Morgunblaðið - 29.04.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.04.1961, Blaðsíða 8
' MORCVNBT. 4 fílÐ Laugardagur 29. apríl 1961 ð Fiskaf uröir og fiskmark aðsbandalög Evröpu Eftir Guðmund H. Garðarsson STERKRA áhrifa hinna tveggja aýstofnuðu markaðs- ög við- skiptabandalaga Vestur-Evrópu, Efnahagsbandal. Evrópu (EEC) og Litla fríverzlunarsvæðisins (EFTA) á heimsviðskiptin er þegar farið að gæta, þótt banda- lögin eigi ekki að baki sér langan Starfstíma. Tilkoma bandalaganna mun fyrirsjáanlega gjörbreyta til hins betra viðskiptaaðstöðu bandalags ríkjanna út á við, jafnframt því sem aðstaða sumra ríkja utan þeirra, sem hafa átt viðskipti við oinstök aðildarríkja, versnar til muna. ísland er meðal þeirra Vestur- Evrópuríkja, sem standa utan við EEC og EFTA. Hefur sú Stefna ráðið hér ríkjum, að rétt- ast væri að bíða og sjá hver yrði framvinda þessara mála, með sér- stöku tilliti til þess, að ekki hefur legið ljóst fyrir, á hvern hátt landbúnaðarafurðir yrðu með- höndlaðar af hálfu bandlaganna. Fiskafurðir teljast til landbúnað- arafurðaflokksins. Með tillögum, sem nú liggja fyrir um væntanlega ytri tolla Sameiginlega markaðsins á fiski Og fiskafurðum, eru mál þessi að komast á það stig, að íslending- ar verða að fara að taka þau fastari tökum og gera sér full- komna grein fyrir hvar þeir Standa. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hefur aflað sér nokkurra upplýs- inga um væntanlega ytri tolla á fiski og fiskafurðum hjá EEC. Mun því gerð hér nokkur skil. Sameiginlegi markaðurinn — Tollalækkun inn á við Sameiginlegi markaðurinn var, eins og kunnugt er, stofnaður á grundvelli hins svonefnda Róm- arsamnings, sem var undirritað- ur af aðildarríkjunum sex hinn 27. marz 1957. Þau eru: Belgía Frakkland, Holland, Ítalía, Lux emburg og Vestur-Þýzkalandi. Samkvæmt samningnum skal m. a. afnema innan ákveðins tíma allar innflutningstakmark- anir og tolla milli aðildarríkja o.g koma á fót einum, sameigin- legum tollstiga á vörur, sem flutt ar eru inn frá löndum utan svæð isins. í upphafi var gengið frá regl- um um verzlun og viðskipti með iðnaðarvörur, en erfiðlegar gekk að ná samkomulagi um væntan- leg viðskipti með hinar svo- nefndu landbúnaðarvörur. Vandamálið var tvíþætt. Annars vegar þurfti að setja upp viðskiptareglur vegna sölu á landbúnaðarvörum (fiskafurð- um) milli aðildarríkjanna sjálfra og hins vegar vegna innflutnings inn á svæðið. Fljótlega var ákveðið að af- nema skyldi smátt og smátt innan svæðisins alla tolla og inn- flutningstakmarkanir á fiskafurð um á tímabili, sem ekki skyldi vera lengra en 12 ár. Fyrsta tollalækkunin, 10% af þeim tollstigum, sem voru í gildi í sérhverju aðildarríki 1. panúar 1957 kom til framkvæmda 1. janúar 1959. Svipuð tollalækkun út á við gilti, þar sem tollar við- Guðmundur H. Garðarsson komandi lands voru hærri en væntanlegur sameiginlegur ytri tollur. Önnur tollalækkun inn á við, — um 20%, kom til fram- kvæmda 1. júlí 1960. Jafnframt eiga innflutningskvótar inn á við að stækka um 20% sérhvert ár. Sameiginleg stefna í sjávarútvegsmálum Sem fyrr er getið, er gert ráð fyrir, að áðlögunartímabilið í sambandi við samræminguna í sjávarútvegi og fiskiðnaði standi yfir í 12 ár, miðað við 1. janúar 1959. Meðan á tímabilinu stend- ur, hefur sérhvert aðildarríki,. að uppfylltum ákveðnum skilyrð- um, heimild til að setja ákveðið lagmarksverð fyrir sjávarafurð- ir Innflutning sjávarafurða, sem eru undir viðkomandi lágmarks- verði, má stöðva eða takmarka. Nefnd ráðherra var falið að ganga frá tilhögun um hið vænt- anlega lágmarksverðskerfi. Sér- ákvæði veita heimild til að gerð- ir séu sérsamningar til lengri tíma um innflutning sjávaraf- urða og álagningar innflutnings- gjalda. Áherzla verður lögð á að ganga frá sameiginlegri stefnu Sameiginlegu markaðslandanna í sjávarútvegi og fiskiðnaði fyrir lok aðlögunartímabilsins. Er það með hliðsjón af því, að hinar almennu viðskipta- og samkeppn isreglur, sem Rómarsamningur- inn kveður á um, gilda ekki sjálf krafa fyrir sjávarútveg og fisk- iðnað. Gert er ráð fyrir, að EEC- löndin komi sér saman um sam- eiginlegt átak í sambandi * við sölu og dreifingu á fiski pg sjáv- arafurðum á meginlandi Evrópu, setji ákveðnar reglur um sam- keppni og stuðli að samstarfi þjóðlegra markaðsstofnana í við leitui þeirra að sameina mark- aðma, samræma verð og styrkja- xerfi Væntanlcgir ytri tollar á sjávarafurðum Birtir hafa verið væntanlegir ytri tollar fyrir sjávarafurðir, sem fluttar verða inn á Sameigin lega markaðinn í framtíðinni. Fyrir fiskveiðiþjóðir, sem selt hafa aíurðir sínar til landa inn- an svæðisins með sérstaklega góð um to.Makjörum, hlýtur að vera uggvæniegt að horfa fram á hina háu tolla, sem ráðgert er að hafa á innfluttum sjávarafurð um. Fara hér á eftir hinir fyrirhug- uðu toliar á nokkrum fiskafurð- um Hin sérkennilegu leikrit Ionesco, Kennslustundin og Stol- arnir, sem Leikfélag Reykjavikur hefur tekið tii sýninga, verða sýnd næst á sunnudagskvöld kl. 8,30. Þessi leikrit voru fyrst frumsýnd í París, Kennslustundin 1952 og Stól- arnir ári seinna og hafa síðan verið viða leikin og alls- staðar vakið mikla athygli og einkum vegna þess, að höfundurinn fer nokkuð nýjar leiðir í leikritun sinni. Með- fylgjandi mynd er af Helgu Valtýsdóttur og Þorsteini Ö. Stephensen í hlutverkum gömlu konunnar og gamla mannsins í Stólunum. VÖRULÝSING Verðmætistollur (ad va!orem)% Fiskur, ferskur, ísaður eða frystur: A. Ferskvatns: » I. Silungur og laxategundir 16 II. Aðrar tegundix 10 B. Saltvatns: I. Heill, hausaður eða í stykkjum: a) Síld, smásíld (sprat) og makríll: 1. Frá 15. febr. til 15. júní Tollfrjáls 2. Frá 16. jún til 14. febr. 20 b) Túnfiskur og sardínur 25 c) Aðrar tegundir 15* II. Flök (önnur en þorskflök) 18 Þorskflök 20 C. Lifur og hrogn «• 0 Fiskur, saltaður, í saltlegi, þurrkaður eða reyktur: A. Saltaður, í legi eða þurrkaður I. Heill, hausaður eða í stykkjum: a) Síld og „pilchards“ 12** b) Þorskur, þ. m. t. skreið og saltfiskur 13 c) Sardinur og annað 15 d) Flök 18 II. Flök a) Þorskflök 20 b) Önnur 18 c) Reykt 16 d) Hrogn, fiskimjöl 15 Krabbadýr og lindýr í skel eða án skeljar, fersk (lifandi eða dauð), í ís, fryst, söltuð, í legi eða þurrkuð; krabbadýr í skel aðeins soðin í vatni: A. Krabbadýr: I. Þyrnóttur humar (Spiny lobster) og venjulegur humar II. Krabbar, „shrimp“ og fljótakrabbar III. Önnur (Norskur humar o. s. frv.) B. Lindýr Fiskúrgangur 25 18 14 ?mist tollfrjáls. eða með 8. 10 og 18% toll Tollfrjáls Feiti og olíur af fiski og sjávardýrum, hreinsuð eða óhreinsuð: A. Lýsi: I. Lúðu Tollfrjáls II. Úr öðrum fisktegundum 8 B. Fiskfeiti og olíur, aðrar en fisklifrarolíur Tollfrjáls C. Feiti og olíur úr sjávardýrum: I. Hvalolíur 2 II. Önnur Tollfrjáls Pullunninn eða niðursoðinn fiskur, þar á meðal kaviar og kavíarlíki (incl. fiskafurðir í dósum): A. Kavíar og kavíarlíki B. Laxategundir C. Síld D. Sardínur E. Annað 30 20 23 25 25 Krabbar og lindýr, fullunnin eða niðursoðin (incl. í dósum) Heimjöl (flour) og mjöl úr sjávardýrakjöti, úr- gangi, fiski, krabba og lindýrum, óhæxt til manneldis, hamsar (greaves): A. Úr sjávardýrakjöti og úrgangi, hamsar B. Úr Úrfiski, krabba- og lindýrum Aðrar fiskafurðir, notaðar sem dýrafæða: A. Úr fiski og hval 9 *) Ótilgreindur tollkvóti Þýzkalandi þorsk, ýsu, karfa, ufsa. **) Reykt 16% Ofanskráður listi er ekki tæm andi fyrir sjávarafurðir. Eru teknar út þær, sem snúa helzt að útflutningi Islendinga. List- inn er birtur með fyrirvara um að breytingatillögur kunni að hafa komið fram eftir útgáfu þeirrar heimildar, sem stuðzt hefur verið við. Um miklar tollabreytingar verður að ræða frá því, sem nú er. Til dæmis má nefna, að gerð hefir verið tillaga um ytri toll á sardínum í dósum. Verður hann væntanlega 25% verð- mætistollur. Þeir tollar, sem nú eru gildandi fyrir sardínur í dósum, eru: 15% í Bene-Lux- löndunum (Belgía, Holland og Luxumburg), 31.5% í Frakk- landi, 14% í Vestur-Þýzkalandi og 27% á Italíu. Tollar (meðal- tollur) á ferskum fiski og frosn- um fiskflökum, sjávarfiskur, eru engir í Bene-Lux-lðndunum, 35% í Frakklandi, 5% í Vestur« Þýzkalandi og 20% á Italíu. Til« lögur hafa verið lagðar «fyrir ráðherranefndina um, að ytrl tollur á þessum fiskafurðum verði 18% í framtíðinni. Á að- lögutímabilinu munu tollar I Bene-Lux-löndunum og Vestur- Þýzkalandi hækka, en í Frakk- landi og Italíu munu þeir aftur á móti lækka. Ýmsir þeir tollar, sem nú eru gildandi hjá meðlimaríkjum Sameiginlega markaðarins hafa orðið tU, vegna sérsamninga við önnur ríki og einnig þeirra á milli. Breytingar á þessum toll- um, sem miða að því að koma á sameiginlegum ytri tolli, þýða það, að taka verður upp nýja samninga. Sum EEC-aðiIdarrikjanna hafa Framh. á bls. 11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.