Morgunblaðið - 29.04.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.04.1961, Blaðsíða 12
 12 MORGVNBrAÐIÐ Laugardagur 29. apríl 1961 ^ JMrooutiMaMfr Utg.: H.f. Arvakur. Reykjavík. FraTiikvæmdastj óri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannesser. Vi Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. VOR í ■JJndanfarna daga hefur ver- ið milt og bjart veður um meginhluta landsins. Hér sunnanlands er jörð sum- staðar að verða græn og tré eru að byrja að springa út. Það er vor í loftinu. Sjóa lægir og snjóinn leysir. Þessi veðrabrigði koma með aukna bjartsýni og trú á lífið og framtíðina. Vetrar- vertíðin hefur að vísu verið óhagstæð að þessu sinni. En einn annatíminn leysir ann- an af hólmi. Framundan eru síldveiðar, smábátafiskveið- ar, ræktunar- og heyskapar- störf. Átökunum á stjórnmála- sviðinu linnir nokkuð og þjóðin hugsar fyrst og fremst um framleiðslu sína og að njóta sumars og sólar. Enda þótt ýmsir erfiðleikar steðji að atvinnuvegunum og þá fyrst og fremst aflabrestur- inn við sjávarsíðuna, getur þjóðin þó að mörgu leyti horft bjartsýn fram á veg- inn. Margt hefur vel til tek- izt á sl. vetri. Fiskveiðideilan við Breta hefur verið leyst með stórsigri hins íslenzka málstaðar. Horfur eru einnig á, að innan skamms muni handritamálinu komið í ör- Ugga höfn. Hinir fornu þjóð- ardýrgripir koma á næstunni heim til íslands eftir nokk- urra alda fjarvistir á erlendri grund. Lausn þessara tveggja stór mála eru íslendingum ein- lægt fagnaðarefni og ríkis- stjórn landsins verðskuldar miklar þakkir og traust fyr- k drengilega og viturlega meðferð þeirra. Vonandi hefjast nú ekki langvarandi deilur um það, hvar koma eigi hinum fornu handritum fyrir. Háskóli ís- lands hlýtur að hafa forystu um hagnýtingu þeirra í þágu menningarlífs framtíðarinn- ar. Og Háskólinn á heima í höfuðborginni. Þar er einnig Landsbókasafnið, sem hefur sæmilega aðstöðu til þess að veita hinum fornu dýrgripum viðtöku þegar í stað. Það er vor í lofti í íslenzk- um menningarmálum. Þjóðin á í dag glæsilegri, hraustari og fjölmennari hóp æsku- manna en nokkru sinni fyrr. Þessarar æsku bíða mikil LOFTI verkefni. Enda þótt stórbrot- ið uppbyggingarstarf hafi verið unnið á undanförnum árum skapast stöðugt ný verkefni með nýjum tíma. íslenzka þjóðin hlýtur nú, eins og áður á örlagastundu, að hlýða kalli hins nýja tíma, hagnýta tækni og snilligáfu mannsandans til stöðugt nýrra framfara og sköpunar fullkomins og þroskavænlegs þjóðfélags. GÖMLU HÚSIN AÐ ÁRBÆ j sumar eru ráðgerðar mikl- ar framkvæmdir að Ár- bæ. Þangað verður flutt hið svokallaða Dillonshús, sem er við Suðurgötu 2, reist verður þar „Sjóbúð“, sem var við Vesturgötu 7, og einnig verður flutt þangað lítið hús innan af Klepps- vegi, sem notað verður fyrir gæzlumann Árbæjarsafnsins. Allar líkur benda til, að þetta safn muni verða Reykja víkurbæ til mikils sóma í .framtíðinni. Má benda á gömlu húsin á Bygdöy við Ósló í þessu sambandi. Að vísu eigum við engin svo gömul hús sem Norðmenn. En það hefur mikið gildi fyr- ir íslenzku þjóðina að geta kynnzt því, hvernig forfeður hennar bjuggu á 19. öld. Að sjálfsögðu sníður fjár- hagurinn okkur allþröngan stakk við gerð slíks safns, enda er engin nauðsyn að það sé mjög stórt. Aðalatrið- ið er, að ekkert sé tekið til varðveizlu nema að vel yfir- veguðu máli. Og það hefur vissulega verið gert varðandi þau hús, sem n'ú á að reisa þar. Þá hefur tekizt mjög vel með byggingu torfkirkjunnar og fellur hún ágætlega í um- hverfið við hlið hins gamla Árbæjar. SJÁLFUM SÉR LÍKIR |7" ommúnistar eru alltaf sjálfum sér líkir. Nú hafa þeir notað meirihluta sinn í 1. maí nefnd verka- lýðsfélaganna til þess að samþykkja þar ávarp, sem fyrst og fremst er pólitísks John Brich hreyfingin HVAÐ er í rauninni John Birch hreyfingin, sem vek- ur sífellt meiri eftirtekt í Bandaríkjunum? Hver er Robert W. Welch, stofn- andi og leiðtogi hreyfing arinnar? Og hver er John Birch, sem hreyfingin er nefnd eftir? Það er víst hezt að byrja á John Birch til að öðlast skilning á þessu öllu. Hann var í upphafi ungur trúboði baptista, og Robért Welch í ræðustól. starfaði mörg ár í Kína, kynntist kínversku þjóð- inni og talaði margar kín- verskar mállýzkur. BIRCH DREPINN í heimsstyrjöldinni síðari gekk hann í bandaríska ílug- herinn og var skipaður höfuðs maður. Var hann í 14. deild flughersins Og hafði aðsetur í Kína. En vegna þekkingar sinnar ú landi og þjóð var hann fluttur í upplýsingaþjón ustuna (OSS). Nokkrum dög um eftir að Japanir gáfust upp árið 1945, drápu kín- verskir kommúnistar hann í nánd við Hsuchow. Engin tilkynning var gefin eðlis og til þess ætlað að vekja illindi og úlfúð innan verkalýðssamtakanna. — Af þessu leiðir, að fulltrúar lýð- ræðissinna munu ekki undir- rita þetta ávarp. — Verða verkalýðsfélögin í Reykjavík því klofin um hátíðahöld dagsins. Mörg af stærstu verkalýðsfélögum Reykjavík- ur munu því ekki taka þátt í hátíðahöldunum með komm únistum. Kommúnistar hafa undan- farið verið að tapa innani verkalýðssamtakanna. Þeir munu áreiðanlega ekki rétta hlut sinn með því að rjúfa nú enn einu sinni eininguna um hátíðahöld verkalýðsins í höfuðborginni. John Birch. út í Bandaríkjunum um lát hans. Jafnvel faðir hans, baptistatrúboði, sem nú býr í Georgíu ríki í Bandaríkjun- um, hefur enn ekki fengið til- kynningu um fall sonarins. Og það er þetta, sem hefur gefið John Birch hreyfingunni til- efni til að ráðast á fjölda hátt settra embættismanna í Was- hington, þeirra á meðal Allen Dulles forstöðumann upplýs- ingaþjónustunnar, og ásaka þá um að vera umboðsmenn kommúnista, sem reyni að leyna afdrifum þjóðarhetju til að þóknast Peking. SÚKKULAÐI- KÓNGURINN Staðreyndin er hinsvegar sú að ekkert er undarlegt við þessa þögn. Það eru aldrei gefnar út tilkynningar um dauða „fulltrúa“ upplýsingar- þjónustunnar — og það var heldur ekki gert varðandi John Birch. Trúboðinn ungi hefði senni- lega haldið áfram að vera einn í hóp hinna fjölmörgu, sem „saknað“ er úr síðustu heimsstyrjöld, ef ekki Robert Henry Winborne Welch hefði komið til sögunnar. Og hver er hann. Hann er 61 árs, fyrrverandi sælgætisframleiðandi, „súkku laðikóngur“ í smærri stíl. Hann er vel menntaður, stund aði nám í átta ár við Norður Karolina háskólann og síðan við háskóla bandaríska flot- ans og við Harvardháskóla, þar sem hann stundaði um skeið kennslu í lagadeild. Eftir fyrstu heimsstyrjöld- ina settist hann að í Boston og tók að framleiða sælgæti. Og fyrir nokkrum árum þótti honum sér fjárhagslega borg- ið fyrir framtíðina og dró sig í hlé. Þarna virtist enginn öfga- maður vera á ferð. Hann helg aði sig lagjörlega sælgætis- gerðinni og víðtækum verzl- unarstörfum og átti sæti í stjórn samtaka verksmiðjueig enda í Bandaríkjunum. Árið 1952 var hann einn af áköf- ustu stuðningsmönnum Eisen- howers 1 forsetakosningunum. ÞÚ ERT MAÐURINN En svo kom það. Árið 1953 var hann að leita upplýsinga í skjalasafni bandaríska þings ins, Og rakst þá óvart á nafnið John Bich. Hver er það, spurði hann sjálfan sig, hans hef ég aldrei heyrt getið. Hann tók að safna upplýs- ingurij um John Birch, og fékk brátt gott yfirlit yfir mál ið. Hann varð gripinn ofstæki, eins og þingmaðurinn Mc Carthy áður, og taldi sig sjá leynikommúnista með eitur- örvar sínar hvert sem litið var í skrifstofum ríkisstjórnarinn- ar í Washington. Þá var það að hann fékk opinberun sína: Þú ert maðurinn, sem á að útrýma þessu illa! Fyrsta skref hans var að skrifa bókina „The Life of John Birch“, sem út kom árið 1954. Hún varð að vísu aldrei „bók mánaðarins“ né heldur bezt selda bókin, en féll þó í hendur margra og sannfærði fjölda þekktra Bandarikja- manna um að hér væri ekki allt með felldu. HREYFINGIN Það var á grundvelli þeirra tilfinninga, sem bókin vakti, að Welch stofnaði „The John Birch Society“ á köldum vetr ardegi 1958. Eldri er hreyfing- in ekki, en frá stofnuninni hef ur skuggi hins látna trúboða stækkað og stækkað sem tákn andkommúnisma í Bandaríkj- unum. Hreyfingin hefur sína biblíu, sem nefnist „Blue Book“, en bezti kafli hennar er ræða, sem Welch hélt við stofnun hreyfingarinnar og hefur vak- ið mikla athygli. Rúmlega 100.000 manns hafa látið skrá sig í „The John Birch Society“. Árgjaldið er 24 dollarar (kr. 915,—) fyrir karlmenn, en 12 dollarar fyrir konur. Það eru miklir fjár- muni, sem hreyfingin hefur yfir að ráða. Meðal félaga í hreyfingunni eru margir þekktir menn, þeirra á meðal Spruille Brad- en fyrrum aðstoðar utanríkis- ráðherra, Clarence Manion, sem var rektor hins þekkta Notre Dame háskóla og T. Coleman Andrews fyrrver- andi ráðherra auk nokkurra þingmanna úr báðum flokk- um. Welch er, eins og MeCarthy, mjög vel máli farinn — og eins og fyrirrennari hans al- gjörlega tillitslaus. Með sínum öfgaaugum sér hann kommún isma þar sem aðrir geta ekki fundið hann með smásjá. Meir að segja Eisenhower, sem Welch studdi af heilum hug, er nú í hans augum ekki fylli- lega laus við kommúnisma. ÓGEÐSLEG HERFERÐ Það hefur fyrr komið í ljós að það er eitthvað í þessu tillitslausa lýðskrumi, sem hrífur hugi sumra Bandaríkja manna. Og ekki er unnt að leyna því að áhyggjur þings og stjórnar í Washington út af áróðri Welch, hafa aukizt verulegt eftir að Kennedy sett ist í forsetastól. Sá, sem hefur mest með þetta mál að gera í Washington er Robert Kennedy dómsmálaráðherra, bróðir forsetans. Áróður Welch náði hámarki fyrir nokkru er hann réðist heiftar- lega á Earl Warren, forseta Hæstaréttar Bandaríkjanna. f þúsundum bréfa til dómsmála ráðherrans krefjast meðlimir „The John Birch Society“ Framh. af bls. 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.