Morgunblaðið - 30.04.1961, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 30.04.1961, Qupperneq 1
II orjjMiWaMfo Sunnuclagur 30. aprll 7967 Sigurður A. IWagnússon Makaríos bað að heilsa íslendingum LÝÐVELDIÐ á Kýpur er senni- i lega einstætt frá stjórnarfarslegu Bjónarmiði. Þar gengur allt á tréfótum vegna þess að ríkið er ejálfu sér sundurþykkt og ríkis- etjórnin í hálfgerðum lamasessi. I>að er arfurinn sem brezka heimsveldið lét Kýpurbúum í té, arfur sem byggist á hinni forn- kunnu rómversku reglu „divide et impera“: sundraðu og stjórn- aðu. í Indlandi var reglunni beitt é fruntalegan hátt með skiptingu ábúanna í tvo fjandsamlega hópa, eem síðan hlutuðu landið í tvo parta, Indland Og Pakistan. Það var örlagarík lausn á vandamáli eem hafði bókstaflega verið „bú- ið til“ af brezku valdhöfunum. Á Kýpur var sams konar vanda- *nál skapað að tilhlutan Breta, en þar varð niðurstaðan sú, að mynd að var ríki, sem á sennilega enga hliðstæðu á jörðinni. I Þetta ríki var myndað með camkomulagi þriggja ríkja, Bret- iands, Grikklands og Tyrklands, við tvö stærstu þjóðarbrotin á Kýpur, það gríska og það tyrk- neska. Samin var stjórnarskrá sem er þannig úr garði gerð, að fjölmörgum ákvæðum hennar er ekki hægt að breyta nema til komi samþykki .Breta, Grikkja og Tyrkja. Samkvæmt stjórnar- 6kránni skal forseti lýðveldisins vera af grískum uppruna, en vara forsetinn af tyrkneskum. f raun- inni felur þetta ákvæði í sér al- gert valdaleysi forsetans, því j varaforsetinn hefur neitunarvald ' í öllum meiriháttar málum og getur þannig tekið fram fyrir hendurnar á forsetanum hvenær sem honum býður við að horfa. e Þingið á Kýpur er skipað 40 mönnum, 25 grískumælandi og 15 tyrkneskum. Til að mál nái fram að ganga á þingi verður það að hljóta fylgi meirihlutans í báðum hópum, þ. e. a. s. 25 atkvæði Grikkjanna nægja ekki, heldur verður það líka að hafa stuðning a. m. k. 8 Tyrkja. I t Á öðrum sviðum þjóðlífsins er aðskilnaðurinn enn gertækari. Hvort þjóðarbrot hefur sína skóla, sínar fjármálastofnanir og eína dómstóla, sem lúta sérstakri Ctjórn. Þó eru tveir æðstu dóm- Etólarnir, sakamáladómstóllinn og stjórnlagadómstóllinn, sameig- inlegir, en þar er málum svo háttað, að fórseti sakamáladóm- stólsins er fri og forseti stjórn- lagadómstólsins Þjóðverji. • GRIKKIR ÓÁNÆGÐIR Grískumælandi menn á Kýp- wr, sem eru um 80% íbúanna, eru yfirleitt sáróánægðir með stjórnarskrána og telja hana bera alltof sterkan keim af ný- lendulögunum sem voru í gildi é eynni til skamms tíma. Þeir Eegja að ríkið sé ekki sjálfstætt nema að nafni til, en hins vegar séu ríkisvaldinu fengin alltof víð tæk völd. Til dæmis eru kaup- íélögin algerlega í höndum stjórn arvaldanna eins og tíðkast í ríkj- um kommúnista, og mælist það illa fyrir. Þá tryggir stjórnar- Ekráin einnig kirkjunni og söfn- uðum Múhameðstrúarmanna ým- is mikilvæg hlunnindi, t.d. má ekki taka eignir þeirra eignar- námi eða skattleggja þær. Ýms- i ir telja að Makaríos eigi ein- hvern þátt í þessari lagasetningu. Það sem Grikkir gagnrýna harðast í samþykktinni sem Makaríos gerði við þríveldin er, að stjórnarskráin var ekki borin undir þjóðaratkvæði og ekki einu sinni birt fyrr en eftir fyrstu kosningar á Kýpur. Ennfremur segja þeir, að samþykktin í heild hafi ekki verið borin undir þá 40 menn, sem fóru með Makaríosi til Lundúna, heldur hafi hann lesið þeim fyrir ákveðna kafla úr henni að eigin geðþótta. Hvað sem til er í því, þá er það stað- reynd að Tyrkjum er gert mun hærra undir höfði en Grikkjum, sé miðað við fólksfjölda. Tyrk- ir eru aðeins 18% af íbúum Kýp- ur, en þeim eru tryggð 30% af opinberum stöðum og 40% af stöðum í her og lögreglu. Lög- reglan í borgum ríkisins er undir grískri stjórn, en sveitalögregl- an lýtur stjórn Tyrkja. Það er altalað meðal Grikkja á Kýpur, að hlunnindin sem tyrk- neska þjóðarbrotið nýtur stafi af því að Bretar og Bandaríkja- menn hafi talið Tyrkland verð- mætara bandalagsríki en Grikk- land og því látið undan kröfum Tyrkja. Meginvandamálið í sambandi við opinberar stöðuveitingar á Kýpur er það, að Tyrkir eiga ekki enn nægilega marga þjálf- aða eða sérmenntaða menn í stöð urnar, sem þeir eiga kost á. Hins vegar heimta þeir að þessum stöðum verði ekki ráðstafað til annarra næstu tvö til þrjú árin meðan þeir eru að koma sér upp sérmenntuðu fólki. Hefur þetta valdið talsverðum viðsjám, og sakar hvor hópurinn hinn um undanbrögð. Leiddi það til þess á dögunum, að tyrknesku þing- mennirnir neituðu að samþykkja nýja skattalöggjöf, þegar hin gamla gekk úr gildi, þannig að ríkið var um tíma skattlaust, unz Makaríos beitti sérstakri heim- ild til að fyrirskipa skattheimtu án skattalaga. • MAKARÍOSI KENNT UM Það merkilega er að Maka- rios er nú harðlega gagnrýndur af Grikkjum á Kýpur fyrir aðild sína að Lundúna-samþykktinni. Er hann sagður eiga meginsök á stjórnarskránni og á óstandinu sem nú ríkir. Kommúnistar, sem eiga fimm menn á þingi, styðja Makaríos nú, en í forsetakosning unum tóku þeir höndum saman vig hægrimenn gegn honum. Á síðustu mánuðum hefur atvinnu- leysið á Kýpur aukizt geigvæn- lega og munu nú um 11000 manns vera atvinnulaus (þ.e. um 20% vinnufærra manna) og þúsundir manna eru atvinnulitlir, hafa að- eins vinnu part úr árinu. Þetta ástand skapaðist meðfram af sam drættinum sem varð við brottför Breta. Þeir hafa nú aðeins tvær herstöðvar á eynni, og auk þess 35 minni svæði. Eru þau öll óháð stjórninni á Kýpur. Þrátt fyrir vaxandi samdrátt og atvinnuleysi gefa þingmenn irnir á Kýpur ekki kollegum sín um á fslandi eftir. Þeir skammta sjálfum sér gífurlegt kaup, sem er skattfrjálst, og lifa í vellyst- ingum. Ráðherrarnir eru flestir kornungir menn og lítt reyndir, enda segja skæðar tungur að Makaríos velji ekki aðra í stjórn sína en menn sem kunni að segja já og amen. Á Kýpur er enginn innlendur banki, svo þarlendir eiga ekki jafngreiðan aðgang að banka- stjórastöðum og sætum í banka- ráðum eins og íslendingar, en Makaríos erkibiskup þar er mikill fjöldi erlendra banka og annarra erlendra fyrir- tækja. Kýpurbúar eiga hvorki skip né flugvélar og eru þannig mjög háðir öðrum ríkjum. Finna þeir sárt til þess. íbúatalan er nú kringum 600.000 eða nær fjór- falt hærri en á íslandi. fslands- vinurinn Savvas Joannídes, sem hér dvaldist um sex vikna skeið í hitteðfyrra, tjáði mér að fyrir lestrar hans um ísland hefðu vak- ið mikla athygli um gervalla Kýp ur, því Kýpurbúar telja sig geta lært margt af hinni fámennu ey- þjóð í norðri. • HEIMSÓKN HJÁ MAKARÍOSI Höfuðborg Kýpur, sem ensk- ir kalla Nicosia en innlendir nefna Levkosía, er vinaleg borg á stærð við Reykjavík. Hún ligg- ur í fjalllendi allfjarri sjó og hefur verið helzta borg eyjarinn- ar síðan á miðöldum, þegar hafn- arborgunum tók að hnigna. Þar er margt sögulegra minja, enda á Kýpur langa sögu. Sjálf ásta- gyðjan Afródíte, fæddist sam- kvæmt einni sögn af sjávarlöðr- inu við strendur eyjarinnar. Lífið í höfuðborginni er hæg- látt og þar er fátt sem minnir á þá ógnvænlegu atburði sem gerðust á götum hennar fyrir nokkrum árum, þegar frelsisbar- áttan stóð sem hæst. Það var til- tölulega auðsótt mál að fá viðtal við forseta ríkisins, Makaríos erki biskup, enda er hann sagður vin- veittur blaðamönnum. Mér var hins vegar tjáð, að hann vildi ekki svara pólitískum spurning- um munnlega. Ef ég hefði ein- hverjar slíkar spurningar skyldi ég senda honum þær skriflega og mundi hann senda svörin um hæl. Ég hafði hvorki tíma né nennu til þess. Forsetahöllin er veglegt hús umkringt víðáttumiklum trjá- garði. Hún var áður bústaður brezku landstjóranna. íburður byggingarinnar á sér heldur dap- urlega skýringu. Þegar Kýpurbú- ar gerðu fyrstu uppreisn sína ár- ið 1931 var höll landsstjórans brennd til grunna. Eftir að upp- reisnin hafði verið kæfð, var landstjóranum fengið alræðis- vald sem hann hélt þangað til Kýpur heimti sjálfstæði sitt. Beitti hann því oft af miklu ger- ræði. Ein af ráðstöfunum hans var skylda eyjarskeggja til að greiða offjár í skaðabætur eftir uppreisnina, og fyrir þetta fé var hin nýja höll byggð. Þegar ég gekk á fund Maka- ríosar sat hann í skrifstofu sinni sem sneri út að laufmiklum trjá- göngum. Hún var látlaust en mjög smekklega búin, þakin dökk um viði og í arni snarkaði fjör- ugur eldur. Hans heilagleiki kom á móti mér brosandi og heilsaði hjartanlega með þéttu handtaki. Hann var sérkennilega hlýr í fasi, en ég gat ekki að því gert að mér fannst einhver leikara- bragur á framkomu hans, því lík ast sem ljúfmennskan væri rækt uðu eins og skrautjurt sem mað- ur hefur til sýnis þegar við á. Hann var allur mjög snyrtilegur, en hreyfingar hans og tilburðir gáfu til kynna næstum kvenlega umhyggju fyrir réttum stelling- um. Hann hóf strax að tala og var dálítið hátíðlegur í máli, sem kannski var ekki óeðlilegt um kirkjunnar mann. Fyrst af öllu bað Makaríos mig að bera fslendingum kveðjur sín ar og þakklæti fyrir drengilegan stuðning á tímum hinna miklu þrenginga, þegar þjóðin barðist fyrir frelsi sínu. Hann kvaðst aldrei mundu gleyma því, að hið litla eyríki í norðri hefði eitt allra vestrænna ríkja tekið mál- stað Kýpurbúa á þingi Samein- uðu þjóðanna. Það sýndi hug- rekki og manndóm sem stærri þjóðir - gætu verið hreyknar af að eiga. Þegar ég vék að vandamálum Kýpurbúa og framtíðarhorfum, kvaðst Makarios verða að játa það, að hann væri ólæknanlega bjartsýnn. Auðvitað væru vanda- málin mörg, en nú yrði undinn bráður bugur að lausn þeirra. Fyrst af öllu þyrfti að fá meira vatn og koma upp áveitukerfi. Vatnið væri lykillinn að velmeg un Kýpurbúa. Þá þyrfti að örva smáiðnaðinn, veita lán og hjálpa mönnum á annan hátt til að koma upp iðnaði í smáum stíl. Og loks þyrfti að örva ferðamannastraum inn, því það gæti orðið mikil og stöðug tekjulind fyrir eyjar- skeggja. Kýpur ætti merkilega sögu og margar fornminjar. Nú væri bara að skipuleggja þetta allt saman. Kvaðst hann hafa kvatt til erlenda sérfræðinga í öll um þessum greinum til að leið- beina eyjarskeggjum fyrstu spor in. Ennfremur kvaðst hann hafa góðar vonir um erlend lán til að hrinda í framkvæmd ýmsum á- ætlunum, sem gerðar hefðu verið til lausnar atvinnuleysinu. Þegar ég spurði Mákaríos hvers vegna Kýpur hefði sótt um upp- töku í brezka samveldið, brosti hann og sagði að eiginlega væri þetta nú pólitísk spurning. Það verður bara til reynslu í fimm ár, bætti hann við. Ástæðurnar eru fyrst oe fremst efnahaesleear. Við eigum mjög erfitt með að selja afurðir okkar, nema þá tii kommúnistaríkjanna, en þar eru skilmálarnir ekki sérlega hag- stæðir. Þess vegna ætlum við að gera þessa tilraun í firom ár. • TVÖ EMBÆTTI Talið barst að hinu tvíþætta starfi hans og ég spurði hvort ekki væri erfitt að vera bæði forseti og erkibiskup í hinu unga ríki. Það er tímafrekt, svaraði Maka ríos. Ég syng messu á hverjum sunnudegi og oft endranær, t.d. á hverju kvöldi páskavikuna. Auk þess framkvæmi ég hjónavígslur, prestvígslur og aðrar helgiathafn ir sem heyra undir starf mitt. Þetta tekur mikinn tíma, því ég vil ekki vanrækja skyldur mínar við kirkjuna. Ég er fyrst og fremst kirkjunnar þjónn.. For- setastarfið er aðeins bráðabirgða- þjónusta og ég gef ekki kost á mér í næstu kosningum. Að fimm ára kjörtímabili loknu sný ég mér aftur óskiptur að kirkju- málum. Hvað kom yður til að leggja út á stjórnmálabrautina? > Ég leit á það sem köllun mína að leiða þjóðina til frelsis. Það hefur ávallt verið hlutverk grísku kirkjunnar að standa vörð um frelsið. Gríska frelsisstríðið á síðustu öld hófst fyrir atbeina kirkjunnar og margir af þjónum hennar urðu frelsishetjur Grikkja. Þér kannist við sögurn- ar og söngvana um Aþanasíos Díakos, Papaflessas og aðra kirkj unnar menn, sem létu lífið fyrir frelsi Grikklands. Gríska kirkjan á Kýpur hefur verið trú þessari fornu hefð og ég er hreykinn af að hafa valizt til forustunnar. Teljið þér núverandi lausn Kýp urvandamálsins endanlega? Þetta er pólitísk spurning, sagði Makaríos og brosti. Ætli nokkur lausn sé endanleg? bætti hann við og hætti að brosa. Hafið þér alið allan aldur yð- ar á Kýpur, þegar frá er talin útlegðin? Nei, ég stundaði nám í guð- fræði og lögfræði í Aþenu á ár- unum 1942—46, en síðan var ég við nám í guðfræði í Boston í þrjú ár. Ég var kjörinn biskup í Kitium árið 1948 meðan ég var í Boston og sneri þá heim. Ári síðar hóf ég baráttuna fyrir sam- einingu Kýpur við Grikkland. Ég var kosinn erkibiskup 26. október 1950. Níu árum síðar sýndu Kýpurbúar mér það traust að velja mig til fyrsta forseta lýðveldisins. Það var 13. desem- ber 1959, eins og þér vitið, og 16. ágúst 1960 tók ég formlega við embættinu. Ég losna því ekki fyrr en árið 1965. Lítið þér enn á yður sem Grikkja? Já, ég er af grískum uppruna Og biskup í grísku kirkjunni. Þeg ar þjóðhátíðardagur Grikkja, 25. marz, er haldinn hátíðlegur hér, tek ég að sjálfsögðu þátt í há- tíðahöldunum. Sama er að segja um afmælisdag EOKA, I. maí. Það voru grísk samtök, og við eigum þeim að verulegu leytí frelsi okkar að þakka. Mælist þetta ekki illa fyrir hjá tyrkneskum þegnum yðar? Þeir halda tyrkneska helgidaga hátíðlega, og varaforsetinn tekur þátt í hátíðahöldunum með þeim. Hafið þér trú á að nokkurn tíma verði hægt að skapa eitt ríki úr svo sundurleitum þjóðar- brotum? Pólitísk spurning, svaraði Makaríos. En eins og ég sagði, þá er ég ólæknanlega bjartsýnn. Að svo mæltu kvaddi ég hans heilagleik og snarkandi arineldur inn í vistlegri skrifstofu hans. Makaríos ítrekaði enn kevðjur sínar til íslendinga og fylgdi mér til dyra nettur í hreyfingum með hinn tígulega biskupshatt á höfðinu og svart slörið bylgjandi um herðarnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.