Morgunblaðið - 30.04.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.04.1961, Blaðsíða 23
Sunnudagur 30. apríl 1961 MORGVNBLAÐIÐ 23 ; 70 sýning I N.k. sunnudae verður Kardi mommubærinn sýndur í 70. sinn í Þjóðleikhúsinu. 43 þúsund leikhúsgestir hafa séð sýninguna og mun láta nærri að þjóðarinnar hafi þá séð leikinn. Ekkert leik- rit fyrr né síðar hefur þá hlotið slika aðsókn hér á landi og í engu leikhúsi hafa sýningar orðið jafn margar á þessu leikriti og hér. Ákveðið er að hafa 4 sýningar ennþá á leiknum en fleiri geta þær ektki orðið vegna anna í leik húsinu á næstunni, Sígauna Sbaróninn og hátíðarsýning, sem verður haldin í tilefi af komu Ólafs Noregskonungs í júní n.k. Árekstrar Kongó-hermanna og liös SÞ. Leopoldville og Elisabethville, 20. apríl — (Reueter). TALSIVIAÐUR yfirstjórnar liðs Sameinuðu Þjóðanna i Kongó skýrði í dag frá þungum áhyggj- um stjórnarinar vegna árekstra, sem orðið hefðu milli Ghanaher- manna úr liði SÞ og Kongóher- manna. Árekstrar þessir urðu i Port Francqui, sem er í Kasai- héraði um 350 mílur frá Leo- poldville. 1 Port Francqui hefur verið deild sextíu Ghanahermanna og herma fregnir þaðan, að þrír liðsforingjar þeirra hafi týnt lífi í bardögum, sem orðið hafi vegna heimsóknar einhvers héraðsráð- herrans. Þegar er fregnir þessar bárust til Leopoldville voru fleiri Ghana hermenr. SÞ sendir á vettvang, en Kongóhermenn sátu fyrir þeim í skógunum og réðust á þá. Mun nokkurt mannfall hafa orðið í liði beggja. Yfirhershöfðingi herliðs stjórn arinarí Leopoldville og liðsfor- ingi frá SÞ héldu í dag flug- leiðis til Port Francqui til þess að athuga ástandið þar. • Tshombe snýr til bæjar Fregnir frá Cöquilhatville herma, að Tshombe, forsætisráð- herra Katanga hafi farið frá flug vellinum, þar sem hann hefur verið í haldi síðustu daga, inn 1 borgina, en enn sem komið er, hafi hann ekki gengið á fund ráðstefnu stjórnmálaleðitoganna, sem þar stendur yfir. Fréttastofa Leopoldvillestjórn ar skýrir frá því, að stjórnarráð- herrar hafi lagt fram tillögu á ráðstefnunni sem samþykkt hafi verið samhljóða. Kveði hún svo á um, að herlið stjórnanna í Elisabethville og Stanleyville skuli afvopnuð, ef leiðtogar stjórnanna ekki viðurkenni að Kasavubu hafi á hendi æðstu yfirráð Kongó lýðveldisins. • Orðrómur Þá herma fregnir frá Elisa- bethville, að stjórnin þar hafi lát- iðþá viðvörun út ganga, að hún hafi heyrt orðróm um að stjórn- in í Stanleyville hafi í hyggju að láta ræna Tshomibe og færa hann í fjötrum til Stanleyville. Hefur stjórnin í Elisabethville sent orðsendingu til yfirstjórnar SÞ, þar sem segir, að eigi orð- rómurinn við rök að styðjast muni það leiða til blóðugrar borgarastyrjaldar í ICongó og ófyrirsjáanlegrar hættu fyrir alla Afríku og heimsfriðinn. í orðsendingunni segir enn- fremur, að ráðherrar í Elisabeth- ville trúi því vart, að Sameinuðu Þjóðirnar, sem hafi herlið i Coquilhatville, láti slíkt mannrán viðgangast. — Dýnamit . Frh. af bls. 24 bíllinn var fluttur frá. En blaðamaður Mþl. hljóp bak við næsta húshorn með hjart- að einhvers staðar, þar sem ekki tjáir að nefna. Rúðurnar heilar ■— Skot hrópuðu karlarnir og einn ýtti eins og alvanur skæruliðaforingi á sprengi- hnappinn. Sprengibrestur kvað við. Síðan datt allt í dúnalogn og fréttamaðurinn sneri aftur á staðinn. — Og sjá, gluggarúður húsanna í fimm metra fjarlægð höfðu ekki haggazt. — Hlutur laun\>ega Framh. af bis. 1 ans með í reikningum sínum svo að varla er von á að niður- gtaðan verði gáfuleg. Afrek Þjóðviljans. Árni Vilhjálmsson varar mjög við því að tölurnar um þróun neyzlunnar séu vafasamar. Seg- ir hann í grein sinni, að breyting neyzlunnar á þessu, tímabili sé beinlínis áætluð eftir breytingum á launatekjum verkamanna, sjó manna og iðnaðarmanna. Sam- kvæmt athugunum Framkvæmda bankans. Með öðrum orðum, hin ar áætluðu tölur hans eru alger- lega byggðar á þeirri forsendu að neyzla og launatekjur almenn ings hafi breyzt í sömu hlutföll- um. Samt tekst Þjóðviljanum að finna út að hlutdeild verkamanna í neyzlunni hafi rýrnað stórkost- lega. Slíkt verður að telja með meiri háttar afrekum í rangsnún ingi, jafnvel á mælikvarða Þjóð- viljans. Leiðin til raunverulegra kjarabóta. Eitt er þó athyglisvert í þessu Þota lenti við liættuleg skilyrði í Keflavík máli, en það er sú stðreynd, að hinn almenni dagvinnutaxti hef- ur hækkað minna en heildartekj ur verkamanna. Menn hafa með öðrum orðum fengið auknar tekj ur að nokkru leyti vegna þess að þeir hafa færst upp í hærri launaflokk, en ekki síður vegna þegs að yfirvinna hefur aukizt. Vinnudagurinn hefur lengst. Þetta er vissulega óhagstæð þró- un, sem Morgunblaðið hefur þrá- faldlega bent á, en hún á rót sína að rekja til verðbólgunnar annarsvegar og launastefnu kommúnista hins vegar. En kommúnistar 'hafa ekki hingað til haft áhuga á neinum leiðum til að auka afköst, heldur sett það á oddinn að hækka yfirvinnu- og næturvinnúkaup, svo að verka- menn þyrftu að vinna sem lehgst til að fá viðunandi tekjur. Morg- unblaðið hefur bent á þveröfuga leið, þá að leggja megináherzlu á að hækka dagvinnu- kaupið en reyna jafnframt að losna við yfirvinnuna með því að koma á ákvæðisvinnu, þar sem hægt væri, en þannig gætu farið saman aukin afköst og betri lífskjör, en á því einu geta rauu- verulegar kjarabætur byggzt. Svíar léfu fara fram rannsékn í EKSTRABLABINU danska var fyrir skömmu sagt frá stórri þotu frá flugfélaginu SAS, sem hafði lent á Keflavíkurflugvelli við hættulegri veðurskilyrði en leyfilegt er, þar eð hún hafði ekki eldsneyti til að komast til annars flugvallar. Lendingin tókst, en sænsku flugyfirvöldin létu fram fara rannsókn bæði með tilliti til hæfni flugáhafn- arinnar og veðurspáarinnar frá Veðurstofunni á Keflavíkurflug- velli. Ekstrablaðið hefur það eftir blaði sænsku flugmannasamtak- anna ,,Flygposten“, að komið hafi í Ijós að annar flugmaður, sem lenti þotunni, er var af gerð- inni DC 8, hafi aðeins lent einu sinni slikri flugvél síðustu 10 mánuðina á undan, en þrjár lend ingar á síðustu 90 dögunum er ibalið algert lágmaík. Krafðist iblaðið þess að strangari reglum væri fylgt. f'! Þotan var á leið frá Los Angeles þann 9. marz og átti að lenda á Syðri Straumfirði á Grænlandi, en var snúið frá vegna óhagstæðra veðurskilyrða og einnig vegna þess að um morguninn hafði önnur flugvél af sömu gerð átt þar hættulega lendingu og eyðilagt mótor, er annar vængbroddurinn snerti brautina. Hélt þotan þá til Kefla víkur, en er til kom voru veð- urskilyrðin verri en leyfilegt er fyrir slíkar þotur til lendingar. En eldsneytið var á þrotum og lendinguna varð að reyna. -k Veðurspáin gömul Blaðið spurðist fyrir um þetta atvik hjá Hlyni Sigtryggs- syni, forstöðumanni Veðurstof- unnar á Keflavíkurflugvelli. Sagði hann að veðurspáin fyrir Keflavík, sem áhöfn þotunnar fékk áður en hún lagði af stað frá Los Angeles, hafi verið frá því kl. 4 síðdegis þann 8. marz. Frá þeim tíma og þangað til þotan lenti á Keflavíkurflug- velli voru gefnar veðurspár þrisv ar sinnum og þær sendar út eft- ir venjulegum leiðum. í þeirri seinustu, frá kl. 1.20 um nóttina, var gert ráð fyrir vafasömu lendingarveðri í Keflavík. Sú spá var gerð áður en flugvélin kom yfir Syðri-Straumfjörð. En flugmemjirnir á þotunni höfðu aðeins gömlu spána frá Los Angeles og aðra ekki. Eftir þessa vafasömu lend- ingu sendu sænska flugmála- stjórnin, sænska veðurstofan og SAS flugfélagið menn hingað og rannsökuðu þeir málið dagana 9—12. marz, en ekki kvaðst Hlyn- ur hafa heyrt meira um það. k Ánægðir .með skýringamar. Friðrik Diego frá islenzku Flugmálastjórninni fylgdist með rannsókninni hér. f símtali við blaðið 1 gærkvöldi sagði hann að sænsku fulltrúarnir hafi virzt fullkomlega ánægðir með þau svör, sem þeir fengu hér um veðurþjónustuna og ekki hefði heyrzt neitt meira frá þeim um málið. Stálu hjólbörðum f FYRRINÓTT eftir kl. 2, en fyrir vinnutíma í gærmorgun, var stolið tveimur hjólbörðum undan þungum dráttarvagni, sem var inni í lokuðu porti við Landsmiðjuna. Hafði þjófurinn eða þjófarnir farið yfir hlið, sem er á portinu, losað felgurnar und an dráttarvagninum og haft bæði felgur og hjólbarða á brott með sér. Felgur þessar eru sérkenni- legar að gerð, bláleitar að lit og því auðþekktar. Málið er í rannsókn. - 7 mai FFramh. af bls. 10. ina. Við látum þetta því nægja sem 1. maí rabb að þessu sinni. Þegar við göngum upp bryggjuna, hittum við togara- skipstjóra, og hann spyr á hvaða ferð við séum nú. Hon- um er sagt sem er. Þá segir skipstjórinn: — Mér er sagt að úti í Bret landi hafi þeir fyrsta sunnu- daginn í maí sem hátíðisdag verkalýðsins. --vv Þökkum hjartanlega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð við andlát og jarðarför ÞÓRUNNAR ELlNAR JÓNSDÓTTUR Sérstakar þakkir viljum vði færa hjúkrunarfólki og læknum fyrir ágæta hjúkrun í veikindum hennar. Fyrir mína hönd, dóttur, systkina og annarra vanda- manna. Jón Alexandersson, Víðimel 39. Hjartkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma ÁSLAUG GUÐMUNDSDÖTTIR lézt aðfaranótt laugcU'dags 29 apríl. Jarðarförin aug- lýst síðar. Sigurjón Pálsson, börn og tengdabörn. Móðir okkar, tengdamóðir og amma LISEBET GUÐMUNDSDÓTTIR Laugavegi 75 sem lézt 23. apríl sl. verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju, þriðjudaginn 2. maí kl. 13,30. — Blóm vinsam- legast afbeðin. Marolína Erlendsdóttir, Sigurður Halldórsson Jensína Jónsdóttir, Björn Ófeigsson Erlendur Jónsson, Þorgerður G£sladóttir og barnabörn Þökkum auðsýnda samúð við fráfall eiginmanns, föð- ur og tengdaföður okkar, BJARNA EGGERTSSONAR frá Laugardælum Sérstaklega viljum við þakka læknum og starfsfólki á Sólvangi, Hafnarfirði. Anna Guðsteinsdóttir, Rúnar Bjarnason, Guðlaug Guðmundsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, við andlát og jararför mannsins míns, föður okkar og tengdaföður ÞORGEIRS JÓNSSONAR frá Helgafelli Ingibjörg Björnsdóttir, börn og tengdabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.