Morgunblaðið - 30.04.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.04.1961, Blaðsíða 10
10 MORGVTSBLAÐIÐ Sunnudagur 30. apríl 1960 ' ' Voriö komiö 1»AÐ ER vor í lofti og suð rænn þeyr leikur um okk ur, þegar við göngum nið ur að höfn til þess að ræða þar við nokkra verkamenn um hátíðis- dag þeirra 1. maí. Einn þeirra segir, strax og við komum niðureftir: — Nú er komið vor. Ég held það yfirgefi okkur ekki að þessu sinni. Það hefur oft verið kaldara hérna hjá okkur á Eyrinni 1. maí. Við erum aðeins að hugsa um veðrið, ekki hina óeiginlegu merk- ingu, sem gæti falist í þess um orðum, ef hugsað er til íslenzkrar verkalýðsbar áttu. Við höldum niður að Gull- fossi. Þar er verið að skipa fram hraðfrystri síld, sem flytja skal á Þýzkalands-mark að. Gullfoss á að halda úr höfn í kvöld. Undan tvölest- inni hittum við tvo aldur- hnigna menn, sém standa vest an undir stafla af kössum og gjóta áugunum af og til til lofts. Við göngum til þeirra og spyrjum: — Haldið þið hann ætli að rigna í dag, drengir? — Nei, hann helzt áreiðan- lega þurr, var svarið. Við göngum upp að staflan- um og höllum okkur makinda — Okkur langaði eiginlega til að spyrja þig ögn um 1. maí. — Ég man nú ekki margt sögulegt í sambandi við þann dag. Það hefur að vísu oft ver ið kaldara þá en nú. Ég er svo fjandi gleyminn. — Þú segist vera fæddur Reykvíkingur, telurðu þig vera Austurbæing eða Vestur- bæing? — Ég hef nú víða átt heima í bænum. — Hvar áttirðu heima fyrst? — Ég man fyrst eftir mér sem smástrák og þá átti ég heima uppi á löftinu hjá Jósef gamla draug. Það var uppi í Þigholtum. — Hefurðu ekki tekið þátt [ 'k í J ó n a s Guð- tnundsson: — Ég e r s v o fjandi gleym- hjá körlunum, við löbbum á- fram niður hafnargarðinn og þegar við göngum fram hjá Vatnajökli, sjáum við hvar matsveinninn hallar sér fram á borðstokkinn. — Hvar ertu með kaffisop- ann? segjum við gleiðbros- \andi. — Hann bíður eftir þér á borðinu, annars hafið þið blaðamenn ekki gott af því að fá ykkur kaffi, þið getið fengið illt í magann. Allt um það höldum við um borð í Vatnajökul og setj umst að dúkuðu kaffiborði. Tíminn líður við spjall um heima og geima en hér má ekki lengur dvelja. Mig lang- ar til þess að ná í einn hafn- arverkamann enn. ★ Niðri á togarabryggju hitt- um við Ottó Ólsen, sem reyn- ir að telja okkur trú um að hann sé orðinn 60 ára gamall. Við drögum þetta í efa en það þýðir ekkert að malda í mó- inn. Eyrarkarlarnir eru rniklu á hátíðisdegi verkamanna í 1. maí hátíðahöldum ykkar verkamannanna. — Jú, það hef ég alltaf gert. —■ Hvort finnst. þér þetta nú fremur baráttudagur eða hátíðisdagur ykkar? — Mér finnst þetta nú Orð- ið vera hvorttveggja, segir Jónas. Það er kominn annar andi í þetta nú en áður var. Við vorum kallaðir sósíalistar meðan við vörum í Alþýðu- flokknum. Nú eru allir kall- [ í lega að kössunum og byrjum að rabba við karlana. Innan stundar þarf annar þeirra að bregða sér á brott, því vöru- bíll hefur rennt upp að skip- inu, hlaðinn síldarpökkum. Eftir stendur hjá okkur mið- aldra maður, að því er okkur finnst, Og við tökum hann tali um leið og við segjum honum, hverjir við erum og í hvaða erindagerðum. ★ — Hvað heitirðu, spyrjum við. — Maðurinn lítur á okkur með hægð og segir: — Jónas. — Og hvers son? — Guðmundsson, svaraði Jónas. — Og hvað ertu gamall? — Ég er nú orðinn 67 ára. — Og hefurðu unnið lengi hér á Eyrinni? — Já, það nú orðið nokkuð langt. Ég er fæddur Reykvik- ingur. Þórarinn á Melnum: — Maður drepst ef maður hætt- ir að vinna. aðir kommúnistar, ef þeir vilja eitthvað segja í þessum málum. — Finnst þér vera að dofna yfir þessu í seinni tíð? — Ég var mikill baráttu- maður áður fyrr, en nú er ég alveg hættur að skipta mér af þessu. Mér finnst að unga fólkið eigi að fara að taka við. — Og finnst þér það ekki líklegt til að gera það? — Það er erfitt að fá ungl- mgana til að vinna. — Hvað áttu mörg börn Jónas? — Ég á þrjú. nokkuð fullorðin þú ert nú — Og eru þau ekki orðin sjálfur orðinn 67 ára. — Ojú, ég gifti mig ungur, 20 ára. Mér fannst bezt að byrja á þessu snemma. — Þakka þér fyrir Jónas og fyrirgefðu ónæðið. •— Það var ekkert, ég hef svo sem heldur ekkert að segja, ég er líka orðinn svo gleyminn. ★ Við yfirgefum verkakarlana við Gullfoss. Næstsíðasti bíll- inn er köminn fullhlaðinn að hraðfrystri síld handa Þjóð- verjanum. Jónas gengur til bíl stjórans og fær hjá honum vigtarseðilinn. Hans verk er að fylgjast með, hve mikið er komið um borð og hve mikið er eftir. Skammt frá Gullfóssi ligg- ur Selfoss, hið nýja og glæsi- lega flutningaskip, sem tók við af gamla og farsæla Sel- fóssi. Má hinn nýi gera vel, ef hann ætlar, miðað við allar aðstæður, tækni og nýjungar tímans að bera nafnið jafnvel og hinn gamli. Það var verið að skipa þunn ildum um borð í Selfoss. — Þetta er handa Italanum, seg- ir bílstjórinn, sem við hittum fyrst að máli. — Þetta getum við ekki étið, það verður að flytja það út, þótt mörgum þyki þunnildin einhver bezti bitinn úr fiskinum. Það er unnið við öl] gengi í Selfoss, á einum stað er verið að ferma, á öðrum stað að af- ferma. ★ Það var einmitt þar sem ver ið var að skipa um borð þunn ildum sem við hittum Þórar- in gamla Jónsson á Melnum. — Hvað ertu orðinn gamali, Þórarinn? spyrjum við. — Ég er nú orðinn 92 ára gamall. — Og þú endist til að nudda við þetta ennþá? — Nú ef ég hætti að vinna, þá er ég dauður, en það gerir kannski ekki svo mikið til, þetta er allt að drepast niður. Ja, það er af sem áður var. — Ætlarðu að taka þátt í 1. maí hátíðahöldunum? — Ég get nú varla gengið mikið lengur, svo ég veit ekki hvort ég gæti fylgzt þar með. — Þú ku vera búinn að vinna hér lengi á Eyrinni, Þórarinn? — Já, alveg frá því að fé- lagið hérna var stofnað. — Hvaða félag? — Nú Eimskipafélagið mað ur. Ég vann hér við upp skipun úr fyrsta skipi félags- ins, sem hingað kom til lands. Þá voru nú aðstæðurnar nokk uð aðrar. Skipað upp í báta og þurfti að róa með vörurn- ar í land, síðan að bera þær Nú nennir enginn að taka hendi til neins. Það gerir tæknin. Þetta er að drepa all- an þrótt úr þjóðinni. Það þýddi svo sem ekki mikið núna að biðja menn að bera saltboka á bakinu innan úr Reykjavík og út á Seltjarnar- nes, eins og gert var í þá daga. — En var þetta ekki nokk- uð mikið á menn lagt? spyrj- lun við. — Það hefur haldið í mönn um seiglunni að vinna, það er svo sem að menn hafa drep- izt, sem ekki þoldu þetta, en hinir hafa hjarað og hjara enn. Nokkra verkamenn drífur að okkur Þórarni, þar sem við stöndum og tölum saman, er þeir sjá að við höfum tekið upp blað og blýant. — Hvern andskotann er nú verið að spyrja þig núna? Þórarinn. Hvað ertu að skrifa, segir einn og lítur á blaðið okkar. — 92 ára, segir hann, sagð ist hann ekki í gær vera 95 ára. Þórarinn steytir hlæjandi framan í hann hnefana og hinn stekkur í burtu. Einhver í Ottó Olsen: — Ég hef aldr- ei tekið þátt í 1. maí hátíða- höldum. annar segir að þetta sé alveg rétt hjá Þórarni, hann verði 92 ára 8. maí. Karlarnir bregða á létt glens og einn segir að lokum: — Það er mikill andskoti hvað blaðamennirnir sækjast eftir að tala við þig, Þórar- inn. ★ Það er komið að kaffitíma trúnaðarmaðurlnn okkar á vinnustað. Það er rólegt hjá þeim þar, það er verið að landa slatta úr skipinu, sem það kom með heim frá Eng- landi. En klukkan er að verða 5 og okkur finnst nú þegar búið að fá nokkra svipmynd úr lífi Eyrarkarlanna niður við höfn Framhald á bls. 23. unglegri heldur en menn halda. Ottó segist vera búinn að vinna við ýmiskonar vinnu hér í Reykjavík um 40 ára skeið. í 30 ár var hann hjá Kveldúlfi og rúman áratug keyrði hann bíl. — Og þú tekur auðvitað þátt í 1. maí hátíðahöldun- um? spyrjum við. — Nei, ég hef aldrei tekið þátt í þeim fram til þessa. Ég hef hinsvegar verið í Dags- brún frá því 1940. — Jæja, svo þú hefur ekki takið þátt í hátíðahöldum ykk ar verkamanna? — Þetta er alltaf svo mikil óánægja. Mér heyrist vera ein hver klofningur í þessu núna. Ég vil ekkert skipta mér af því. — Er mikið rifizt um póli- tík meðal ykkar á vinnustöð- unum? — Já mikil ósköp. Það er heilmikið rifizt, já blessaður vertu. En ef þú villt fá eitt- hvað nánar um þetta að frétta, þá væri rétt fyrir þig að ganga þarna yfir í Júpíter, þar er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.