Morgunblaðið - 30.04.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.04.1961, Blaðsíða 12
12 MORGUNVIAÐ1Ð Sunnudagur 30. apríl 1960 JMttlpjjM&Mt!) Utg.: H.f. Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason fiá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Leshók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgveiðsla: Aðalstræti 6. Sím; 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. HATIÐISDAGUR VERKALYÐSINS Chaile hershöfðingi í RÆÐIJ sinni um bylt- inguna í Alsír kallaði de Gaulle hershöfðingjana fjóra, sem stóðu fyrir henni, hóp hleypidóma- fullra, metorðagjarnra og öfgafullra foringja. — En þessi lýsing á alls ekki við um Maurice Challe hers- höfðingja, hinn raunveru- lega forustumann upp- reisnarinnar. Hann er ekki framagjarn atvinnubyldng armaður né heldur hálf- fasisti. Hann hefur undan- farin tuttugu ár verið einn ötulasti og mest virti hernaðarsérfræðingur frönsku herstjórnarinnar, vingjarnlegur maður, sem engin afskipti hefur haft af stjórnmálum. Hernaður í Alsír Einustu öfgarnar í sam- bandi við Challe er sannfær- ingin um að unnt sé að vinna fullnaðarsigur yfir Serkjum í Alsír og að því beri að stefna. — Flestir yfirmenn franska hersins í Alsír eru Challe algjörlega sammála, og trúðu því ennfremur að einmitt hann væri maðurinn til að framkvæma þessa stefnu. Það var Challe, sem breytti gangi styrjaldarinnar gegn Serkjum í Alsir 1958 og 1959. Hann var formaður herforingjaráðs Frakka og tók við herstjórninni í Alsír í september 1958. Hann hóf þegar skipulagðar árásir á þau svæði, sem skæruliðar De Gaulle forseti heiðrar Challe í maí 1960 Serkja höfðu á sínu valdi og inga við Serki, í september lokaði landamærunum svo 1959. uppreisnarmönnum gæti ekki „Götuvirkja-uppreisnin“ borizt liðsauki og vistir frá Challe var alls ekki sam- Marokkó og Túnis. Tókst hon um að skapa það ástand í landinu sem veitti de Gaulle möguleika á að leita samn- Á morgun er 1. maí, hátíð- isdagur verkalýðsins. — Þann dag minnist verkalýð- urinn þess sem áunnizt hefur í langri baráttu fyrir bættum lífskjörum og betri aðstöðu til að njóta atvinnuöryggis og menningarlífs. Um það blandast engum sanngjörnum manni hugur, að verkalýður allra landa hefur oft þurft að berjast harðri baráttu fyrir réttmætum og eðlileg- um kröfum sínum. En íslendingum er það mikið gleðiefni að verka- lýðurinn og launþegar al- mennt hér á landi búa við betri og jafnari lífskjör en tíkast víðast hvar annars- staðar. Engu að síður þari enn að koma fram fjölmörg um umbótum á kjörum vinn andi fólks á íslandi. Leiðirn ar til þess eru nú allt aðrai en áður. Baráttan fyrir bætt um lífskjörum verkalýðsins á íslandi verður ekki lengui háð fyrst og fremst verkföll um og vinnudeilum. Nú skiptir það mestu máli að tryggja það sem áunnizt hef ur, skapa aukið atvinnuör- yggi með aukinni framleiðslu vinnuhagræðingu, aukinni á- kvæðisvinnu, vaxandi íhlut- unarrétti um rekstur atvinnu tækja, auknu launajafnrétti karla og kvenna og fleiri raunhæfum leiðum, sem hægt er að fara án þess að stefna afkomu bjargræðis- veganna í hættu. Á þetta og fleira er bent í ávarpi þeirra verkalýðsfélaga, sem lúta for ystu lýðræðissinna, og sem birt er hér í blaðinu í dag. Kommúnistar hafa enn einu sinni unnið það óþurft arverk að rjúfa einingu verkalýðsins í höfuðborg ís- lands um hátíðahöldin 1. maí. Þeir vildu, eins og jafnan áður, nota hátíðisdag verka lýðsins í þágu pólitísks áróð urs en létu sig engu .skipta stéttarlega einingu launþega samtakanna í bænum. En það er athyglisvert, að bak við verkalýðsfélög lýðræðis sinna, sem ekki taka þátt í hinum svokölluðu hátíðahöld um kommúnista, standa 9000 manns en aðoeins 6000 eru í þeim verkalýðssamtökum, sem kommúnistar ráða. Vaxandi fjöldi launþega af neitar forystu kommúnista. Það sýna kosningarnar í verkalýðsfélögunum á s.l. vetri. Fleira og fleira fóllk sér og skilur, að hagsmuna barátta verkalýðsins verður ekki háð með pólitískum verkföllum og upphlaupum. íslenzkur verkalýður verður eins og verkalýður annarra lýðræðislanda að þjappa sér saman í baráttunn fyrir raunhæfum kjarabótum, fyr ir því að treysta grundvöll af komu sinnar með aukinni framleiðslu, vaxandi þjóðar tekjum og þar með auknum kaupmætti launanna. Morgunblaðið óskar íslenzk um verkalýð og launþegum til hamingju með hátíðisdag þeirra. ÖRUGGUR ÞING- MEIRIHLUTI ? IVFokkurn ugg hefur sett að 1' mönnum hér heima um það, að svo kynni að fara að handritafrumvarp dönsku stjórnarinnar næði ekki fram að ganga á þjóðþingi Dana. Byggjast þessar efasemdir fyrst og fremst á fregnum, sem borizt hafa um andstöðu danskra blaða gegn afhend- ingu handritanna. Eru það þó fyrst og fremst blöð stjórn arandstöðunnar, sem verið hafa úrill vegna þess, að þau telja að menntamálaráð herra hafi ekki látið flokka hennar fylgjast nægilega vel með undirbúningi málsins. Einnig hefur Hafnarbáskóli snúizt mjög hart gegn af- hendingu handritanna og mun það valda dönsku stjórn inni nokkrum vonbrigðum, þar sem hún hafði gert sér vonir um, að háskólamenn myndu sætta sig við þessa af greiðslu málsins. í ræðu sem Gunnar Thor oddsen fjármálaráðherra, hélt á Varðarfundi í fyrra- kvöld, kvað hann það skoðun sína að þrátt fyrir and- spyrnu danskra blaða gegn afhendingu handritanna væru yfirgnæfandi líkur fyr ir framgangi málsins. „Ég tel ekki ástæðu til að ætla annað, en að öruggur þing- meirihluti sé í danska þjóð- þinginu fyrir frumvarpi því, sem Jörgensen menntamála- ráðherra hefur nú flutt um afhendingu íslenzku hand- ritanna“, sagði Gunnar Thor oddsen. Það er einlæg von allra Is lendinga, að þessu sé þannig farið. Mikið slys hefði orðið ef handritamálið stöðvaðist nú, eftir að það er komið á svo góðan rekspöl. Bæði ráðamenn í Danmörku og ís lenzka þjóðin höfðu gert sér vonir um að málið væri í raun og veru leyst. Þrátt fyrir gagnrýni stjórn arandstöðu blaðanna dönsku á undirbúning málsins, verð ur að telja ólíklegt að Vinstri flokkurinn, íhaldsflokkurinn og flokkur Aksels Larsens, snúist í heild gegn frum- varpi menntamálaráðherra. Vitað er að sumir þingmenn innan þessara flokka eru af hendingu handritanna fylgj andi. Ennfremur verður að ætla, að megihluti þing- manna sjórnarflokkanna styðji frumvarp stjórnarinn ar. Að öllu þessu athuguðu ætti naumast að vera ástæða til þess fyrir okkur íslend- inga að örvænta um fram- gang málsins í danska þing- inu. STRÍÐSÓGNUN KOMMÚNISMANS rólkið um víða veröld þráir fyrst og fremst frið til þess að geta lifað hamingju sömu og farsælu lífi. En hvernig stendur þá á því, að dimmur skuggi 'nagandi ótta við nýja styrjöld og eyðilegg ingu vofir yfir mannkyninu í dag? Undirrót þeirrar staðreynd ar er fyrst og fremst of- beldis- og ófriðarstefna hins alþjóðlega kommúnisma. Þeg ar síðari heimsstyrjöldinni lauk, afvopnuðust lýðræðis- þjóðirnar og hugðu fyrst og fremst á friðsamlega upp- byggingu að hinum mikla harmleik loknum. En Rússar héldu áfram að auka sinn Rauða her og létu hann leggja undir sig hvert þjóð mála stefnu frönsku stjórn- arinnar í málum Alsír, en Framh. á bls. 11. hefur hinn alþjóðlegi komm- únismi haldið uppi stöðugri moldvörpustarfsemi um all-« an hinn frjálsa heim. Komm únistar hafa kynnt elda styrjaldar og ófriðar, þar sem þeir hafa getað komið því við. Þeir hleyptu af stað styrjöld í Kóreu. Þeir heyja í dag styrjöld í Laos, þeir gera allt sem þeir geta til þess að koma í veg fyrir friðsamlega lausn Kongó- vandamálsins og þeir hafa sent Fidel Castro ógrynni vopna til þess að koma á kommúniskri harðstjórn í einu ríkja Vesturheims. Það er líka talandi tákn um óófriðarstefnu kommún. ista, að þeir hafa gert há« tíðisdag verkalýðsins í þeim löndum, sem þeir ráða, að degi vopnabraks og hersýn inga. Allt þetta sýnir, að heimsfriðnum stafar fyrst og fremst hætta af kommúniist- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.