Morgunblaðið - 30.04.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.04.1961, Blaðsíða 2
2 MORGXJTSBLAÐIÐ Sunrmdagur 30. apríl 1961 y 1. maí-dagur hersýninga UM ÞESSAR mundir er verið að ljúka undirbún- ingi 1. maí hátíðahald- anna austur í Moskvu, höf uðvígi kommúnismans. Þar standa engar deilur um það hvernig haga eigi hátíðahöldunum á þess- um degi verkalýðsins um heim allan. Þau munu fara fram með líkum hætti og venjulega. Það eina sem vantar er verka- lýðurinn. ENGIN KRÖFUSPJÖLD 1. maí er fyrst og fremst dagur Rauðahersins í Sovét- ríkjunum. Þar sjást ekki kröfu spjöld með óskum hinna vinn- andi stétta «un bætt launakjör, styttan vinnutíma eða aukin friðindi. Þess í stað trampa þúsundir vígalegra hermanna yfir stein lagt torgið, svo bergmálar í múrunum. Og stórar skrið- drekasveitir og stórskotalið aka um torgið. Hersýningin á 1. maí í Austur Berlin. Rauða torginu er hámark há- tíðahaldanna á degi verkalýðs ins í Rússlandi. ELDFLAUGAR SÝNDAR í hittifyrra vakti það feiki- lega athygli á hersýningunni í Moskvu 1. maí, að ekið var um torgið í fyrsta skipti risastórum eldflaugum, sem kommúnista foringjarnir hreyktu sér af að gætu borið vetnissprengjur og Iagt allt í rústir, hvar sem var í heimin- um. Fyrir nokkrum árum fögn- uðu Rússar í 1. maíhátíðahöld- um sínum með nýrri gerð lang drægra sprengjuflmgvéla. Þær geistust yfir Rauða torgið með hvin miklum. Fagnaðarlætin 1. maí eru ætíð hæst á Rauðatorgi þegar stærstu og fullkomnustu morð vopnin eru sýnd. HERSÝNINGAR LEPPANA En jafnvel það er ekki nóg. Kommúnistar hafa nú getað undirokað nokkrar fleiri þjóð- ir, aðallega í austurhluta Evrópu og það er staðreynd, að jafnskjótt og þeir komast til valda breytast hátíðahöldin 1. maí úr hátíðisdegi verka- lýðsins í hryllilega dýrkun valds og vígvéla. Litlu kommúnistalepparnir í Varsjá, Austur-Berlín, Prag, Búdapest og víðar geta að vísu ekki hreykt sér af lang- drægum eldflaugum og ger- eyðingarsprengjum. En þeir gera samt sitt bezta, og hópa hermönnum með vélbyssur og stálhjálma út á götiurnar. Myndin sem hér fylgir var tekin fyrir nokkrum árum við 1. maí-hátíðahöld í Austur- Berlín. Þannig minnist komm- únistaleppurninn Ulbricht há- tíðisdags verkalýðsins. ; IV Liðsforingi með hvitan fána sendur til móts við hermenn Path'et Lao Luang Prdbang, Laos, — 29. apríl — (Reuter). Ríkisstjórn Laos, sem kom til Luang Prabang í gær til þess að vera viðstödd útför hins látna konungs Sisavang Vong, tilkynnti í dag, að Bounleut, yfirhershöfðingi stjórnarhersins hefði, að til- hlutan Phoumi Nosavans, sent ónefndan liðsforingja með hvítan fána, — sem ósk um vopnahlésviðræður, — til staðar, sem er um tvær mílur norður af borginni Ban Vang Kho, — en hún er í höndum uppreisnarmanna. Jafnframt hefur Bounleut til kynnt hermönnum sínum, að þeir skuli ekki beita vopn- um nema á þá verði ráðizt að fyrra bragði. í gær tlkynnti stjórn Laos, að hún væri reiðubúin , að mæta fulltrúum vinstri manna ein- hversstaðar milli víglínanna og ræða þar um vopnahlé, af vinstri menn kærðu sig ekki um að koma til konungsborgarinnar Luang Prabang. Formælandi brezka utanríkis- ráðuneytisins hefur fagnað þess- ari tillögu stjórnar Laos, sem hann segir í samræmi við sam- komulag Rússa og Breta um mál ið. • Vænzt eftir kraftaverki Phoumi Nosavan átti að koma til Luang Prabang í gær, til þess að vera við útför Vongs kon- ungs, en hann kom ekki, sagði Bounleut hershöfðingi, sem var viðbúinn að taka á móti Nosa- van, að hann hefði frestað för sinni á síðustu stundu, en kæmi væntanlega í dag. Ekki vildu ráðherrar gefa nokkrar upplýs- ingar um dvalarstað Nosavans, eða hvað ylli töfinni. Undanfarna daga hafa menn vellt því mjög fyrir sér, hvort þeir hálfbræðurnir Souvanna Phouma og Souvanna Vong verði viðstaddir útför konungs. Margir hafa þá trú í Laos, að eitthvert kraftaverk muni gerast í sam- bandi við för konungsins til Nirvana — sem leysi borgara- styrjöldina í Laos. Kommúníska fréttastofan Nýja Kína hefur eftir Souvanna Phouma í gær, að friðsamleg lausn deilunnar í Laos kunni að nást, en segir jafnframt eftir full trúum Pathet Lao, að meðan and stæðingar þeirra fallist ekki á þau skilyrði, sem þeir hafi sett fyrir vopnahléi, sé ekkj um ann- að að ræða en herða sóknina. • Vestrænni menningu hætta búinn Mikill uggur er í Washington vegna ástandsins í Laos- þeirri töf, sem orðið hefur á að vopna hlésviðræður hæfust og sókn vinstri manna. Kennedy Bandaríkjaforseti hefur boðað til fundar í Öryggis ráði Bandarikjanna í dag og verð ur þar rætt um Laos og Kúbu. í gær ræddi hann við Hamm- arskjöld, framkvæmdastj. Sam- einuðu þjóðanna og Hoover, fyrr um forseta, — einnig um Laos. Ennfremur ræddi sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu Llewel lyn Thompson við Gromyko ut- anríkisráðherra Sovétríkjanna í gær. f ræðu sem Kennedy hélt í gærkvöldi á fundi demokrata í Chieago talaði hann um Laos og hættuna, sem Vesturveldun- Síðari fréttir f REUTERSFRÉTT frá Laos segir, aS hinn ónafngreindi liðsforingi, sem sendur vtar með hvítan fána í áttina til hersveita vinstri manna hafi beðið árangurslaust á vegin- um milli Vientiane og Luang Prabang. Enginn maður ilr liði vinstri manna hafi komið til móts við hann. Samtimis er haft eftir Tass fréttastofunni, að Souvanna Phouma hafi sagt á fundi með fréttamönnum, að óski hægri menn eftir friði í Laos, skuli þeir senda fulltrúa sína til viðræðna um vopnahlé til borgarinnar Xieng Khoung innan 48 klst. Ef svo verði ekki gert sé augljóst, að hægri menn vilij ekki að friður komizt á í Laos. um stafaði af kommúnistum. Sagði hann, að við hvern atburð sem orðið hefði á alþjóðavett- vangi síðustu misseri hefði hann fengið staðfesta þá skoðun sína, að vestrænni menningu væri nú veruleg hætta búin. Vöruskipta- jöfnuðurinn VÖRUSKIPTAJÖFNUÐURINN I marzmánuði var óhagstæður um 14.465 kr., en var á sama tíma í fyrra óhagstæður 101.285 kr. Verðmæti útflutnings nam alla kr. 191.833, en flutt var inn fyrir 206.298 kr. I sama mánuði í fyrra voru fluttar inn vörur fyrir 171.863, en verðmæti innflutn- ings nam alls 273.148 kr. — Óviðeigandi ummæli Framh. af bls. 1. vilja að bjóðast til að lána okk- ur þrjá af sínum fremstu sér- fræðingum í þessum efnum, og þeir hafa sjálfir tjáð sig með ánægju vilja vinna verkið. Norska stjórnin býðst til að greiða kaup þessara manna, en auk þess hafa íslendingar tilboð um það frá Efnahagssamvinnu- stofnuninni í París að hún greiði allan kostnað við samningu ísL áætlunarinnar. Hitt liggur svo í hlutarins eðli, að starfsmenn íslenzku stjórnarinnar vinni með þessum sérfræðingum og gefi hver á sínu sviði nauðsynlegar upplýsingar. Óviðeigandi svar — Viljið þér segja nokkuð fleira um málið, forsætisráð- herra? — Nei, ég bæti því einu við, að ríkisstjórnin mun fylgjast með störfum þessara manna og hugmyndir, sem fram koma, verða jafnóðum ræddar í ríkis- stjórninni og ákvarðanir teknar um þær, þannig að áætlunin verð ur það og það eitt, sem hún hyggst framkvæma. Ég vil svo að lokum endur- taka að þetta kostar rikissjóð ís- lands ekki eyri. Sannast sagna eru þessi ummæli Þjóðviljans heldur óviðeigandi svar íslend- inga við sérlega vinsamlegri framkomu norsku ríkisstjórnar- innar og norskra sérfræðinga 1 þessu máli. Sýningu Barböru lýkur annað kvöld YFIRLITSSÝNING frú Barböru Árnason listmálara hefir verið fjölsótt þá rúma viku, sem hún hefir nú staðið. Sýningunni lýk- ur á mánudagskvöldið og munu ekki tök á að framlengja hana. Það eru því síðus.tu forvöð að sjá sýninguna nú um helgina. Fiskafurðir og markaðsbandalög SÚ PRENTVILLA var í yfir- fyrirsögn í grein Guðm. H. Garð- arssonar í blaðinu í gær, að orð- inu fisk — var bætt framan við orðið markaðsbandalögin. Fyrir- sögn átti að vera Fiskafurðir og markaðsbandalög Evrópu. Leiðréttist þetta hér með. X Snjólcoma t úawm 7 to K Þrumur mss Kutíaski/ Hitoski/ H.Hmi AM 15 hnútor '&tSVSOhnútor ... IWDANFARNA daga hefur verið gott flugveður og með- byr fyrir farfuglana, sem nú flykkjast til landsins hundruð- um og þúsundum saman frá Bretlandseyjum, aðallega norð vestur ströndum Skotlands og írlands. Fögnuður þeirra hlýt- ur að vera mikill, þegar land- ið heilsar með þýðri mold, gróðurmál og auðnum tjörn- um. Veðurspáin á hádegi í gær: SV-mið: Austan stinnings- kaldi og skýjað í dag, hvasst og dálítil rigning í nótt. SV-land, Faxaflói og Faxa- flóamið: Austan kaldi i dag, víða stinningskaldi í nótt, skýjað, en víðast úrkomu- laust. Breiðafjörður Og miðin: Austan gola, bjart veður. Vestfirðir til Austfjarða, Vestfjarðamið til NA-miða: Stillt og bjart veður í innsveit um, sums staðar þoka á mið- unum. SA-land, Austfjarðamið Og SA-mið: Austan gola og úr- komulaust í dag, stinnings- kaldi og lítils háttar rigning þegar líður á nóttina. — I. mai ávarp Framhaid af bls. 1 sínu og þar með möguleikum til þess, að unnt sé að koma fram raunverulegum kjarabótum launþegum til handa, en markmið verkalýðsins er enn sem fyrr: aukið atvinnuöryggi, aukin hlut- deild í þjóðartekjunum, íhlutunarréttur um rekstur atvinnutækj- anna, styttur vinnutími án lækkaðra launa, vikukaup fyrir dag- launamenn, þar sem því verður við komið, jöfn laun fyrir jafn- verðmæt störf, hvort sem þau eru unnin af körlum eða konum, samningsréttur fyrir öll launþegasamtökr j Fyrir þessum og öðrum hagsmunamálum íslenzkrar alþýðu, en gegn hvers konar einræði og kúgun heitir reykvískur verka- lýður því að berjast einbeittri barúttu þennan dag og alla daga, unz fullum sigri er náð“. Reykjavík, 30. apríl 1961. Stjóm Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna f Reykjavík. Jón Sigurðsson, Pétur Guðfinnsson, Þórunn Valdimarsdóttlr Grétar Sigurðsson, Guðmundur B. Hersir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.