Morgunblaðið - 29.04.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.04.1961, Blaðsíða 11
Laugardagur 29. apríl 1961 MORGVNBLAÐ1Ð ^ 11 Ikonur, vantar allitaf hjúkrun- arlið. Margar giftast að námi loknu og lauslega áætlað má gera ráð fyrir að um 35—40% af ölllum lærðum hjúkrunar- konum í landinu vinni að hjúkrunarstörfum að námi loknu. Það má geta þess, að allt- af hverfur nokkur hluti Ihjúkrunarkvenna af landi Ihrott til framhaldsnáms og starfa erlendis, aðallega til Norðurlanda og Bandaríkj- anna. Hjúkrunarfélagið ann- ast fyrirgreiðslu um ráðningu þeirra landa á milli. A s. 1. ári ifóru t. d. frá Landspítalan- um 10 hjúkrunarkonur til Norðurlanda og 5 til Banda- ríkjanna. Þess ber þó að gæta að hingað koma alltaf nokkr- ar hjúkrunahkonur frá Norður löndum til starfs, einkum á sumrin. Eldhúsib Á 5 ára afmæli Landsspítal ans ritaði dr. Gunnlaugur Claessen, þáverandi forstjóri Landsspítalans, grein um starf semi hans, og birtist greinin í ársskýrslu ríkisspítalanna árið 1935. í henni segir um eldhúsið: ,,Eitt vandamesta starfið á Landspítalianum fer fram í eldhúsinu, þar sem matráðs- konan sér um daglega mat- reiðslu handa rúmlega 200 manns, sjúkum og heilbrigð- um. Það er ekki auðvelt að sameina það tvennt, að gera sjúlklinga og starfsmenn á- nægða með fæðið, en stilla jafnframt útgjöldum svo í hóf, að fjárveitingavaldinu vaxi ekki í augum kostnaður fyrir 'hvern fæðisdag, sem á síðastliðnu ári nam kr. 1,50. Frk. Kristbjörg Þorbergsdótt ir stjórnar eldhúsinu. Maturinn er eldaður í kjall- •ra spítalans, en fluttur með sérstakri matarlyftu upp á hæðirnar í býtibúrin, þar sem skammitað er, og þvegið upp að lokinni máltíð, eftir sótt- hreinsun á öllum mataráhöld- um. í eldhúsinu er eldað við gufusuðu og gas. Kæli'klefar eru þar til geymslu á mat- vælum.“ Kristbjörg Þorbergsdóttir veitti eldhúsinu forstöðu frá byrjun til ársins 1957, en þá tók við Jóhanna IngóMsdóttir. Kristbjörg Þorbergsdóttir' er nú nýlátin, en skömmu áður en hún lézt sagðist henni svo frá í viðtali við blaðið um starfið í eldhúsi spítalans: — Byrjunarörðugleikar voru að sjálfsögðu miklir, stofnunin var fátæk en öllum fannst sjálfsagt að taka því sem óhjákvæmilegt var mögl unarlaust. Laun starfsstúlkna voru fyrstu árin kr. 50,00 yfir vetrarmánuðina en eitthvað Ihærri yfir sumartímann. Fyrstu árin unnu 6 manns í eldhúsinu, minnst 10—12 stundir á dag. Þegar ég hætti um áramóitin 1957—58 vorum við 12 í eldhúsinu og vinnu- stundir 8 á dag. Starfsskilyrðin í eldhúsinu Ibötnuðu mjög árið 1950, þeg ar borðstofur starfsfólks voru sameinaðar og fluttar upp á 3. hæð, áður voru þær tvær í kjallara spítalans. Voru þær *neð sjálfsafgreiðslufyrirkomu lagi. Á stríðsárunum og næstu árum á eftir batnaði fjárhag- urinn það mikið, að hægt var að kaupa fullkomin rafmagns tæki í eldhúsið, en áður var eldað við gas. En eldhúsið sjálft þarf að endurnýja, enda stendur til að byggja nýtt á næstu árum. Það er áhyggjuefni hversu erfitt er að fá konur með kunnáttu í sjúkrahúsmat- reiðslu, en nú fer að vetða nauðsynlegt að hafa minnst 3—4 faglærðar konur, ásamt matráðskonu, á stærstu sjúkra húsunum. Vonandi viljá ungar konur með góða menntun leggja út í það nám. Starfið er skemmti legra en margur hyggur. Nýja byggingirt Prófessor Snorri Hallgrímsson: — Aðsóknin að Landspítal- anum hefur vaxið með ári hverju og biðlistar lengzt, sérstaklega á handlæknisdeild inni. Nú eru t. d.*300 sjúkl- ingar á biðlista þeirrar deild- ar. Þörfin á að stækka Lands- spítalann kom í ljós á fyrsta starfsári hans. En það var ekki fyrr en 1952 að hafizt var handa um stækkun Lands- spítalans, svo nokkru næmi. Var það gert að nokkru leyti fyrir atbeina Kvenfélagsins Hringsins, sem beitti sér fyr- ir byggingu harnaspítalans og buðu fram álitlega fjárfúlgu í spítalabygginguna. Þá fyrst var hafizt handa um að byggja viðbygginguna. í viðbyggingunni er fyrir hugað aukið húsrými fyrir skurðstofur og rannsóknarstof ur, einnig barnaspítala með tveim 25 rúma deildum, tveim 25 rúma lyflæknisdeild um, einni handlæknisdeild og tveim 25 rúma deildum fyrir bæ'klunarsjúklinga. Þá eru í aðalálmunni tvær 25 rúma deildir, sem enn hefur öllum spítalanum verður þá samtals 425. Reksturinn Georg Lúðvíksson, framkvæmdastjóri ríkisspítalana: 20. des. 1960 voru liðin 30 ár frá því að fyrsti Sjúkling- urinn var lagður inn í Lands- spítalann. Frá þeim degi hef- ur rekstur spítalans haldið stöðugt áfram, hverja stund dag og nótt. Á þessu 30 ára tímabili eru innlagðir sjúkl- ingar alls 73.388, eða 2446 að meðaltali hvert ár. Frá byrjun spítalans hefur sú regla gilt, að sjúklingar eru aðeins teknir samkvæmt skriflegri beiðni læknis, nema um slys sé að ræða. Með hverj um sjúklingi var krafizt á- byrgðar fyrir greiðslu, svo sem ábyrgðar tveggja manna, sveitarfélags eða sjúkrasam- lags. Þá var einnig krafizt fyrirframgreiðslu, að upphæð, sem nam þriggja vikna dag- gjaldi. í byrjun var daggjald kr. 6.00 á sambýlisstofum, fyrir fullorðna, og kr. 4.00 fyr ir börn yngri en 12 ára. Á einbýlisstofum var daggjald- ið kr. 12.00. Skurðstofugjald vár kr. 15.00, kr. 30.00 og kr. 50.00 eftir aðgerðum og fæð- ingarstofugjald kr. 15.00. f upphafi var miðað við, að í spítalanum yrðú að jafnaði í notkun 92 sjúkrarúm, og þótti mörgum ólíklegt, að þörf yrði fyrir svo mikinn fjölda rúma. Árin 1932 og 1933 var Svipmynd úr barnadeildinni. ekki verið ráðstafað. í kjall- aranum er gert ráð fyrir ísó- tópa-rannsóknarstofum. Þá er í ráði að byggja nýja röngtendeild, sem sennilega yrði í tveimur deildum, önnur fyrir röngtengreiningu en hin fyrir geislalækningu. Sú bygg ing er þó ekki enn risin af grunni, né heldur ketilhús, ásamt verkstæðum, eldhús og borðstofa fyrir starfsfólk og þvottahús, sem fyrirhugað er að reisa nýtt húsnæði yfir. Nokkur hluti viðbyggingar- innar er það langt á veg kom- inn, að búast má við að hægt verði að taka í notkun 25 rúma deild fyrir handlæknis sjúklinga, nýju skurðstofurn- ar og rannsóknarstofurnar á hausti komanda. Á næsta ári er reiknað með að 1—2 deildir taki til starfa í nýju byggingunni. Er þá röðin 'komin að barnadeild- inni. Það húsnæði, sem losn- ar þegar hún flytur, er fyrir- hugað að nota fyrir sjúklinga, sem þarfnast geislameðferð- ar. Æfingardeild er fyrirhug- uð í kjallara nýja spítalans og verða þar teknir til með ferðar sjúklingar, sem þarfn- ast æfinga vegna slysa eða sjúkdóma. Verður sú deild bæði fyrir sjúklinga á spítal- anum og utan hans. Þegar öll viðbyggingin tek- ur til starfa rúmar hún 225 sjúklinga. Sjúklingafjöldinn á meðaltalið 122 rúm og árið 1934 bættist við ný deild með 15 rúmum fyrir hús- og 'kyn- s j úkdómas j úklinga. 1. janúar 1949 hófst reksf- ur nýju fæðingardeildarinn- ar á tveim hæðum af þrem ur, en þriðja hæðin var tekin í notkun í ársbyrjun 1950. Með nýju fæðingardeildinni fjölg- aði sjúkrarúmunum í spítal- anum í 190. Árið 1957 var næsta stækkun spítalans, þeg- ar barnadeild spítalans var opnuð með 30 rúmum ásamt 10 rúma deild fyrir handlækn ingasjúklinga. Þessar deildir fengu rúm á efstu hæð spítal ans þar sem hjúkrunarnemar höfðu áður búið. Fastur sjúkrarúmafjöldi hefur verið síðan um 225. Síðastliðið ár, árið,' 1960, voru innlagðir sjúklingar í spítalanum alls 5206, eða meira en fimmföld sú tala sjúklinga, sem kom í hann deild 612 og á fæðingardeild 2282. Á fæðingardeild voru sængurkonur 1760, kvensjúk- dómakonur 479 og innlögð börn 43. Legudagar 1959 voru alls 84.402. Meðaltalsfjöldi legudaga á sjúkling er nú mun minni en áður var, eða um 16 dagar á sjúkling. Svo- nefndir langlegusjúklingar fá nú ekki að dvelja í Landspít- alanum og dvöl annara sjúkl- inga er eftir atvikum hraðað. Rekstrarkostnaður spítalans MM% hefur tekið miklum breyting- um frá fyrstu starfsárum hans og kemur þar margt til. Svo sem kunnugt er hafa orðið mjög miklar verðlagsbreyting ar á allskonar varningi og launum starfsmanna. Þá er sú þjónusta, sem spítalinn veitir nú miklu fjölþættari og öflugri en áður var. Lækn ar og hjúkrunarlið er miklu fjölmennara, sérstök. rann- sóknadeild er ört vaxandi, notkun dýrra lyfja að mikl- um mun meiri. Þá má benda á það, að fyrir stríð voru tekjur spítalans í hærra hlutfalli á móti kostn- aði en nú er orðið. Fyrsta árið voru tekjur spítalans 90% af^ kostnaði, árið 1935 70.5%. Árið 1959 voru tekj- ur aðeins 45.33% móti gjöld- fyrsta starfsárið. Á lyflækn- ingadeild komu 948, hand- lækningadeild 1223, húð- og kynsjú'kdómsdeild 141, barna um en rekstrarhalli, sem er greiddur af ríkissjóði, 54,67%. Fyrsta árið voru starfsmenn spítalans 61. Árið 1959 voru starfsmenn spítalans 282 að meðaltali allt árið, og þá ekki meðtalið starfsfólk í þvottahúsi, um 40 manns. Læknar voru þá'28.6 hjúkr- unarkonur 52.5, hjúkrunar- nemar 60. Auk innlagðra sjúkl inga hefur Lanclsspítalinn veitt utanspítalasjúklingum mikla þjónustu í röntgendeild, handlækningadeild og lyflækn ingadeild. Þessir sjúklingar eru árlega um og yfir 10.000. í byrjun var yfirstjórn Landsspítalans skipuð yfir- læknum og ráðsmanni spítal- ans, þeim Guðmundi Thorodd sen, prófessor, Jóni Hjaltalín Sigurðssyni, prófessor, Gunn- laugi Claessen, dr. með. og Guðmundi Gestssyni ráðs- manni. Um haustið 1931 var landlæknir, hr. Vilmundur Jónsson, skipaður í spítala- nefndina, og þá sem formað- ur hennar. í ársbyrjun 1935 var skipuð sérstök stjórnar- nefnd fyrir alla ríkisspítalana og Landsspítalanp Þar með. Formaður þessarar stjórnar- nefndar var þáverandi land- læknir Vilmundur Jónsson, og hélt hann því sæti í nákvæm- lega 25 ár, eða þar til hann lét af landlæknisembætti í lok ársins 1959. í fyrstu stjórn arnefndina, með Vilmundi Jónssyni, voi-u skipaðir þáver andi héraðslæknir í Reykja- vík, hr. Magnús Pétursson, hr. Þórður Eyjólfsson, þáver- andi prófessor, nú dómari í Hæstarétti íslands, hr. Guð- geir Jónsson bókbindari, og er hann enn stjórnarnefndar- maður, og hr: Aðalsteinn Kristinsson, fyr verandi for- stjóri Sambands ísl. samvinnu félaga. f dag skipa stjórnar- nefndina þessir menn: For- maður er dr. med. Sigurður Sigurðsson landlæknir, hr. Guðgeir Jónsson bókbindari, hr. ísleifur Árnason fulltrúi, hr. Jón Steffensen prófessor og hr. Árni Benediktsson for- stjóri. Ráðsr-iaður Landspítalans var frá byrjun Guðmundur Gestsson, áður ráðsmaður Kleppsspítala. Við skipun stjórnarnefndar rikisspítal- anna í ársbyrjun 1935, var Guðmundulr skipaður fram- kvæmdastjóri ríkisspítalanna og skrifstofurekstur spítal- anna síðan sameinaður í eina skrifátofu, Guðmundur var síðan framkvæmdastjóri til dánardags 18. júní 1952. Fram- kvæmdastjóri ríkisspítalanna frá 1952 er Georg Lúðvíksson, fuiltrúi í skrifstofu ríkisspít- alanna Sigurður Helgason, að- albókari frú Þórdís Aðal- bjamardóttir og gjald'keri ungfrú Elsa Tryggvadóttir. Jón Þ. urSsson frá ÖndverSar- nesi Fæddur 8. apríl 1893. Dáinn 21. apríl 1961. ENN á ný hefur fortjald leynd- ardómanna verið dregið milli lífs og dauða. Einn vina minna og gamall sveitungi Jón Þ. Sig- urðsson fyrrverandi bóndi og vitavörður á Öndverðanesi á Snæfellsnesi vestur, hefur endað jarðvist sína og horfið okkur sjónum um sinn. Hann verður jarðsettur að Görðum á Akna- nesi í dag kl. 3 eftir hádegi. Jón Þorleifur eins og hann hét fullu nafni var fæddur að Trað- arbúð í Staðarsveit á Snæfelis- nesi 8. apríl 1893. Foreldrar hans voru Sigurður Þorleifsson bóndi í Traðarbúð og kona hans Ingi- björg Jónsdóttir. Snemma gerð- ist Jón atorkusamur og fylginn sér umfram aðra unga menn. Hann var árvakur og gjörhugull og hvers manns hugljúfi í öllu dagfari og hið mesta tryggða- tröll þeim er hann gerði að vin- um sínum. Nokkur næstu árin eftir að Jón fór úr foreldra hús- um gerðist hann vinnumaður uffl skeið á bæjum í fæðingarsveit sinni og naut þar sem ávallt síð- an virðingar og trausts. Þann 31. desember 1913 gekk Jón að eiga heitkonu sína Guðrúnu Jóhann- esdóttur frá Ytri-Tungu í sömu sveit. Þau hjón reistu bú að Fossi í Staðarsveit og bjuggu þar góðu og vaxandi búi um nokkurra ára skeið, þrátt fyrir mikla ómegð sem á þau hlóðst x byrjun hjúskapar áranna. Þeim hjónum varð sjö bama auðið en auk þess ólú þau hjón upp tvo syni Guðrúnar frá fyrra hjóna- bandi, enn öll eru börnin mann- vænleg í beztri merkingu þess orðs, og er nú orðinn stór hópur afkomenda þeirra hjóna. í far- dögum 1921 brá Jón búi að Fossi og fluttist að Öndverðanesi í Breiðuvíkurhreppi og bjó þar i 16 ár. Jafnframt búskapnum gegndi Jón vitavarðarstörfum við vitana á Öndverðanesi og Svörtuloftum. Mjög rómuðu hin- ir nýju sveitungar Jóns störf hans öll og vann hann fljótt Framh. á bls. 15. — Fiskafurðir Framh. af bls. 8. óskað eftir undanþágu í sam- bandi við ytri tollstigann. ítalía hefur óskað eftir að mega flytja inn tollfrjáist ákveðið magn af ferskum og frosnum túnfiski og einnig af skreið- og saltfiski. Nokkur önnur ríki, þar á meðal V-Þýzkaland, hafa óskað eftir að mega flytja inn árlega toll- frjálst ákveðið magn af síld og ferskum og frosnum fiski (að fiskflökum undanskildum). Á þessu ári munu meðlima- ríki GATT, þar á meðal Sam- eiginlegu markaðslöndin, semja um gagnkvæmar tollaívilnanir. Þessir samningar geta haft í för með sér enn frekari lækk- anir á ytri tollstigum Sameigin- lega markaðarins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.