Morgunblaðið - 29.04.1961, Side 13

Morgunblaðið - 29.04.1961, Side 13
r> L.augardagur 29. apríl 1961 MORGVISBLAÐIÐ 13 Or. Sigurður Sigurðss on, landlæknir, skrifar m skort héraðslæknu og héraðsl æknaskipan MEÐ því að héraðslæknaskort- urinn í landinu er nú mjög ræddur og um hann hefur verið ritað hér í blaðinu af ýmsum aðilum, hefur dr. Sigurður Sig- urðsson landlæknir óskað þess, að eftirfarandi útdráttur úr greinargerð og tillögum hans til Alþingis varðandi þetta mál verði birtur hér í blaðinu: f „Frá því um síðustu aldamót [(^899), eftir að héraðslæknis- embættum í landinu var fjölgað upp í 42, hefur alltaf öðru hverju veitzt örugt að hafa öll 'héruðin skipuð læknum, og hafa stöku héruð verið læknislaus ár- um saman. Sennilega hefur ástandið þó aldrei verið jafn- ískyggilegt og nú, og sé ég eng- ar líkur til, að úr því rætist, mema gerðar séu ráðstafanir til iþess, að héruðin verði útgengi- legri, og er ég þó ekki bjart- sýnn á árangurinn. Enginn um- sækjandi hefur nú fengizt um '10 læknishéruð, og er 6 þeirra gegnt áf nágrannahéraðslækn- um, en 4 af læknum eða lækna- kandidötum til bráðabirgða. Ekki stafar þetta af því, að skortur sé á læknismenntuðum mörinum í landinu. Um síðustu áramót voru 43 fullgildir lækn- ar við framhaldsnám eða bráða- hirgðastörf, langflestir erlendis, og 70. læknakandídatar, einnig flestir erlendis eða í þann veg- inn að fara utan að loknu kandídatsnámi. Hér á eftir verður reynt að gera nokkra grein fyrir orsök- um þessarar uggvænlegu þróun- ar og að því búnu bent á helztu hugsanlegar leiðir til úrbóta. hví þarf ekki að lýsa, hve mjög jafnvægi í byggð landsins hefur raskazt á undanförnum áratugum. Þó að landsbúum hafi fjölgað jafnt og þétt, eða um 2% á ári síðan 1940, hefur heild armannfjöldi í sveitum nálega staðið í stað, en kaupstaðir tek- ið við aukningunni að lang- mestu leyti og þorp að litlu leyti. I mörgum byggðarlögum hefur fólki fækkað, byggð hefur ‘lagzt í auðn eða liggur við auðn. 'Læknar munu sízt una öðrum betur í strjálbýlum eða af- skekktum stöðum, og hygg ég, að þetta sé meginorsök lækna- fæðarinnar úti á landsbyggð- inni og jafnframt það, sem örð- lugast verður að hafa nokkur áhrif á. En auk þess kemur hér fleira til, sem leggst á sömu sveif. Arið 1930 voru 48 læknis- héruð í landinu, og var íbúa- fjöldi í aðeins 7 þeirra innan við 800 manns. Nú eru læknis- héruð 57 og íbúafjöldi 16 þeirra innan við 800 manns. 1 Hér hefur gerzt tvennt. Ann- aii. vegar hefur orðið fólksfækk- un í héruðum vegna brottflutn- ings. Hins vegar hefur Alþingi fjölgað læknishéruðum, ekki þó ; fyrst og fremst á þeim stöðum, >-(þar sem mannfjöldi hefur auk- izt, heldur aðallega með því að búta sundur tiltölulega fámenn héruð, þar sem vegalengdir voru miklar eða samgöngur erfiðar af öðrum ástæðum. Þetta er að vísu vorkunn, enda hafa kröf- ur um læknisþjónustu farið mjög vaxandi, og hafa sjúkra- tryggingar og stórstígar fram- farir í læknisfræði átt sinn þátt í ÞvL En stórbættar samgöngur með nýtízku farartækjum hefðu þó mátt vega hér upp á móti, og fremur hefði það virzt rökrétt afleiðing af tilfærslu fólksins í landinu, að héruðum hefði verið steypt saman, þar sem fækkun hefur orðið mest, enda veit ég engin dæmi um jafnfámenn læknishéruð í öðrum löndum. Það er að minnsta kosti stað- reynd, að læknar eru mjög treg ir til að setjast að í héruðum með innan við 800 íbúa, og á það alveg sérstaklega við um af skekkt héruð. Sú stefna að skipta strjálbyggðum læknishér- uðum í því skyni að auðvelda fólkinu aðgang að læknisþjón- ustu virðist mér því hafa haft öfug áhrif við það, sem til var ætlazt. Hún hefur gert þessi héruð óútgengileg, og í stað þess að þurfa ef til vill að sækja lækni um langan veg, horfir fólkið fram á að þurfa að vera læknislaust. í fámennustu héruðunum er hvort tveggja, að tekjur eru til- tölulega litlar og læknarnir hafa tímum saman lítið sem ekkert að gera við læknisverk, en við það sætta hinir langmenntuðu, ungu læknar sig ekki, enda held ur læknir ekki við kunnáttu sinni, nema hann sé í fullu starfi. Aukatekjur í þessum hér- uðum eru yfirleitt rýrar og óviss ar, og embættislaun eru læknum greidd eftir VI. flokki launalaga. Þó að þeir sitji síður en svo við lakari kost en aðrir launamenn í landinu, eru heildartekjur þeirra samt ekki sambærilegar við það, sem starfandi læknar í kaupstöðum bera úr býtum, eða við það, sem gerist í hinum stærri héruðum, og jafnar mis- munur á launaflokkum þennan mun aðeins að óverulegu leyti. Ein óstæða til þess, hve ófús- ir ungir læknar eru að setjast að utan kaupstaða, er uppeldi þeirra á námsárum. Læknisupp- eldi sitt hljóta þeir á fullkomn- asta sjúkrahúsi landsins, eins og alls staðar tíðkast, og í náminu er megináherzla lögð á klínísk læknisstörf. Þeir venjast. á að hafa á milli handa hin marg- víslegustu .rannsóknar- og lækn- ingatæki, að beita tækni, sem sífellt verður flóknari og full- komnari, og að vinna hópstarf með sérfræðingum af ýmsu tagi. Þó að öðrum þáttum læknis- fræði séu að sönnu gerð nokkur skil í náminu, eru læknastúd- entar framar öllu aldir upp til að verða sjúkrahúslæknar, og því veigra þeir sér við að setj- ast að við læknisstörf, þar sem þeir verða að vinna einir án að- gangs að sjúkrahúsi og með tvær hendur tómar, borið sam- an við það, sem þeir hafa van- izt. Til þessa má vafalaust með- al annars rekja, að nær allir ungir læknar virðast nú hyggja á framhaldsnám með það í huga að fá annaðhvort síðar stöðu við sjúkrahús eða geta að minnsta kosti starfað í nánum tengslum við þau. Við þetta bætist, að ís- lenzkir læknar hafa undanfarið átt og eiga enn greiðan aðgang að framhaldsnámi erlendis, eink um í Svíþjóð, þar sem þeir geta í senn unnið fyrir miklu kaupi og aflað sér sérfræðilegra rétt- inda, og ekki bætir úr skák, að kröfur um sérnám munu nú orðnar vægari hér á landi en í nokkru grannlanda okkar. Enn má benda á, að miklar kröfur eru nú gerðar til húsa- kynna. Þó að ötullega hafi ver- ið unnið að því undanfarið að koma upp góðum læknisbústöð- I um úti um landið, eru 7 bú- staðir í áðurgreindum 16 læknis héruðum gömul hús og úr sér gengin. Að lokum skal þess getið, að víða erlendis er enn skortur á læknum, svo sem t. d. í Sví- þjóð, en þar dveljast nú flestir þeir íslenzkir læknar, sem er- lendis eru. Ef í framkvæmd skyldi komast hugmynd Norð- urlandaráðs um samnorræn réttindi til handa læknum, ótt- ast ég mjög samkeppni við þessi frændríki okkar, eins og háttað er störfum og kjörum embættislækna hér á landi. Aðaltillögur Breytt læknaskipun, Til þess eru engar líkur, og verður að horfast í augu við þá staðreynd, að hinir langmennt- uðu og vel þjálfuðu ungu lækn- ar fáist til að sitja hálfaðgerð- Dr. Sigurður Sigurðsson arlausir yfir nokkuð hundruð manns, allra sízt á afskekktum eða strjálbýlum stöðum. Gæti ekkert breytt þessu annað en það, að íslenzkum læknum lok- uðust leiðir til atvinnu erlendis, en á því eru engar horfur. Sú lausn á læknaskorti landsbyggð- arinnar, sem líklegust væri til að bera árangur, er að stækka læknishéruðin, eftir því sem við verður komið, steypa saman fá- mennum héruðum og gera á þann hátt eitt lífvænlegt héraðs læknisembætti úr tveimur, sem reynslan hefur annaðhvort þeg- ar sýnt, að enginn vill setjast í, eða nokkurn veginn er víst um, að enginn muni fást í, þegar hér aðslæknar af hinni eldri kyn- slóð láta af störfum. Samtímis mætti gera ráðstafanir, sem í senn mundu bæta læknisþjón- ustuna og auka á líkur til, að læknar fengjust í héruðin, svo sem að heimila eftir nánari regl um ráðningu ríkislaunaðra að- stoðarlækna hluta úr ári eða allt árið eftir staðháttum og mannfjölda og að sjá fyrir ör- uggum farartækjum í ófærð (snjóbifreiðum), er £ sumum til- fellum að minnsta kosti gætu verið eign héraðanna. Það er tvímælalaust mjög ákjósanlegt, að tveir læknar vinni saman, þar sem því verður við komið. Auk þess að veita hvor öðrum fulltingi, þegar vanda ber að höndúm, gætu þeir skipzt á vöktum og jafnvel haldið uppi reglulegum viðtalstím-’m á stöð- um fjarri læknissetri. En slík ráðstöfun ætti einnig að geta stuðlað að því, að læknarnir yndu sér betur, og væri það ekki lítils vert. Hins vegar virð- ist mér óráðlegt, að tveir hér- aðslæknar sitji samtýnis,, því að ekki mundi það öfundarlaust, ef annar nyti meiri hylli. Á hverjum slíkum stað ætti því að vera aðeins einn húsbóndi og aðstoðarlæknir hans. En það eru ekki aðeins fá- menn læknishéruð, sem steypa mætti saman. Ástæðulaust er, að hvert læknishéraðið sé ofan í öðru á þéttbýlustu svæðum landsins. Þar tel ég eðlilegt, að héruðum verði fækkað á næst- unni, en sjúkrasamlög ráði í þess stað starfandi lækna þang- að, sem þeirra er þörf. Læknishérað tel ég ekki við- unanlega fjölmennt, nema íbúar þess séu í fæsta lagi 1000, enda ætti þá að fara saman, að einn læknir hefði góðar tekjur og hæfilegt starf. I þessu sambandi er rétt að vekja athygli á því, hve mjög er bruðlað með héraðs- lækna hér á landi. í Noregi, sem vel má bera saman við ísland, einkum norðurhluta landsins, koma um 8200 manns á hvern héraðslækni, en á íslandi um 3000. Utan Óslóarborgar og Reykjavíkur eru tilsvarandi töl ur um 7500 og 1900. í Svíþjóð koma hartnær 10000 manns á hvern héraðslækni. Með þyí að bera fram framan- skráðar tillögur, hef ég ekki það eitt í huga, að læknishéruð verði útgengilegri en verið hefur, held ur jafnframt hitt, að læknisþjón usta verði ekki óhóflega dýr rík- issjóði, en það sjónarmið virðist nokkuð hafa verið sniðgengið á undanförnum árum. Ég tel nú tímabært, að fram fari gagnger endurskoðun á síðustu lækna- skipunarlögum. Breytingar á launakjörum. Tekjur héraðslækna eru aðallega fengnar annars vegar með föst- um embættislaunum og hins veg- ar með greiðslum frá sjúkrasam- lögum og einstaklingum fyrir læknishjálp og lyf, þar sem sér- stakar lyfjabúðir eru ekki. Skulu þessi tvö greiðslukerfi rakin nokkru nánar. Föst laun eru greidd eftir þrem ur launaflokkum (sjá reglugerð nr. 47 14. maí 1958), er svara til X., VII. og VI. flokks launalaga. I 5 læknishéruðum fer greiðslan eftir X. flokki launalaga. Árs- byrjunarlaun eru þar (sjá lög nr. 1 1951) kr. 46207.00 í byrjun, en hækka á 5 árum í kr. 60186.00. Aukatekjur eru allmiklar í þess- um héruðum, enda hefur ekki fram til þessa reynzt örðugt að fá þangað lækna. í 12 læknishér- uðum fer launagreiðsla eftir VII. flokki launalaga. Þar eru byrjun- arársgrunnlaun kr. 55511.75, en eftir 5 ár kr. 73624.25. Enginn um sækjandi hefur um nokkurt skeið fengizt um eitt þessara hér- aða (Hólmavík), en hin eru skip- uð. í 38 læknishéruðum fer launa greiðsla eftir VI. flokki launa- laga.. Þar eru ársgrunnlaun ein Og hin sömu, kr. 78300.25. Nú eru 9 þessara héraða óskipuð. í þess- um launaflokki eru öll áður- nefnd 16 héruð með innan við 800 íbúa. Greiðslur frá sjúkrasamlögum eru að langmestu leyti inntsr af hendi fyrir unnin verk, en ekki eftir umsömdu númeragjaldi, og fara þær eftir gjaldskrá héraðs- lækna írá 1932 með breytingum síðast frá 1956, en þá var upp- haflega gjaldskráin sexfölduð. Samkvæmt bví er nú ereiðsla fyrir sjúkraviðtal með rannsókn kr. 12.00, en fyrir sjúkravitjun kr. 18.00. Hefur hin hægfara og hlutfallslega litla hækkun gjald- skrárinnar fram til þessa verið skýrð með hækkun þeirri, er gerð var á launum héraðslækna með launalögum 1945. Ýmis á- kvæði þessarar gjaldskrár, svo sem gjald til læknis fyrir hverja klukkustund á ferðalagi, eru löngu úrelt og þarfnast skjótrar endurskoðunar. Með núverandi greiðslufyrir- komulagi eru tekjur lækna í fólksfæstu héruðunum vafalaust fyrir neðan það, sem kandídötum er greitt fyrir skylduþjónustu á sjúkrahúsum og er hér komið upp ósamræmi, sem ekki er stætt á. Ég tel nauðsynlegar eftirfar- andi breytingar á launakjörum héraðslækna, hvort sem fallizt yrði á að fækka læknishéruðum eða ekki: 1. Embættislaun héraðslækna skulu greidd fyrir embættisstörf eingöngu, en til slíkra starfa telst einkum: samfelld seta læknis í héraði, öll tilskilin skýrslugerð, sóttvarnir, ónæmisaðgerðir, berklapróf, almennt heilbrigðis- eftirlit, svo sem með vatnsbólum, fráræslu, húsakynnum, þrifnaði, matvælum, aðbúnaði í verksmiðj um og á öðrunp vinnustöðum og ýmislegt fleira, er fellur undir starfssvið heilbrigðisnefnda eða tekið er fram í erindisbréfi hér- aðslækna (sjá auglýsingu nr. 84 1934). 2. Fyrir störf í þágu sjúkra- samlaga og annarra greina al- mannatrygginga fari greiðsla eft ir samningum, er stéttarfé.lög lækna gera fyrir þeirra hönd við þessa aðila eða Tryggingastofnun ríkisins fyrir hönd þessara aðila. 3. Fyrir störf, önnur en em- bættisstörf, í þágu ríkis, sveitar- félaga og opinberra stofnana fari greiðsla eftir sömu reglum og þá er sjúkrasamlög eða aðrar grein- ir almannatrygginga eiga í hlut. 4. Fyrir störf í þágu annarra en almannatrygginga, ríkis, sveit arfélaga óg opinberra stofnana fari greiðsla eftir reglum, er stéttarfélög lækna setja og birta almenningi. Nú eru slíkar reglur ekki birtar, og mega þá læknar, er í hlut eiga, ekki krefjast hærri greiðslu en þá er almannatrygg- ingar eiga í hlut. 5. Ef samkomulag næðist ekki um greiðslur samkvæmt liðum 2—4, yrði að vera heimilt að setja læknum gjaldskrá fyrir læknisverk, og tel ég þá eðli- legra, með tilliti til núverandi skipunar tryggingarmálanna, að félagsmálaráðuneytið setti hana. Um framangreindar tillögur um breytingar á launagreiðslum em- bættislækna yrði að sjálfsögðu að hafa náið samráð við Trygg- ingarstofnun ríkisins. Enn frem- ur tel ég rétt, að ákveðið yrði samtímis um laun fyrir embætt- isstörf lækna og greiðslur sam- kvæmt liðum 2—4. Þó að greiðsl- ur samkvæmt þessum liðum ættu að vísu fyrir sér að breytast, væri þá eigi að síður í upphafi fundinn grundvöllur, sem hafa mætti til hliðsjónar við síðari samninga. Sérfræðinám. Ég tel mikla nauðsyn á, að sett verði hið fyrsta strangari skilyrði en hing- að til hafa gilt fyrir sérfræðivið- urkenningu í læknisfræði, og þyrfti því að hraða afgreiðslu reglugerðar þeirrar, sem nú ligg- ur í aðalatriðum fyrir. Læknisbústaðir. Halda þarf á- fram og herða á byggingu læknis bústaða, þar sem þessir bústaðir eru gamlir og úr sér gengmr, en fjöldi þeirra og staðsetning fer vitanlega eftir því, hvort fallizt verður á að fækka læknishéruð- um eða ekki. Varatillögur Ef ekki verður fallizt á til- löguna um að steypa saman lækn ishéruðum og gera embættin á þann hátt lífvænleg, eða meðan það er ekki gert, mun óhjá- kvæmilegt að auka til muna út- gjöld ríkis (og sveitarfélaga) vegna héraðslæknaþjónustunnar í landinu, og verður hér á eftir bent á helztu ráðstafanir, sem mér virðast tiltækilegar. Framh. á bls. 15

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.