Morgunblaðið - 30.04.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.04.1961, Blaðsíða 20
20 MORGVNBLAÐIB Sunnudagur 30. apríl 1960 ! DÆTURNAR VITA BETUR SKÁLDSAGA EFTIR RENÉE SHANN i ----------------- 42 ------------ eitthvað. Hún hafði hvort sem var lítið borðað um hádegið. Auk þess hafði Marie tilbúinn kjúkl- ing, sem hún hafði steikt handa þeim. Marie var hreykin af mat- artilbúningi sínum, og það var illa gert að gera henni vonbrigði. — Þú verður betri þegar þú ert búin að hvíla þig svolítið, mamma. Hversvegna ferðu ekki í heitt bað? Þér finnst alltaf það hvíli þig svo vel. Og svo geturðu bara komið niður í sloppnum þinum á eftir. — Kannske ég geri það. Janet fór inn í sitt herbergi. Hún horfði á myndina af Nigel í leðurumgjörðinni, við rúmið. Tárin sóttu á hana, en hún vildi ekki lofa þeim að falla. Seinna, þegar hún væri komin í rúmið og búin að slökkva ljósið, gæti hún látið það eftir sér að gefa þeim lausan tauminn, en núna þorði hún ekki að gráta, því að þá mundi hún aldrei geta hætt aftur. Og þá mundu dynja yfir hana spurningamar frá móður hennar. Hvað gengi að henni? Og hvers vegna liði henni svona illa? En í kvöld gat hún ekki komið sér að því að segja henni það. Hún gat ekki talað um Nigel — jafnvel þótt það myndi vafalaust gleðja mömmu hennar, að hún væri hætt við að giftast honum. Hún lagðist á rúmið og hugsaði með sér, að sjálf gæti hún haft gott af svolítilli hvíld. Henni hafði varla komið blundur á brá í nótt sem leið. Og hvernig ætti hún að geta sofið í nótt, hugsaði hún í öngum sínum. Tilhiugsunin ein um langa andvökunótt var algjörlega óþolandi. Henni datt í hug, hvort hún ætti að biðja móður sína að gefa sér eina af svefntöflunum hennar. Hún var alltaf hálfhrædd við þessar svefn töflur. en svona einu sinni gat ekki gert henni neitt. En ef hún færi að biðja mömmu sína um að gefa sér töflu, fengi hún eng- an frið fyrir spurningum. Nei, bezf væri að reyna að ná sér í eina svo lítið bæri á. Hún tók sér bók og reyndi að lesa, en hún fann enga hugsun út úr orðunum, sem hún las. Hvar var pabbi hennar núna? Og Cynthia? Timinn leið óðfluga. Nú var aðal-kaffihúsatíminn í París, og allir veitingastaðir mundu vera fullsetnir. Og þau mundu sitja einhversstaðar i veit ingahúsi og vera að ráða ráðum sínum. Og pabbi mundi segja: — Nú, þegar Janet ætlar að fara að gifta sig.... Og Nigel? Hvað hafðist hann að? Henni datt í hug Sharman, svo falleg og veraldarvön þegar þær hittust á flugvellinum í gær kvöldi. Sharman mundi verða reiðubúin til að lækna hjartasár Nigels, ef hann þá hefði þau nokk ur á morgun, eftir að hafa feng- ið bréfið hennar. Nú, en kannske stæði honum alveg á sama um það. Hún hafði orðið vör við vaxandi óþolinmæði hjá honum um helgina yfir því, að hún skyldi ekki geta gefið honum á- veðið svar. Kannske væri hann bara feginn að þetta skyldi allt vera útrætt mál? Kannske fynd- ist honum það ekki svara erfið- inu að reyna að ná í hana. Hún heyrði móður sína fara inn í baðherbergið og svo heyrði hún vatn renna. Síðan var dyr- unum læst. Mamma hennar var alltaf lengi í baðinu og bezti tím inn eftir hennar smekk var rétt fyrir kvöldverð. Janet læddist inn í herbergi móður sinnar. Nú var tækifærið til að ná sér í svefntöfluna, svo að lítið bæri á. Hún gekk beint að litla meðalaskápnum og leit- aði innan um öll glösin, sem þar voru. Jú, þarna var áreiðanega rétta glasið. Hún hafði séð þessar grænu oddhvössu töflur áður. Hún skrúfaði lokið af glasinu, en þá stanzaði hún allt í einu steinhisso. ,,Frú Winston" stóð á miðanum. „Ein tafla undir svefn inn“. Það var eins og hjartað í henni hætti að slá. Guð minn góður hvernig gat staðið á þessu? Hvað var móðir hennar að gera með svefntöflurnar henn ar Sally Winston? Hafði hún ekki, einmitt í dag, fengið seðil upp á nýtt glas hjá Lenigan? Og vafalaust keypt út á hann? Hún leit betur inn í skápinn. Jú, það stóð heima, þarna var nýja glas- ið, og annað til, sem var fullt að þrem fjórðu. Þá hefði mamma hennar alls ekki verið orðin uppi skroppa, eins og hún hafði sagt lækninum. Hún flýtti sér að stinga glasi Sally Winston í vasa sinn, og þorði varla að hugsa um, hvað móðir hennar ætlaði að gera við það. Þarna voru pill- ur í hátt upp í þrjú glös. Það mundi nægja til að.... Nei, það gat ekki verið alvara! Það gat það ekki! En hvaða önn ur skýring var hugsanleg? Til hvers gat kona verið að safna öllum þeim svefntöflum, sem hún gat komizit yfir, nema til þess að fremja sjálfsmorð? Ekki sízt kona, sem var ógæfusöm. Henni varð hugsað til Lenigan læknis í dag. Hann hafði verið áhyggjufullur út af mömmu henn ar í dag, og hann var þó sannar- lega engin óhemja. Yfirleitt hafði mamma hennár það helzt að kvarta um hjá honum, að honum fynndist aldrei neitt vera að henni. Hún flýtti sér með töflurnar inn í sitt svefnherbergi og faldi þær á botninum á skúffu í snyrti borðinu sínu. En hvað átti hún nú að gera? Átti hún að haga sér eins og hún hefði ekki nokkra hugmynd um það sem bærðist í huga móður hennar? Já, auðvit- að átti hún það, þó það yrði auð- vitað enginn barnaleikur! Eða var þessi grunur hennar kannske alls ekki á rökum reist- ur? Var kannske einhver eðlileg skýringar á því, að mamma henn ar skyldi hafa töflurnar frá Sally Winston undir höndum? Ef hún sannfrétti það, skyldi hún ekki vera svona áhyggjufull. Hún stóð og var í vandræðum með, hvað hún ætti næst til bragðs að taka. Einfaldasta ráðið var að spyrja Sally Winston sjálfa. Hún var þó alltaf bezta vinkona móður hennar og þótti vænt um hana. Hún flýtti sér út úr herberginu sínu og stanzaði við baðherberg- isdyrnar. — Ég ætla að skreppa svolítið út með hann Ruff fyrir mat, mamma. — Gerðu það. Hún þorði ekki að síma úr hús inu af ótta við að mamma henn ar mundi hlusta á samtalið. Hún kallaði á Ruff um leið og hún gekk gegn um forstofuna, og hann kom hlaupandi. — Þú ert heppinn í dag gamli minn.... Hundurinn þaut á undan heni og sneri svo við til hennar aftur, til þess að fullvissa sig um, að hún kæmi með honum. Hann ailltvarpiö Sunnudagur 30. aprll. 8:30 Fjörleg músík fyrsta hálftíma vikunnar. 9.00 Fréttir. — 9:10 Vikan framundan. 9:25 Morguntónleikar: — (10:10 veður fregnir). a) Tilbrigði og fúga op. 24 eftir Brahms um stef eftir Hándel (Victor Schiöler leikur á píanó). b) Jeannie Tourel syngur lög eftir Tjaikovsky og Dvorák. c) ,fRómeó og Júlía“, svíta op. 17 eftir Berlioz (Hljómsveit Parísaróperunnar; Cluytens stjórnar). 11:00 Messa í Hallgrímskirkju (Prest ur: Séra Magnús Runólfsson. — Organleikari; Páll Halldórsson.) 12:15 Hádegisútvarp. 13:15 Spíritismi og sálarrannsóknir: Framsöguræður frá umræðu- fundi Stúdentafélags Reykjavík ur s.l. sunnudag. Ræðumenn: — Séra Jón Auðuns dómprófastur og Páll Kolka læknir. 15:00 Miðdegistónleikar: Þættir úr „Missa solemnis" eftir •— I>etta er stórkostlegt! Feg-J alltaf .... Hún er stórkostleg! ! Við komum að Silfurfljóti eft- [ Líttu á þessi fjöll! ... ... «rð landsins eykst alla leiðina! Klukkutíma siðar? I ir hálftíma Daviðl | Maður fyllist innblæstri eins og — Já þessi leið hrífur mig 1 að koma í tignarlega dómkirkju. . Beethoven (Maria Stader, Ira Malaniuk, Ernest Háffliger. André Vessieres og Saint- Guill- aume kórinn syngja með Borgar hljómsveitinn í Strassborg; Frit* Muneh stjórnar). / 16:00 Kaffitíminn: Carl Billich og félag ar hans leika. 16:30 Veðurfregnir. — Endurtekið efnis a) ..Hugann eggja bröttu spor- inn“, frásöguþáttur Sigurður Bjarnasonar ritstjóra (Frá sumardeginum fyrsta). b) ..Morgunverður í grængres- inu“: Dagskrá Sveins Einars sonar fil. kand. um Bellman (Útv. á skírdag). 17:30 Barnatími (Helga og Hulda Val- týsdætur): a) Framhaldsleikritið „Leyni- garðurinn" eftir France* Burnett; III. kafli. I_.eikstjóri5 Hildur Kalman. b) Upplestur — og tónleikar. 1 18:30 Miðaftantónleikar: " Tvær Lundúnarsvítur eftir Eri« Coates (Philharmonic. Promen- ade hljómsveitin leikur, höf. stj* 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir og íþróttaspjall. 20:00 Vor í Portúgal (Guðni Þórðarson framkv.stj.). 20:25 Kórsöngur: Karlakórinn Fóst- bræður syngur lög eftir ísleenzlc og erlend tónskáld, þ.á.m. óperu lög eftir Lortzing og Wagner. — SÖngstjórar: Ragnar Björnsson* Jón Halldórsson og Jón Þórarins son. Einsöngvarar: Gunnar Krist insson, Friðrik Eyfjörð, Erlingur Vigfússon, Eygló Viktorsdóttir. Jón Sigurbjörnsson og Vilhjálm ur Pálmason. Píanóleikari: Carl Billich. 21:15 Gettu betur!, spurninga- og skemmtiþáttur undir stjórn Svavars Gests. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:05 Danslö, valin og kynnt af Heið- ari Ástvaldssyni. 01:00 Dagskrárlok. Mánudagur 1. maí: 8:00 Morgunútvarp (Bæn: Séra GarS ar Svavarsson. — 8:0£| Morgun- leikfimi: Valdimar Örnólfsson leikfimikennari og Magnús Pét- ursson píanóleikari. 8:15 Tónleik ar — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tón- leikar. — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp: — Tónleikar — 12:25 Fréttir. — 12:35 Tilkynning ar. — 12:55 Tónleikar). 13:15 Búnaðarþáttur: Um lambakvilla (Guðmundur Gíslason læknir), 13:40 „Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og tilk. — 16:05 Tónleikar. — 16:30 Veðurfregnir). 18:30 Tónleikar: íslenzk ættjarðarlög. 18:50 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Hátíðisdagur verkalýðsins: a) Avörp flytja Emil Jónsson félagsmálaráðherra, Hannibal Valdimarsson forseti Alþýðu sambands íslands og Kristján Thorlacius formaður Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja. b) Alþýðukórinn syngur lög eftir Björgvin Guðmundsson, Sig ursvein D. Kristinsson, Ing- unni Bjarnadóttur, Stefán Sig urðsson og Ingólf Dagvíðsson, svo og „Stríðssöng jafnaðar manna" og „Internationalinn'* dr. Hallgrímur Helgason stj. og leikur undir. c) Þorsteinn Erlingsson í ljóðum og lausu máli, — dagskrá tek in saman af Vilhjálmi Þ. Gíslasyni útvarpsstj. — Aðrir flytjendur Svanhildur Þor- steinsdóttir, dr. Kristján Eld járn, Lárus Pálsson, Andrés Björnsson, Guðmudur Jóns- son og Útvarpskórinn. 22:00 Fréttir og veðurfregnir 22:05 Farandsöngvarar og alþýðuskáld: Sænskir listamenn kynntir af Sveini Einarssyni fil. kand. 22:40 Danslög, þ.á.m. hljómsveit Bald urs Kristjánssonar verðlaunalög gömlu dansanna frá í vetur. 01:00 Dagskrárlok. Þriðjudagur 2. maí. 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — Morgun leikfimi. — 8:15 Tónleikar. — 8:30 Féttir. — 8:35 Tónleikar. — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12:25 Fréttir og tilkynningar). 13:15 Um starfsfræðslu (Ólafur Gunn arsson sálfræðingur). 13:30 „Við vinnuna** Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp. (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og til- kynningar. — 16:05 Tónleikar. 16:30 Veðurfregnir). 18:30 Tónleikarj Þjóðlög • frá ýmsum löndum. 18:55 Tilkynningar, — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir 20:00 Erindi: Saga islenzkra banka- mála; II. (Haraldur Hannesson hagf ræðingur). 20:25 Gestur í útvarpssal: Pavel Sereb- rjakoff prófessor frá Leningrad leikur á píanó. a) „Brúðudansar'* eftir Dímitrí Sjostakovitsj. b) „Myndir á sýningu'* eftir Módest Mússorgskij. 21:00 „Tínið ekki blóm í brekkunni**; Hugleiðing í bústað Adolfs Hitl ers í Berchtesgaden (Einar Pál* son). 21:45 Tónleikar: Eastmann-blásara- hljómsveitin leikur stutt tónverlc eftir bandarísk tónskáld; Frede- rick Fennel stjórnar. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Um fiskinn (Stefán Jónsson). 22:30 Lög unga fólksins (Jakob Mölier| 23:20 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.