframt leikstjórar, en það eru Johan Jacobsen og kona hans Anne Lise Howmand. Jacobsen er talinn einn greind' asti og reyndasti kvikmynda- stjórinn, sem Danir eiga, og hefur hann hlotið fjölda verð- launa fyrir kvikmyndir sínar. Fastir starfsmenn félagsins eru mjög fáir aðeins allra nauðsynlegustu tæknisérfræð- ingar. Dönsk kvikmyndafélög fastráða yfirleitt ekki leikara, og flestir starfa þeir jafnframt við leikhús. En þegar byrjað er á upptöku nýrrar rhyndar, fyllast kvikmyndaverin fljót- lega, bæði af leikurum og allskyns sérfræðingum og hjálpaTmönnum sem einungis eru ráðnir meðan á töku mynd arinnar stendur. • Kvikmyndatökunni frestaff — Að hvaða kvikmynd vinnur félagið nú að? — Hún heitir Göngehövding en og gerist um miðja 17. öld, ævintýrakvikmynd.byggð á sögulegum heimildum. Upp- takan hófst í febrúar síðast liðnum, en fresta várð kvik- myndatökunni til næsta vetr- ar, þar sem meirihluti úti- senanna eru teknar í snjó og frosti, en snjórinn hefur forð- ast Danmörk í vetur. Nokkrir þekktustu kvik- myndaleikarar Dana koma fram í myndinni, svo sem Dirch Passer, Óve Sprogue, - Ghita Nörby, Hans Kurt og síðast en ekki sízt Birgitta Federspiel, sem ég tel að sé ein bezta og gáfaðasta leik- konan, sem Danir eiga. Myndin er tekin í Eastman- litum, en þá liti nota Danir mjög mikið í myndum sínum. Göngehövdingen verður með- al dýrustu mynda, sem Danir hafa framleitt enn sem. komið er. Áætlaður kostnaður er 800 þús. d. kr. og er það mjög varlega reiknað. • Erfitt og nákvæmt starf —■ Hvert er starf þitt inn- an kvikmyndaversins? — Aðalstarf mitt til þessa, þegar á upptökum stendur, er að stjórna mikrófónunum. Það er mjög mikilvægt að mikrafónninn sé alltaf í svo til sömu fjarlægð frá munni leikarans, m. a. vegna þess að ekkert má út af bregða til þess að tónninn verði óná- kvæmur. Mikrafónninn er með krefst bæði mikillar æfingar og nákvæmni; gæta þarf þess að mikrafónninn sé í réttri stöðu frá leikaranum, enginn skuggi falli af honum og kvik myndavélin má að sjálfsögðu ekki koma auga á hann. Komi .smámistök fyriir, verður að stanza alla upptökima. Sé mikið um slík mistök hjá mönnum, er þeim hi'klaust sparkað. Það er dýrt að eyði- leggja upptökur. • Námiff langt Það þarf varla að taka fram, að mjög erfitt er að komast að hjá kvikmyndafé- lögunum hvar sem er í heim- inum, sérstaklega þó í Bret- landi og Bandaríkjunum. Það var einstök heppni að ég komst að. Var það fyrir milli göngu kvikmyndaarkitekts hjá A.S.A. Film Studio, sem ég var svo heppinn að komast í kynni við. Fyrstu árin mun ég taka tæknina fyrir, svo sem tón- upptökur, ljósauppstillingar, synkroniseringu, klippingu og fleira, en síðan mun ég leggja mesta áherzlu á samtvinningu músik, tóns og tals (mixing), klippingu og leikstjórn, en fyrir henni hef ég mestan á- huga. En fyrst af öllu þurfum viff að koma upp stúdíói; það þarf ekki að vera stórt en búið nauðsynlegustu tækjum. Það sem ég á hér við er kvik- myndastúdíó en ekki sjón- varp. Það væri furðulegt, etf við færum að koma hér upp sjónvarpsstöðum áður en við ættum eitt einasta kvikmynda stúdfó. • Ævintýramennska hættuleg Danskar kvikmyndir voru frægar um allan heim á ár- unum fyrir fyrra stríð, en í dag eigum við ekki einu sinni almenni'legt borð til að klippa í þær myndir, sem hér hafa verið gerðar. Og svo er verið með hugleiðingar um sjón- varp. Eitt verðum við þó að var- ast og það er öll ævintýra- mennska á þessu sviði meff von um að verða milljóna- mæringur á stuttum tíma. Eins og málin standa hjá okk ur í dag, er slíkt ekki ein. ungis reginheimska, heldur hættulegt fyrir framtíðina, Kvi'kmyndaheimuririn lætur ekki að sér hæða og harðari og miskunarlausari samkeppni fyrirfinnst tæpast í dag. F I N N S K stjórnarvöld hafa ákveðið að veita íslendingi styrk að fjárhæð 350.000 finnsk mörk til háskólanáms eða rann- sóknarstarfa í Finnlandi skóla- árið 1961—1962. Styrkþegi skal. dveljast eigi skemur en átta mánuði í Finn- landi, þar af minnst fjóra mán- uði við nám eða visindastörf við háskóla, en kennsla í finnskum háskólum hefst um miðjan septembermánuð ár hvert. Til greina getur kemur að skipta styrknum milli tveggja um- ■sækenda, þannig að hvor um sig hljóti styrk til fjögurra mánaða námsdvalar í Finnlandi. Umsóknir um styrkinn send- ist menntamálaráðuneytinu fyr- 'ir 20. maí nk. og fylgi staðfest afrit prófskírteina, svo og með- mæli, ef til eru. Umsóknareyðu- blöð fást í ráðuneytinu og hjá sendiráðum Islands erlendis. Leikfélag Akraness: Búmerang eftir Karin Jakobsen. Þýðandi: Halldór Ólafsson. Leikstjóri: Þór leifur Bjarnason. ★ ' Enn hefir Leikfélag Akraness hleypt af stokkunum nýju verk- efni, og varð nú fyrir valinu leik rit, sem ekkj hefir verið sýnt áður hér á landi. Leikritið Búm- erang eftir Karin Jacobsen er á- gætlega saminn gamanlekur Enda þótt kímnin og gamanið sitji þar í öndvegi, er þó býsna mikill sannleikur undir niðri. Efnið er í stuttu máli það, að þau Vivian og Donald hafa lifað í ástríku hjónabandi í tíu ár, en Gilda og Morrits, sem eru vinir þeirra, eru sífellt að rífast, og eru nú komin að því að skilja rétt einu sinni, þegar leikurinn hefst. Þau Vivian og Donald sjá, að hjón, sem eru að skilja eiga býsna greiðan aðgang að ýmsum upplýsingum hvort um annað, svo að Vivian fær þá fáránlegu hugmynd, að nú skuli þau Don- ald láta það berast út, að þau ætli að skilja. Þau framkvæma svo hugmyndina, og afleiðing- arnar láta ekki á sér standa, en hafa býsna mikil áhrif á sambúð OrgeJtónIeikar á Akranesi AKRANESI, 24. apríl Orgelsnill ingurinn Martin Gunther Förste man próf. við tónlistarháskólann í Hamborg mun leika á vegum tónlistarfélags Akranéss á Ijjð nýja pípuorgel Akranesslkirkju n.k. þriðjudagskvöld kl. 9. Verða ?eir hljómleikar aðeins fyrir styrktarfélaga Tónlistarfélagsins. Hljómleikarnir verða endurtekn ir fyrir almenning á miðvikudags kvöld á sama stað og tíma. Haukur Guðlaugsson, organisti Akranesskirkju, var 5 ár við nám hjá Fösteman. —Oddur ina. Öll er meðferð höfundarins á efninu" spaugileg og skemmti- leg og sviðsetningin er að sumu leyti nýstárleg, einkum leikur- inn framan við tjöldin. Hér er á ferðinni ein jafnbezta leiksýning, sem ég hefi séð hér á Akranesi, og Akurnesingar hafa oft keppzt um að marg- fylla Bíóhöllina á aðkomnar sýn- ingar, sem ekki standast nokkurn samanburð við þessa. Leikstjórn Þórleifs Bjarnasonar er góð, og auðséð er, að hann hefir lagt mikla vinnu í verk sitt. Staðsetn ingarnar eru yfirleitt eðlilegar og óþvingaðar, enda þótt plásfið sé ekki allt of mikið. í leikritinu Búmerang eru fimm persónur. Ber þar fyrst að nefna hjónin Vivian og Donald, sem leikin eru af Sólrúnu Yng- vadóttur og Þorgilg Stefáns- syni. Sólrún leikur hér eins og sá, sem valdið hefir. Man ég ald- rei til, að hún hafi sýnt svo glæsi legan leik og hefir hún þó oft gert góða hluti. Persónan er vel mótuð frá höfundarins hendi, og áhorfendur hafa fulla samúð með henni allt til leiksloka. Þorgils leikur eiginmanninn, fyrst sælan og reifan, en svo yfirgefinn og vonsvikinn. Leikur Þorgils er fág aður og á köflum ágætur. Gilda er leikin af Ingibjörgu Hjartar. Hlutverkið er býsna erfitt og svolítið öfgafullt frá höf undarins hendi, en frúin skilar því með sóma. Mér fannst, að þau mættu skammast enn harka legar hún og Morrits, sem er leik inn af þórleifi Bjarnasyni. Leik- ur Þórleifs er allgóður, en þó fannst mér hann tæplega nógu skapmikill, því að þau hjónin eru sko engin lömb. Otta einkaritara Donalds er verk þetta er öfgakennt en að sumu leyti skemmtilegt. Leikur frúarinnar var yfirleitt góður. Hér er á ferðinni leiksýning, sem mundi geta sómt sér vel hvar sem væri, og er varla að efa, að Akumesingar sleppa ekki svo góðri kvöldstund, sem þessi leikhúsferð er. Það er í raun- inni aðdáunarvert, að Akranes skuli eiga Æikfélag, sem getur komið upp svo ágætri sýningu, þrátt fyrir erfiðar aðstæður að ýmsu leyti. Leiksviðsstjóri er sem fyrr Gísli Sigurðsson, og verður starf hans að leiklistarmálum á Akranesi seint ofmetið, þó að aldrei sjáist hann á sviðinu. Ljósameistarar eru Jóhann Gunn arsson og Hróðmar Hjartarson, og var meðferð ljósanna í þessu stykki óvenju góð. Leiktjöld mál aði Hjálmar Þorsteinsson og hef- ir það tekizt sæmilega. Formað- ur Leikfélags Akraness er Alfreð leikin af Sigríði Kolbeins. Hlut- Einarsson. — Þ. Þ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.