Morgunblaðið - 29.04.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.04.1961, Blaðsíða 15
Laugardagur 29. apríl 1961 MORGUNBLAÐIÐ 15 hvort hann vill lækningu Fjdrsöfnunardagur Blda bandsins d morgun FORRAÐAMENN Bláa bands ins buðu fréttamönnum að skoða bækistöðvar félagsskap ar síns í síðastliðinni viku í tilefni þess að á morgun er fjáröflunardagur fyrir starf- semi þessa félagsskapar. f Bláa bandið hefur það að markmiði að koma á fót og efla stofnanir fyrir það fólk, sem sjálft vill leita sér lækninga vegna ofdrykkju. Það rekur nú J>rjú vistheimili fyrir þessa sjúklinga, hjúkrunarstöð að Flókagötu 29, dvalarheimili í næsta húsi á Flókagötu 31 og vistheimili í Víðinesi í Mosfells- sveit. Á hjúkrunarstöðinni er sjúk- lingum ætlað að dvelja um jþriggja vikna skeið undir læknis Ihendi og komast þar yfir erfið- asta skeið sjúkdóms síns. Dvalar- íheimilið á Flókagötu 31 er ætlað sem ,,pensjónat“ fyrir þá drykkjumenn, sem hvergi eiga höfði sínu að halla. Njóta sömu fyrirgreiðslu og berklasjúklingar. Sjúklingar þeir, sem dveljast á hjúkrunarstöð Bláa bandsins — Minningarorð Framh. af bls. 11. traust og vináttu þeirra, og mjög að verðleikum. Mjög var á orði (höfð sjósókn hans á öndverða- nesi sem þótti hvorttveggja í senn djarfleg og happasæl. Eftir 16 gæfurík ár flutti Jón frá Önd- verðanesi og settist að á Akra- nesi og hóf þar sjómennsku á iný og stundaði hana jöfnum ihöndum við landvinnu um nokk- urra ára bil. í árs byrjun 1948 amissti Jón Guðrúnu konu sína og varð honum sem að líkum ræður sár missir hennar. Fáum árum síðar varð Jón fyrir því slysi að missa sjón á öðru aug- anu en allt þetta mótlæti sitt toar hann með hinni mestu karl- mennsku og jafnaðargeði, svo laldrei mátti á honum sjá að hann (bæri þungar raunir. Eftir þetta (flutti hann frá Akranesi og sett- ist að í Keflavík og dvaldist þar Itil hinztu stundar. Eftir að Jón tfluttist til síðasta dvalarstaðar síns kvæntist hann öðru sinni og var kona hans Guðrún Guð- mundsdóttir og lifir hún mann sinn, þeim varð ekki barna auðið. Að ósk Jóns heitins verður hann jarðsettur að Görðum á Akranesi við hhð Guðrúnar fyrri konu einnar. Jón var hinn mesti at- fjörfismaður á vöxt og afl. Frá hans vörum heyrðist aldrei æðru orð heldur þess í stað sífellt upp- örvandi hollráð og sigurvissa. Með slíkum mönnum er gott að vera. Jón frá Öndverðanesi var einn af þeim fáu samferðamönn- um sem ávallt gat litið til baka imeð stoltlegri gleði eftir sigur- sælli ævibraut. Jón var góður 'heimiiisfaðir og margur leitaði |>angað aðstoðar og hollráða til hins stórláta og veitula manns. Hann var sá maðurinn sem ég Ihefi þekkt grandvarastan og ttiispurslausastan í allri um- igengni. Því sendi ég honum af Ihjartans einlægni þessar fáu þakklætislínur að ferðarlokum, og árna honum heilla og far- sældar á hinni nýju vegferð um ómælisgeim eilífðarinnar. Svo ttcveð ég hann í Iwáð og vænti Igleðilegra endurfunda við hann S fyllingu tímans. Veri hann blessaður og sæli þessi gamli •veitungi minn og hollvinur. Kristján Þórsteinssoo. og á vistheimili þess samkvæmt læknisráði njóta sömu fyrir- greiðslu af opinberri hálfu og aðrir sjúklingar með langvar- andi sjúkdóma. Hið opinbera greiðir 4/5 kostnaðarins en sjúklingur eða aðstandendur hans það sem afgangs er. Heil- brigðismálastjórn ákveður dag- gjöld. Á sl. ári tók hjúkrunar- stöðin á móti 393 sjúklingum. 283 þeirra dvöldu þrjár vikur, sem er tilskilinn tími á hjúkrunarstöð inni, eða lengur. 22 menn dvöldu á vistheimilinu á Víðinesi og út- skrifuðust þaðan 10 eftir 6 mán- aða dvöl þar eða lengur. Alls voru dvalardagar á Flókagötu 31 2779 og þurfa vistmenn þar að greiða 525 kr. á viku hverri fyrir fæði og húsnæði og aðra þjón- ustu þar. Húsrými fyrir konur Jónas Guðmundsson, formaður Bláa bandsins, skýrði blaða- mönnum nokkuð frá starfsemi félagsskaparins og framtíðar- áætlunum. Verið er nú þessa dagana að ganga frá húsrými fyrir drykkjusjúkar konur í hjúkrunarstöðinni að Flókagötu 29 en frá því árið 1958 hefur hjúkrunarstöðin aðeins verið fyr- ir karlmenn. Á þeim tíma hafa alls 1200 manns leitað hjúkrunar á vegum samtakanna, þar af 70 konur. Samtökunum hefur verið legið á hálsi fyrir að hafa ekki aðstöðu til fyrirgreiðslu fyrir drykkjusjúkar konur. Mun nú verða úr þessu bætt. Árið 1958 keypti Bláa bandið býlið Víðines í Mosfellssveit og er þar rekið dvalarheimili fyrir drykkjusjúklinga, sem þurfa lengri tíma en hjúkrunarstöðin á kost á að veita til þess að þeir geti yfirstigið sjúkdóm sinn að fullu. Nú eru vistmenn í Víðinesi 14 talsins og er dvalartími þeirra allt frá 6 mánuðum og upp í 2 ár. Vistheimilið í Víðinesi reka Lífvörður Tsjombes MOSIE Tsjombe, forseti og forsætisráðherra Katangafylk is í Kongó, kvað vera maður hégómlegur nokkuð, og völd- in þykja honum sæt, að því sagt er. ★ Af ýmsum myndum hefir mátt ráða, að Tsjombe sé nokkuð gefinn fyrir ýmiss konar ytra prjál — vilji gjarna hafa dálítinn „hirð- glans“ í kringum sig og hafi gaman af að klæðast kjólföt- um og hengja á sig heiðurs- merki. Tsjombe hefir um sig líf- vörð valdra mann, og ekki þarf að kvarta undan því, að þeir séu hversdagslega klædd ir. Er búningur þeirra allur liinn skrautlegasti, þótt sumir telji hann raunar ekki bera vott um sérlega háþróaðan smekk. En hvað um það, hann virðist hafa tilætluð áhrif, a. m. b. horfa drengirnir á þessari mynd með óttablöndn- um virðingarsvip á hina skrautbúnu lífverði — en sjálfsagt gera bifhjólin líka sitt til að auka á virðing- una .... þau hjónin Steinar Guðmunds- son og Jósíana Magnúsdóttir. Yfirlæknir Bláa bandsins er Þórður J. Möller. Nýjar byggingar Bláa bandið hefur byggingar- framkvæmdir á stefnuskrá sinni enda hefur því fyrst og fremst verið örðugt um vik með hús- rými, þar sem byggingum þeirh, er því hefur staðið til boða, hefur Frh. á bls. 23 Karlakór Reykjavíkur KARLAKÓR Reykjavíkur held- ur upp á 35 ára afmæli sitt þessa dagana, og heldur söngskemmt- anir á hverju kvöldi, svo að segja. Fyrsti samsöngurinn var haldinn síðastl. þriðjudagskvöld í Austurbæjarbíói. 13 lög voru á söngskránni, þar af 7 eftir ís- lenzk tónskáld. Bezt sungin voru „Fyrstu vordægur", eftir Árna Thorsteinsson; „Viltir í hafi“, eftir Björgvin Guðmundsson; „Förumannaflokkar þeysa“, eft- ir Karl O. Runólfsson og „Þér landnemar", eftir söngstjórann, Sigurð Þórðarson. öll prýðisvel sungin. Einsöngvarar voru þeir Guðmundur Guðjónsson tenór- söngvari („Ave Maria“ eftir Kaldalóns) og Guðmundur Jóns- son okkar snjalli barytonsöngvari (Drykkjuvíu „Gengi ég út um kvöld“, eftir Grieg og lék þar slompfullan náunga af mikilli leikni). Var að sjálfsögðu gerður mikill rómur að söng þeirra, ekki síst þegar þeir sungu tvísöng úr „Ástardrykknum“ eftir Donizetti. Hallalúja-kórinn úr „Messías" eftir Hándel getur aðeins notið sín til fulls í blönduðum kór. Hér naut hann sín ekki til fulls. „Hirðingjar“ Schumanns voru prýðisvel sungnir, og er það meðal beztu karlakórsverka sem völ er á. Sigurður Þórðarson tónskáld stjórnaði að vanda af mikilli röggsemi og festu Og hefur sýnt alveg dæmafáan dugnað og elju við stjórn og þjálfun kórsins þessi 35 ár sem liðin eru frá stofn un hans. Má og segja að margt hafi á daga kórsins drifið. Hann mun vera einna víðförlastur allra karlakóra á Norðurlöndum og þó víðar væri leitað, og hefur sung- ið í þrem heimsálfum, við ágætan orðstír. Þá ber ekki síður að þakka störf kórsins hér heima í þágu söngsins og skemmtana lífs bæjarins. Hafa bæjarbúar jafnan beðið hinna árlegu söng- skemmtana hans með mikilli eft- irvæntingu og styrktarfélagar kórsins skipta mörgum hundruð- um. I lok samsöngsins söfnuðust allir félagar, eldri sem yngri, saman á söngpallinum, og voru það samtals 100 manns. Óskað hefði ég að þessi stóri kór hefði sungið fleiri lög, svo hreimmik- ill og voldugur sem hann var. Mikið barst af blómum og voru söngstjóri og einsöngvarar marg kallaðir fram. Fritz Weishappel aðstoðaði við flygilinn prýðisvel. Við, sem notið höfum söngs Karlakórs Reykjavíkur hálfan fjórða áratug, óskum honum og söngstjóranum Sigurði Þórðar- syni til hamingju með afmælið. Hið óeigingjarna og mikla starf, sem meðlimir kórsins hafa lagt á sig verður seint fullþakkað. Megi kórinn enn sem fyrr horfa mót bjartri framtíð. . P.í. — Læknaskortur Framhald af bls. 13. Staðaruppbót. f mannfæstu héruðunum legg ég til, að greitt verði álag á föst laun, er nefna má staðaruppbót. a. Héraðslæknar í héruðum með færri en 450 íbúa hljóti staðar- uppbót, er nemi 50% fastra launa. b. Héraðslæknar í héruðum með 450—600 íbúa hljóti staðarupp- bót, er nemi 33% % fastra launa. c. Héraðslæknar í héruðum með 600—800 íbúa hljóti staðarupp- bót, er nemi 25% fastra launa. Lyf, lækningatæki o. fl. í eigu læknishéraðs. Að óbreyttri hér- aðsskipan er augljóst, að læknar fást ekki til að setjast að í fá- mennustu héruðunum. Hljóta þau því að verða að sæta þeirri læknisþjónustu, sem læknakandí dötum ber að inna af hendi um sex mánaða skeið til þess að hljóta lækningaleyfi. Hins vegar vex kandídötum eðlilega í aug- um að fara í hérað til svo stuttr- ar dvalar Og verða að hafa með sér öll nauðsynleg lyf og lækn- ingatæki og auk þess húsgögn í læknisbústað. Veldur þetta því, að kandídatar sniðganga þessi auðu héruð eftir megni en reyna í stað þess að koma sér að sem aðstoðarlæknar héraðslækna, ef ekki er völ sæmilegra héraða, Og tekst það oft, eins og reynsla er fengin fyrir. Þessi nauðstöddu héruð fara því jafnvel oft á mis við þá bráðabirgðaþjónustu, sem ætlazt er til, að þau eigi að geta notið. Úr þessu verður ekki bætt nema læknishéruðin eigi sjálf nauðsynleg lyf og lækningatæki og helztu húsgögn í læknisbú- stað. Yrði þá vitanlega að búa þannig um, að ekkert færi í súg- inn við læknaskipti, þ. e. að tæki Og lyf yrðu talin og verð- lögð við hvert skipti. Þótt hér- uðum yrði steypt saman, þyrfti eigi að síður að sjá fyrir lækn- ingatækjum og húsgögnum á stöðum, þar sem aðstoðarlækn- um væri ætlað að sitja um stund- arsakir, en hlutaðeigandi héraðs- læknir mundi sjá fyrir lyfjum. Þjónusta læknastúdenta eða erlendra lækna í héruðum. Sum- ir virðast ætla, að fá megi lækna- stúdenta til að þjóna tíma og tíma í auðum læknishéruðum. Til skamms tíma hefur þetta ver- ið svo, en eftir síðustu breytingu háskólareglugerðarinnar (sjá auglýsingu nr. 76 1958) hefur læknanámið verið þyngt svo mjög, námstími á sjúkrahúsum aukinn og námstíminn í heild takmarkaður, að ekki verður lengur gert ráð fyrir neinni slíkri þjónustu af hálfu læknastúdenta. Þá hefur þeirri hugmynd skotið upp, að fá megi erlenda lækna tii að gerast héraðslæknar hér á landi. Til þessa eru alls engar líkur eins og öllum mun ljóst, sem kunnugir eru þessum mál- um meðal annarra þjóða, og tel ég þess vegna óþarft að ræða þetta atriði nánar.“ - Úr ýmsum áttum Framh. af bls. 12. þess að hæstaréttarforsetinn verði dreginn fyrir dóm vegna and-bandarískrar starfsemi. Þetta. er einhver ógeðsleg- asta herferð, sem gerð hefur verið í Washington um langan aldur. Og stórblaðið The New York Herald Tribune telur að nú sé kominn tími til að rann- saka hagi Welch. Bandaríska þjóðin, segir blaðið, á rétt á að vita hvað býr á bak við The John Birch Society. Það hlýtur að vera til betri aðferð til að berjast gegn kommúnisma en að heyja borgarstyrjöld gagn- kvæmra ásakana. ★ Verður unnt að stöðva þennan undarlega súkkulaði- kóng? Verður unnt að reka draug Johns Birchs í gröfina? Þannig hljóðar spurningarn ar í dag. Jörgen Bast í Berlingske Aftenavis Lausl. þýtt). Drykkjusjúklingurinn ræður því sjálfur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.