Morgunblaðið - 29.04.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.04.1961, Blaðsíða 24
IÞROTTIR Sjá bls. 22. Lœknaskorturinn Sjá bls 13. 95. tbl. — Laugardagur 29. apríl 1961 Kannski þurfum við ekki norður segir skipstjórinn á Guðmundi Þórðarsyni GUÐMUNDUR Þórðarson kom með fullfermi af síld til Reykjavíkur í gær kl. 3. Blaðamaður frá Mbl. náði snöggvast tali af skipstjóran- um, Haraldi Ágústssyni, í gærkvöldi, meðan hann beið þess að báturinn væri losað- ur, svo hann gæti haldið út aftur. , — Við fengum 1000 tunnur undir Jökli, þar sem síldin hef ur veiðzt undanfarið, en svo fengum við aðrar 1000 tunnur, þegar við vorum á heimleið í morgun, sagði Haraldur, um tveggja og hálfs tíma siglingu frá Reykjavík. (Nánar sagt: 25 míliur NVN frá Reykjavík). Þetta er alveg nýtt í sögunni. Ég veit ekki til að það hafi nokkurn tíma veiðzt síld á þessum slóðum fyrr, svona ná- lægt Reykjavík, nema í Hval- firði á sínum tíma. — Hver fann þessa síld? • 14 ÞÚSUND TUNNUR — Það var Auðunn frá Hafn- arfirði, sem rakst fyrst á hana, en þetta er fyrsta veiðiferð hans núna. Hann kastaði á hana, en missti allt. Síðan köstuðum við og fengum 1000 funnur, eins og ég sagði áðan. Auðunn fékk svo 1750 mál síðar. — Hvað hefurðu fengið mikla síld undanfarið? — Við erum búnir að fá 7000 tunnur síðustu 6 dagana, en frá því í páskavikunni erum við bún ir að fá 14000 tunnur. — Eruð þið hæstir? — Já, það hefur enginn feng- ið meira, held ég. Heiðrún er næst með 11000 tunnur frá því í páskavikunni. Hún var með 1100 tunnur í dag. • VIÐ BÆJARDVRNAR — Veiztu hvað margir bátar eru á síldveiðum núna? — Við höfum verið 10 undan- farnar vikur, en síðustu dagana hefur bátunum fjölgað með hverj um degi. Ég veit ekki nákvæm- lega, hvað þeir eru orðnir marg- ir. Það hafa aðeins fjórir verið með nót í vetur: Eldborg, Heið- rún, Sæljón og svo þessi. Við höfum mest haldið okkur fyrir sunnan, út af Reykjanesskaga og undir Jökli, þangað til núna. Núna eru allir síldveiðibátarnir komnir við bæjardyrnar, og síld- arleitarskipið Fanney líka. • KANNSKE EKKI NORÐUR — Hvað heldurðu um fram- hald af þessu? — Ég er ekki í vafa um að það verður framhald af þessu, a.m.k. til 20. maí. En ég gæti eins vel trúað, að það mætti veiða hana hér í allt sumar. Það er enginn vafi á því, að það var fullt af síld hér í fyrrasumar, meðan við vor um á síldveiðum fyrir norðan, þótt hún væri ekki veidd, nema hvað handfærabátar urðu hennar varir. Kannski þurfum við ekki að fara norður í sumar. — Hvenær ferðu út aftur? — Strax og búið er að losa hann. — Ætlarðu að fylla hann aft- ur? Bifreiö ók á steinhús Fjórir Akureyrajsjómenn slosuðust AKUREYRI, 28. apríl: — Klukk- an 3,30 sl. nótt var jeppabifreiðin A-374 á Ieið niður Bjarkarstíg, en það er alibrött gata og liggur þvert á Munkaþverárstræti. • Gat ekki skipt Er bifreiðastjórinn ætlaði að skipta niður í fyrsta gír, kom eitthvað fyrir, svo hann gat það ekki, og rann því bíllinn áfram. Er hann reyndi að hemla tókst það heldur ekki. Og þar með missti bifreiðastjórinn að mestu stjórn á bílnum, og rann hann nú á fleygiferð niður götuna, þvert yfir Munkaþverárstræti, og stöðvaðist í glugga á steinhúsi, Munkáþverárstræti 18. Hafði hann þá mölbrotið girðinguna fyr ir framan húsið. • Fjórir slösuðust Fimm ungir sjómenn af Ak- ureyrartogurunum voru í bifreið inni og slösuðust 4 þeirra, tveir alvarlega. Bifreiðarstjórinn hlaut mikinn skurð á höfði og einnig skurði á fótum. Sá er sat við hlið hans í framsætinu, fékk mjög slæmt höfuðhögg. Hann kjálka- brotnaði og annað eyrað skarst af honum. Einnig hlaut hann nokkur önur meiðsl. • Eyrað fannst í bílnum Eyrað fannst seinna í bílnum og hefur nú verið saumað á sinn stað. Tveir hinna piltanna, sem slösuðust, hlutu ekki beinbrot, en skurði á höfði og fótum. Þeir voru allir fluttir í sjúkrahús í nótt. Þeir sem voru minna slasað- ir fengu að fara heim í morgun, og bifreiðarstjórinn síðdegis í dag, en verður þó að liggja rúm- fastur. Sá sem kjálkabrotnaði liggur enn í sjúkrahúsinu. Bif- reiðin er mjög illa farin. — St. E. Sig. — Það vona ég. — Hvað er gert við þessa síld? — Hún fer mest í gúanó. Það virðist ekki vera áhugi fýrir að vinna hana, sem má þó merkilegt heita, því markaður er enn nógur fyrir unna síld. Lögreglu- þjónar á Haraldur Ágústsson Síldin við bæjar- dyr Reykjavíkur 11 bátar með 11.800 tunnur SÍLDARBÁTARNIR fengu ágætan afla í fyrrinótt út af Malarrifi og í gærdag norður af svokölluðum Hraunum, um 25 sjómílur NVN af Reykjavík. —■ Ellefu bátar fengu þarna samtals 11.800 tunnur í gærdag, og er blað- ið náði sambandi við Jón Einarsson, skipstjóra á síld- arleitarskipinu Fanney, kl. 11.30 í gærkvöldi, voru bát- arnir í óðaönn að kasta. Heiðrún var þá lögð af stað til lands með 950 tunnur, en hún var fyrsti báturinn, sem fékk síld aftur í gærkvöldi. — Hinir höfðu verið að tínast á miðin aftur fram á kvöldið, eft- ir að hafa landað afla sínum. Flestir þeirra höfðu fengið köst aftur, er blaðið hafði tal af Jóni Einarssyni. Bátarnir voru á 5 sjómílna svæði út með hrauninu, en Fanney hafði einnig fundið þó nokkrar torfur vestan við flot- ann. Veður var hið blíðasta og bjóst Jón við, að bátarnir fengju góðan afla. Þetta er mynd af brezka togar anum Starella H 219, sem tek in var að ólöglegum veiðum 1,7 sjómílur vestur af Geir- fuglaskeri við Vestmannaeyj- ar síðdegis á sl. miðvikudag. Ré-ttarhöldum í Vestmanna- eyjum í máli skipstjórans á Starella lauk í gærdag, en dómsúrskurður er ekki vænt- anlegur fyrr en í dag. Blaðinu var kunnugt um afla eftirtalinna báta í gærdag: Guð- mundur Þórðarson 2000 tunnur, Auðunn 1750, Gjafar 1500, Sæ- ljón 700, Eldborg 600, Heiðrún 1100, Haraldur 650, Höfrungur II. 1500, Höfrungur I. 850, Víðir II. 500 og Arnfirðingur II. 900 tunnur. veiðum Akranesi, 28. apríl. ALLIR fuglar eru friðaðir nm þessar mundir, nema hrafn o; veiðibjalla. En þó bar svo’ kynlega við, að á miðvikudags morgun sl. sáust tveir lög-' regluþjónar staðarins laumasi' *vestur með bökkum vií Krókalón. Þeir voru báðir' yopnaðir, annar skammbyssu :og hinn riffli. Voru þeir á gæsaveiðum, og skutu þrjár. 'Tvær þeirra lágu á eggjum, og skiutu þeir aðra þeirra á eggjunum. Einni gæs tókst að forða lífi sínu með því að felaj sig'inni í kassa. Sagan er þó ekkl nema hálf sögð enn. Frú Guðrún, hús- freyja á Krókatúni 14, á gæsa bú, hið eina sem hér er. Gæs- irnar voru fjórar. Tvær lágu á eggjum, en auk þess á frú- in 20 gæsaegg í útungunarvél. Gæsirnar eru aðsópsmiklar og hávaðasamar, og hvað eftir annað hafa þær sloppið úi úr búrinu. Þarna á Króki er bannað að hafa gæsir éins og annars staðar í bæn-j um, og börnin í næstu húsum voru hætt að þora út fyrir hússins dyr af ótta við gæs-j irnar. Lögreglan var marg- [búin að aðvara frúna, en ár-i jangurslaust. Tók lögreglan þá til sinna ráða og fór vopnuð í yeiðiför, eins og áður sogir. Gg þá er sagan öll. — Oddur. Snör handtök f GÆRDAG, er Auðunn frá Hafnarfirði var á leið til HHafn arfjarðar með íullfermi af síld, bað skipstjórinn, Þóirður H<(r- mannsson, Reykjavík að hlusta eftir bátnum á næstunni, þar sem nokkur leki væri kominn að honum. Skömmu síðar til- kynnti skipstjórinn, að allt væri í stakasta lagi með bátinn. Skip- stjórinn skýrði Mbl. svo frá í gær, að ástæðan til lekans hefði verið sú, að í flýtinum við að háfa og ganga frá hinum góða síld- arafla, hafði sjómönnunum láðst að ganga nógu tryggilega frá boxalokunum þar sem sildinni er hleypt niður. Skipverjar höfðu snör handtök, er sjór komst í lestina og ruddu síld af þilfarinu til að komast að boxa- lokunum. MÍkill sjór var kominn fram í, sem óðara var dælt út- byrðis aftur. Hélt Auðunn síðan til Hafnarfjarðar og landaði þar rúmum 1700 tunnum. Var enn verið að losa hann um kl. 11 í gærkvöldi, en síðan átti Auðunn að halda út aftur. f framhaldi af þessu er vert að geta þess, Auðunn hefur land- að 1750 tunnum af síld og 15 S * < ^ tonnum af fiski á einum og sama sólarhring. Hann kom að landi kl. 7,30 í fyrrakvöld, landaði fisknum, lagði þorskanetin á land1 og síðan bjuggu skipverjar skipið til síldveiða og fóru út á veiðar kl. 3 um nóttina og fundu fyrstir síld á þeim slóðum, sem hún veiðist nú. (Sjá nánar í síldar- frétt í blaðinu). Auðunn er gerð« ur út af Auðunsbræðrum í Hafnarfirði. Sænsk graflistar- sýning opnuð í Bogasalnum f DAG kl. 2 verður opnuð opin- berlega í bogasal Þjóðminja- safnsins sýning á sænskri nú. tímagraflist (grafik). Við það tækifæri flytja menntamálaráð- herra og sæ-nski sendiherrann I Reykjavík ávarp. Klukkan 4 e. h, verður hún opnuð almenningi og opin daglega frá 1.30 til 10 í 7—10 daga. Sýningin er haldin á vegum Svenska Institutet í Stokkhólmi, sem vinnur að menningarskipt- um Svíþjóðar og annarra landa, í samvinnu við menntamálaráðu- neytið og ambassador Svía f Reykjavík. Á sýningunni eru 68 myndir eftir 32 listamenn og eru þær allar til sölu. Varðarkaffi í Valhöll i dag kl. 3-5 síðd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.