Morgunblaðið - 30.04.1961, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 30.04.1961, Qupperneq 10
10 M O RGV y B L AÐ1Ð Sunnudagur 30. apríl 1960 Maðurinn og minkurinn í Morgunblaðinu 2. marz er hinn kunni rithöfundur og refa- bani Theodór Gunnlaugs&on að senda mér kveðjur og skýra fyrir. lesendum blaðsins hversu mikill fáráðlingur ég sé í riti og röksemdafærslu. „Hvað finnst mönnum svo um ^essi rök?“ Þannig spyr T. G. eftir að hafa tekið upp að nokkru það sem ég hefi tilgreint því til sönnun- ar, að eigi sé með öllu rétt, að minkar séu réttdræpir hvar og hvenær, sem þeir verða á vegi manns.“ í lok greiar sinnar skorar T. G. á mig. — Skal það nú sagt í eitt skipti fyrir öll, að ég hefi megna skömm á slíku orðalagi og öllum áskorunum í málaflutn- ingi, leiði helzt hjá mér að eiga orðastað við menn sem grípa til þeirra. Má T. G. svo virða mér það til ákorts á skilningi, ef hann vill, að ég skilji ekki rétt fyrirsögnina á greinum hans í Timanum í sept. 1960, er hann nefndi: ,,Var það allt af illgirni mælt?“ — Ef til vill hefir höf. lagz-t þar ,,dýpra“ heldur en mér veitist létt að skilja. Verður það mín skömm. Hið eina í grein T. G. 2. marz sem ég vil ekkj láta ógert að svara er ræða hans um fluguna — ,,Hundruð milljóna. Heyrirðu það? Hundruð milljóna í hreinar tekjur ár hvert, í stað milljóna útgjalda." Og svar mitt er þetta: Ég hefi aldrei viðhaft þessi orð, aldrei ,,suðað“ þannig. . Ég hefi aldrei rætt um „hundruð milljóna hreinar tekjur," o. s. frv. Hitt hefi ég reynt, að segja sat/t og rétt frá um minkaeldi hér í Noregi og víðar. Þeim sem vilja vita hið rétta um gerðir mínar á þessu sviði, vísa ég til greinar- gerðar minnar .Minkaeldi í Noregi, sem prentuð hefir verið sem þingskjal Nd. 355. Nefndar- álit — frá landbúnaðarnefnd. — Því fer fjarri að ég vilji skrifa undir öll gylli-orð um minkaeldi sem fram hafa komið í blöðum heima untjanfarna mánuði. — Annars að lokum þetta: Þótt T. G. hrópi og spyrji hvað mönnum finnist um málaflutn- ing minn, breytir það engu um það álit mitt, að það hafi verið mjög óhaganlega að unnið, er ákvæði um útrýmingu minka voru tengd við gömul og reynd ákvæði um útrýmingu refa, með þeim hætti sem gert hefir verið í lögum frá 28. maí 1957, og reglugerð þar að rútandi. Það breytir heldur ekki neinu um það, að ég get ekki talið að minkar séu „réttdræpir hvar og hvenær, sem þeir verða á vegi manns,“ meðan þau fáránlegu ákvæði eru í gildi sem nú eru, um það er maður finnur minka- greni. Ég held að T. G. og öðr- um, sem eru ánægðir (?) með hin gildandi ákvæði um þessa hluti, sjáist yfir þá staðreynd hver fjarstæða það er í raun og veru, að ætlast til þes svona yfirleitt, að menn sem rekast á minka á ferli við holur og önnur afdrep, og oft er það óljóst hvort um greni er að ræða eður eigi, fari að leggja á sig fyrirhöfn við að gæta grenisins og koma ,,vitneskju tii skotmanns", sem þeir hafa ef til vill ekki hug- mynd um hver er, eða hvar er að finna. Þessi ákvæði voru góð og gild meðan aðeins var um refi og refaveiðar að ræða, og fólk búsett í sveitum landsins, en nú er öldin önnur og önnur viðhorf, að því er kemur til mink anna. Hugleiðum t.' d. umhverfi Reykjavíkur, Reykjanesskagann og Þingvallasveit og allan þann fjölda kaupstaðarbúa sem þar er á ferli, á víðiun vangi, um helgar og endranær. Hver ætlast til þess að Reykvíkingar á göngu- för, sem rekast á minkaból — sem ef til vill er greni — þeim er það óljóst — suður við Kleifar- vatn, eða austur við Þingvalla- vatn> fari að ,,standa í því“ að gera hinum löggilta skotmanni viðvart, sem þeir hafa ekki hug- mynd um hver er eða hvar er að finna. — Já, einn þeirra á meira að segja að vakta „grenið" meðan vitneskju er komið til skotmanns. Heilaga einfeldni að setja slíkt í lög. — Ég held að þeim sem hlut eiga að miáli, þegar þeir verða varir við mink, eða finna greni, við slíkar kring- umstæður, sé ekki ofgott að reyna að ráða niðurlögum dýr- anna, með þeim ráðum sem til- tæk eru, og þannig fer þessu auðvitað fram, vað s<=m T. G. segir og sannar, og þrátt fyrir allt ,,apparatið“ sem að lögum B er í gangi til að eyða rninkun- um. Menn hafa hin óvirku á- kvæði að engu, velflestir, og lái ég það engum. En það stend- ur eigi að síður óbreytt — bók- stafurinn blífur — að það varðar við lög að grípa til eigin ráða á þennan hátt, svo fjarri fer því, að gildandi lögum, að minkar séu „réttdræpir hvar og hvenær, sem þeir verða á. vegi manns“. Ég get sa-nnarlega verið sam- mála því sem T. G. segir í hinum mikla — greina-„flokki“ í Tím- anum í sept. 1960 — í spurnar- formi: ,,Er ekki bezt að stokka upp aftur," — og taka á því með meiri raunsæi og þekkingu að setja ákvæði um eyðingu minka, heldur en raun varð á við setningu laganna 1957, og reglugerðar þar að lútandi? Enn sem fyrr held ég að það hafi ekki verið nein goðgá þótt Gunn- ar Thoroddsen léti sér til hugar koma, og nefndi í þingræðu, hvort ekki sé hugsanlegt að spara eitthvað á liðnum — eyð- ing refa og minka, en það tel ég sparnað í fyllstu merkingu, ef jákvæður áranrgur eykst í hlutfalli við tilkostnað, þótt kostnaðurinn minnki ekki f krónum talinn. Mun ég nú ekki ræða þetta mál frekar í Morgunblaðinu. Mér er Theodór Gunnlaugsson ókunnur maður, nema af skrifum hans, hefi ekki til hans lagt, má hann mín vegna svala skot- fimi sinni, með því ,,að hlemma á“ mig fleiri skotum, ef hann vill, ég læt mig það engu skipta, nú orðið. — i Jaðri 19. marz 1961. Árni G. Eylands. Snjóbað í sólinni — Langjökull Framh af bls. 6. ekið í stóran hring, og frekar einn en tvo áður en við stönzuð- um og ákváðum að bíða morgun- skímunnar. Ekki höfðum við sof ið nema 1—2 tíma, þegar Guð- mundur Jónasson rauk upp: — Þarna er Rjúpnafell, þarna Sand kúlufell, þarna er þetta og þarna hitt. Við erum hálf tíma akst- ur fyrri norðan Hveravelli! I krapi á miðjan mjóalegg Óvíða 1 veröldinni munu ferðamenn fá eins góðar mót- tökur af náttúrunnar hendi og á Hveravöllum. Þarna gátum við stigið beint ofan í volga laug- ina við skáladyrnar, eftir ferða- volkið, látði okkur þorna í sólinni Og þeir hraustustu tekið snjóbað. Og við okkur blöstu í vestri og austri jökulskallar, baðaðir sól, Kerlingarfjallatindarnir Loð- mundur og Snækollur gnæfðu við himin, Mælifellshnjúkur í norðri og Bláfell syðst á Kili. Það var liðið á daginn, er við tókum okkur upp. Gera varð ráð fyrir að leiðin niður hjá Skjaldbreið og um Þingvöll væri orðin snjólaus eftir þriggja daga þýðu. Vorið beið okkar, var meira að segja rétt að ná okkur þarna upp í miðju landi. Snjór- inn var orðinn linur og snjóbíl- arnir sukku öðru hverju í krap- ið suður Kjalveg, einkum kring- um Fúlukvísl. Við vorum þó tvær úti á skíð- um Og héngum í köðlum aftan í öðrum snjóbílnum. Veðrið var of fagurt til að fara inn. Norður- fjöllin bar lengi kvölds í fagur- rauðan himin og að baki suður- fjallanna var kynlegur blámi. Það stirndi á ísinn og snjóinn allt í kringum okkur. En krapið? Við létum okkur hafa það, rennd um á eftir bílnum í það, stundum ofan á eins og á vatnaskíðum, stundum í vatni og krapi í miðj- an mjóalegg og síðan brunandi yfir hart hjarnið í næsta pitt. Ekki var kuldanum fyrir að fara, erfiðið að forðast fall og ískalt bað, nægði til að halda á okkur hita. Nú og svo biðu þurrir ull- arsokkar, vermdir á bílvélinni og brjósthlýja inni í heitum bílnum, þegar við stigum inn í hann nið- ur undir Hvítárvatni. Við gistum í skála Ferðafé- lagsins við Hvítárvatn og héld- um morguninn eftir í góðu veðri yfir Hvítárbrúna, áleiðis niður að Gullfossi. En er við komum á Bláafellshálsbrúnina kom vor- ið Okkur í opna skjöldu. Þar fyr- ir sunnan var jörð alauð og ó* fær snjóbílum. Við snerum hið snarasta við, upp að Jarlhettunum og ókum í snjó meðfram þessum kynlegu tindum. Einn er eins og kirkja, annar líkist mest kistu og svO er það þessi með stóru gjánni í, svo sjá má heiðan himininn þar í gegn. Á móts við Hagavatn lentum við á grýttum snjólaus- um kafla. Annars mátti þræða fannirnar vestan í Sandfellinu niður í Helludal í Biskupstung- um. Á fjallsbrúninni vestan Hellu- dals, mættu okkur kunningjar, sem komnir voru austur með bíl til að flytja okkur í bæinn. Það hafði komið sér vel að hafa tal- stöð og geta látið vita hvar við kæmum í byggð. Því þegar maður þarf að leika á vorið til að kom- ast leiðar sinnar, er eins gott að geta breytt ferðaáætluninni, — E. Pá. „Fréttastríð44 í Danmörku KAUPMANNAHÖFN, 28. apríl, (NTB) — Nýstofnað samband danskra blaðamanna hefir sett Ritzau-fréttastofuna í Kaup- mannahöfn „í bann“. Samtími* þessu segja starfsmenn sam- bandsins, 21 að tölu, sem starfað hafa hjá ritstjórn fréttastofunn- ar, lausu starfi sínu og munu hætta 31. maí nk. — að því er Berlingatíðindi greina. ★ Orsök þessa „fréttastríðs“ er sú, að aðalfréttastjóri Ritzaus, Knud Ree, hefir neitað að hefja samninga við blaðamannasam- bandið, sem var stofnað sl. sunnu dag, sem samtök þeirra þriggja blaðamannafélaga, sem fyrir voru í Danmörku. — Það eru samtök danskra blaðaútgefenda, sem eiga Ritzau-fréttastofuna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.