Morgunblaðið - 30.04.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.04.1961, Blaðsíða 1
36 síður og Lesbók 18. árgangrur tbl. — Sunnudagur 30. apríl 1961 Frentsmiöja Morgunblaðsins 1. maí ávarp Fulltrúaráðs verkalýðs- félaganna í Reykjavík EINS OG kunnugt er náöist ekki samkoniulag milli lýð- ræðissinna og kommúnista í 1. maí-nefnd verkalýðs- félaganna um ávarp dagsins. Fulltrúaráð verkalýðsfélag- anna í Reykjavík ákvað því að gefa út sérstakt ávarp í tilefni 1. maí og birtist það hér á eftir: „A hinum alþjóðlega baráttu- og hátíðisdegi verkalýðsins, 1. maí, fylkir alþýða hins frjálsa heims liði og ber fram kröfur sínar um frið, frelsi og bræðralag atlra þjóða um leið og hún mótmælir hvers konar kúgun og frelsisskerðingu. íslenzk alþýða tekur heilshuga undir þessar kröfur stéttar- systkina um víða véröld og sendir alþýðu allra landa baráttu- kveðjur. Sérstakar heillaóskir sendir íslenzk alþýða á þessum degi.þeim þjóðum, sem nú að undanförnu hafa öðlazt sjálfstaeði, um leið og hún vonar, að alþýða allra landa fái sem fyrst óskert frelsi og krefst þess, að hver einstök þjóð fái að lifa, frjáls í landi sínu og neitar því, að nokkur þjóð hafi rétt til þess að undiroka aðra. I Islenzk alþýða lætur í ljós þá von, að forustumönnum stór- veldanna megi takast að finna raunhæfa lausn ágreiningsmál- anna, þannig að allar þjóðir geti lifað saman í friði, án tillits til þjóðfélagshátta, litarháttar eða trúarskoðana. 1. maí fagnar íslenzk alþýða því, sem áunnizt hefur í áratuga baráttu og minnist um leið margra merkra áfanga í kjarabarátt- unni og baráttunni fyrir félagslegu öryggi. Jafnframt heitstrengir alþýðan að standa einhuga vörð um hag sinn og réttindi og að sækja fram til nýrra áfanga, unz fullu félagslegu réttlæti er náð. Alþýðan fagnar því, að réttur Islendinga til 12 mílna fisk- veiðilögsögu hefur nú endanlega verið viðurkenndur, og þakkar íslenzkum stjórnvöldum giftudrjúga forustu í þessu lífsbjargar- máli íslenzku þjóðarinnar. Um leið lýsir alþýðan því yfir, að hún mun halda áfram baráttunni þar til óskoraður réttur íslendinga til yfirráða yfir öllu landgrunninu, umhverfis strendur landsins, er að fullu viðurkenndur. Islenzk alþýða fagnar endurheimt handritanna og þakkar þann skilning og velvilja sem Danir sýna íslendingum með af- hendingu þeirra. Alþýða Reykjavíkur! Kommúnistar hafa að þessu sinni eins og oft áður metið annarleg sjónarmið meira en samstöðu reykvísks verkalýðs 1. maí og með óbilgirni sinni komið í veg fyrir einingu um hátíðahöld dagsins. Alþýðan mun þó ekki láta skemmdarstarfsemi þeirra hiudra áframhaldandi sókn sína fyrir bættu þjóðfélagi í landi Frh. á bls. 2 Vinna við Reykjavíkurhöfn. Verið er að skipa út hraðfrystri síld fyrir Þýzkalandsmarkað. Sjá bls. 10. — Ljósm.: vig. Hlutur launþega i þjóðartekjunum hefur ekki rýrnað Blekkingar Þjóðviljans hraktar. Bent á leið til betri lífskjara ÞJÓÐVILJINN hefur síð- ustu daga gert sér mikinn mat úr að rangtúlka tölur, sem Framkvæmdabankinn hefur birt um þjóðartekjurn Óviðeigandi u óðviljans um No Samtol við Ólaf Thors forsætisráðherra Á ÚTSÍÐU Þjóðviljans í gær er fjögurra dálka fyrirsögn, sem hljóðar svo: „Ríkisstjórn in ræður hingað þrjá norska viðreisnar-sérfræðinga! — Hver þeirra á að fá í kaup 20—25 þús. kr. á mánuði, lúxusíbúð og einkabíl til af- »ota“. í tilefnl af þessari „frétt“ anert Mbl. sér til Ólafs Thors, forsætisráðherra og spurði hann í stuttu símtali hvað hæft væri í þessu. Forsætisráðherra svar- aði: — Þetta á sennilega að vera einskonar 1. maí-sönnun fyrir því hvað „féndur alþýðunnar", ríkisstjórnin, hafa mikin áhuga á að þóknast þeim ríku og sér- staklega ef þeir eru útlendingar, þó ríkisstjórnin sé „hirðulaus“ um hagsmuni íslenzkra verka- manna. Norskir sérfræðingar valdir En hér er sannleikanum mjög misþyrmt því hann er sá að rík- isstjórninni var frá öndverðu ljóst að þeir íslendingar, sem mmæli rðmenn hún hefur í sinni þjónustu, eru svo önnum kafnir að þeir gætu ekki tekið að sér að gera fram- kvæmdaáætlun ríkisins. Þess vegna var leitað út fyrir lands- steinana og af ýmsum möguleik- um var sá að lokum valinn að freista þess að fá þá norsku sér- fræðinga, sem eru að ljúka við svipaða fjögurra ára áætlun norsku stjórnarinnar, til að vinna þetta verk. Og þá einnig vegna þess hve margt er líkt í atvinnulífi Norðmanna og ís- lendinga. Greiða sjálfir kaup Norska stjórnin sýndi okkur þegar í stað þann einstaka góð- Frh. á bls. 2 ar en þær eru í ritgerð eftir Árna Vilhjálmsson hagfræð- ing. Hefur Þjóðviljinn reynt að sýna fram á, að tekjur Dagsbrúnarverkamanna séu óeðlilega lágar miðað við heildarneyzlu þjóðarinnar. Er öll meðferð Þjóðviljans á þessum tölum til þess eins ætluð að snúa við staðreynd um og villa mönnum sýn. Þjöðviljinn reiknar það út eft- ir tölum Árna, að meðalneyzla í fjölskyldu sé 100 þús. kr. árið 1058 og ber þá tölu gaman við kaup verkamanns, án allrar yfir vinnu og í lægsta taxta en það var þá 51 þús. Þessi samanburð- ur er hrein blekking, þar sem fjöldi vinnandi fólks er miklu meiri en tala fjölskyldna, þar sem oft eru fleiri vinnandi í hverri fjölskyldu. Sé tölu vinn- andi fólks deilt upp í heildar- neyzluna fæst, að meðalneyzla á vinnandi mann er 60 þúg. kr. en ekki 100 þús. kr. Meðaltekjur 75 þús. kr. skv. at- hugunum Framkvæmdabankans. Við þetta bætist svo, að það er fjarri lagi að miða þennan samanburð við lægsta taxta verkamanna án nokkurrar yfir- vinnu, því að yfirvinna hefur verið almenn og fjöldi verka- manna á sérstökum töxtum, sem allir eru hærri en almenni taxt- inn. Framkvæmdabankinn sem Þjóðviljinn vitnar svo mjög til, hefur gert athuganir um meðal- tekjur verkamanna sjómanna og iðnaðarmanna ár hvert en samkvæmt þeim voru meðaltekj ur kvæntra manna 75 þús. kr. árið 1959, en við það bætast að sjálfsögðu tekjur annarra fjöl- skyldumeðlima svo og fjölskyldu bætur, tryggingabætur o.s.frv. Verður því varla neinn teljandi munur á tekjum þessara og með- alneyzla á fjölskyldu gamkvæmt útreikningum Þjóðviljans. Vaxandi hlutur þjóðartekna í / fjárfestingu og félaga þjónustu. Lengst kemst þá Þjóðviljinn frá réttu máli, þegar hann heldur því fram að þjóðartekjurnar hafi aukizt nær helmingi meira en laun verkamanna. Við þennan útreikning lætur hann sig ekki muna um að sleppa með öllu að nefna, að stórkostlega vaxandi hluti þjóðarteknanna hefur farið í fjárfestingar svo og í aukningu margskonar þjónugt.u hins opin- bera við þegnana, svo sem trygg ingabóta, ellilífeyris, kennara- mála o.s.frv. Einnig hefur ekkert tillit verið tekið til fyrningar, sem hefur mjög vaxið á þessu tímabili. Loks dettur Þjóðviljan- um ekki einu sinni í hug að taka hina miklu aukningu fólksfjöld- Framh. á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.