Morgunblaðið - 29.04.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.04.1961, Blaðsíða 17
Laugardagur 29. apríl 1961 MORCVNBLAfílÐ 17 Thomas Möller fyrrverandi póstafgreiðslumaður MINNISSTÆÐUR maður, kær og traustur vinur, Thomas Möll- er, er til moldar borinn í dag vestur í Stykkishólmi, þar sem íhann ól aldur sinn í hálfa öld. Hann var kominn af merku íólki og hlaut ágæta hæfileika í arf. Heimili foreldra hans á ©lönduósi var orðlagt fyrirmynd arheimili, og þótti Thomas ! snemma afbragð annarra ungra j imanna um dugnað og myndar- | ekap. í Verzlunarskóla íslands sótti hann námið með mikilli rýði, og að prófi loknu fluttist ann til Stykkishólms og settist ar að. í starfi sínu um langan aldur sem póstafgreiðslumaður og simstjóri vann hann sér vin- Eældir og einstætt traust fyrir festu, skyldurækni og alúð. Þess- dr eiginleikar komu og skýrt tfram í öllum þeim þýðingar- aniklu trúnaðarstörfum, sem hon- um voru falin varðandi héraðs- mál og stjórnmál, sem honum stóðu jafnan hjarta nær. Fáa menn hef ég fyrir hitt jafn traustvekjandi og Thomas Möll- er. Allt sem hann mælti, stóð jjafnan sem stafur á bók. Dugn- aðurinn, starfsorkan, lifsfjörið sindraði af honum, og vináttan var traust sem bjarg. Öll þau imiklu og löngu kynni, sem ég Ihafði af honum, voru á eina leið: (Þau mótuðust af drengskap hans, (vinfesti og hreinlyndi. ’ Við brottför Thomasar Möllers ikveð ég þakklátum huga hinn góða vin og einstaka öðlings- mann og sendi frú Margréti, ibörnunum og venzlamönnum einlægar samúðarkveðjur. Gunnar Thoroddsen. kvæntan Arnfríði Kristinsdóttur kaupm. Magnússonar í Rvík, Jó hann, skrifstofustjóra hjá O. Johnson & Kaaber, kvæntan Elísabetu Árnadóttur kaupm. og útgerðarm. Sigfússonar frá Vest í DAG verður gerð útför Thom asar Möllers frá Stykkishólms- kirkju. Hann andaðist aðfaranótt mánudagsins 17. þ.m. að heimili sínu Eskihlíð 18 í Reykjavík. . Thomas var fæddur á Blöndu ’ósi 6. apríl 1885. Foreldrar hans voru Jóhann Georg Möller kaup maður þar og kona hans Alvilda l Vilhjálmsdóttir Thomsen. Var r-Aíöllersheimilið á Blönduósi róm að fyrir gestrisni og höfðings- skap. Naut Thomas og systkini hans góðs uppeldis í hvívetna, enda báru þau þess vitni, að góð ar og traustar ættir stóðu að |)eim. í framkomu allri voru þau systkin hæversk, en þó skemmti- j leg, svo að manni leið ávallt vel í návist þeirra. Ég minnist Thom asar með þakklæti og virðingu tfyrir 50 ára náin kynni — kynni sem voru mér mikils virði, enda var hann mikill drengskaparmað- ur Og hafði holi og bætandi áhrif 4 unga menn, sem ólust upp í Stykkishólmi á þeim áratugum, sem hann starfaði að ýmsum á- hugamálum ásamt skyldustörfum sínum. Hann var óvenju skyldu rækinn embættismaður — og svo ástúðlegur heim að sækja, að ekki var á betra kcjsið, enda tfjölskyldan öll samhennt um að gera dvöl gesta sem á heimilið ikomu sem ánægjulegasta. t Að loknu námi við Verzlunar- skóla íslands vorið 1907 flutt ist Thomas til Stykkishólms og gerðist starfsmaður hjá verzlun Sæm. Halldórssonar. Árið 1910 var honum veitt póstafgreiðslu Btarfið í Stykkishólmi — og er síminn var lagður 1912 var hon um veitt símstjórastarfið. Þessum Störfum gegndi hann af mikilli . alúð og skyldurækni til 1. apríl 1954, en þá treysti hann sér ekki til að rækja þau, eins og hugur hans stóð til, og baðst lausnar. ;■ Thomas var tvíkvæntur. Fyrri fcona hans var Kristín Sveins- dóttir Jónssonar trésm.m. í Stykk Ishólmi, bróður Björn Jónssonar ráðherra. Andaðist hún 1926. ISignuðust þau þrjú börn: Guð- ■únu skrifstofustúlku við Lands •ímana 1 Rvík, Óttar, fulltrúar hjá Eimskipafélagi íslands. mannaeyjum. Seinni kona Thom asar, Margrét Jónsdóttir bónda á Suðureyri við Táknafjörð, lif ir mann sinn. Eignuðust þau þrjú börn: Agnar, verzlunarm. í Rvík, kvæntan L.eu Lárusdóttur hafnarv. Elíassonar í Stykkis- hólmi, Kristínu, kvænta Krist- jáni skrifstofum. Ragnarssyni kaupm. Jakobssonar frá Flateyri — og Wilhelm, sem enn dvelur í heimahúsum. Eins og að líkum lætur, þegar í hlut átti jafn viljasterkur og skyldurækinn maður og Thomas var í öllu dagfari, hlutu að hlað ast á hann mörg opinber störf. Hann mun hafa verið í hrepps- nefnd Stykkishólmshrepps í nær 20 ár, í sáttanefnd og yfirkjör- stjórn í 36 ár, í hafnarnefnd um 20 ár, lengst af formaður, í skatta nefnd 6 ár og í stjórn Sparisjóðs Stykkishólms í nokkur ár. Þá var hann form. Sjúkrasamlags Stykk ishólms það árabil sem það félag starfaði — og átti hann sæti í nefnd þeirri, sem á vegum hrepps nefndar Stykkishólmshrepps samdi við St. Fransiskusregluna um byggingu hins glæsilega spít ala í Stykkishólmi. Thomas var glæsimenni að vall arsýn, söngelskur og listhneigður — og hafði mikla ánægju að blanda geði sínu við gott fólk og glaðvært — og var hann þá sjálf ur hrókur alls fagnaðar. Hófs- maður var hann mikill og reyndi í hvívetna að hafa bætandi áhrif á ungmenni um meðferð áfengis og prúmannlega framkomu. Tel ég það mikið lán fyrir hvert byggðarlag, að eiga menn eins Og Thomas innan sinna vébanda, því óneitanlega stafar frá þeim göfgandi áhrif í þroska- og upp eldismálum, þar sem þeirra nýt ur við. Hann var sæmdur ridd- arakrossi hinnar íslenzku Fálka orðu. Til Reykjavíkur flutti Thom- as með fjölskyldu sína í sept. 1957. Var mikill sjónarsviptir fyr- ir byggðarlagið að sjá á bak þess- ari ágætu og vinsælu fjölskyldu — en þetta er því miður um of hlutskipti strjálbýlisins. Veit ég, að ég mæli fyrir munn allra Stykkishólmsbúa og margra ann arra Snæfellinga, að fáir menn hafa notið jafn almenns trausts og Thomas Möller í þá hálfa öld, sem hann dvaldi í Stykkishólmi. Hugur hans mun jafnan hafa verið hér vestra þessi síðustu ár, sem hann dvaldi í Reykjavík, enda minningarnar margar í löngu og farsælu lífsstarfi bundn ar við Stykkishólm. Eftir að Thomas var fluttur til Reykja víkur ágerðist sjúkdómur hans og naut hann í ríkum mæli hjúkr unar og ástúðar sinnar ágætu eiginkonu. Ég þakka vini mínum Thomasi fyrir vináttu alla og áratuga sam starf, og votta eiginkonu, börn um og venslafólki innilega sam úð mina við fráfall hans. Sig. Ágústsson. t _ W Th. Möller er látinn. Þar með er lokið einni ágætri íslendinga- sögu, sögu sem er einstæð að mörgu leyti og þannig skrifuð að til fyrirmyndar er. Sérstæð ur maður og persónuleiki horfinn af sjónarsviðinu, maður sem all- ir er sáu veittu eftirtekt. Það var eitt hvað í fasi hans og fram komu sem dró athygli samferða mannanna að honum og margir voru þeir sem komu á heimili hans í Stykkishólmi, áttu þar unðasríka stund og margar minn ingar sem rifjaðar verða upp þeg ar þessari ágætu sögu lýkur og seinasta blaðið hefir verið skrif að. Um langt skeið var Möller einn af sterkustu og beztu for ystumönnum Stykkishólms og barðist fyrir heill og velgengni hans. Mál sem komust í hendur hans höfðu fengið góða forystu og það brást ekki að ef Möller veitti þeim fylgi þá komust þau fram. Hann krufði þau vel til mergjar og að kjarnanum var kömizt. Síðan var haldið áfram og ekki eirt fyrr en öllu var kom ið heilu í höfn. Það var ekki spurt um fyrirhöfn og aldrei hef ég heyrt að Möller hafi spurt um þóknun þegar hann veitti forystu einhverju velferðarmáli, síður en svo. Han þóknun var ánægjan yfir vel unnu verki og gleði hans hrein og fölskvalaus yfir að hafa getað veitt góðu máli lið. Hann var ötull í hafnar nefnd kauptúnsins og sjást þar lengi merki hans góða hugar og víðsýnis. Sjúkrahúsmálunum lagði hann allt sitt lið og svo ótal mörgu sem ekki verður hér talið. En Möller var strangur við sjálfan sig. Aldrei var það geymt til morguns sem hægt var að gera í kvöld og aldrei var skilið við eigið verk í annars hönd. Nei, viljinn og áræðið og skyldu ræknin þoldi slíkt ekki. Það var því gaman að starfa með honum. Hann fór aldrei á bak við neinn. Kom hreint fram og menn vissu alltaf hvar þeir höfðu hann þeg aj; hann hafði kveðið upp úr með sína skoðun. Heilsteyptari mann hefi ég aldrei þekkt. Ef hann lof aði einhverju þurfti ekki að efa að það stóð eins og stafur á bók. Það þurfti aldrei að skjalfesta loforð hans, þau voru eins og þingfest skjöl. Reglusemi hans var einstök og eiga Hólmarar mörg dæmi um það. Unga fólkið skildi Möller vel. Hann fylgdist vel með skólanum og hverjum ár- angri börnin náðu þar. Gladdist þar eins og annarsstaðar yfir hverri framför. í embættisferli sínum var hann þannig að aldrei var skilizt svo við að loknum vinnudegi að ekki væri allt í röð og reglu og endurskoðun kveið hann aldrei fyrir, síður en svo. Enginn yfirboðari hans hafði þá sögu að segja að kröfur eigin hags væru á oddinn settar. Nei, hann var vissulega ekki með miklar kröfur fyrir sjálfan sig og hvernig hann fór með þau verð mæti sem honum var trúað fyrir gæti verið góður skóli þeirra sem nú á eyðslu og sóunaröld eiga erf itt að greina á milli eyðslu og sparnaðar. Hann var í öllu fyrir myndarmaður. Ég á honum mikið að þakka. Ég kom til Stykkishólms fyrir 19 árum og þekkti þá engan mann. Ég varð svo heppinn að eignast vináttu þessa ágæta manns og fjölskyldu hans. Þar var opið hús fyrir mig. Ég man það lengst hversu hann á allan hátt bjargaði hverjum vanda sem ég var í og leiðbeindi og hjálpaði og hvernig hann reyndist mér alla tíð síðan. Slíkur drengskap ur gleymist ekki. Það eru fleiri en ég sem eiga slíkar minningar um Möller. Menn fundu það líka vel hér að þegar hann kvaddi Stykkishólmsbúa 1957 að það var eins og reisn staðarins minnkaði. Það stóð autt sæti eftir sem mörgum fannst vandfyllt. Hann var svo samgróinn Stykkishólmi og svo einlægur Hólmari að það er til marks að ef hann brá sér til Reykjavíkur þá var hann ekki búinn að vera nema nokkra daga þar er heimþráin greip hann þeim tökum að hann varð að fara heim. Og heima leið honum alltaf bezt. I félagslífi staðarins var hann sem annarsstaðar duglegur. Og menningarbragur skyldi á þeim samkomum er hann var fyrir. Ég á því margar minningar um þennan einstæða og góða vin minn sem munu lengi lýsa mér og hjálpa þegar leið verður myrk og sporin þung. Við slíkar minn ingar er gaman að dvelja. Og nú á þessari kveðjustund er þakk- lætið efst í huga. Þökk fyrir það að leiðir okkar lágu saman og hversu ég á allan hátt hefi auðgazt af okkar kynnum. Það gat ég aldrei launað sem skyldi og stend þar í óbættri skuld. Ég kveð því þennan ágæta vin minn Síðasta blaðsíðan hér í lífi er skrifuð. Hann gat sagt með Þorsteini: Mig langar að sá enga lýgi þar finni sem lokar að síð ustu bókinni minni. Það hefir hann fengið uppfyllt. Gætu þeir sem erfa eiga landið skrifað sína bók með slíkum ágætum sem W. Th. Möller þarf okkar ágæta þjóð engu að kvíða. Guð blessi minningu hans. Árni Hclgason. Starfsstúlkur óskast að Kópavogshæli í eldhús og á ganga. Uppl. hjá yfirhjúkrunarkonu og mat- ráðskonunni í símum 19785 og 19084. Byggíngarverkamaður Vanur járnamaður óskast að stórbyggingu hér í bæn um. Þeir sem hefðu áhuga á þessu vinsamlega sendi afgr. blaðsins nöfn sín merkt: „Stórverk — 1105“ fyrir n.k. þriðjudagskvöld. Opel Caravan Vil skipta á OPEL CARAVAN model 1960 og RENO DAUPHINE eða VOLKSWAGEN model 1960—1961. Tilboð sendist afgreiðslu blaðsins fyrir mánudags- kvöld merkt: „Opel — 477“. Félagslíi Ármann — Glímudeild Síðasta glímuæfing innanhúss verður í kvöld í íþróttahúsinu við Lindargötu. Glímumenn, eldri sem yngri, eru beðnir að fjöl- menna. Foreldrum og öðrum aðstand- endum drengjanna, sem tekið hafa þátt í námskeiði glímudeild arinnar í vetur, er sérstaklega boðið að koma á þessa æfingu sem gestir. — Æfingin hefst kl. 7 s.d. Á sunnudag kl. 2 s.d. verð- ur fyrsta útiæfing glímudeild- arinnar á íþróttavelli Ármanns við Samtún Knattspyrnufélagið Víkingur Knattspyrnudeild Æfingar verða fyrst um sinn sem hér segir: 5. flokkur A: Mánudaga kl. 8—9, Miðvikudaga kl. 8—9 Laugardaga kl. 6,30—7,30 5. flokkur B: Mánudaga kl. 7—8, Miðvikudaga kl. 7—8, Laugardaga kl. 5,30-6,30 Byrjendur mæti í þessum tímum. Þjálfarar. Skíðaferðir um helgina Laugardaginn kl. 2 og 6. Sunnudagsmorgun kl. 9 og kL 10 og kl. 1 e. h. Skíðafólk, sem óskar eftir ferð á mánudaginn vinsaml. hafi samband við B. S. R. Munið eftir Steinþórsmótinu kl. 4 á laugardaginn í Hamragili við í. R. skálann. Skíðafélögin í Reykjavík. Knattspyrnudeild K.R. Æfingar verða sem hér segir: 5. flokkur (drengir, sem verða 12 ára á þessu ári og yngri) Þjálfari: Gunnar Jónsson. Mánudaga kl. 7. Þriðjudaga kl. 7. Miðvikudaga kl. 7. Fimmtudaga kl. 7. 4. flokkur (drer.gir, sem verða 13 og 14 ára á þessu ári) Þjálfari: Guðbjörn Jóngson. Mánudaga kl. 8. Þriðjudaga kl. 8. Miðvikudaga kl. 8. Fimmtudaga kl. 8. 3. flokkur (drengir, sem verða 15 og 16 ára á þessu ári) Þjálfari: Ragnar Guðmundsson. Þriðjudaga kl. 8. Miðvikudaga kl. 8. Fimmtudaga kl. 8. Föstudaga kl. 8. 2. flokkur Þjálfari: Óli B. Jónsson. Mánudaga kl. 9. Miðvikudaga kl. 9. Föstudaga kl. 7.30. 1. og meistaraflokkur Þjálfari: Óli B. Jónsson. Mánudaga kl. 7.30. Miðvikudaga kl. 7.30. Föstudaga kl. 9. I. O. G. T. St. Svava nr. 23 Fundur á morgun. Munið æfing- una í dag. Gæzlumenn. Somkomur K.F.U.M. á morgun kl. 10.30 f. h., sunnud.skólinn, kl. 1.30 e. -h., drengir, kl. 8.30 e. h. samkoma. Rasmus Biering-Prip talar. Allir velkomnir. Kristniboðshúsið Betanía, Laufásvegi 13. Á morgun: Sunnudagaskólinn kl 2 e. h. öll börn velkomin. — Síð* asta sinn. Hjálpræðisherinn í kvöld kl. 20.30: ÆskulýSs- samkoma. Zion Óðinsgötu 6 A. Á morgun. Almenn samkoma kl. 20.30. Allir velkomnir. Heimatrúbið leikmanrva.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.