Morgunblaðið - 30.04.1961, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 30.04.1961, Qupperneq 13
Sunnucfagur 30. apríl 1960 MORCVISBLAÐIÐ 13 Viðbúnaður í París — skriðdrekar gráir fyrir járnum. meiri þýðingu í þeim efnum sem við að öðru leyti eigum engin ytri tákn önnur en landið sjálft og fólkið, sem í því býr, er minnir á forna frægð þessar- ar litlu eyþjóðar og þýðingu hennar fyrir sögu og menningu norrænna og raunar allra Norð- ur-Evrópuþj óða. Hverjum að þakka? Nú þegar menn sjá fram á lausn þessa deilumáls Islendinga og Dana, eru blöðin þegar farin að velta fyrir sér, hverjum hún sé að þakka. í>ar eiga vissulega margir góðan hlut að. Ekki verð ur um deilt, að hyggilega hafi verið á málinu haldið af núver- andi ríkisstjórn Islands og ráð- herrarnir, Gylfi Þ. Gíslason og Gunnar Thoroddsen, sem að síð- ustu unnu ásamt sérfræðingum að málinu í Danmörku, hafi unnið gott verk. Islenzk- ir sérfræðingar hafa og unnið „Andstyggð og heimska64 FÁGÆTT er, að alvarleg bylt- ingartilraun í stórveldi hljóti þegar í stað svo almenna fyrir- litningu um heim allan sem uppreisn frönsku hershöfðingj- anna í Alsír á dögunum. Leit- un mun á þeim manni, utan Frakklands, sem mælt hafi henni bót. 1 sjálfu Frakklandi virðist hún einnig hafa átt fáa formælendur meðan átökin stóðu og stuðningur öfgamanna í Alsír varð hershöfðingjunum að engu gagni. Eftir á spyrja menn, af hverju reyndir menn í miklum ábyrgð- arstöðum hafi látið freistast til slíks óhappaverks, sem de Gaulle jafnskjótt lýsti réttilega þannig, að það væri „andstyggð og heimska“. Þá er að minnast þess, að de Gaulle hófst til valda að nýju fyrir tæpum þremur árum vegna íhlutunar franska hersins og öfgamanna í 'Alsír. Það varð gæfa Frakk- lands, að de Gaulle reyndist annar maður og meiri stjórn- vitringur en byltingarmenn þá ætluðu og aðrir óttuðust. í eðli iýðræðissinni De Gaulle varð að vísu þjóð- hetja í síðari heimsstyrjöldinni, en jafnvel nánir handamenn hans þá höfðu býsna mikinn fyrirvara á lofi sínu um hann. Framkoma hans á fyrstu árum eftir stríðslok var slík, að ugg- vænt þótti, að hann mundi eiga erfitt með að njóta sín, þar sem iýðræðisstjórnarhættir réðu. — Eftir valdatöku sína 1958 lét de Gaulle og breyta stjórnar- fyrirkomulagi Frakka til sam- ræmis við sínar eigin hugmynd- ir. — Engu að síður hefur sannazt, að hann er í eðli lýðræðissinni, gerasmlega andvígur hugmynd- um einræðisherra nútímans. — Meðal annars þess vegna hafa ýmsir af hans gömlu fylgismönn um snúizt gegn honum og hafa iBíðan reynt að leika þann de Gaulle, sem einungis var til í þeirra eigin ímyndun. Þegar franska þjóðin átti nú um tvennt að velja, valdi hún hik- laust hinn raunverulega de Gaulle, sem málum hennar hef- ur nú stjórnað í nær þrjú ár. Hóf er bezt n Hinn skjóti og ótvíræði sigur de Gaulles hefur enn mjög styrkt stöðu hans og völd. Ef hann gætir áfram þess hófs, sem einkennt hefur störf hans síð- ustu þrjú árin, á hann nú hæg- ara með að leysa vandann, sem úrlausnar bíður en nokkru sinni REYKJAVIKURBREF Laugard. 29. apríl fyrr. Aðalvandamálið er friðun Alsírs og viðhlítandi samninga- gerð við Serki þar í landi. Ósig- ur uppreisnarmanna má þó ekki verða til þess, að menn gleymi, að þarna er við mjög alvarleg- an vanda að etja. 1 Alsír býr nú mikill fjöldi Frakka og ósýnt er, hvort þeir haldast þar við, ef Serkir fá full ráð yfir landinu. Þetta fólk óttast með eðlilegum hætti hvað um það verður. Heima í Frakklandi nýtur það mikillar samúðar og víst hefðu mál get- að skipazt svo, að sú samúð brytist út með ósköpum. — í Frakklandi er ekki síður erf annarsstaðar verulegur fjöldi, sem ekki vill skilja hagsmuni og nauðsyn annarra og er þess vegna andvígur því, að mál séu leyst með hófsemi, stillingu og samningum. Færra af þessu fólki lét nú en ella á sér kræla vegna þess, hversu uppreisnin fór fljótt út um þúfur. Mesti maður Frakklands hefur vaxið með vandanum og stjórnað á gæfuríkan hátt. „Einu fórnarlömb baráttunnar66 Það var einkennileg tilviljun, að í sama Morgunblaðinu og skýrt var frá endanlegum ó- sigri uppreisnarmanna í Alsír, birtist skeyti frá Llewelyn Chanter, blaðamanni hjá Daily Telegraph, um verkfallið í Grimsby. í skeyti sínu lýsir Chanter verkfalli yfirmanna á togurum frá Grimsby, er nú hefur fengið því áorkað, að nær allir togarar, sem þaðan eru gerðir út, liggja bundnir í höfn. Chanter fer um verkfallsmenn orðum, sem ekki síður geta átt við hina frönsku öfgamenn: „Það er kaldhæðnislegt, að Is- lendingar eru þeir einu, sem ekki verða fyrir barðinu á þess- um fáránlegu heimskupörum .... Það er átakanlegt að sjá þessi virðingarverðu samtök hug- prúðra manna berjast fyrir svo vonlausum málstað, þar sem þeir sjálfir eru dæmdir til að verða einu fórnarlömbin“. Þannig lýsir Chanter atferli hinna brezku öfgamanna, sem vegna gremju út af sanngirni þeirra eigin ríkisstjórnar í garð íslendinga, létu leiðast til óhæfu verka. Við ramman reip að draga Við Islendingar getum að vísu ekki haft samúð með þeim, sem svo illyrmislega hafa hegðað sér gegn okkur. En því betur hljót- um við að meta víðsýni og manndóm brezku stjórnarinnar við lausn fiskveiðideilunnar. Á meðan deilan stóð hætti okkur við að telja það einberan fyrir- slátt hjá brezkum stjórnarvöld- um, þegar þau sögðust eiga í örðugleikum við sína eigin fiski- menn og «kki vera viss um, að þau gætu haft hemil á þeim. Við litum með eðýilegum hætti einkum á okkar eigin hag og þótti rökin fyrir honum svo augljós, að ekki yrði um deilt. En brezkir sjómenn töldu sig einnig eiga mikið í húfi og þær fullyrðingar sumra íslenzkra stjórnmálamanna, einmitt þeirra, sem stóðu fyrir stækkuninni 1958, að við mundum ekki hafa unnið mól út af henni fyrir Al- þjóðadómstólnum, eru mjög lag- aðar til að veikja okkar mál- stað, ef mark væri á þeim tek- ið. Sem betur fór var öfgunum vikið til hliðar á báða vegu. En verkfallið í Grimsby og hama- gangur stjórnarandstæðinga hér, sýnir, að þeir, sem betur sáu og vildu, áttu bæði í Englandi og á íslandi við ramman reip að dragí Þrír stóratburðir í þjóðarsögu Hinn mikli háskólamaður og frelsisunnandi dr. Alexander Jó- hannesson sagði á Varðarfundi á föstudagskvöld, að þeir, sem hefðu lifað alla þessa öld eins og hann, gætu einkum minnzt þriggja stóratburða með gleði: Lýðveldisstofnunarinnar 1944, lausnar fiskveiðideilunnar og nú lausn handritamálsins, ef svo færi sem horfði. Handritamálið snertir ekki lifsafkomu manna eins og fisk- veiðideilan. Lausn þess er þó einnig merkur áfangi í þjóðar- sögu okkar. Úr því sem komið var, þurfti raunar ekki að ótt- ast, að Danir byggju illa að handritunum eða þar væri látið undir höfuð leggjast að hagnýta þau við vísindalegar iðkanir. — Sennilega tekur það okkur nokk ur ár, e.t.v. allmörg, að búa svo um handritin og veita jafnmikið fé til nýtingar þeirra sem Danir hafa gert allra síðustu árin. — Við lestur þeirra og útgáfu koma ljósmyndir venjulega að betri notum nú orðið en dagleg handfjötlun þeirra sjólfra. Allt þetta eru aukaatriði. Handritin hafa fyrst og fremst þýðingu sem minjagripir um forna menn mikilsvert undirbúningsstarf hin síðari ár imdir forystu dr. Ein- ars Ólafs Sveinssonar og sam- nefndarmanna hans í handrita- nefndinni þeirra dr. Alexanders Jóhannessonar, Stefáns Péturs- sonar, Sigurðar Ólasonar og Kristins Andréssonar. Þetta mál er sérstakt að því leyti, að á meðal íslendinga hef ur aldrei verið ágreiningur, a.m.k. svo teljandi væri, hvorki um markmið né aðferðir. Þar hafa allir lagzt á eitt, eins og sést af undirtektum stjórnarand stæðinga strax og tilboð Dana var fyrir þá lagt. í Danmörku hafa og mætir íslendingar mjög unnið að því að auka skilning dönsku þjóðarinnar á málstað okkar. Má þar í fremstu röð nefna, hvern á sínum vett- vangi, Sigurð Nordal, sendi- herra, Stefán Jóhann Stefáns- son, sendiherra, og Bjama M. Gíslason, rithöfund. Úr framlagi þessara manna og margra ann- arra er sízt ástæða til að gera lítið. Aðalatriðið er samt hitt, að hér er mest Dönum að þakka, ef málið leysist svo sem vonir standa til. Óvæntar umræður um handritin Svo bar við fyrir h.u.b. eihu ári, að þáverandi sendiherra Is- lands í Grikklandi, Agnar Kl. Jónsson, var staddur á Akro- polis, hinni fornu háborg Aþenu. Þar voru margir ferða- menn í hóp. Enginn þeirra þekkti hinn íslenzka sendiherra og hann engan. Allir hlýddu þeir á skýringar leiðsögumanns, m.a. um það, að ýmsar af hin- um fornu höggmyndum og súl- um, sem áður prýddu þennan helgidóm Grikkja, væru nú niður komnar í söfnum annarra þjóða. Hinn gríski leiðsögumað- ur fór ekki dult með þá sann- færingu sína, að þessar þjóð- minjar ættu hvergi heima ann- ars staðar en þar sem þær höfðu upphaflega verið reistar. Ýmsir ferðalanganna tóku und- ir þá skoðun og sögðu hinum erlendu söfnum sæmzt að skila gripunum aftur til heimkynna sinna, hvernig sem þeir hefðu þaðan borizt. Einn ferðamann- anna, er mælti á enska tungu, tók undir þetta og kvað sama máli gegna um hina gömlu grísku muni og íslenzku hand- ritin í Kaupmannahöfn. Grísku forngripirnir ættu að flytjast aftur til Grikklands og hand- Orð Danans á Akropolis Sannast að segja er það ekki oft, að íslendingar heyri úti í löndum minnzt á land sitt né því lagt lið, einkum þegar eng- inn nærstaddur veit, að íslend- ingur er í hópnum. Agnar Kl. Jónsson sneri sér því til þess, er á þennan drengilega hátt hafði gerzt málsvari íslands, og hóf tal við hann. Kom þá í ljós, að þarna var á ferðum Dani, óbreyttur ferðalangur, ef svo má segja, sem aldrei hafði látið handritamálið til sín taka, né haft náin kynni af íslandi, held- ur gat ekki orða bundizt um þá sannfæringu sína, að handrit in ættu hér heima en ekki í heimalandi hans. Þessi saga er rifjuð upp vegna þess, að hún sýnir þá sanngirni og drenglund, er margir Danir bera í brjósti til íslendinga. — Þama sannaðist það, sem einu sinni var sagt og sumum Dön- um líkaði þá miður, að hand- ritamólið væri fyrst og fremst samvizkuspurning Dana sjálfra. Um réttarhlið málsins má margt segja, en flestir íslendingar hafa þó gert sér grein fyrir, að hand Í' ritin yrðu hvorki sótt með lög- sókn né valdi. Það er eimmgis sannfæring Dana sjálfra, vakin af þeirra eigin samvizku, vilji þeirra til að gera rétt og koma vel fram gagnvart Islendingum, sem leyst getur málið. Sama sanngirnin og lýsti sér í orð- um hins óþekkta Dana suður á Akropolis, sömu tilfinningar dansks almennings og danskra ráðamanna hafa nú leitt til þeirrar lausnar, sem góðviljaðir menn vilja nú koma fram. Vinir 1 raun ingu Islendinga. Þau hafa því | ritin til íslands. Auðvitað er hugur Dana í þessu máli margskonar. Núver- andi menntamálaráðherra Dana, Jörgen Jörgensen, hefur í mörg ár haft lifandi áhuga á að leysa þetta mál. Þann áhuga kunná íslendingar vel að meta og munu ætíð minnast hans með þakklæti. Eindreginn vilji Kamp manns, forsætisráðherra, til að eyða öllum ágreiningsefnum hinna gömlu sambýlisþjóða hef- ur og ráðið miklu. Nöfn Jörgen Bukdahls og Bent Kochs munu lengi í heiðri höfð á íslandi. Svo mætti lengi telja. Ein af ástæðunum til þess, að fyrirsvarsmenn íslands hafa ekki talið heppilegt að þrástag- ast á kröfum íslendinga í blöð- um og á mannamótum, eru þær fullyrðingar flestra helztu manna Dana í einkasamtölum við íslendinga, að þeir væru allir af vilja gerðir til að leysa málið og yrði það því hægara sem íslendingar hömruðu minna á því í allra áheyrn. Þetta var skiljanleg afstaða, sem sjálf- sagt var að virða og var virt af flestum eða öllum. En nú reyn- ir á. Frábær drengskapur Svo er að sjá sem andstaðan í Danmörku sé harðari en flest- ir höfðu búizt við. Danir eru ekki, fremur en aðrir, lausir við öfga og einsýni — og þarf ekki Dani til. Jafnvel úr þeirri átt, sem fyrirfram hefði mátt ætla, að íslendingseðli byggi og vildi þess vegna stuðla að því, að handritin kæmu aftur heim, hef ur orðið vart óskiljanlegs á- hugaleysis í þeim efnum. Því meiri sem skilningsskort- ur eða bein andúð sumra kann að verða, því virðingarverðari er vilji og einbeittni hinna til að leysa málið. íslendingar kom ast ekki hjá því að fylgjast með aðgerðum eða aðgerðaleysi allra i Framhald á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.