Morgunblaðið - 29.04.1961, Síða 3

Morgunblaðið - 29.04.1961, Síða 3
f Laugardagur 29. apríl 1961 MORVUNBLAÐ1Ð 3 Vasa lig-gur hér í öryggi milli lyftuskipanna Friggjar og Óðins, sem notuð voru við björgunin. f miðju skipinu sjást „polla" stytturuar tvær sem ekki höfðu séð dagsins ljós í 333 ár. Upp í sólskinið efti 333 ár umhverfið breyzt á þessum 333 árum — og „kallarnir" fundu fljótt á sér, að þeim yrði búin önnur og betri vist, en þeir höfðu átt í gamla daga er þeir voru sífellt reyrðir reipum. Eitt var þó óbreytt — sólskinið — í>eir höfðu farið niður í sólskini og komu aftur upp í sólskini. Verkfræðingurinn Og kafár- inn réru út að „pollunum“ og vippuðu sér yfir á stöpulinn, sem þeir stóðu á. Þeir klöpp- úðu þeim blíðlega á kollana, sem þegar voru orðnir þurrir í sólskininu. Verkfræðingur- inn var stoltur — hann hafði fundið þetta skip, sem verið hafði þjóðarstolt Svía á sínum tíma. Og hann hló við sólinni og fólkinu sem stóð allt í kring um hann. Fræðimenn, börn og gamal- menni biðu með mestri eftir- væntingu. Börnin lifðu í hug- anum ævintýrið um hið mikla sigursæla skip Vasa — sem aldrei varð svo neitt ævin- týri. Gamla fólkið hugsaði um „Pollarnir". soguna og fræðimenmrnir biðu með öndina í hálsinum eftir því að sjá, hvort skipið væri eins byggt og þeir töldu að 16. og 17. aldar skip hefði verið. Gamall skipstjóri sagði — O-ja, hefði flotastjórnin * hlýtt á gamla aðmírálinn í I) þá daga, hefði þetta skip . aldrei þurft að eiga slík örlög — en þá hefðum við ef til vill heldur ekki lifað þennan dag, I Æfingar hafnar á „Sigauna- baróninum64 ÆFINGAR eru nú byrjaðar í Þjóðleikhúsinu á óperettunni Sígaunabaróninum eftir Strauss. Leikstjóri sá sem fenginn hafði verið, Carl Gustav Kruse frá Malmö, gat ekki komið, en í staðinn var fenginn Svíinn So- lini Wallenius. Er hann nú kom- inn hingað og æfingar hafnar. Frumsýning er áformuð 25. maí. Aðalhlutverkið í óperettunni syngur söngkona frá Vínarborg, Christine von Widmar. Hún er nú að syngja á ítalíu, fór þang- að frá Lausanne í Sviss, en kem ur síðan hingað. Guðmundur Guðjónsson syngur titilhlutverk ið og aðrir íslendingar í aðal- hlutverkum eru Guðmundur Jónsson, Þuríður Pálsdóttir og Sigurveig Hjaltested. Og auk þeirra syngja Þorsteinn Hannes- son, Erlingur Vigfússon og Guð- rún Þorsteinsdóttir. Soine Wallenus leik*'' * KLUKKAN var tuttugu mín- útur gengin í þrjú á mánu- daginn, þegar Anders Franzén verkfræðingur reri ásamt Edvin Falting, kafara, út í sænska stórskipið Vasa, sem legið hefur á sjávarbotni á 32 metra dýpi í 333 ár. Með ferðum þeirra fylgdust tugir þúsunda áhorfenda í landi, sem hylltu þá með húrrahróp- um og lófaklappi, auk þeirra milljóna sem fylgdust með þessum merkiviðburði í út- varpi og sjónvarpi. Það var fyrst kl. 9 um morg uninn, að hvirfillinn á annarri styttunni af tveim, sem eru um miðbik skipsins og notaðar voru sem festingar, braut sjáv arflötinn og gægðist upp í ver öldina eftir 333 ára vist í haf- djúpinu. — Mikið hafði nú Fyrstir um borð í Vasa voru þeir Anders Franzén, sænski verkfræðingurinn, sem fann skipið og Edvin Fálting aðalkafarinn við björgunin. Þeir reru um borð í árabát og festu honum í „pollana". STAKSTEINAR Verkfallið í Grimsby Verkfall togaramanna í Grims by hefur nú staðið í rúmar þrjár vikur. Er nú svo kotnið, að allir hinir 170 togarar þessa stóra út- gerðarbæjar eru lagztir við land- festar og eru horfur daufar á því að úr verkfallinu greiðist. Höfuðmarkmið þessa verkfalls var eins og kunivugt er að mót mæla og koma í veg fyrir, að ís lenzkir togarar lönduðu ísvörð um fiski í Grimsby. Svo reiðir voru yfirmenn á togurunum vegna lausnar fiskveiðideilunnar við Breta, að þeir gripu til þessa óyndisúrræðis. En þeim hefur sannarlega ekkert orðið ágengt í því að spilla fyrir löndunum ís- lenzkra fiskiskipa. Þvert á móti hafa íslenzkir togarar sjaldan eða aldrei fengið jafngott verð fyrir fisk sinn og einmitt undan farna daga. Morgunblaðið birti í gær skeyti frá einum fréttaritara sínum í Bretlandi, þar sem rætt var um hina vonlausu aðstöðu togara- manna í Grimsby í þessu máli. Var m.a. komizt að orði á þessa leið í skeytinu: „Það er átakanlegt að sjá þessi virðingarverðu samtök hug- prúðra manna berjast fyrir svo vonlausum málstað, þar sem þeir sjálfir eru dæmdir til að verða einu fórnarlömb baráttunnar. Ástandið í Grimsby verður sí- fellt verra og verra. Verkfallið var upphaflega gert vegna and- stöðu á Iöndun íslenzkra togara en nú hafa önnur atriði verið dregin inn í barálttuna“. Fréttaritarinn bendir einnig á það, að þessar aðgerðir brezkra togaramanna geti í engu skaðað íslendinga. Hann kallar verkfali ið „fáránleg heimskupör“. Má segja að það séu orð að sönnu. Ungir Framsóknarmenn á kommúnistalínunni Xíminn birtir í fyrradag yfirlýs ingiu formanns ungra Framsókn armanna, er hann flutti á aðal- fundi Sambandsstjórnar nýlega. Er þar m.a. vikið að öryggismál unum og komizt að orði á þessa leið: „Ungir Framsóknarmenn vilja að varnarsamningnum sé sagt upp og að hinn erlendi her hverfi úr landi þegar í stað, en að kappkostuð sé góð samvinna við allar þjóðir, einkum þær, sem okkur eru skyldastar menningar og stjórnarfarslega“. Ekki er þessi yfirlýsing ungra Framsóknarmanna í góðu sam ræmi við þær skoðanir, sem birzt hafa í greinum þeirra Heimis Hannessonar oð Baldurs Baldvins sonar á Ófeigsstöðum um örygg ismálin undanfarna daga. Hún er þvert á móti í fullkomnu sam ræmi við þá Moskvulínu, sem Ieiðtogar Framsóknarflokksins hafa fylgt í afstöðunni til örygg ismálanna undanfarna mánuði. Borgarastyrjöldin innan Fram- sóknarflokksins heldur áfram. Á tökin eru stöðugt að harðna milli þeirra manna innan flokksins, sem halda vilja fast við þá stefnu í utanríkis- og öryggismál um, sem lýðræðisflokkarnir í landinu hafa mótað sameiginlega. á undanförnum árum og hinna sem fylgja Moskvulínunni. Innrás kommúnista Annars þarf engan að furða, þótt slíkar yfirlýsingar komi úr herbúðum ungra Framsóknar- manna. Það er vitað, að kommún istar hafa hreinlega gert innrás í þessi samtök s.I. tvö ár. Fjöldi af ungum kommúnistum hefur sótt þar um upptöku til þess eins að skapa sér aðstöðu til áhrifa á afstöðu Framsóknarflokksins í ^rvg'gismálunum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.