Morgunblaðið - 30.04.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.04.1961, Blaðsíða 17
Surmudagur 30. aprll 1960 MORGVNBLAfílÐ 17 * I 1 INGIBJÖRG Guðmundsdóttir sat fram á gangi á Elliheimil- inu Grund í hjólastól, þcgar blaðamaður Morgunblaðsins kom til að hafa viðtal við hana í tilefni þess að hún verður níutíu ára á morgun, 1. maí. Ingibjörg var með prjónana í höndunum og var að fella af blárri húfu. Hún stakk húfunni í vasann og við fórum inn í setustofuna og tók um tal saman. — Ég er fædd 1. maí 1871 á Gíslastöðum í Grímsnesinu hóf Ingibjörg mál sitt og ólst þar upp til 12 ára aldurs. For- eldrar mínir voru Guðmund- ur Gíslason og Helga Nikulás dóttir. Vorum við fjögur syst- kinin og er ég nú ein á lífi. Foreldrar mínir slitu samvist- um, þegar ég var á unga aldri, og fóru sitt í hvora áttina. Ég var kyrr hjá afa á Gíslastöð- um þar til ég fluttist til mömmu austur undir Eyja- fjöll, þá 12’ ára gömul. Móðir mín var farin að búa þar fyrir austan og þurfti á mér að halda til snúninga og barna- gæzlu. — Nei, ég gekk aldrei í neinn skóla, við vorum fátæk alla tíð. Séra Kjartan heitinn Jónsson í Ytri-Skógum upp- fræddi mig lítilsháttar fyrir ferminguna. Ég stautaðist gegnum Kverið, lærði sálma og svolítið skriftarpán. Vinnukonudingla á Eyrarbakka Þegar ég var 19 ára gömul „Mikið veður er gert út af þessum grip“, sagði Ingi- björg, þegar hún sá ljósmyndarann. Lífið hefur rist rúnir sínar í andlit hennar, en lundin er létt, minnið gott og heilsan sæmileg, þó árin séu orðin niutíu. Armælisrabb v/ð Ingibjörgu Guðmundsdóttur, níræða fór ég til Eyrarbakka og átti víst að nefnast vinnukonu- dingla. Ég vistaðist hjá Ólafi heitnum Helgasyni á Stóra- Hrauni, sem er á milli Eyrar bakka og Stokkseyrar í svo- nefndu Hraunhverfi. Á Eyrar bakka giftist ég. Magnús Gísla son hét maður minn og var frá Borgarholti í Tungum. Þá var ég 24 ára gömul. Við byggðum upp kot á Eyrar- bakka, sem Nýlenda nefndist, en stuttu seinna fluttumst við búferlum til Hafnarfjarðar, þar sem Magnús minn stund- aði sjósókn. Flutningar — Mér leið vel í Hafnar- firði og þaðan vildi ég ekki flyjta. En Magnús var á ann- arri skoðun, hann áleit að allt væri betra bak við fjallið, og eftir fjögurra ára veru í Hafn- arfirði keypti hann grasbýli suður á Vatnsleysuströnd, þar sem heitir Halldórsstaðir. Ég var treg að fara frá Hafnar- firði; var þar vinnukona í góðri vist og búið að byggja yfir okkur kofa. En það kann ekki góðri lukku að stýra að setja sig alltaf upp á móti manninum, svo ég lagði af stað sjóleiðis. Það var slæmt í sjóinn. Ég var þetta ein að brasa með krakkana og urð- um við öll mikið sjóveik. Og þegar ég komst á leiðarenda, vissi ég ekki hvert ég ætti að tauta eða orga, í svo mikilli niðurníðslu var bærinn. Faðir minn kom og dvaldist hjá okkur á Halldórsstöðum og hjálpaði til að slétta túnið og hlaða grjótgarða. Allt var byggt upp að nýju. En við gát um ekki staðið í skilum og urðum að selja jörðina. Þá fluttumst við aftur til Hafn- arfjarðar, þaðan til Njarðvík- ur, síðan í Keflavík, þar sem ég bjó í 30 ár. Sár missir — Ég missti manninn eftir 27 ára sambúð, hann dó úr krabbameini, eins og fleiri. Sjö börn fæddi ég, þar af hef ég misst fimm. Seinni maður- inn minn dó líka úr krabba- meini eftir 4ra ára hjónaband. Hann hét Stefán Hannesson og var ættaður af Kjalarnesi. Stefán heitinn hafði verið gift ur áður, en var fyrir löngu skilinn og var búinn að vera lausamaður í mörg ár. Ein- hvern veginn lenti okkur sam an í Keflavík, nokkrum árum eftir að ég hafði misst mann- inn. Öll systkini mín eru dáin, líka þau, sem foreldrar mínir eignuðust eftir að þau skildu, nema ein hálfsystir mín, sem pabbi átti. En börnin mín tvö sem lifa, Steinunn, sem vinn- ur í Ásaklúbbnum og Gísli Björgvin, búsettur í Keflavík, eru mér afar góð og koma oft í heimsókn með barnabörnin. Útslitin manneskja — Já, þannig hefur lífið gengið, ég hef þrælað þetta svona sitt á hvað allt mitt líf. Þetta er 10. árið mitt hér á elliheimilinu, ef ég man rétt. Ég hef alltaf verið heilsu- hraust, nema seinni árin, enda orðin útslitin manneskja. Ég er eitthvað slæm fyrir hjart- anu Og blóðþrýstingurinn ekki eins og hann á að vera. Verst þykir mér að geta ekki gengið. Læknirinn segir að ég sé alltof feit, og þá varð mér að orði: „Mér sýnist nú lækn- irinn hafa eitthvað utan á sér líka“. Þá hló hann nú og sagð- ist vera heldur yngri maður. Prjónað get ég enn, þó sjón- in sé farin að bila. Ég þarf stöðugt að bera augndropa í augun, það er víst einhver bólga í sjónhimnunni. Ég hef selt svolítið af prjónavarningi, aðallega trefla, en garnið er nú orðið æri dýrt. Ég bíð þolinmóð Missirinn hefur verið mér sárastur, að sjá börnin sín hverfa hvert á fætur öðru. Sérstaklega varð mér mikið um þegar elzti sonur minn drukknaði. Svo dó sá næsti af berklum og dóttir mín úr krabbameini. Tvö börn missti ég við fæðingu. En maður lifir í þeirri von að fá að sjá þau öll aftur. Ég trúi á líf eftir þetta líf. Ég vona að mín jarðneska vist fari nú að styttast, en verði Guðs vilji. Ég bíð þolinmóð eftir að honum þóknist að taka mig. — Hg» - v; í'ramh. af bls. 8 en að vestanverðu Skrauthóll sem ber nafn með margfaldri rentu. Vestan við hann liggur Virkishóll þar sem haldið var uppi vörnum til forna. Síðan liggur leiðin eftir troðningum austur að Sund- toakka þar sem ekki er annað eftir af blómlegri byggð en skólahúsið og innantómir . steinhúsveggir gegnt þvi. Önn ur hús eru horfin ásamt bryggjum og bátum. Hér er miklu hreinlegra um að litast Tíminn er að ljúka sínu verki. Tollverðirnir hafa fundið lendingarstað við Sundbakka og við stígum um borð eftir tveggja tíma dvöl í ríki dauð- ans. Handan við sundið heyr- asf dynkir úr vélum athafna- lífsins í Gufunesi. Síðan er siglt sem leið liggur út Við- eyjarsund hjá Skarfakletti, sem einn okkar kallar Páls- klett, en annar Festarklett. Þegar ég var strákur kölluð- um við klettinn bara Skess- una, því við vissum að hann var steinrunnin tröllkona sem ætlaði að vaða yfir sundið fyrir dögun, en fylgdist vist ekki vel með tímanum, því sólin kom upp áður en hún næði til lands. s-a-m. Hið milda og bragögóöa, ameriska tannkrem B fUjoR'O* inniheldur FLUORID varnarefni OCemÆalia / tjss *•*'**■ Rennismiður Duglegur rennismiður óskast nú þegar. Hátt kaup. Langur vinnutimi. — Aðeins fyrsta flokks fagmað- ur kemur til greina. — Umsóknir sendist afgr. MbL fyrir 10. maí merktar: „Rennismiður — 1117“. Huseigendur athugið Önnumst hverskonar trésmíði £ húsum og á verk- stæði. Gerum við og setjum upp girðingar. Setjum upp snúrustaura. Gerum við þakið fyrir yður og margt fleira. — Fagmenn annast verkið. Símar: 11950 og 33212. Geymið auglýsinguna. Tilkynning um áburðarafgreiðslu í Gufunesi. Áburður verður afgreiddur, frá og með þriðjudeg- inum 2. maí 1961 og þar til öðru vísi verður ákveð- ið, eins og hér segir: Alla virka daga kl. 7,30 f.h. — 6,30 e.h. Laugardaga kl. 7,30 f.h. — 3.00 e.h. Athugið, að Kjarni er aðeins afgreiddur í Gufunesi Gerið svo vel að geyma auglýsinguna. Áburðarverksmiðjan h.f. * Framkvæmdabanki Islands vill ráða vana skrifstofustúlku nú þegar. — Skrif- legar umsóknir, er tilgreini menntun og fyrri störf, afhendist í bankanum. Stúlkur Stúlkur vanar poplinfrakkasaum óskast strax. — Heimavinna kemur til greina. Nafn og síma- númer leggist inn á afgr. Mbl. merkt: „1095“. Laxveiði Stangaveiðifélag Keflavíkurflugvallar óskar að taka á leigu laxveiði.á, eða hluta úr laxveiðiá næsta sum- ar eða í lengri tíma. — Upplýsingar hjá Guð- mundi Friðrikssyni í síma 50825 eftir kl. 7 á virk- um dögum og eftir hádegi á helgUj-Q. um dögum og eftir hádegi á helgum. Fyrirspurnir má einnig senda til félagsins í póst- hólf 94 í pósthús Keflavíkurflugvallar. H jólbaroaviðgerðir Opið sem hér segir um helgina: Laugard. frá kl. 13.00 — 23.00 e.h. Sunnud. frá kl. 10.00 f.h. — 23.00 e.h. Mánud. frá kl. 13.00 — 23.00 e.h. HJÓLBARÐAVIÐGERÐIN Bræðraborgarstíg 21 — Sími 13921.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.