Morgunblaðið - 29.04.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.04.1961, Blaðsíða 16
16 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 29. aprfl 1961 Cunnar Cortes GUNNAR JÓHANNES CORTES var fæddur í Reykjavík 21. okt. un og þjálfun. Auk þess var mað urinn sjálfur ríkulega gæddur þeim kostum, sem góðan lækni mega prýða. öll störf hans voru 1911. Foreldrar hans voru Eman Minning uel R. H. Cortes, yfirprentari í Gutenberg og kona hans Björg Vilborg Jóhannesdóttir, trésmiðs í Reykjavík Zoega. Gunnar ólst upp og stundaði nám í Reykjavík. Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1931 og lauk læknisprófi við Há skóla íslands í janúar 1937, hvort tveggja með 1. einkunn. Fór á sama ári til Danmerkur og stund aði þar framhaldsnám óslitið til hausts 1940. Lagði stund á hand lækningar (chirurgi) og varð síð ar viðurkenndur sérfræðingur í þeirri grein. f nóv. 1940 settist hann að í Reykjavík sem starfandi læknir. Var jafnframt 2. aðstoðarlæknir og síðar 1. aðstoðarlæknir við handlæknisdeild Landsspítalans frá ársbyrjun 1942 til ársloka 1946. Síðar hefur hann dvalið nokkr um sinnum erlendis við fram- haldsnám í sérgrein sinni, eink um í Svíþjóð og Englandi. Frá 1947 hefur Gunnar stundað al- menn læknisstörf í Reykjavík og handlækningar við sjúkrahús Hvítabandsins. Gunnar undirbjó vel ævistarf sitt, stundaði framhaldsnámið í völdum sjúkrahúsum í Ðan- mörku og fékk hina beztu mennt mótuð af staðgóðri þekkingu, frábærri vandvirkni, nákvæmni og gætni, reglusemi, skipulagn- ingu og snyrtimennsku. Hann var gæddur góðum gáfum ásarnt hagkvæmri skynsemi, og þægi- lega kímnigáfu skorti hann ekki. Glæsimenni í sjón og að vallar- sýn. Framkoma aðlaðandi og vakti óskorað traust. Grandvar í orði og geymdi 'vel trúnaðarmál. Það var því ekki furða þó að störf hlæðust á Gunnar og hann yrði ástsæll af sjúklingum sín- um, sem bæði virtu hann og dáðu. Meðal stéttarbræðra sinna naut hann fyllsta trausts og álits. Greinar hans í læknaritum báru vott um góða þekkingu, glögg- skyggni og rökfestu og sömu vandvirknina og fram kom í öðr um störfum, en kunnugir vissu að meginhluti rannsóknarstarfs hans hafði enn ekki komið fyrir almenningssjónir og mun ekki hafa unnizt tími til að ganga frá því að fullu. Hann varð bráð- kvaddur á leið heim frá vinnu sinni í sjúkrahúsinu að kvöldi þess 22. apríl s.l. Við hið óvænta og sviplega fráfall Gunnars er vandfyllt skarð höggvið í hina fámennu íslenzku læknastétt. Slíka menn má hún sízt missa fyrir aldur fram. Læknisstarfið og heimilið áttu hann allan, og gaf hann sig því minna að al- mennum málum en hæfileikar stóðu til, en kaus að vinna sitt giftudrjúga starf í kyrrþey, um það var ekkert skrum. Vinir Gunnars vissu þó að hugðarefnin voru fleiri. Hann fylgdist vel með margskonar nýjungum á sviði tækni og vísinda, og kunni vel að meta og njóta fagurra lista, þegar annir leyfðu. Mesta unun hafði hann af góðri tónlist. Gunnar kvæntist (1937) ágætri konu, Kristrúnu Þorsteinsdóttur hafnsögumanns Sveinssonar. Voru þau einhver samrýmdustu hjón, sem ég hef kynnst, og heim ilisbragur allur með ágætum. Þau eiga þrjár dætur, Erlu gifta Árna Kristinssyni, stud. med., Kristínu Björgu, nemanda í Menntaskól- anum og Guðrúnu, sem enn er á bernsku skeiði. Ég votta þeim innilega samúð við fráfall vinar og félaga og frábærs heimilisföð ur. Missir þeirra er mikill, en að sama skapi dýrmætar endur minningar um fagurt mannlíf og fyrirmynd, er eigi mun firnast. — Hans munu margir sakna og margir minnast hans með þakk látum huga. Ólafur Geirsson. f En hér féll grein af góðum stofni, grisjaði dauði meira en nóg. Sig. Sig. ÞAÐ voru mikil og þung tíð- indi, er sú fregn barst út, að Gunnár Cortes væri ekki leng- ur í lifenda tölu. Þar missti ís- lenzk læknastétt einn þeirra manna sem var hennar mikla prýði. Mannkostir hans, hæfi- leikar og skapgerð átti þar allt sinn hlut að máli. Gunnar Cortes mun jafnan verða mér hugstæður og ber margt til þess. Hann átti það í fari sínu, sem hver maður er öfundsverður af. Yfir honum var ró hins þroskaða manns, sem hefur mikið vald yfir til- finningum sínum. Öll fram- koma hans einkenndist af fastri og veltamdri skapgerð. Þó hann væri hlédrægur og vildi komast hjá því að láta á sér bera, var hann frjálslegur í framkomu og viðmót hans þægilegt og hlýtt. Hann var fríður maður sýnum, íbúð Góð 3ja til 4 herb. íbúð óskast sem fyrst eða 14. maí. Fyrirframgreiðslu eftir samkomulagi. Upplýsingar í síma 32270. N Ý SENDING Skinnhanzkar Glugglnn Laugavegi 30. N Ý SENDING Húfur og hattar Glugginn Laugavegi 30. G ayms!up!áss 50—70 ferm. óskast til leigu nú Tiegar. Þarf að vera þurrt og á götuhæð með greiðri aðkeyrslu. Samábyrgð íslands á fiskiskipum Skólavörðustíg 16 — Sími 22170. Bandsagir Get útvegað bandsagir 12“ 14“ og 16“ verð frá kr. 10 þús. / Hefi vél til sýnis laugardag kl. 1—5 og sunnudag kl. 1—3. Trésmíðaverkstæði JÓNS KR. JÓHANNESSONAR Hraunhvammi 2 Hafnarfirði. bbbbbbbbbbbbbbbbhbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbb b b b b b b b b b b b b fallega vaxinn og bar sig vel. Gunnar var gæddur óvenjulegri snyrtimennsku og vandvirkni í störfum. Hann gætti þess að hafa allt í röð og reglu og leit- aðist jafnan við að leysa verk- efni sín á þann hátt, sem hent- aði bezt til góðs árangurs. Hann lét það aldrei henda sig að ganga frá óhreinu borði eða skilja við neitt í óreiðu. Vís- indaleg nákvæmni var honum í blóð borin. Ekki gat hjá því farið að Gunnar yrði kvaddur til mikilla starfa, sökum góðrar menntunar hans og hæfileika, auk- eiginda þei'rra, sem þegar hefur verið lýst. Það fór einnig svo, að hann varð fljótt mjög störfum hlaðinn. Auk mikilla almennra læknisstarfa stundaði hann skurðlækningar, fyrst við Landsspítalann pg seinna sjúkra hús Hvítabandsins og hlaut hið bezta orð fyrir. I sinn hóþ vár Gúnnar hnytt- inn og glaðvær. Hann átti til að segja smellnar sögur og greina frá skemmtilegum atburðum í stuttu, skýru máli. Frásögn hans var róleg, hnitmiðuð og hitti naglann á höfuðið. GunnaT hafði góða söngrödd og unni mjög hljómlist. Hann sótti mik- ið hljómleika og leikhús, bæði hér og á ferðum sínum erlendis. Yfirleitt bar hann glöggt skyn á flestar tegundir lista og unni þeim. Það féll í minn hlut að vinna dálítið með honum, nokk- ur ár í röð, í þágu Læknafélags Reykjavíkur. Ég á margar góðar og þægilegar endurminningar frá þeirri samvinnu. Hann sýndi þá, sem endranær, hvað hann var góður og skemmtilegur fé- lagi, sem hvorki vildi hlífa sér á annarra kostnað, né biðjast undan neinum skyldum. Hið sviplega fráfall Gunnars, langt um aldur fram, kom öllum á óvart. Þó kom það í ljós, í seinni tíð, að hann gekk ekki rneð öllu heill til skógar. Hann mun þó hafa leynt því fyrir flestum, enda fjarri hans skap- gerð að láta á slíku bera. Læknisstörf sín stundaði hann, þar til yfir lauk af sama dugn- aði og árvekni, sem jafnan áður. íslenzka læknastéttin er fá- menn og á, af þeim sökum, oft í vök að verjast. Hver hæfi- leikamaður, sem fellur úr henn- ar röðum er þungur missir og mikil blóðtaka. Sagt er að mað- ur komi í manns stað. Vera má að svo sé; en við vitum hvað við eigum, en síður hvað við hreppum. Góður drengur og vel gerður, sem hefur helgað öðr- um líf sitt og starf, verður þeim aldrei bættur, er hann fell- ur frá. Þannig er Gunnar Cortes horf inn öllum þeim sem unnu hon- um og til hans þurftu að leita sem læknis og vinar. Hann verð ur þeim aldrei bættur. Um það er ekki við neinn að sakast. Hér erður engu um þokað framar. ‘ Ég bið allar góðar vættir að vernda konu hans og dætur og að létta þeim harmaspörin. Bjarni Bjarnason, Stjórn hestamannafélagsins Freyfaxa á Fljótsdalshéraði.. Formaðurinn, Pétur Jónsson, lengst til hægri. Tamnintjastöð á Fljótsdalshéra&i Þar voru í vetur 24 hestar EGILSSTÖÐUM, — Þann 9. þ. j ingahestanna væru mjög álitleg m. var leyst upp tamningastöð ' hestamannafélagsíns Freyfaxa á Fljótsdalshéraði og hafði hún þá verið starfrækt í tvo mánruði. 24 hestar voru á stöðinni að staðaldri. Kostnaðurinn við hvern hest var 30 kr. á dag, tamning, hirðing og fóður inni- falið. Tver fastir menn störfuðu við stöðinra, auk eins manns er vann að tamningu í tæpan mán- uð. Ármann Guðmundsson veitti stöðinni forstöðu. Setja svip á héraðið Kl. 2 simnudaginn 9. þ. m. hafði safnast saman á Egilsstöð- um talsvert af fólki auk eigenda hestanna. Erindreki Landssambands hestamanna, Þor kell Bjarnason, á Laugarvatni, var þarna mættur af þessu til- efni. Pétur Jónsson á Egilsstöðum, formaður hestamannafélagsins á Héraði, benti á, að þau ár sem hestamannafélagið hefur starfað, hefur áhugi manna fyrir hesta- mennsku hér farið vaxandi, og bæri enn að efla þann áhuga. Sagði hann að þetta hérað væri sviþniinna ef enginn gæðingur- inn sSeist. Og að í hópi tamn- Góður árangur Er hann hafði lokið máli sínu, tók til máls erindreki L. H. Þor- kell Bjarnason. Talaði hann um hestinn almennt og skoraði á menn að efla hestamennsku og fylgja vel eftir því starfi sem hér væri að vinna í þessu fagra héraði. Þá vék hann að stöðinni, sem hann kynnti sér á laugadags kvöld og sunnudagsmorgun með því að ríða út á hestunum með tamningamönnum. Sagði hann að undraverður árangur hefði náðst á svona stuttum tíma. Lofaði hann bæði eldi og hirð- ingu hestanna. Jafnframt sagði hann sig undra það hve góður vilji væri í þessum hestum, hér hlyti að vera góður stofn og margt hér af gæðingsefnum. Síðan voru hestar leiddir út, fjórir í einu, en tamningamenn og staðarmenn riðu niður á veg- inn til að sýna hestefnin. Um kl. 4 leysti formaður upp tamn- ingastöðina og óskaði hestefn- um góðrar ferðar heim. Síðdegis og um kvöldið var kyikmynd frá landsmóti hestamanna á Þingvöllum 1958 sýnd í Ásbíói. . B.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.