Morgunblaðið - 29.04.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.04.1961, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 29. april 1961 Undirbúningur Guðmundur Thoroddsen, prófessor: Landspítalamálið átti sér þegar alllanga sögu, er undirbúningur að byggingu spítalans hófst. Margir höfðu fyrir löngu séð þörfina fyrir landspítala, en ekkert var að- hafzt í málinu fyrr en konur í Reykjavík hófust handa stuttu eftir að þær öðluðust kosningarétt árið 1915 og kusu Landspítalanefnd, sem beitti sér fyrir fjársöfnun. Þannig varð Landspítalasjóðurinn til, form. hans var Ingibjörg H. Bjarnason, s'kólastjóri Kvenna skólans, sem jafnframt var einn helzti hvatamaður að byggingu Lanlspítala í Reykja vík. Árið 1921 var þó fyrst skip- uð nefnd til að undirbúa bygg ingu Landspítalans, ákveða fyrirkomulag hans, stærð o. fl. f nefndinni áttu sæti Guðmundur Hannesson, pró- fessor, Jón Hjaltalín Sigurðs- son, þá héraðslæknir og kenn- ari í lyflækningum við Há- skóla fslands, síðar prófessor, og ég. Nefndin vann í sam- vinnu við Guðjón Samúelsson, húsameistara ríkisins, sem teiknaði spítalann. Fyrsta uppdrættinum skil- aði nefndin í ársbyrjun og samkvæmt honum átti spítal- inn að rúma 200 sjúklinga. En teikningin var aldrei sam- þykkt og kom þar margt tiL í fyrsta lagi vantaði peninga í ríkissjóð, í öðru lagi þótti byggingin of dýr og í þriðja lagi voru ráðandi menn ekki ánægðir með fyrirkomulagið. Fengum við skömm í hattinn fyrir allt saman. Málið lá nú niðri um hríð. Þá minnkaði Guðjón Samúeis- son fyrri spítalateikningu en hafði fyrirkomulag svipað. Þar var þó flest skorið við nögl. Var sú teikning samþykkt og spítalinn, sem nú hefur starfað um þriggja áratuga skeið, byggður. Þegar skriður var kominn á bygginguna, var farið að hugsa fyrir innanstokksmunum og ný nefnd skipuð í því skyni. Flest lækningaáhöldin voru keypt í Þýzkalandi og ekkert til þeirra sparað. Sjúkra- rúmin voru og keypt þar og dugðu þau langa lengi. Er ég ekki frá því að sum séu notuð enn. Einnig fékk Landsspítalinn að gjöf allmörg sjúkrarúm frá Vestur-fslendingum, sem hingað komu á Alþingishátíð- ina. Kom til tals að þeir byggju í spítalanum meðan þeir hefðu viðstöðu hér, en úr því varð þó ekki, heldur bjuggu þeir á Elliheimilinu Grund, sem þá var nýbyggt. Rúmin reyndust ekki allskost- ar hentug og voru aldrei not- uð. Alexandríne drottning lagði hornstein að La"ndspítalanum árið 1926 í suðausturhorn byggingarinnar. En þótt und- arlegt kunni að virðast, var spítalinn aldrei vígður. Útvarp ið helgaði Landspítalanum eina dagsskrá um jólaleytið 1930 og töluðu þar Jónas Jóns son frá Hriflu, heilbrigðismála ráðherra og Guðmundur Björnsson, landlæknir. Voru þó fáir sem höfðu tækifæri til að hlýða á mál þeirra, þar sem útvarpstæki voru ekki mörg í landinu, enda var Ríkisútvarpið nýtekið til starfa. Þann 20. desember 1930 voru fýrstu sjúklingarnir lagðir inn á spítalann og starfsemi hans þar með hafin. Deildir hans voru fjórar til að byrja með, röngtendeild, lyflæknisdeild, handlæknis- og fæðingardeild, sem voru undir sömu stjóm. Löngu seinna var reist sér- stök bygging á Landspitalalóð inni fyrir húð- og kynsjúk- dómadeild. Þvottahús hefur og alltaf verið rekið í sambandi við spítalann og var líkskurð- arstofa til húsa í þvottahúss- byggingunni fyrst í stað. Læknar á spítalanum voru ekki margir fyrstu árin. Á lyflæknisdeild voru í upphafi aðeins yfirlæknir og aðstoðar læknir, á handlæknis- og fæð ingardeild yfirlæknir, aðstoð- ekki væri hann skilyrði fyrir lækningaleyfi, sem menn fengu strax að loknu embætt- isprófi og sóttu flestir ísl. læknar í því skyni til Dan- merkur áður en Landsspítal- inn tók til starfa. Aðsókn var strax mikil að spítalanum og leið ekki á löngu þar til hvert rúm var skip- að. Sjúkrarúm voru fljótlega Fyrri hluti sett í dagstofurnar og það var ekki fyrr en mörgum ár- um seinna, þegar byggt var í geilarnar við bakhlið spítal- ans, að sjúklingar fengu aft- ur dagstofu til umráða. Landspitala- sjóðurinn Ragnheiður Jónsdóttir, fyrrv. skólastjóri: — Landspítalasjóðurinn var stofnaður árið 1915, skömmu eftir að konur hér á landi öðluðust kosningarrétt, en það var 19. júní sama ár. Sá dag- ur var aðalfjáröflunardagur um var stofnaður Minningar- gjafasjóður Landspítalans árið 1916 og starfaði hann í fyrstu innan vébanda Land- spítalasjóðsins. Til hans var stofnað á þann hátt, að hjónin Guðrún Bjamadóttir og Þor- ‘steinn Jónsson, jámsmiður, Vesturgötu 33, Reykjavík, gáfu Landspítalasjóði minningar- gjöf um föður Guðrúnar, Bjama Kolbeinsson útvegs- bónda, sem andaðist 8. maí 1916. Síðan komu fleiri á eft- ir, bæði í Reykjavík og úti um land, og afhendu Land- spítalasjóði minningargjafir um látna ástvini, frændur og vini. í sjóðinn safnaðist fé allt til ársins 1930. Þá var hann aðgreindur frá Land- spítalasjóðnum og hlýtur sína sérstöku skipulagsskrá og 5 manna stjórn. Á sjóðurinn þá 180,000 kr. höfuðstól. Strax á árinu 1931 er fátæk- um og efnalitlum sjúklingum, sem liggja á spítalanum, veitt ur styrkur úr Minningargjafa- sjóðnum og hefur slíkt ætíð verið gert síðan. Árið 1952 er skipulagsskrá Minningargjafasjóðs Lands- spítalans breytt og honum veitt heimild til að styrkja þá sjúklinga til utanfara, sem ekki gátu fengið bót meina sinna hér á landi. Ekki er sá styrkur bundinn við sjúklinga Hornsteinn Landspítalans lagður 1S. júní 1926. Vinstra megin sést Jón Magnússon forsætis- ráðherra lesandi upp ágrip af sögu spítalans, sem lagt var inn í hornsteininn, en hægra meg- in sjást dönsku konungshjónin sitjandi. arlæknir og einn kandidat. Á röngtendeild voru tveir lækn- ar. Kandidötum fjölgaði fljótt eftir að lögleitt var, að þeir fengju ekki lækningaleyfi fýrr en þeir hefðu starfað eitt ár á sjúkrahúsum, 6 mánuði á lyflæknisdeild og 6 á hand- læknisdeild og auk þess einn mánuð á fæðingar- deild. Þessi mánuður á fæð- ingardeild hafði um langan aldur þótt sjálfsagður, þótt sjóðsins allt til þess að Land- spítalínn reis af grunni árið 1930. Hafði þá sjóðurinn af- hent stjórn Landspítalans um 300 þús. kr. til byggingar Landspítála í Reykjavík. Ingibjörg H. Bjarnason, skóla stjóri Kvennaskólans, var for- maður sjóðsins og aðalhvata- maður, ásamt Ingu L. Lárus- dóttur, ritstjóra kvennablaðs- ins „19-júní“. Jafnhliða Landsspítalasjóðn- Landsspítalans, en skilyrðj er að styrkhafar hljóti ummæli lækna Landsspítalans á nauð- syn læknisaðgerðar erlendis. Minningargj afasj óður Land- spítalans hefur síðan hann tók til starfa árið 1931 til ársloka 1960 úthlutað sjúkrastyrk að upphæð kr. 855,229,00 til 983 sjúklinga Landspítalans og til sjúklinga, sem hafa þurft að leita sér heilsubótar erlendis. Fyrsta stjórn Minningar- gjafasjóðs Landspítalans var skipuð eftirtöldum konum: Ingibjörgu H. Bjarnason, for- maður, Ingu L. Lárusdóttur, Laufeyju Vilhjálmsdóttur, Elínu Jónatansdóttur og Ragn» heiði Jónsdóttur. Stjórn hans er nú þannig skipuð: Lára Árnadóttir, for- maður, Laufey Þorgeirsdóttir, Sigríður Bachmann, Guðrún P. Helgadöttir og Ragnheiður Jónsdóttir. Hjúkrunar- konurnar Sigríður Bachmann forstöðukona Landsspítalands: — í upphafi störfuðu að- eins 5 hjúkrunarkonur, yfir. ljósmóðir og aðstoðarljósmóð- ir í Landsspítalanum en for- stöðukona var ekki ráðin í spítalann fyrr en 1/6 1931. Var það Kristín Thoroddsen, sem nú er nýlátin og gegndi hún því starfi til 31/12 1953, er ég tók við. Á fyrsta starfsári Lands. spítalans bætast við fjórar hjúkrunarkonur, þar af ein dönsk. Straxum áramótin 1930 —31 hófu 4 nemar nám í spít- alanum, um vorið voru þeir orðnir 12 og í árslok töldust þeir 13. Starfsstúlkur voru 12 að tölu fyrir utan starfsfólk í eldhúsi og þvottahúsi. Þess má geta, að á fyrsta árinu lágu að meðaltali 93 sjúklingar á sjúkrahúsinu, ' en hámarks- fjöldinn var 119 sjúklingar. Ef við lítum á síðastliðið ár og berum saman aukningu hjúkrunarkvenna, nema og annars starfsfólks, má sjá að aukningin er mjög mikil. Á síðasta ári voru starfandi 12 deildarhjúkrunarkonur, 44 aðstoðarhjúkrunarkonur. 55 hjúkrunarnemar, 18 ljósmæð- ur og 41 starfstúlka (starfs- fólk þvottahúss og eldhúss þó ekki meðtalið.) Fjöldi sjúkra rúma í spítalanum er nú 219, en meðaltalsfjöldi sjúklinga á dag síðastliðið ár var 231. Flestar hjúkrunarkonur vinna .á þrískiptum vöktum, dag-, kvöld- og næturvakt, og er hver va'kt 8 stundir. Vinnu vakt deildarhjúkrunarkvenn. anna er afiur á móti oftast tvískipt á degi hverjum. Væri mjög æskilegt að breyta þvi fyrirkomulagi, en hingað til hefur það ekki reynst fram- kvæmanlegt. Vinnan í sjúkradeildum er mjög mikil, enda er að jafn- aði mikið af bráðveikum sjúklingum í spítalanum. Oft þarf að bæta við hjú'krunar- konum til þ- . að gæta þeirra, að nóttu til, sem eru hættu- lega veikir. Eru það mjög oft giftar hjúkrunahkonur, sem taka að sér slík störf. Þær vinna einnig mikið á meðan sumarorlof standa yfir. Þrátt fyrir að á ári hverju útskrifast um 30 hjúkrunar- HINN 20. desember sl. voru 30 ár liðin síðan fyrstu sjúklingarnir voru lagðir inn í Landspítalann í Reykja—- vík, og starfsemi hans þar með hafin. í tilefni 30 ára afmælisins hefur Morgunblaðið haft tal af öllum yfirlæknum Landspítalans og öðrum þeim körlum og konum, sem gerst þekkja sögu hans, bæði í fortíð og nútíð. Er hér um allyfirgripsmikla frásögn að ræða og verður hún birt í tveim hlutum. Fylgir hér á eftir fyrri hlutinn:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.