Morgunblaðið - 30.04.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.04.1961, Blaðsíða 3
Sunnudagur 30. apríl 1960 MORGVNBLAÐIÐ ( 3 Skilnaður? VIÐ elskum hvert annað jafn mikið og fyrstu dagana eftir brúðkaup. Hveitibrauðsdög- unum er eiginlega ekki enn lokið . . . Slíkar setningar eru ekki sjaldheyrðar nú til dags. Sein ast komu þær af vörum dr. Skofics> eiginmanns Ginu Lollobrigida, en, þau hafa verið gift frá 1949. Sá orðrómur hefur ekki hljóðnað, að hin dásamlega Gina hafi látið sér annara um Tony Curtist en góðu hófi gegndi, meðan þau léku sam- an í kvikmyndinni „Lady L.“ í Hollywood. Það sem kom sögu þessari á kreik var mynd af Ginu og Tony Curtis, þar sem þau eru á gangi á eyði- legri götu og líta laumulega í kringum sig, en skammt frá stendur Janet Leigh, eigin- kona Tonys og máðir barn- anna hans, og horfir á þau tortryggnisaugum. En þeir sem vita betur segja að myndin sé samansett af þegar þau léku í kvikmynd- inni „Trapez“. ★ Þá hefur og sú saga komizt í umferð, að á meðan Gina og Tony voru að kvaka hvort framan í annað í Hollywood, hafi eiginmaður hennar, sem þá var staddur í Róm, snúizt í kringum júgóslavneska feg- urðardís Ljubu Bodin. Þau eru landar og kynntust fyrst í Hollywood, en þangað Thafði Ljuba Bodin farið, að tilstuðl- an Cary Grants kvikmynda- leikara. Dr. Skofic segir, að allt sé þetta uppspuni frá rótum: Fólk á Ítalíu sé Lollo reitt, vegna þess að hún vilji held- ur búa í Kanada en í föður- landi sínu og vilji hefna sín á henni. Ef til vill hefur hann rétt fyrir sér, ef til vill hefur Ljuba Bodin — er eitthvað á milli hennar og Mikros? En sú vitleysa Mikill meirihluti r eykvísks verkalýðs á móti kommúnistum VEGNA, pólitísks ofstækis kommúnista í 1. maí nefnd verkalýðsfélaganna mun mik lil meirihluti reykvísks verkalýðs engan þátt eiga í „hátíðishöldunum“ 1. maí. — Meðal þeirra verkalýðs- félaga, sem ekki taka þátt í hátíðahöldunum eru flest stærstu félögin í Reykjavík svo sem: Sjómannafélag Reykjavíkur, Iðja, félag verk smiðjufólks, Verzlunarmanna félag Reykjavíkur, Verka- kvennafélagið Framsókn, Félag ísl. rafvirkja, Múrara- félag Reykjavíkur, Hið ísl. prentarafélag, Bifreiðastjóra- félagið Frami og fjölda mörg önnur félög. Mun láta nærrl, atf félaga- tala þeirra verkalýðsfélaga, sem neitað hafa að ganga und ir merkjum kommúnista 1. maí sé um 9 þús. manns á móti tæpum 6 þús. sem Iáta kommúnista leiða sig. f gær og í fyrradag voru fundir J öllum deildum kommúnista- flokksins þar sem verið var að skipuleggja „hátíðahöld" dagsins. Eiga því flokksfélagar kommún- ista að fylla í skörðin í göngunni og útifundinum. Þessi framkoma kómmúnista á hátíðisdegi verkalýðsins mun lengi í minnum höfð. Hún sýnir betur en orð, hvað kommúnistar meina með „einingarhjali“ sínu og hversu hagsmunir verkalýðs- samtakanna er þeim lítils virði, Nýr flugstjóri FYRIR nokkrum dögum fékk Viktor Aðalsteinsson flugstjórn- aréttindi á Skymasterflugvél. Viktor er Akureyringur 39 ára gamall. Hann gekk ungur í Svif- flugfélag Akureyrar, sem á þeim árum hélt uppi þróttmiklu starfi og lauk þar A, B, og C prófum. Viktor varð fyrsti nemandi Flug- skóla Akureyrar, sem lauk A- prófi. Hann stundaði síðan flug- nám við flugskólann Pegasus og tók atvinnuflugmannspróf 1948. Viktor hefir flogið öllum flug- vélum Flugfélags íslands, sem nú eru starfræktar, varð fljótt flug- stjóri á DC-3 og flugmaður á Viscount 1957. Viktor fór jóm- frúarferðina til Grænlands í gær ef þeir fara ekki saman við flokks hagsmuni. Kommúnistum hefur tekizt með meirihluta sínum í 1. maí nefnd að sundra verkalýðshreyf ingunni á þessum baráttu og há- tíðisdegi til ómetanlegs tjóns fyr ir verkalýðssamtökin. Stjórn Full trúarráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík hefur gefið út sérstakt ávarp í tilefni dagsins og er það birt á öðrum stað í blaðinu. og verður staðsettur í Syðra- Straumfirði um eins mánaðar skeið. Viktor Aðalsteinsson Sx, Jón Auðuns dómprófastux: Regnboginn „OG ég sá annan, sterkan engil stíga af himni ofan, hjúpaðan skýi, — og regnboginn var yfir höfði honum.“ Svo segir Opin- berunarbókin frá einni af dul- sýnum sjáandans. Sýnin var honum gefin sem tákn, en bæði í kristinni og ekki-kristinni táknfræði merkir regnboginn sáttagjörðina milli Guðs og manna. Sér þú regnbogann yfir engl- inum? Ert þú sáttur við Guð? Þú segist lítið sjá af hand- leiðslu Guðs, en hún er bjarg- fastur veruleiki þrátt fyrir það. Á fyrsta áfanganum veit bamið minnst um það, af hve dásam- legri umhyggju móðirin vakir yfir því. Öll erum vér eins og barn, sem vakað er yfir. I jarðvistinni erum vér að lifa bernskuskeið tilveru vorrar. E. t. v. ekki frumbernskuna sjálfa, en bernskuskeið samt. Og þetta dásamlega undur er oss að miklu leyti hulið. Af æðra sjónarhóli á oss síðar að lærast að sjá engilinn og regn- bogann yfir höfði hans, þá gí" vakandi elsku sem óralengi hafði fylgt oss meðan vér vor- um að þokast áfram eftir veg- inum, hnjóta um steinana, rísa á fætur og hnjóta enn, og læra af byltunum betur og betur. Á steinana, erfiðleikana á veginum, verður mörgum svo starsýnt, að hvorki sjá þeir eng ilinn né regnbogann yfir höfði hans. Menn festa sjónir á því, sem andstætt virðist vera guðs- viljanum. Menn lifa í ófriði. Öf- undin leggur kaldan hramm á samskipti þeirra. Hatrið kveikir bál um borgir og lönd. Sjúk- dómar geisa og fylla margra manna líf mikilli þjáningu. Dauðinn er sífellt á ferð, og sárin, sem hann veitir, eru stundum mikil og djúp. Á þetta horfa menn og láta þessar staðreyndir svipta sig trú á guðlega handleiðslu og náð. En eru ekki þessir erfiðleikar oss nauðsynlegir? Er maðurinn einn undanskilinn því lögmáli, sem allt líf lýtur, að þurfa að feta sig áfram gegn um erfið- leikana, stælast af átökunum við þá, læra af reynslunni, sem þeim fylgir og oft er furðusár? Aðrir einblina á misræmið í lífskjörum manna og segjast ekki geta trúað á guðlega hand leiðslu í heimi, þar sem gleð- inni er svo misskipt, að sumir menn sjá ekki meira en fátæk- leg leiftur hennar stund og stund, meðan aðrir baða sig í bliki hennar alla ævi. Hvorttveggja er, að gleðin er ekki alltaf þar sem hún sýnist vera, og eins sjáum vér of skammt til þess að kunna að dæma þetta rétt. Vér höfu» ekki fyrir augum meira en ör- lítinn spöl af vegferð manns- sálarinnar allri. Vér sjáum hvorki það, sem hún kann að hafa lifað áður en hún fæddist til jarðarinnar, né heldur hitt, sem hún á áreiðanlega eftir að lifa eftir að jarðlífi hennar lýk- m’. Ég á sannarlega ekki við það, að trúin eigi að sætta oss þannig við misræmið í lífskjörum manna, að vér hættum að berj- ast gegn því. í nafni kristni og kirkju hafa þær hróplegu synd ir verið drýgðar, að telja að allskonar böl og skortur væri framkomið að vilja Guðs, og að margt, sem vér gerum í beinni uppreisn gegn Guði, væri vilji hans. En hinu held ég hiklaust fram, að mannleg örlög verði að dæma með eilífðina fyrir augum en ekki jarðnesku árin ein. Engum dettur í hug að dæma langa ferð út frá hlað- varpanum, þar sem ferðin er hafin, eða víðáttumikið land út frá örlitlum bletti einum. Á flughröðum vængjum flýg- ur líðandi stud. Láttu mynd- ina af englinum og regnbogan- um vera þér sífellda áminning þess, að handleiðslu Guðs er þér óhætt að treysta. Heimsrásin ÖU, frá eilifð til eilífðar, í huga hans. Frá eilífð vakir mynd alls, sem var, sem er og sem verður, í huga hans. Þar vakir mynd hverrar stríðandi manns- sálar, örlög hennar öll. Hvert andartak þitt í gleði eða sorg, þekkir Guð frá eilífð. Sjáðu engilinn, sem ýfir þér vakir á veginum. Og sjáðu regnbogann yfir höfði hans: Táknmynd þess, að þú sért sátt- ur við Guð. Halldór Sigurþórs son form. Stýri- maimafél. íslands STJÓRNARKJÖR fór fram í Stýrimannafél. íslands 27. apríl s.l. Theódór Gíslason, sem verið hefur formaður síðastl. 15 ár og Stefán Björnsson, sem gengt he£ ur gjaldkerastarfi í 10 ár, báð- ust báðir eindregið undan endur kosningu og voru þeim þökkuð vel unnin störf í þágu félagsins. í hinni nýkjörnu stjórn eru, Halldór Sigurþórsson form. Sverrir Guðvarðsson varaform. Hannes Hafstein ritari, Aðal- steinn Kristjánsson gjaldkeri og Benedikt Alfonsson meðstjórn- andi. Ung hjón taka kristinboðsvígslu EINS OG kunnugt er af fréttum sem birtar eru að jafnaði í blaðinu Bjarmi hefur verið ör og heillavænlegur vöxtur í starfi íslenzku kristniboðsstöðvarinnar í Konsó. Yfir 18 þús. manna leit uðu sér lækninga í sjúkrahúsi stöðvarinnar s.l. ár. 600—800 manns hafa sótt guðsþjónustur á hverjum sunnudegi og hefur orð ið að halda þær úti undir beru lofti. Þetta starf þarf því mikils með bæði stóraukins húsakosts og meiri starfskrafta. Hefur því kom ið sér vel að gjafir til Samb. ísl. kristniboðsfélaga hafa stórum aukizt. í lok maí-mánaðar taka ung hjón í Reykjavík kristniboðs- vígslu og mun bráðlega vera sagt frá því nánar. Eins og undanfarin ár hefur trúboðsfélag kvenna kaffisölu — sem mjög er vinsæl orðin — í kristniboðshúsinu Bet anía Laufásvegi 13, hinn 1. maí. síðdegis. Allur ágóðinn rennur til starfsins í Konsó. Ólafur Ólaf&con.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.