Morgunblaðið - 29.04.1961, Side 6

Morgunblaðið - 29.04.1961, Side 6
6 MORGVISBLAÐIÐ Laugarðagur 29. aprO T961 t Handritin í Skálholti Yfír ar 1100 nœturgistíng erlendra Farfugla ÁRNASAFN var í stöðugri brunahættu í Kaupmannahöfn, Og það var hreinasta lán að það skyldi ekki fara forgörðum gjör- samlega. Eins var það sérstakt lán, að ekki voru gerðar stórkost legar loftárásir á Kaupmanna- höfn í seinni heimsstyrjöldinni. Hvað hefði örðið um Árnasafn í slíkum hamförum? Þá óttuðust menn að loftárás- ir yrði gerðar á Reykjavík, og ■handritasöfnin vöru flutt úr bænum austur að Flúðum. í lítil- fjörlegu húsi þar var þeim óhætt, því að engin hætta var á að loft- árás yrði gerð á þann stað. Stríð getur hafist þegar minnst varir, og nú er Reykjavík hót- að kjarnasprengjum ef svo fer. Hér væri þá hvergi öruggur stað ur fyrir handritin. Vér eigum ekki að flytja hand- xitin úr einum háskasamlegum Stað í annan engu síður háska- samlegan. Nú hvílir á oss sú skylda að varðveita handritin handa óbornum kynslóðum. Þess vegna er Skálholt akjósanlegur Staður fyrir þau. Á þann stað verður ekki varpað kjarna- sprengjum. Reynsla annara þjóða sýnir Oss, að það er háákasamlegt að safna þjóðargersemum saman á einn stað. Menn segja að Skálholt sé of afskekkt. Það er eins og menn sé ekki farnir að átta sig á hvað allar fjarlægðir hafa stytzt á undanförnum árum. Nú er ekki lengra frá Reykjavík að Skál- holti, heldur en var frá Reykja- vák til Hafnarfjarðar um alda- mótin. Skálholtskirkja ein gæti nægt allri Árnessýslu, ef miðað er við kirkjuleiðir fyrrum og nú. Það er auðveldara fyrir Eyrbekkinga að sækja kirkju að Skálholti nú, eftir Árna Öla heldur en það var til skamms tíma fyrir Iðu-menn, og er Iða þó í Skálholtssókn. Þegar Einar stúdent Jónssön, föðurbróðir Jóns SigurðssOnar, var verzlunarstjóri í Reykjavík, átti hann heima í Mýrarhúsum á Seltjarnarnesi, og gekk þar á milli kvölds og morgna. Hann hefir verið álíka lengi að ganga þann veg og menn eru nú að skreppa frá Reykjavík austur að Skálholti.' Þótt nú kunni að hefjast víð- tæk rannsókn handritanna, verð- ur eigi nema örlítill hluti þeirra í notkun í senn. Það yrði því ekki frágangssök að hafa eitt og eitt handrit til rannsóknar í Reykja- vík, en safnið sjálft sé í Skál- holti, frægasta menntasetri. fs- lands. Annars skyldi það notast eingöngu þar í framtíðinni. Kyrlát önn klungrin erja, kafa til alls, þó djúpt sé að grafa.' Sú kyrláta önn á sér hentugri stað í Skálholti en í Reykjavik. Stjórn mynduð í Kenya Athyglisverð filraun við grasrœkt Menn segja að bókasafn þurfi við hlið handritasafns. Farið þá að ráðum Birgis Kjarans, kaup- ið bókasafn Þorsteins Þorsteins- sonar sýslumarms, og flytjið það í Skálholt. Og hvað er því til fyrirstöðu frá menningarlegu sjónarmiði, að norrænudeild Háskólans sé í Skálholti? Hr. ritstjóri! Ég sé í Morgunblaðinu í dag, að nokkrir samborgarar svara spumingu um það, hvar á ís- landi handritin skuli vera. Virð- ast menn sammála um, að hand- ritin beri að varðveita í höfuð- bocrg landsins, og þá helzt í Landsbókasafnshúsi skammt frá Háskólanum. Af þessu tilefni langar mig til að leggja orð I belg. Eins og al- þjóð er kunnugt, hefur Þjóðhá- tíðarnefnd allt frá lýðveldisstofn uninni selt lýðveldismerki, og hefur yfirlýstur tilgangur með sölu þess merkis verið, að reisa minnisvarða um stofnun hins ís- lenzka lýðveldis. Fyrir tæpu ári kom ég á fram færi við formann Þjóðhátíðar- nefndar í Reykjavík, hr. Eirík Ásgeirsson forstjóra, þeirri hug- mynd að bezti minnisvarði, sem við gætum reist um stofnun lýð- veldis, væri að reisa hús yfir handritin og leizt honum vel á ERLENDIR „farfuglar“ gistu hér alls 1125 nætur á síðastliðnu sumri. Frá þessu er skýrt í síð- asta tölublaði af „Farfuglinum", félagsblaði Sambands íslenzkra farfugla. Komu þeir víða að úr heiminum, alls frá 17 löndum. Gistingar Þjóðverja voru flestar, eða 384 alls. Næsíir komu Eng- hugmyndina. Það er handritanna vegna — hinna fornu bókmennta og tungu vegna, sem íslendingar eru sjálfstæðir í dag, og verðugri minnisvarða um stofnun lýðveld- is er vart hægt að hugsa sér. Slíkt Handritahús gæti hæg- lega verið í fullum tengslum við Landsbókasafnið og Háskóla- safnið, en þyrfti þó að vera sér- stök bygging, e. t. v. áföst við Landsbókasafnshús, þegar reist verður. Mér er ekki kunnugt um, hversu gildir sjóðir hafa safnazt hjá Þjóðhátíðarnefnd, en við þá má bæta því fé, sem stúdentar söfnuðu á sínum tíma til Hand- ritahúss, og enginn vafi leikur á því, að sala lýðveldismerkisins myndi stóraukast ef vitað væri, að ágóði af sölu þess rynni til Handritahúss, þar sem geymdir væru mestu dýrgripir þjóðarinn- ar. V irðingar f y llst, Högni Torfason. lendingar 183, Austurríkismenn 142 og Bandaríkjamenn 93. Þeir, sem lengst voru komnir að, voru frá Nýja-Sjálandi og Ástralíu. Sumaráætlunin f blaðinu er einnig greint frá sumaráætlun Farfugladeildar Reykjavíkur. Um hverja helgi verða farnar lengri eða skemmri ferðir, en auk þess eru tvær sum- arleyfisferðir. Dagana 15. — 23. júlí verður efnt til 9 daga ferðar í Arnarfell og 29. júlí til 7. ágúst til tíu daga ferðar um Fjalla- baksvegi. Aðalfundur Aðalfundur Farfugladeildar Reykjavíkur var haldinn fyrir nokkru. Ragnar Guðmundssön var endurkjörinn formaður, en aðrir í stjórn eru: Pétur Péturs- son, Þorsteinn Magnússon, Þórð- ur Eiríksson, örn Árnason, Logi Jónssön og Jóhann Hálfdánarson. Á aðalfundinum var m. a. skýrt frá athygliverðri tilraun, sem Farfuglar gerðu við gras- rækt á örfokasvæði í Sleppugili í Þórsmörk. Var hún í því fólgin, að síldarnót var strengd yfir flag ið, en síðan var grasfræi sáð i það og áburði dreift yfir. Árang. urinn lét ekki standa á sér, þvl þegar í haust var kominn mikill gróður í tilraunareitina, og voru umskiptin mjög greinileg þar sera nótarinnar naut ekki við þó þau svæði fengju nákvæmlega sömu umönnun að öðru leyti. Afli sæmilegur Hellnum, 27. apríl. FRÁ Hellnum og Stapa róa nú 9 trillur. Afli hefir verið sæmileg- ur. 1—3 menn eru á hverjum báti. Fiskur er tekinn á báðum stöðunum og er verkaður í salt og skreið. Allir bátar eru á sjó í dag. Árni Óla Minnisvarði um iýðveldið Nairobi, Kenya, 27. apríl (Reuter). RONALD Ngala, forseti annars stærsta stjórnmálaflokks Afríku manna í Kenya, Afríska lýðveld- issambandsins (KADU), til- kynnti í dag myndun nýrrar rík- isstjórnar í landinu, en bætti við, að enn væri óskipað í tvö ráð- herraembætti. Tilkynning þessi kom 1 kjölfar fundar, sem leið- togar fyrrgreinds flokks áttu með brezka landsstjóranum, sir Patrick Renison, í gærkvöldi. KADU hefir 10 sæti á hinu nýja löggjafarþingi Kenya, en stærsti flokkur Afríkumanna á þinginu er hið svonefnda Þjóð- arsamband Afríkumanna KANU, sem er flokkur sjálfstæðisleiðtog ans Tom Mboya. Hefir hann nú M þingsæti. KANU hefir neitað þátttöku í stjórn, nema Jómo Kenyatta, sem verið hefir í haldi undanfarin ár, sakaður um að hafa skipulagt ofbeldishreyfing- una Mau Mau, verði látinn laus. Bretar hafa neitað að verða við slíkri kröfu að svo stöddu. * Veitingahús við höfnina í gær kom ég í fyrsta skipti í hið nýja hús Slysavarna- félagsins á Grandagarði. Kvennadeildin kallaði á okk- ur nokkra blaðamenn í til- efni af hljómleikum kvenna- kórsins annan sunnudag, og bauð okkur upp á kaffi í saln- um á efstu hæðinni. Meðan við sátum þarna og nutum góðgerða, fór ég að hugsa um, að þarna er tilbú- ið einhvert skemmtilegasta veitingahús fyrir fiskrétti, sem nokkurn tíma væri hægt að fá hér í bænum. Út um stóra glugga meðfram endi- langri austurhliðinni er út- sýni yfir höfnina, til Esjunn- ar og austurfjallanna og Laug aráshæðin blastir við böðuð ljósum að kvöldinu. Hvert skip, sem kemur inn um inn- sigluna milli vitana inn í höfn ina sést vel og allt hafnar- svæðið, stærri skipin fjær og bátaflotinn beint fyrir neðan gluggana. Svalirnar eru með- fram öllum gluggunum út yf- ir sjóinn, svo af þeim má sjá fiskana synda í höfninni, ef sjór er sléttur, og ofan á þilförin á næstu bátum. Það er rétt eins og að vera kominn um borð í skip að sitja þarna uppi. í vesturátt blasa við Snæ- fellsnesfjöllin í fjarska í góðu skygni. Grandinn og athafna svæðið á honum hið næsta og svo hafið svo langt sem augað eygir. Og síðast en ek’ki sízt hið víðfræga sólarlag við Faxaflóa, þegar svo ber undir. • Aðeins fiskréttir Salurinn sjálfur er ákaflega einfaldur í sniðum og smekk- legur, tekur um 200 manns. andyrið er rúmgott og upp- gangurinn breiður og falleg- ur. Ágætt eldhús er þarna einnig. Salur þessi er notað- ur undir samkomur Slysa- varnafélagsins og leigður út, en ekki er leyfilegt að hafa þar áfengi um hönd. Það kem- ur heldur e'kkl að sök, ef rekið er veitingahús að sumr inu, sem aðeins býður upp á fiskrétti. Helzt þyrfti þó að vera fáanlegt hvítvín með fiskinum. Slíkt veitingahús ætti að hafa sérstaklega góða aðstöðu til að hafa góðan fisk á boð« stólum, þar eð bátarnir koma að rétt við bæjardyrnar. Og ef fiskur er alltaf nógu nýr. má matbúa hann á einfaldan hátt. Sagt hefur verið að ís« lendingar borði ekki fisk nema heima hjá sér. En það er stór hópur fólks, sem ekki hefur heimili og vill einmitt geta gengið að góðum fisk- máltíðum. Og ekki trúi ég því að meðan mest er urrv ferðamenn að sumrinu, að þeir tækju því ekki feginj hendi að geta borðað íslenzka fiskrétti í slíkum húsakynn- um við höfnina. ^_Pjáröflunarleið_^^ Slysavarnafélagið er alltaf ákaflega fundvíst á leiðir til fjáröflunar til ágóða fyrir starfsemi sína og þeir sem að þessum málum vinna, dugleg ir við að koma áformum sín- um í framkvæmd. Væri nú ekki upplagt fyrir félagið, að reka slkt veitingahús a. m. k. að sumrinu, meðan lítil eft- irspurn er eftir leigu á saln- um og líklegast er að veit- ingahúsið yrði sótt. Það yrði áreiðanlega vel þegið af þeim sem þykir góður fiskur og njóta umhverfisins við höfn- ina. Slysavarnafélaginu er einmitt treystandi til að halda slíkum stað snyrtilegum og fáguðum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.