Morgunblaðið - 30.04.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.04.1961, Blaðsíða 2
2 MORGXJTSBL AÐIÐ Sunnudagur 30. apríl 1960 Hagsmunir hinna vinnandi stétta EITT HELZTA ákvæðið í lögr- um verkalýðsfélag-anna er „að vernda hagsmuni félagsmanira“. Og að því hafa félögin trúlega unnið, svo sem aðstaða var til, —Þar hefur það sjónarmið oftast verið ráðandi. að hagsmunir laun þega vaaru bezt tryggðír með hækkandi kaupi. Hins var síður gætt, að hækkandi kaup skerti ekki kaupmátt launanna, reynsl an er líka sú, að flestar kaup- hækkanir — að minnsta kosti síðasta áratuginn — hafa orðið óraunhæfar fyrir launþega vegna hins hækkandi verðlags, sem ávalK hefur siglt í kjölfar hverrar nýrrar kauphækkunar. Barátta við vaxandi dýrtíð. íslenzkur verkalýður hefur lengi barizt við vaxandi dýrtíð. Og þótt hann fengi kauphækk- anir, jafnvel mánaðarlega með hærri vísitölu, hefur hag hans Sig. Guðm. Sigurðsson. hrakað, enda vöruverð og öll þjónusta hækkandi, en skattar og gjöld til ríkis og bæja marg- faldaðir. Sú dýrtíð hefur ekki síður orðið útflutningsframleiðsl unni erfið, og þegar svo var komið að útflutningsvörurnar, — vegna hins háa framleiðslu- kostnaðar — voru ekki lengur samkeppnisfærar á erlendum markaði — þá var voðinn vís. Mesta vandamál þings og stjórnar var því, að skapa þær úrbætur, sem héldu útflutnings framleiðslunni starfandi. Og þær komu stigi af stigi. Með niður- greiðslun, yfirfærslugjöldum og dulbúinni gengislækkun, en til þess að fullnægja þessu var seilzt í efni og tekjur borgaranna, með hækkandi tollum og skött- um. Þessum bjargráðum lauk með helgöngu vinstri stjórnarinnar, er forsætisráðherra hennar lýsti því yfir hjá heildar samtökum launþega 26. nóv. 1958, að þjóðin væri komin að því að hrapa fram af brúninni og hjá vinstri stjórninni væri engin samstaða til nýrra úrræða. Til styrktar efnahagslifinu. Þegar íslenzkur verkalýður í dag virðir fyrir sér þá erfiðleika, sem þjóðin var komin í haustið 1958, verða honum ljósari að- gerðir núvemndi ríkisstjórnar í efnahagsmálunum. Þeim viðreisn aðgerðum fylgdi kjaraskerðing, sem íslenzkur verkalýður hefur tekið með þolinmæði og sýnt þa raunsæi, að virða þjóðarhags muni, enda þótt hans eigin hag ur væri skertur að sinni. Hann veit líka að ný verkfallsalda mundi grafa undan þeim varnar veggjum, sem þegar hafa verið hlaðnir til styrktar efnahagslíf- inu og hrynji þeir, gæti svo far ið, að hvorki hátt kaup né kjara samningar gætu verndað hags- muni hinna vinnandi stétta. ^ íslenzkur verkalýður á sína raunasögu um löng verkföll án raunhæfra kjarabóta. Sú s>ag» ætti ekki að endurtakast með þeim aðgerðum, sem nokkrir forystumenn heildarsamtakanna hafa nú hvatt til, enda þótt af- koma launþega eins og hún er í dag, þarfnist kjarabóta. Því ætti það að verða verkefni full- trúa atvinnurekenda og Iaun- þega að semja um þær raun- hæfu kjarabætur, sem ekki veikja þá vörn efnahagslífsins, er þegar hefur verið reist og vissulega eru til þess margar leiðir. Baunhæfar kjarabætur. Kaupgjaldsréttur hinna lægst launuðu hefur lengi verið minni en þeirra, sem betur voru settir. Verklamaðurinn varð að sætta sig við öryggisleysi í atvinnu og tímakaupi, þegar aðrir njóta langs uppsagnarfrests, óskerts kaups í veikindum og mánaðar- launa. Enda þótt réttur verkalýðsins hafi verið virtur með lögum Al- þingis frá 1957, er ástæða til fyllri réttarbóta t. d. með greiðslu vikukaups í stað tíma- kaups þar sem unnið er að stað- aldri' hjá sama vinnuveitenda a. m. k. eitt ár eða lengur. Gæti það þá líka haft sín áhrif á hið vafasama helgidagahald þjóðar- innar, sem mjög er komið út í öfgar á kostnað atvinnulífsins. Vinna og framkvæmd hennar, er mjög misjöfn hér á landi og vinnuafköstin að sama skapi. Síðari árin hafa ýmsar stéttir og einstakir vinnuflokkar tekið upp ákvæðisvinnu, með henni hafa vinnuafköstin oftast aukizt og það orðið hagur launþeganna. Með þeirri vinnutilhögun al- mennt, þar sem henni yrði við- komið, gætu verkamenn bætt kjör sín, án þess að sú kjarabót beinlínis yrði til aukinna út- gjalda fyrir atvinnuvegina. Var hann á undan? Lífsvenjubreyting, sem gæfi orðið launþegum til hagsbóta. fslendingar hafa oft vérið fast heldnir á fornar venjur og átt erfitt með Hfsvenjubreytingar, enda þótt nauðsyn krefji. Það hefur því ekki blásið byrlega fyr- ir þeirri tillögu, að fella niður aðalmatartímann, sem nú er kl. 12—13 og færa hann til kvölds- ins að afloknum venjulegum vinnudegi. Þó er það staðreynd að matartíminn er nú ekki að- eins einn erfiðasti tími dagsins fyrir þorra hins vinnandi fólks, heldur og óvenjulega kostnað ' arsamur fyrir atvinnulifið, sér staklega í byggingarvinnu og opinberri vinnu. Sá gamli siður, að sækja heim til hádegisverðar er bæði dýr og erfiður þegar vegalengdir á milli heimila og vinnustaða skipta orðið mörgum kílómetrum, eins og þegar er orðið víða hér í bæ. Sú eina klukkustund, sem ætluð er sem matarhlé, er oftast ónóg til þess að. verkamenn og aðrir komist frá og til vinnu og geti neytt matar síns að eðlilegum hætti, þess er líka dæmi að mat- artíminn lengist óhjákvæmilega kostnað vinnunnar, enda þótt vinnuveitendur sjái um flutning á vinnustað. Væri þess vert, að fulltrúar atvinnurekenda og verkamanna og iðnaðarmanna ræddu þetta mál og ætti lausn þess að geta orðið báðum aðilum til góðs. Þegar íslenzkur verkalýður, að þessu sinni safnast saman til hátíðahalda 1. maí finnur hann að lífskjör hans hafa verið skert, en hann veit líka að sú kjara- MYNDIN hér að ofan er af þeim manni, sem ýmsir telja að hafi orðið á undan Juri Gagarin til þess að takast á hendur geimferð umhverfis jörðina. Sem kunnugt er skýrði Æranskuír fréttamað- ur, Edouard Bobrovski svo frá nokkrum dögum eftir geimferð Gagarins, að þrem — fjórum dögum áður hefði annar maður farið á undan honum — Serge Iljusjin — sónur hins fræga flugvéla- sérfræðings. Hefði ferðin tek- izt með ágætum að öðru leyti en því, að maðurinn fékk alvarlegt taugaáfall og hefur síðan legið rúmfastur í sjúkra húsi. Bobrovski kveðst hafa fregn sína eftir mjög áreiðanlegum heimildum, sem hann þó ekki geti skýrt frá. Bobrovski var sendur til Rússlands þegar er tilkynnt var um ferð Gagar- ins. Var áður orðinn sterkur orðrómur um, að maður hefði verið sendur út í geiminn og fékk Boorovski upplýsingar sínar um Iijusjin fljótt eftir að hann kom. Reyndi hann allt sem hann gat til að ná tali af hinum unga Iljusjin, en tókst ekki. Þótt sennilega sé ekki ástæða til að rengja ferð Gag- arins, þrátt fyrir ýmiss konar misræmi í frásögnum, sem bent hefur verið á — hlýtur að teljast grunsamlegt, hversu sterkur Orðrómur var orðinn um sendingu mannaðs geim- fars einum eða jafnvel tveim sólarhringum áður en til- kynnt var um ferð Gagarins. Kommúnistablaðið Daily Worker tilkynnti 12 klst. áður fregn um geimferð, sem kem- ur nákvæmlega heim við frá sagnir Bobrovskis Og hafði blaðið fregnina eftir Moskvu- fréttaritara sínum. Ennfremur hafði bandaríska útvarpsstöð- in Columbia Bröadcasting System fengið um þetta sömu fregnir frá fréttaritara sínum í Möskvu. Rússar neita því með öllu, að nokkur hafi farið í geim- ferð á undan Gagarin og helztu röik þeirra fyrir þeirri staðhæfingu er sú, að brengl- að hafi verið nöfnum þeirra Iljusjin feðga — heiti sonur- inn Vladimir og faðirinn Serge. Segja Rússar ennfrem- ur, að hvorugur þeirra feðga hafi komizt svo langt upp í há loftin. skerðing á rætur sínar að rekja til þeirra efnahagsaðgerða, sem tryggja eiga afkomu þjóðarinnar um langa framtíð. í því viðreisnarstarfi mun ís- lenzkur verkalýður ekki bregðast skyldu sinni við land og þjóð, en hann krefst þess að rákis valdið líti át nauðþurftir hanrs og bæti lífskjör sín með raunhæf um aðgerðum. íslenzkur verka- lýður vill gera rétt, en þolir ekki órétt. Sigurður Guðmann Sigurðsson, múrari. Óhœfuverk unnin í Angóla Jóhannesarborg, S-Afríku, 27. apríl — (Reuter) FRÉTTARITARI einn frá Suð- ur-Afríku, sem að undanförnu hefur dvalizt í Luanda, höfuð- borg portúgölsku nýlendunnar Angólu, hefur þær fréttir að segja, að í ógnaröld þeirri, sem ríkt hefur í nýlendunni undan- gengnar vikur, hafi a.m.k. 1.000 hvítir menn, karlmenn, konur og börn, beðið bana. — Segir hann, að heilar fjölskyldur hafi verið drepnar á hinn hroðaleg- asta hátt. Yfirvöldin í Luanda segjast nú hins vegar hafa komið á röð og reglu í borgarhluta inn- fæddra, og hafi því verið af- létt þar útgöngubanni, sem lengi hefur gilt. — Fyrrgreindur fréttamaður segir óhugnanlega sögu af því, hvemig óaldarflokk ur myrti munk nokkurn og mis- þyrmdi líki hans. Hópur óróa- seggja réðst inn í bæinn Damba. Ibúamir söfnuðust þá saman í tveim stórum byggingum, en 33 ára gamall munkur, Pedro Ju- an, frá Trieste á ítalíu, neitaði að fara í felur, en gekk á móti árásarmönnum, haldandi á loft krossmarki, og skoraði á þá að fara með friði. — En óaldar- flokkurinn hafði engin umsvif, skaut munkinn og hjó lík hans síðan í spað með korðum sínum. Aðrir álíka óhugnanlegir atburð ir hafa víða gerzt, segir frétta- maðurinn. Frá Lissabon berst sú frétt, að þaðan hafi í dag verið sendir 350 hermenn með skipi til Portúgölsku Gíneu á vestur- strönd Afríku. Bologna, 25. apríl ÍTALÍA vann Norður írland í landsleik í knattspyrnu í kvöld með 3:2. Leikar stóðu 1:0 fyrir Ítalíu í fyrri hálfleik. Foðii Eennedys og Eichmnnn- réttorhöldin JERÚSALEM, 27. apríl (Reuter) — Nafn Josephs Kennedys, föð- ur hins unga Bandaríkj aforseta, kom nokkuð við sögu í réttar- höldunum yfir Eichmann í dag, Saksóknarinn lagði fram, meðal annarra gagna málsins, afrit a| símskeyti, sem Kennedy eldrl sendi stjórn sinni frá Lundúnuna í árslok 1938, er hann var sendi- herra Bandaríkjanna í Bretlandi. í skeytinu segir Joseph Kennedy m. a. frá því, samkvæmt heim- ildum í París, að farið væri með Gyðinga „sem glæpamenn“ i Þýzkalandi. Eichmann, sem yfirleitt hefir látið lítil geðbrigði í ljós við réttarhöldin var óvenju-líflegur í dag. Hann blaðaði oft í skjölum sínum og skrifaði ýmislegt hjá sér, er lesin voru upp skjöl um aðgerðir gegn Gyðingum i Þýzkalandi fyrir heimsstyrjöld- ina og þátt Eichmanns í þeim. — Stundum virtist honum þó leið- ast, því að hann geispaði ósköp syfjulega öðru hverju — en aft- ur á móti brosti hann undir. furðulega, þegar hann hlustaði á lofsyrði, sem yfirmenn hans höfðu haft um hann og lesin voru upp úr skjölum, er fundizt hafa í skjalasafni Þriðja ríkisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.