Morgunblaðið - 29.04.1961, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.04.1961, Blaðsíða 22
22 MORGVMBLAÐIÐ X - Laugardagur 29. apríl 1961 Beztu menn beggja Iiðanna. Þorsteinn sækir á, en Birgir Birgis er tii vamar. Þessir Ieikmenn setja mestan svip á körfuknattleiksmótið, bæði Lmfl. karla og í 2. fl. karla. (Ljósm.: Sveinn Þormóðsson.) IR-ingar báru sigur úr býtum í 2fl. karla tJRSLITALEIKIR 2. aldurs flokks í körfuknattleiksmóti íslands fóru fram á fimmtu- dagskvöldið. Úrslitaleikinn léku ÍR og A-Iið Ármanns. Lekinum lyktaði með yfir- burðasigri ÍR, 53 gegn 35 stigum, eftir jafna byrjun. Það sama kvöld léku KR og Úrslit annað kvöld ANNAÐ kvöld fara fram að. Hálogalandi úrslitaleikir Körfuknattleiksmótsins í þeim flokkum sem ekki eru þegar kunn úrslit í. I m. fl. karla leika til úr- \ slita ÍR og KFR og hefur hvorugt liðið tapað leik í mót- inu. Er ekki að efa að um geysiharða keppni verður að ræða og ómögulegt að spá um úrslit. Ef ÍR sigrar vinna þeir til eigna bikar þann sem um er keppt. Hefur liðið unnið hann 4 sinnum en 5 skipti þarf til eignar. Má því ætla að ÍR-ingar láti sitt ekki eftir iiggja. KFR hefur aldrei unn- ið bikarinn en oft verið mjög nálægt því. Kannski verður það á morgun. Sjón er sögu ríkari. I 1. fl. karla keppa Akur- eyringar og KFR til úrslita en það eru einu liðin sem þátt taka í þeim flokki. Verð- ur þvi ekki spáð um úrslit þar. Auk þess verða úrslitaleikir í 3. og 4. aldursflokki karla. Eru það lið ÍR og Ármanns sem leika til úrslita í báðum flokkmm og mjög jöfn lið. Haukar í sama aldursflokki. KR sigraði með 99 stigum gegn 15 og er það einn mesti stigamunur sem orðið hefur í körfuknattleikskeppni hér á landi. • ÍR — Ármann Leikur ÍR og Ármanns var all vel leikinn og lengst af spenn- andi. Framan af skiptust liðin á um forystu og oft stóðu leikar jafnir. í hálfleik var staðan 20 gegn 20. í upphafi síðari hálfleiks hélzt sama spennan, en smám saman náðu ÍR-ingar öruggari tökum á leiknum og er leið á hálfleikinn jukust yfirburðir ÍR-inga og loka staðan varð 53:35. Bezti maður ÍR-inga var Þor- steinn Hallgrímsson sem skoraði 15 stig. Guðmundur átti og góð- an leik einkum sýndi hann góð- an varnarleik. Hjá Ármenningum var beztur nú sem fyrr Birgir Birgis. Skor- aði hann 13 stig. • KR — Haukar Leikur KR og Hauka var hreinn einstefnuakstur. KR skoraði 99 stig gegn 15 stigum. Einar Bolla- son — nýgenginn í KR frá ÍR var drýgstur við að skora, 38 stig. W T^T HEIMSMEISTARAKEPPNINNI í bridge, sem hófst í Buenos Aires 15. apríl lauk um sl. helgi. Fjögur lönd tóku þátt í keppn- inni og sigruðu Italir í 4. sinn í röð. Röð keppendanna varð þessi: 1) Ítalía 2) Bandaríkin 3) Frakkland 4) Argentína Einstakir leikir fóru þannig: Ítalia-Bandaríkin 382-263 Italía-Frakkland 370-262 ítalía-Argentína 422-283 Bandaríkin-Frakkland 262-236 Bandaríkin-Argentína 411-284 Frakkland-Argentína 339-287 Tekið skal fram, að reiknað var út eftir nýrri stigatöflu, EBL-stiga, sem nýlega hefur verið tekinn í notkun. í hverj- um leik voru spiluð 144 spil. Itölsku heimsmeistararnir eru þeir sömu og sigrað hafa undan- farin ár, að undanskildum Sin- iscalco, sem ekki var með að þessu sinni. Heimsmeistaramir eru: Avarelli, Belladonna, Chiar adia, d’Alelio, Forquet og Car- ozzi, en fyrirliði var sá sami, og hefur verið um mörg undan- farin ár, eða Perroux. Yfirburðir ítölsku spilaranna voru miklir og var því keppnin aldrei reglulega spennandi, en hinsvegar var framkvæmd keppninnar mjög til fyrirmynd- ar, og vakti mikla athygli hjá áhugafólki um bridge. Síðosta skíðamótíð SÍÐASTA skíðamótið hér syðra á þessu keppnistímabili verður í dag í Hamragili við Kolviðar- hál og hefst kl. 3 e.h. — Er það svonefnt Steinþórsmót. Fer þar fram sveitakeppni í svigi, 6 manna sveitir. Auk sveita frá Reykjavíkurfélögunum verður sennilega ein sveit skipuð utan- bæjarmönnum. í henni verða þá m. a. ísfirðingarnir Kristinn Benediktsson og Steinþór Jakobs son. , íslands- glíman Islandsglíman 1961 fer fram í Reykjavík sunnudaginn 7. maí n.k. Keppt verður um Grettis- beltið og er þetta 51. íslandsglím an sem háð er. Búizt er við góðri þátttöku í glímunni að þessu sinni, enda hafa glímumenn í Reykjavík a. m.k. æft vel í vetúr. Glímudeild Ármanns sér um mótið, og ber að skila skriflegum þátttökutil- kynningum til Eystein Þorvalds- sonar, pósthólf 310 Reykjavík, fyrir 2. maí n.k. Að skíðaskálum íþróttafélaganna flykkjast þúsundir manna, jafnvel um hverja helgi. Því fé er í skíðaskála fer er ekki illa varið. IBR hefur haft milligöngu um sr/rki til allra skíðaskálabygginganna GÍSLI Halldórsson, formað- ur ÍBR, gaf greinargott yfir- Iit um íþróttamannvirkjagerð í höfuðstaðnum undanfarna áratugi á síðasta ársþingi bandalagsins. Um skíðaskál- ana komst Gísli svo að orði: AUK þeirra framkvæmda, sem ÍBR hefur veitt stuðning hér í bæ, eru svo skíðaskálar félag- anna. Frá fyrstu tíð hafa þeir verið styrktir um 25% af bygg- ingarkostnaði, en eftir að flest félögin höfðu lokið byggingar- framkvæmdum, var sá háttur upp tekinn, að styrkja nokkuð rekstur þeirra. Flestir skálanna eru nokkurra ára gamlir og súmir reistir fyrir stofnun bandalagsins. Tvö félagamjia hafa að undanförnu staðið í byggingu skíðaskála, vegna bruna og sölu eldri skíðaskála. Alls eru skálarnir nú 9 að tölu og munu rúma um 300—350 næturgesti. Við byggingu þess- ara skála . hafa félagsmenn hinna einstöku félaga sýnt lofs- verðan dugnað og innt af hendi mikið sjálfboðaliðsstarf við erfið skilyrði. Hefur slík framtakssemi ómetanlegt gildi fyrir félagsstarfið í heild. Fyrir nokkrum árum var sýnt, að skíðamenn hefðu ekki þá aðstöðu til æfinga í alpa- greinum til þess að vera hlut- gengir á erlendum stórmótum. Til þess skorti hér skíðalyftur. Nokkrir áhugamenn höfðu kom- ið upp vísi að skíðalyftu, og sýndi hún hina brýnu þörf, sem er á að leysa þetta mál til fram búðar. Framkvæmdastjórnin skipaði þá nefnd manna frá skíðafélög- unum til þess að athuga og gera tillögur um staðsetningu á fyrstu skíðalyftunni hér. Var tH þess ætlast að þessi lyfta yrði kostuð af íþróttanefnd og ÍBR að verulegu leyti, en um það höfum við haft náið samstarf við íþróttafulltrúa. Nefndin varð sammála um það að heppi- legasta staðsetningin væri I Hamragili við Kolviðarhól. Sam kvæmt verkfræðilegum athugun um, er fóru þar fram á vegum íþróttanefndar reyndist staður- inn ekki heppilegur, m.a. vegna þess að nokkur hætta er þarna á snjóflóði. Eftir þetta ræddi fram- kvæmdastjórnin um það að styrkja bæri einstök félög tii frekari átaka í þessu máli. Ár- angurinn af þessiun athugunum og undirbúningi hefur leitt tii þess, að eitt félag hefur þegar komið upp fullkominni skíða- lyftu og munu fleiri vonandá koma á eftir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.