Morgunblaðið - 27.04.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.04.1961, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 2T. apríl 1961 MOKGVHBLAfílB 17 V iðski pfi 11 '' og efnahagsnriál Rússneskur hagfræðing- l ur leiðréttir tölur um Jt framleiðsluaukningu SKÝHSLUR ura framleiðsluna í í Sovétríkjunum síðasta áratug i hafa einkennzt af mjög háum tölum, en þær hafa verið undir- staðan undir fullyrðingum ráða- manna í Moskvu, að Sovétríkin myndu bráðlega ekki aðeins ná ■Bandaríkjunum hvað fram- ; leiðslumagn snerti, heldur einn- i ág fara fram úr þeim. Ýmsir t ihafa ekki viljað leggja trúnað | íá þessar fullyrðingar, en marg- f ir hafa líka tekið þær sem góða lOg gilda vöru. Nýlega hefur rússneskur hag- íræðingur, S. G. Strumlin stað- fest, í bók um efnahagsmál Sov- étríkjanna, að grunur hinna efagjörnu var á rökum reistur. Hann sýnir fram á, að hin svo- •kallaða mikla framleiðsluaukn- ! ing á í auknum mæli rót sína að rekja til tvítalningar í fram- leiðsluskýrslunum. Þegar reikn- uð er út heildarframleiðsla hverrar þjóðar, skal aðeins reikna með framleiðslu til end- anlegrar ráðstöfunar eða notkun ar, en ekki til notkunar við j framleiðslu annarra vara, enda | fcemur verðmæti þeirra fram á S lokastigi framleiðslunnar, þ. e. | við endanlega ráðstöfun. En f itússarnir hafa einnig oft bætt verðmæti hráefnanna við og fá því ekki fram rétta mynd af framleiðsluaukningunni. Strumlin nefnir sem dæmi, að I bílaframleiðslunni sé ekki að,- eins reiknað með verðgildi hinn »r fullgerðu bifreiðar, heldur sé að auki bætt við verðmæti margra hluta, sem notaðir eru yið framleiðslu hennar. Með i ^jessari aðferð má fá æði háar tölur og dregur því mjög úr ijgildi áðumefndra fullyrðinga ■íáðamannanna um mikla fram- ■feiðsluaukningu. Enda verða þá tölurnar ekki sambærilegar við pkýrslumar um framleiðsluna í yestrænum löndum. íf Ein af niðurstöðum Strumlins er sú, að á árunum 1928—’56 hafi iðnaðarframleiðsla Sovét- ríkjanna fimmtánfaldast, en op- Snberar skýrslur hafa sýnt 23- falda aukningu á sama tíma. Bamkvæmt opinberam heimild- um fjórfaldaðist framleiðslan á I Sárunum 1945—’56, en Strumlin eegir hana hafa þrefaldazt. Nú var iðnaðarframleiðslan þriðj- ‘ ungi minni 1945, en hún var Í &940 og verður að taka tillit til þess við samanburðinn. Það er oft auðvelt að fá háa hundraðs- itölu, þegar miðað er við lágan grundvöll, sem skapazt hefur af ovenjulegum aðstæðum. i Þessi árátta að tvítelja margt i framleiðslunni virðist hafa aukizt eftir því sem framleiðslu- greinarnar urðu flóknari í Sov- 'étríkjunum. Öll framleiðslan er reiknuð út á verðlagi áranna '1926—-’27 og þannig nam heild- Brverðmæti framleiðslunnar 1956, Samkvæmt opinberum heimild- um, 492,400 milljónum rúblna, en Strumlin fær út úr sínum útreikningum 147,700 milljónir rúblna, eða minna en þriðjung Bf fyrri tölunni. Framleiðslu- Bukningin hefur verið mikil í : Sovétríkjunum á undanförnum : érum, en þó ekkert svipað því eins mikil og sumir ’hafa viljað . yera láta. j S. G. Strumlin virðist vera Jnikilsmetinn hagfræðingur í landi sínu og hann hefur því tiltölulega mikið frjálsræði til •ð láta skoðanir sínar í ljós, •ins og sjá má af ofangreindum upplýsingum. Tekjur af ferðamönnum Eitt gleggsta einkenni hinna bættu lífskjara á Vesturlöndum síðustu árin er hinn stöðugt vax andi ferðamannastraumur landa á milli. Fjögur mestu ferða- mannalöndin eru Ítalía, Þýzka- land, Frakkland og Bretland. ítalía hefur að undanförnu feng- ið flesta ferðamennina en við- staða þeirra er að meðaltali öilu lengri í Frakklandi. Vinsældir Frakklands jukust meðal ferða- manna eftir gengislækkunina í árslok 1958, þar sem þá lækk- uðu allar nauðsynjar í verði frá þeirra sjónarmiði séð. Heildartekjur af erlendum ferðamönnum árið 1959, að und- anteknum tekjum af ferðum landa á milii, námu sem hér segir í helztu ferðamannalönd- um Evrópu: Italía 189 millj. sterlingsp. Þýzkaland 161 — — Frakkland 159 — — Bretland 153 — — Sviss 95 — — Austurríki 70 — — Ferðamannastraumurinn til Bretlands var 15% meiri 1960 en á árinu á undan og voru ferða- mennirnir samtals 1,6 milljón að tölu, og heildartekjur Breta af þeim, ef flutningur milli landa er meðtalinn, hafa numið 250 milljónum punda. Er sú upp- hæð meira en 4% af heildartekj um af útflutningi landsins það ár. En í efnahagslífi sumra ann- arra landa munar þó miklu meira um ferðamannastrauminn. Þannig nema gjaldeyristekjur Austurríkis; Ítalíu og Grikk- lands um fimmtungi af því, sem þessi lönd fá fyrir útflutning sinn. Bandarísk fjárfesting í Ewópu Fjárfesting Bandaríkjamanna í Evrópu hefur farið stöðugt vaxandi síðustu árin. Þannig jókst verðgildi eigna þeirra í Ev rópu um 750 milljónir dollara á síðasta ári og er það 20% aukn- ing frá 1959. Á þessu ári er enn búizt við 20% aukningu frá ár- inu á undan. í árslok 1959 var heildarverð- mæti bandarískra eigna í Ev- rópu virt á 5,3 milljarða doll- ara, en það er töluvert minna en 1% af verðmæti verksmiðja í Bandaríkjunum sjálfum. Aðeins um fimmtungur af fjármagninu til áðurnefndrar fjárfestingar 1960 kom beint frá Bandaríkjunum. Mest munaði um ágóðann, sem var endurfjár- festur, en einnig var nokkru af tekjum frá öðrum löndum varið til fjárfestingar í Evrópu. Mark- aðsbandalögin, sem hafa verið mynduð í Evrópu eiga mikinn þátt í auknum áhuga á fjárfest- ingu þar. Síðustu þrjú árin voru um 43% af bandarísku fjárfesting- unni í Evrópu í olíuiðnaðinum og nær allur afgangurinn í ým- iss konar verksmiðjurekstri. Áð- ur en sameiginlegi markaðurinn var settur á laggirnar var yfir- leitt nær helmingur af fjárfest- ingunni í Bretlandi, en um 40% í löndunum. sex, sem standa að honum. Á síðasta ári hafði þetta breytzt þannig, að 47% fjárfestingarinnar lenti hjá sex- veldunum 6g 41% í Bretlandi, og 1961 er búizt við, að 54% af bandarísku fjárfestingunni í Ev- rópu verði í löndum hins sam- eiginlega markaðar. Þetta er ein ástæðan af mörgum, sem valda því að Bretar munu vera Sjötug i dag Elísabet Magnúsdóttir i Bólstaóahlíð FERÐAMENN, sem köma norð- an yfir Vatnsskarð á björtum sumardegi eða sólheiðu kvöldi staldra gjarnast við á vesturbrún fjallsins Og njóta um stund þeirr- ar undra fegurðar, sem við aug- um blasir. Framundan opnast eitt meðal fegurstu sviða í ís- lenzku landslagi íklætt sumar- skrúða og dásamlegri náttúra- fegurð. Þarna er Ævarsskarð, en svo hét þessi sérstæði dalur, milli Laugardals og Svartárdals til forna Og kennt við landnáms- manninn er helgaði sér land allt frá Móbergsbrekkum að Vatns- skarði. Þó frásögn Landnámu um bústað Ævars séu fremur óljós, er ekki um það að villast að þarna er hin forna landnámsjörð. Fyrst festir sjón á höfuðbólinu Bólstaðarhlíð, er stendur efst í Ævarsskarði við rætur Vatns- skarðsfjalls, Reisulegar bygging- ar með skógarlundum við íbúð- arhús og kirkju og víðáttumikið eggslétt tún draga að sér athygli manna og bera órækt vitni um að hér er eitt af stærstu höfuð- bólum landsins. í vestur frá túninu er skarðið hið neðra klætt grannri flos- breiðu íofnri silfurgliti Svartár, sem liðast lygn og tær eftir daln- um í leit að Blöndu. Norðan rís Hlíðarfjall hátt og tígulegt algrænt í miðjar hlíðar, skreyttar miklu blómskrúði, svo sumsstað- ar ber hlíðin bláa slikju, svo er blágresið mikið. Hið efra eru brött klettabelti og hvassar eggj- ar. Sunnan dalsins er Skegg- staðafjall með hlíðum og föngu- legt þótt lægra sé en hitt. Fyrir augum ferðamannsins á vesturleið er Ævarsskarð mikill skrúðfagur forsalur, að hinu mikla og fagra undirlendi við Húnaflóa, Húnaþingi. I gegn um vestur fordyr skarðsins sést vestur yfir Blöndu, um Ása til Svínadalsfjalla og Reykjanibbu allt vestur um Vatnsnes. Nú eru liðin fjörutíu og fimm ár síðan Elísabet Magnúsdóttir, húsfreyja í Bólstaðahlíð fluttist alfarið frá Kjartansstöðum í Skagafirði, vestur yfir Vatns- skarð með mannsefni sínu, syni óðalsbóndans í Bólstaðahlíð. Var skagfirska heimasætan tuttugu og fimm ára, glæsileg í sjón og raun og vel menntuð í kvenleg- um fræðum. Má geta sér til um að ungum óbundnum Skagfirð- ingum hafi þótt sjónarsviptir að burtför hennar úr ungmeyjarhóp Skagafjarðar og horft döprum augum til Vatnsskarðs daginn þann. Allir sakna sinna æskustöðva og því meira sem þær hafa meiri fegurð að bjóða. Sjálfsagt hefur svo einnig verið með Elísabetu í Bólstaðahlíð, þegar hún yfirgaf sitt fagra hérað. En hér var ekki í kot vísað. Hún settist að á einu glæsilegasta höfuðbóli lands ins í fagurbúnu umhverfi, eins að endurskoða afstöðu sína til markaðsmálanna í Evrópu. Skipting bandarísku fjárfest- ingarinnar milli sexveldanna 1960 var sem hér segir: Vestur- Þýzkaland 55%, Frakkland 20%, Beneluxlöndin þrjú 16% og ítalía 0%. Gengisskráning 22. apríl 1961 Kaup Sala 1 Sterlingspund .:.... 106,36 106,64 1 Bandarikjadollar .... 38,00 38,10 1 Kanadadollar ........ 38,40 38,50 100 Danskar krónur .... 549,55 551,00 100 Norskar krónur .... 531,60 533,00 100 Sænskar krónur .... 735,70 737,60 100 Finnsk mörk .......... 11,85 11,88 100 Franskir frankar .... 774,55 776,60 100 Belgískir frankar .... 75,95 76,15 100 Svissneskir fr.... 879,00 881,30 100 Gyllini ............ 1057,60 1060.35 100 Tékkneskar kr..... 527,05 528,45 100 V-þýzk mörk ......... 957,20 959,70 1000 Lírur ............... 61,23 61,27 100 Austurr. sch. ....... 145,95 146,35 100 Pesetar ............. 63,33 63,50 og áður hefur lýst verið. Elísabet ólst upp á Kjartans- stöðum í Skagafirði hjá foreldr- um sínum Magnúsi Sigurðssyni og Ingibjörgu Bjarnadóttur, er þar bjuggu. Voru þau myndar hjón af traustum bændaættum komin. Eftir sextán ára aldur dvaldi Elísabet um skeið við nám á Akureyri og síðar í Reykjavík. Á námsárum sínum lagði hún sér staklega stund á saumaskap ýmsan og útsaum, og er afburða vel að sér í þeirri grein. Enda er hún að eðlisfari listhneigð. Eru dúkar og klæði margs konar er Elísabet hefur myndskreytt listræn verk og fögur. Hún er ábyrgðarmikil og vandasöm húsfreyjustaðan á stóru Og mannmörgu heimili, þar sem búskapur er stór í sniðum, og krefst því meiri árvekni sem stærri er. Elísabet í Bólstaðahlíð reyndist þegar á fyrstu árum í húsfreyjustöðunni vandanum vaxin, og hefur æ síðan skipað þá stöðu með mikilli reisn og glæsi- brag. Jafnframt umfangsmiklum húsfreyjustörfum, og móðurstörf um við umönnun og uppeldi barna sinna hefur hún annazt sím stöðina í Bólstaðahlíð um 30 ára skeið. Lengst af þessum tíma var símstöðin endastöð vestan Vatns skarðs, og því starfsfrek af- greiðsla vegna aðliggjandi sveita og ferðamanna. Enda þarna einnig póstafgreiðsla. Öll þessi störf rækti Elísabet með ágætum. En þrátt fyrir öll þessi störf gaf Elísabet sér tíma til, að sinna gestum og veita þeim beina, sem að garði bar, af sinni alkunnu rausn. Aðrar tómstundir, sem fáar voru notaði hún til að sinna hugðarefnum sínum: á vorin rækt blóma og trjálunda, en á vetrum útsaumi og skreytingu fagurra muna. Elísabet giftist 17. júní 1916 Klemens Guðmundssyni í Ból- staðarhlíð. Höfðu þá faðir hans og afi búið þar nær heila öld. Var Guðmundur sérstaklega mikil- virkur í umbótum á jörðinni og mesti túnræktar bóndi héraðsins á þeim tíma og þó víðar væri um horft. Þau Elísabet og Klemens eignuðust fjóra drengi mestu efnis og myndarbörn. Elsta drenginn misstu þau sjö ára gamlan. Guðmundur sonur þeirra, sem nú er kennari í Ból- staðahlíðarhreppi (stúdent að menntun) fékk ungur lömun og átti lengi við vanheilsu að stríða og sem hann býr að. Erlendur sonur þeirra, bóndi, hefur lengi verið sjúkur. Allt þetta mótlæti, sem sárt hefur til móður hjartans tekið hefur Elísabet borið með hetjuskap og trúnaðartrausti hinnar vitru og skapföstu könu. Ævar sonar hennar býr nú á hluta af jörðinni. Allir eru þeir bræður velgefnir menn. Elísabet í Bólstaðahlíð er vina- vönd og trygglynd kona. Hún er vinsæl og nýtur almennrar virð- ingar í héraði sínu. Þær konur íslenzkar, 'sem af hafa borið í atgjörfi, athöfnum og glæsibrag öllum hafa verið nefndar kvenskörungar. í þvi ljósi má með réttu nefna Elísa- betu í Bólstaðahlíð einnig svo. Ég og kona mín höfum lengi átt trygglynda og trausta vin- konu þar sem Elísabet er. Fyrir það þökkum við henni betur en sagt verður. Á þessum tímamótum bðijum við allar heillir henni ti' handa og hennar ástvinum. Svo sem vorbjarmínn lýsti yfir vöggu vinkonu okkar verði ævi- kvöldið á sama hátt fagurt. 27/4 1961 Steingr. Davíðsson. I DAG fyllir hinn sjöunda áratug Elísabet Magnúsdóttir í Bólstað- arhlíð í Húnaþingi, þjóðkunn kona á Norðvesturlandi. Elísabet er ftedd 27. apríl 1891 á Kjartansstöðum á Langholti í Skagafirði. Voru foreldrar henn- ar Magnús Sigurðsson bóndi þar og kona hans Ingibjörg Bjarna- dóttir var móðir hennar náskyld hinum merka klerki séra Þor- keli Bjarnasyni á Reynivöllum í Kjós. Elísabet ólst upp með foreldrum sínum, og er hún hafði aldur til fór hún til Reykja víkur á Hússtjórnarskólann í Iðnó hjá Hólfríði Gísladóttur er var í þá tíð í miklu áliti. Elísabet Magnúsdóttir giftist árið 1916 Klemensi Guðmunds- syni í Bólstaðarhlíð, settist hún þar í ríkan garð, en á slíku höfðingjasetri hvílir líka sú kvöð á að halda í horfinu, og fylgjast með tímanum. Foreldrar' Klemenzar voru þau Guðmundur Klemenzson í Bólstaðahlíð og kona hans Ingi- ríður Erlendsdóttir frá Tungu- ni-si. Höfðu þau setið þetta höfuð ból með mikilli sæmd, og Guð- mundur gjört þar eitt stærsta tún landsins. Þau hjón eignuðust nokkur börn er dóu ung, og vaxin. Aðeins eitt komst að fullu upp, Klemenz var hann því ein- birni, er tók að erfðum Bólstaðar hlíð með tliheyrandi jörðum. Elísabet Magnúsdóttir sýndi fljótlega er þau Klemens Guð- mundsson hófu búskap, að hún var skörungs og búsýslukona, er lét vel að hafa mikil umsvif. Bjuggu þau Klemenz þar um fjölda ára. Varð þeim fjögra barna auðið, Guðmundur er dó 8 ára mikið efnisbarn, Erlendur er býr í Bólstaðarhlíð, kvæntur Þórunni Kristjánsdóttur, Ægir er býr á hinni hálflendu jarðar- innar kvæntur Jónínu Jónsdótt- ur, og Guðmundur stúdent og kennari í Bólstaðarhlíð. Elísabet er svipmikil kona er sópar að á mannamótum á hinum íslenzka búningi, Hún er sjálfstæð í skoð- unum hvar 1 flokki, sem hún skipar sér, og hefur gott fjár- málavit. Það treður engin Elísa- betu um tær í skoðunum né við- skiptum. Hún er kona bókhneigð Og lesin trúkona, er þykir vænt um kirkju sína, enda voru þau hjón langa hríð eigendur Ból- staðarhlíðarkirkju. Var Klemenz um fjölda ára hringjari, og voru þá eigi fegri klukknahljómar er kölluðu menn til helgra tíða í Húnaþingi en í Bólstaðarhlíð. Þau hjón gáfu kirkjunni hökul hinn fallegasta grip. Elísabet er mikil hannyrðakona sem sjá má á því altarisklæði, er hún saum- aði og gaf kirkjunni, og þeim gripum er prýða heimili hennar. Hún hefur reist sér vandað hús í' Bólstaðarhlíð, sem stendur við hlið hins forna grafreits í Hlíð, serri nú er aflagður. Hefur hún gjört við hinn forna helgireit, og reist við minnismerkin svo sem hæfir gröfum hinna framliðnu. Ég hefi ávallt áíitið að slík hirðu semi boði blessun yfir bú ög bæ á kirkjustað, og vona ég svo megi vera á heimili Elísabetar um langa hríð. Pétur Þ. Ingjaldsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.