Morgunblaðið - 30.04.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.04.1961, Blaðsíða 6
6 MORCUNBLAÐ1Ð Sunnudagur 30. apríl 1960 Hangið á skiðum aftan í snjóbíl yfir hjarnbreiðuna í kappi við vorkomuna fyrir mikla hækkun. Snjórinn er harður og beltin á bilnum ná þar góðri festu. Útsýnið suðurum er stórköstlegt. Litaspjaldið er ekki margbreytilegt. Aðeins hvítt og blátt, allt frá því við förum úr grænum mosanum á Þingvöllum, og þangað til kom- ið er niður í Biskupstungurnar á fjórða degi. En hvílíkir bláir lit- ir. Hvert fjall teygir strýtur sín- ar og hamra upp úr hvítum snjón um með þéssum sérkennilegu skörpu formum Og í ýmsum blæ- brigðum af bláu, eftir fjarlægð- inni. Ullarnærföt og hvítar blæjur Það er farið að dimma, þegar við komum í næturstað undir Þursaborgum, sem sumir kalla Skátahnjúk og kenna við skáta sem komu þar á 4. tug aldar- innar. Þetta eru stórir klettar með sérkennilegu lagi, sem skaga A LANGJOKLI á sumardaginn fyrsta Það er notalegt að stinga sér í volga laugina á Hveravöllum, þarna mitt í snjóbreiðunni. hvoru megin við hana. Þeim sem aldrei hafa að jökli komið, hættir þarna upp úr miðjum jökli í 1290 m. hæð. Snjórinn hefur skil VIÐ lögðum upp á sumar- daginn fyrsta með tvo snjó- bíla aftan í stórum trukk. — Biginlega vorum við í hálf- gerðu kappi við vorkomuna, þurftum að fá harða jörð og snjó til að komast á þessum íarartækjum upp að brún Langj ökuls. En vorið var á hælum okkar með 9 stiga hita á Þingvöllum. Inn undir Meyjarsæti fór fóst- wrjörðin fríð líka að renna í mó- rauðri leðju undan trukkhjólun- lim, sem fóru í kaf. Snjóbílarn- ir voru teknir ofan af pallin- tan, undir forustu eigenda og bílstjóra snjóbilanna, þeirra Guð mundar Jónassonar Og Gunnars Guðmundssonar. Leiðin lá upp Goðaskarð, austan í bungubreið- um Skjaldbreið, þaðan sem „sér á leiti Lambahlíða og litlu sunn- ar Hlöðufell“, eins og Jónas orð- aði það forðúm. En hans farar- skjóti krafsaði sig ekki á belt- um upp hlíðina heldur tróð hana hesiur og hundur. AUt hvítt og blátt Hitinn minnkaði og færið batn aði eftir þvi sem ofar dró. Lík- lega ætluðum við að verða sprett harðari en vorið. Nú voru jökl- ar líka í nánd. Skrýtið að fólk skuli nokkurn tíma hafa trúað því að útilegumönnum væri líft í Þórisjökli, hvað þá að þar væri blómlegur dalur, svo kulda- legur sem hann er að sjá. Greini- legt er að Geitlandsjökullinn er að skilja sig frá stóra bróður, Langjökli. Hamrabeltið stendur upp úr snjónum eftir endilöng- um mörkunum. Við förum upp á jökulinn hjá Klakki. Bákir á báðar hliðar við þessa klettaborg sýna hvernig skriðjökullinn hefur klofnað á henni r" skriðið fram sín til að halda að hann sé afmarkað- ur staður, sem má hoppa upp á brúnina á Og niður aftur. En oftast er varla hægt að greina hvar hann byrjar, sandur Og möl gera snjóinn svartan langt upp í jökul á sumrin og hvít snjóbreiða jafnar út mörk lands og jökuls á vetrum. . Nú miðar vel áfram, þrátt ið eftir eins og djúpa virkisgröf allt í kringum þá. Við höfum meðferðis regluleg jöklatjöld, sem sjást vel í snjón- um, eitt grænt, annað með fag- urrauðum toppi og það þriðja rauðfjólublátt. Það síðastnefnda er fóðrað. með lausum hvítum slæðum, til að gefa loftlag til hlýinda. Það er því eins og að koma í kvennabúr í Austurlönd- um að skríða inn í það, þó við jöklameyjar, eins og piltarnir kalla okkur, líkjumst ekki nein- um austurlenskum fríðleiksdrós- um þegar við skríðum í pokana í íslenzkum ullarnærfötum nið- ur á tær og upp að höku. Ekk- ert þýðir að mála á sér varirnar, því rauði liturinn hverfur al- veg í þessari birtu, sigarettuglóð- in verður græn og maður þekkir varla fötin sín á morgnana, því þau bera einhvern allt annan lit en maður á að venjast. Tjöldin hafa inngang í báða enda, túður sem gott er að binda vel fyrir, því í skafrenningi á jökli smýg- ur snjórinn inn um allar venju- legar tjaldlokur. Er við vöknuðum morgunin eftir, var reyndar farið að skafa, og sá ekki út úr augum. Upp úr hádeginu lögðum við samt af stað. Magnús Karlsson, vanur jöklamaður, gekk á undan bíln- um með kompás, klæddur gul- rauðum stakki, sem sást vel í kófinu. Samt miðaði okkur ekki nema 4 km. á þremur tímum Og von okkar um að komast upp úr skafrenningnum brást. Það var því ekki um annað að ræða en að bíða átekta, hita kaffi og sþila kasjón. Skyndilega birti upp. Spilun- um var fleygt og geystst af stað. Vestur af jöklinum blasti við Eiríksjökull og Arnarvatnsheið- in með Hallmundarhraunið, snjó- lítið og svart, á milli. Við vorum komin út á skíðin og héngum aftan 1 snjóbílnum í köðlum. Skamma stund miðaði okkur á fleygiferð norður eftir. En ekki leið á löngu áður en skafrenn- ingurinn lagðist aftur að og of- anhríð að auki, og nú tók einnig að rökkva. Það er kynleg til- finning að aka gegnum svona þétta snjódrífu, engu líkara en maður sé dottinn ofan í mjólk- urflösku. Aðeins glyttir í rauðu ljósin á hinum bílnum, ef hon- er fylgt fast eftir. Ekki er þó nein hætta á ferðum, ef þess er gætt að fylgjast vel með hæðar- mælinu.m og þræða þannig hrygg ina, því þar eru engar sprungur. Öryggi í talstöðvunum Áttavitarnir í bílunum komu að litlu gagni. Senditækin höfðu ruglað þá í ríminu. Það er mikið öryggi í því að hafa talstöðvar í bílunum á svona ferðalagL Landssíminn leigir tækin og á þremur stöðum á landinu eru vaktmenn, sem hlusta eftir kalli á bílabylgjunum; í Gufunesi, Vestmannaeyjum og Brú í Hrúta firði. Einnig er oftast hægt að ná sambandi við ferðaskrifstofuna á Selfossi og aðra bíla, ef hlustun- arskilyrði eru á annað borð sæmi leg. Kunningjar okkar í Reykja- vík töldu það heldur ekki eftir sér að hlusta á ákveðnum tímum eftir kalli frá okkur, fóru jafn- vel oft á dag út í örfirisey til að ná betra sambandi, og vissu því hvað okkur leið. Karl Eiríksson, símaverkfræðingur, var fyrsta sólarhringinn í humátt á eftir okkur í jeppa sínum Og í tal- stöðvarsambandi á nokkurra tíma fresti. Var hann að gera tilraun með að aka jeppa með 8 hjólum undir í snjó og komst alla leið upp í Skjaldbreið. Og var ákáflega ánægður með ár- angurinn. Við fórum norður af jöklinum snemma nætur, rétt norðan vi3 Dauðsmannsgil og sveigðum suð- austur, í átt til Hveravalla, þó ekki sæi út úr augum. Guðmund- ur Jónasson ætlaði að nota mæði veikigirðinguna sem kenniley ti, er við rækjumst á hana. Nú var lengi ekið og ýmsar skoðanir uppi meðal þessara kunnugu fjallamanna. Stundum varð ofan á að sveigja svolítið meira til hægri og stundum til vinstri. Allt í einu sást slóð fram undan I snjónum — slóð eftir tvo snjó- bíla, okkar eigin. Við höfðum Framh. á bls. 10 Það var kominn skafrenningur áður en tjöldin voru tekin upp við Þursaboi r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.