Morgunblaðið - 30.04.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.04.1961, Blaðsíða 16
16 MORCVlinr 4f>1B Sunnudagur 30. apríl 1960 Ef verk þarf að vinna, sem aðrir borga, ma' engan svíkja — segir Þórarinn Ólafsson byggingameistari Keflavík ÉG ÁTTI leið framhjá nýja Gagnfræðaskólanum, sem verið er að byggja í Keflavík, og sá þá Þórarinn Ólafsson, bygginga- meistara, standa þar á yztu brún nýuppsleginna veggja og horfa yfir bæinn — rétt eins og þar væri Móse að horfa til fyrir- heitna landsins. Ég kallaði til hans hví hann héldi ekki áfram að vinna? Því svaraði hann engu en fór að fikra sig niður. Þegar komið var á jafnsléttu, sagði Þórarinn: — Ég var að horfa yfir bæinn — mér finnst ótrúlegt hvað hann hefur stækkað — svo var ég að rifja upp hvaða hús ég hef verið viðriðinn byggingu á eða haft með að gera. — Ég er búinn að vera hér 30 ár og reka verkstæði mitt í 25 ár — þó finnst mér þetta enginn tími þegar litið er til baka. — Og sjálfur ertu 65 ára á næstunni? Já það verður ekki hjá því komizt — þetta líður fljótt — það er ekki í frásögur færandi. — Hverning leizt þér á Kefla vík þegar þú komst þangað fyrst? Mér leizt frekar vel á Keflavík, en fannst þorpið nokkuð langt á eftir tímanum — þá var ég búinn að vera nokkur ár í Reykja vík. Þá voru hér 3 brunnar fyrir neyzluvatn, götur slæmar, húsin eins og þá gerðist — það var margt, sem mér fannst vanta — þar á meðal framsýni og áræðni. Það var ekki úr miklu að spila og hreppurinn ekki ríkur, það voru hér nokkrir bjargálna menn — en engir ríkir. Mig minnir að fyrsta útsvarið mitt hafi verið 150 krónur — en það hefur hækk NY FLUGAÆTLUN IRWAYS IIIC PAN AMERICAAI HiORLD A MOST EXPERIENCED AIRLINE WORLDS FRÁ 4. iVl/VÍ n.k. Frá New York um Keflavík til Glasgow og London alla fimmtudagsmorgna. Frá London, Glasgow um Keflavík til New York öll fimmtudagskvöld. Frá London eru tengiflug með hinum risastóru farþegaþotum Boeing Inter- eontinental eða DC 8C til flestra stórborga meginlandsins svo sem Amsterdam, Hamborgar, Kaupmannahafnar, Frankfurt og Wien. Verð í ísl kr. Önnur leiðin: Báðar Ieiðir: Glasgow Kr. 2667,— Kr. 4801,— London Kr. 3368,— Kr. 6066,— Amsterdam Kr. 4214,— Kr. 7586,— Hamburg Kr. 4260,— Kr. 7670,— Frankfurt Kr. 4663,— Kr. 8397,— Wien Kr. 5944,— Kr. 10698,— Frá London eru einnig tengiflug með þotum til austurlanda, Bandaríkjanna og kringum hnöttinn. Munið hin sérstaklega hagkvæmu afsláttarfargjöld, 25% afsláttur, til ýmissa staða við Miðjarðarhafið, sem gilda út maí mánuð og taka gildi aftur 1. okt. n.k. Allar nánari upplýsingar hjá aðalumboðsmönnum Pan American á íslandi. G. HELGASOIM & WELSTED H.F. Hafnarstræti 19 Sími 10275—11644 að með árunum, fyrir utan alla hina skattana — en þú mátt ekk ert bulla um það. — Finnst þér munur á vinnu- brögðunum núna eða fyrst þeg ar þú komst? — Jú. Nú þýðir ekkert að arg ast í köllunum. Það var öðruvísi þegar við vorum hérna við höfn ina hjá honum Óskari Halldórs- syni — þá var hægt að taka af þeim verkfærin og sýna þeim hvernig œtti að vinna, og þá var hægt að segja mönnum að halda áfram. Mig minnir að þú hafir átt að keyra á brettið, en varst alltaf að rífast í pólitík — það kann ég ekki við þegar verio er að vinna. Flugvöllurinn hefur kennt of mörgum að vinna illa, Þegar verk þarf að vinna sem aðrir eiga að borga, þá má engan svíkja. Vinnubrögð eru ólík nú, því sem þau voru fyrír 25—30 árum, það er eins og dagur og nótt. — Hefurðu haft marga iær- linga á liðnum árum? Já. Nokkuð marga. Það hafa 6 tekið próf frá mér og nú eru 3 í deiglunni. Ég held mér sé óhætt að segja að þeir, sem próf hafa tekið, hafa reynzt vel — enda vel gerðir sjálfir. Mér er ekkert illa við þó að strákarnir geri vitleys ur, til að byrja með, af þeim læra þeir mest. Þó að strákarnir séu nú farnir úr minni þjónustu þá er þeim hlýtt til mín — að ég held — en það er mest um vert að fá góða smiði út í starfið. Mínir strákar hafa allir tekið beztu próf og staðið við það þegar á þurfti að halda. — Þú ert að yfirlíta hér okkar verðandi menntasetur? Já, ég hefi áhuga fyrir Gagn fræðaskólanum. Ég endurbyggði gamla Gagnfræðaskólann og nú langar mig til að gera þann nýja vel úr garði hvað smíði við vík ur. Það þurfa að koma dugandi piltar og stúlkur til að taka við af okkur. Nú geta allir fengið menntun að vild sinni, sem okkur vantaði í gamla daga. — Hvernig fellur þér svo við fólkið í Keflavík? Mér fellur yfirleitt ágætlega við það. Ég á það til að segja meiningu mína umbúðalaust og Oft er pólitíkin nokkuð heit — en mér fellur engu að síður vel við andstæðingana. Þrátt fyrir allt þvarg og læti, þá hefur póli tíkin aldrei bitnað á mér — og meira hef ég unnið fyrir andstæð ingana en flokksbræður — mér þykir vænt um það að vera treyst í störfum hvað sem traust inu líður á kosningadaginn. — Hvernig eyðir þú tómstund- um þínum? — Þær hafa verið fáar. Ég hefi tekið nokkurn þátt í félagsmálum iðnaðarmanna, stofnaði Iðnaðar mannafélagið árið 1935, svo er fasteignamatið og aðrar mats- gjörðir nokkurskonar tómstunda starf, það tekur sinn tíma og oft þvælingur úm það, því það er grundvöllur fyrir svo mörg gjöld. Ég vil heldur tala við karlana en að gera ekki það sem ég veit að er rétt. Ef ég á svo alveg frí þá eru það blöðin, því maður verður að sjá hvernig pólitíkin snýst og hvað er að gerast — nú og svo eru bæk urnar, sem alltaf eru tiltækar. Mér þykir mest gaman að endur minningum — mér finnst ég lifa svo margt upp aftur. Mér líkar vel við bækurnar hans Valtýd Stefánssonar, þó ég sé ekki með honum í pólitíkinni. Það styttir líka stundir ' að rabba við kunningjana — eða rífast við þá — svo eru Rótary- fundir á föstudögum og svo þarf að hugsa fyrir vinnunni að morgni. — Hvað er þér minnisstæðast frá þínum 65 aldursárum eða 30 starfsárum í Keflavík? Ég veit ekki — ég er ekki klár á því. Það er svo margt, semi hefur stuðlað að því að mér hef ur vegnað vel. Börnin hafa lán azt vel, Og minnisstæit er mér margt ágætisfólk sem ég hefi átt samskipti við — mér þykir varið í að hafa ekki skuldað neinum svo mikið að ég hafi ekki getað borgað það — fleirum mætti að skaðlausu þykja varið í það. — Ýms verkefni eru minnisstæð Og traust það sem mér hefur svo oft verið sýnt. Það lcann að vera að ýmsum þyki ekki í frásögur færandi þó að þekktur athafnamaður verði 65 ára og hafi unnið mestan hluta af ævistarfi sínu í Keflavík — en Þórarinn Ólafsson, hefur víða komið við í hinni hröðu uppbyggingarsögu Keflavíkur — þau eru orðin mörg húsin, af öllum stærðum og gerðum, og mannvirki önnur, sem Þórarinn hefur lagt hendur að — það munu margir, sem finna ástæðu til að þakka vel unnin störf við þessi tvöföldu tímamót í lífi Þórarins Ólafssonar og árna hon um heilla um mörg ókomin starfs ár. — hsj. t Rafvirkjameistari óskar eftir vinnu, í júlí og ágúst, helzt á Suður- landi. Einnig gæti vinna við kælivélar komið til greina. Æskilegt að tveggja herbergja íbúð fylgi. Tilboðum um kaup og annað þessu viðvíkjandi, sé komið á afgreiðslu Mbl., sem allra fyrst merkt: „Rafvirkjameistari — 1149“. Glæsileg íbúð 1. hæð að Lynghaga 2 er til sölu. íbúðin er nál. 127. ferm., 5 herb., eldhús og bað. — Vandaður bílskúr. Sér inngangur. Geislahitun. — Lysthafendur leggi nöfn sín til afgr. Mbl. merkt: „Góður staður—1924“. Trésmiðir Viljum ráða smiði vana verkstæðisvinnu svo og lagtæka verkamenn. Framtíðaratvinna. Sigurður Eliasson hf. Trésmiðja — Auðbrekku 52 — Sími 143006, Kópavogi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.