Morgunblaðið - 30.04.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.04.1961, Blaðsíða 8
ð MORGVNBL4ÐIÐ SunnmTagur 50. aprtl 1960 ÆTLI ÞAÐ væri hugsanlegt annars staðar en á Islandi að blettur á borð við Viðey laegi auður og niðurníddur stein- snar frá höfuðborginni? Mér þykir það ósennilegt. Úti í löndum væri slikur staður eftirsótt athvarf fólki sem kýs að eyða helgum og öðrum frí- stundum úti í friðsælli nátt- úrunni. Þangað lægi stöðugur straumur allt sumarið. En mörlandinn hefur sinn hátt á hlutunum. Vilji maður eyða dagstund útj í Viðey, þá er nær ógerlegt að komast þangað, nema svo vel vilji til að maður þekki einhvern sem á trillubát eða geti fengið toll verðina til að gera blaðamönn um Morgunblaðsins greiða. Við vorum svo heppnir, að það var tiltölulega lítið að gera í tollinum, svo tveir tollvarð- anna féllust á að sigla okkur yfir sundið til Viðeyjar. Það voru þeir Ragnar Gíslason og Daníel Guðmundsson. Þeir höfðu áhyggjur út af lending- unni, því bryggjur eru allar horfnar í Viðey, en Ragnar er gamall Viðeyingur og hef- ur því ráð undir hverju rifi. Hann sigldi okkur undir Kvennagönguhóla, austan við Viðeyjarstofu, og þar klifum við þrítugan hamarinn og kom umst klakklaust upp á eyna. Aðkoman var ömurleg, ekki sízt þegar rifjaðir voru upp hálfgleymdir lærdómar um fortiðina. Hér var fyrir eina tíð eitt mesta menningarból Xslendinga, frægt klaustur og menntasetur, heilagur staður þangað sem menn sóttust eftir að komast til hinztu hvíldar. Þá voru líkin ferjuð yfir sund ið af munkum í Viðeyjar- klaustri. Jón biskup Arason kom hér við sögu þegar hann barðist við Danaveldi og síðar annar skörungur í baráttunni við erlenda áþján, Skúli fógeti Magnússon. í Viðey gerðust sögufrægir atburðir löngu áð- ur en Reykjavík var annað og meira en eitt bóndabýli. Jafnvel á okkar öld átti eyj an talsverðum uppgangi að fagna. Ragnar tollvörður sagði mér undan og ofan af því meðan siglt var inn sundin. Hann ólst upp í Viðey og var hjá Eggerti Briem fram til 1921, en fluttist þá í hið nýja og vaxandi þorp á austurenda eyjarinnar, sem mun hafa gengið undir nafninu Sund- bakki, þó Ragnar kannaðist ekki við það. Sundbakki var athafnamikil verstöð upp úr fyrri heimsstyrjöld. Þar bjuggu þegar bezt lét um 200 manns, en á vertíðum dreif að fjölda fólks, oft ekki færri en 100 aðkomustúlkur, sagði hann. Þá hlýtur að hafa verið líf í tuskunum og oft gengið á Kvennagönguhóla. Þar eru indælar hvanngrænar lautir. Það var Kárafélagið sem stóð að frar'' .emdum á Sund- ■bakka, en versíööin hafði upp runah Ta verið reist af Mill- jónaí aginu. Forstjóri Kára- félagsins var Ólafur heitinn Gíslason, faðir Davíðs fiski- málastjóra og þeirra bræðra. Á Sundbakka var komið upp barnaskóla, sem stendur enn, og miklum olíugeymi, sem var fluttur á Akranes fyrir nokkr um árum. Olíustöðin entist lengst fyrirtækja á Sund- bakka. Velgengnin átti sér hins veg ar skamman aldur. í kringum 1928 fór að halla undan fæti, fólk fluttist smám saman burt, og kringum 1935 var plássið komið í eyði. Viðeyjarbúið var aftur á móti rekið áfram fram yfir stríðsárin síðustu. Flest af þessu gerðist auð- vitað fyrir mitt minni, en þar eð ég ólst upp við Kleppsveg- inn eru margar bernskuminn- ingar tengdar Viðey. Ég minn ist þess frá árunum rétt fyrir seinni heimsstyrjöldina að við strákarnir stálumst stundum út í Viðey á hriplekum kæn- um eða kajökum og áttum þá oft lukkunni líf að launa. Ein staka sinnum kom íturvaxin yngismær í Vatnagarða og synti yfir sundið. Það þótti okkur þrekvirki, enda átti hún til sundgarpa að telja. Ennfremur man ég að nokkur haust leigði faðir minn sér bát til að flytja hesta út í Viðey til vetrargöngu. Voru þeir hnýttir aftan í bátinn Viðey er í flokki hinna síð- arnefndu. Tilsýndar eru bæði Viðeyjarstofa og kirkjan heil- legar, hvítir veggir, rauð þök, flestar rúður óbrotnar. I kál- garði austan við bæinn er rabbabarinn að skjóta upp nýj um blöðum, það er enn sem komið er eini nýgræðingur- Að húsabaki við Viðe-yjarstof u. Ljósm. Sveinn Þormóðsson myndablöð. Þar er líka glans mynd af töframanninum Vali Norðdahl, með eiginhandará- ritun frá 1946. Á vegg I einni stofunni hafa sómakærir gest- ir klínt minningarorðum um heimsókn sína með rauðri málningu: „15/7/60, Donna, Inga, Katla“. 1 næstu stofu liggur aflóga Kölner-sauma- en hringja í ritsjórnina. Svar- ið kemur skýrt: Morgunblað ið, góðan dag, en símastúlk- unni gengur illa að greina hvað ég segi. Eftir háværar samræður lofar hún loks að koma þeim boðum rétta leið, að blaðamennina vanhagi ekki um neitt nema danskan bjór og kvenfólk. er allt ónýtt nema síminn og syntu yfir sundið. Þetta voru spennandi stundir og Viðey var umvafin töfra- Ijóma í huga mér. Það hefur ævinlega snert sérstakan streng í brjósti mér að horfa yfir sundið til Viðeyjarstofu. Þar er sennilega eitt fegursta bæjarstæði á íslandi. „Viðurstyggð eyðileggingarinnar" Nú er þessi sögufræga töfra eyja ofurseld dauðanum. Þar er ekki annað kvikf en hrossa hópur fuglar loftsins og nokk- ur skorkvikindi. Ég veit ekki einu sinni hvort rottur þrífast þar lengur. Eyðistaðir, sem eitt sinn voru byggðir, eru með tvennu móti. Annars veg ar ból sem grafin eru úr jörð og leiða í ljós menningu og lifnaðarhætti íbúanna eða byggðir sem varðveittar eru í svipuðu ástandi og meðan þar var búið. Á slíkum stöðum er hreinlegt og gaman um að litast. Þar er tortímingarstarfi tímans lokið. Hins vegar nið- urníddir bústaðir þar sem allt ber vitni um slóðaskap og hrörnun. Þar er ömurlegt um að litast, því timinn er þar enn að spilla verkum manns- inn á eynni. Túnin eru kafin í sinu. En þegar kemur heim á bæjarhlaðið blasir við augum viðurstyggð eyðileggingarinn- ar, eins og það er orðað í Biblí unni. Er engu líkara en bær- inn hafi verið yfirgefinn í snarkasti vegna yfirvofandi árásar eða farsóttar. Á hlað- inu liggja brotnir munir og beyglaðir, ryðgaðir og rifnir, olíutunnur og mjólkurbrúsar, vaðstígvél og hrífuhausar, lekur bátur og brotin kerra, rokkur og stólkollar. Allt er á tjá og tundri. Það eina sem heilt virðist vera utan dyra er skipsklukka ein hljómmikil sem hangir á bíslagi við norð- urvegg hússins og á er letrað: „Yenture — 1906 — Hull“. Nýr sími, nýtt númer. Ekki tekur samt betra við þegar í bæinn er gengið. Það er eins og hvirfilvindur hafi farið um húsið. Þar liggur fatnaður og bókatætlur hvað innan um annað á gólfum og gauðrifnum dívönum. Ég rek augun í rit Jóhanns Sigurjóns sonar og Bláskjá Hoffmanns innan um rifin tímarit og vél við hliðina á tólgarstykki og glasi af Old Spice, og þann ig mætti halda áfram að skrá setja þetta innbú ömurleik- ans. í myndarlegum klæða- skáp hangir mölétin prests- hempa og í hillu við hliðina á henni liggur fáni íslands og borði af kransi frá Verzlunar- mannafélagi íslands í minn- ingu Skúla Magnússonar. Á borði í annarri stofu liggur stór og skrautleg pappaaskja: þegar hún er opnuð kemur í ljós fallegur blár messuhök- ull með hvítum krossi, nýleg- ur að sjá, en farinn að mygla. Á efri hæðinni, þar sem áður voru herbergi vinnuhjúa er minna um merkilega muni. Þó finnum við þar gamlan söð ul, næstum heila klósettrúllu og verðskrá frá reykvískum leigubílstjóra. í aðeins einu herbergi hússins er lifsmark, það er gluggi morandi í fiski- flugum sem sennilega lifa hver á annarri. En viti menn, mitt í allri niðurlægingunni hefur nútím- inn látið til sín taka. í for- stofunni hangir spánýr sími með nýju númeri: 32949. Þeg- ar ég lyfti tólinu kemur sónn svo ekkert liggur beinna við María mey á altarinu. Síðan er gengið í kirkjuna sem stendur opin eins og vera ber til að forða sjóslysum á Viðeyjarsundi. Hún er mun betur á sig komin, þó litirnir skeri mann í augun: blátt, brúnt, grænt, hvítt! Á altarinu framan við prédikunarstólinn stendur hvít líkneskja af Mar íu mey. Skyldi hún hafa ver- ið sett þarna í virðingarskyni við Jón biskup Arason? Við hliðina á altarinu er hjáróma harmóníum, gefið kirkjunni af Sundabakkamönnum árið 1925. í kirkjunni hefur engin rúða verið brotin og engiri nöfn krotuð á veggi, sem gegn ir mikilli furðu. Loftið er hins vegar grautfúið og gæti sem bezt hrunið yfir kirkju- bekkina einhvern góðan veð- urdag. Á gólfi er hrossaskítur alveg upp að altarinu, svo augljóst er hvar hrossin leita skjóls í illviðrum. Áður en við skiljum við þessa minnisvarða hrörnunar og slóðaskapar, göngum við á hólana fögru sem umlykja bæjarstæðið. Að austaverðu stendur Skúlahóll með minnis stöpul um hinn merka mann, Framh. á bls. 17. Séff heim til Viffeyjarstofu. Til vinstri á myndinni er Skrauthóll, en tii hægrl Skúlahóll. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.