Morgunblaðið - 30.04.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.04.1961, Blaðsíða 11
Sunnudagur 30. apríl 1960 MORGVNBLAÐIÐ 11 LandspítaHnn Framh. af bls. 4. í ljós, að fæðingardeildin var of lítil. I>. 1. janúar 1949 var opnuð ný fæðingardeild í sérstöku húsi á Landspítalalóðinni og hefi ég veitt henni forstöðu frá upphafi. Rúmafjöldi á fæðingardeildinni er 54 rúm og auk þess eru 4 fæðingar- stofur. Þessu er skipt þannig, að á efstu hæð hússins eru 25 rúm, á miðhæðinni 25 rúm og síðan á neðstu hæðinni fæð- ingarstofurnar fjórar, auk að- gerðarstofu og skoðunar. Nú starfa á deildinni 4 læknar þ. e. a. s. einn yfirlæknir og þrír aðstoðarlæknar, auk þess 2—3 námskandidatar og 1 eða 2 stúdentar. Yfirljósmóðir er Guðrún Magnúsdóttir og auk þess eru nokkrar aðstoðarljós- mæður, 12 Ijósmæðranemar og alltaf eitthvað af hjúkrun- arnemum. Ljósmæðraskóli íslands hef ur starfað við deildina frá upphafi undir forstöðu ýfir- ljósmóður og yfirlæknis þar eru teknir inn 12 nýir nemar á hverju ári, en námstíminn er eitt ár og hefst 1. október ár hvert. Ljósmæðraskólinn er heimavistarskóli og búa nemarnir í útbyggingu fæð- ingardeildarinnar, þeir fá eng in laun, en frítt húsnæði og fæði, kennslu og klæði. Eins og áður er getið þá em hjúkr- unardeildirnar tvær og á efstu hæðinni eru ssengurkon ur og síðan 12 rúm fyrir kven sjúkdóma og konur með sjúk dóma á meðgöngutímanum. Þar er deildarhjúkrunarkona Þórunn Þorsteinsdóttir og hef ur starfað allt frá því að deild in tók til starfa. Á miðhæð- inni eru eingöngu sængurkon- ur og þar er deildarhjúkrun- arkona Guðrún Árnadóttir, sem hefur einnig starfað þar frá því að deildin tók til starfa. Ennfremur er deildar- hjúkrunarkona yfir á skurð- stofu og er það fr. Dómhildur Gottliebsdóttir. Fyrir nær tveim árum síð- an var kandidatsherbergi, sem var á efstu hæð spítalans breytt og tekið undir sjúkra- rúm og þannig var hægt að auka um 4 rúm á þeirri hæð. Hefur það mestmegnis verið brúkað fyrir konur með sjúk- dóma á meðgöngutímanum. Hinsvegar hefur verið mjög mikið plássleysi öll árin og á meðan að reynt er að hafa pláss fyrir kvensjúkdóma verður alltaf erfitt um vegna þess hve rúmin eru fá, því að hingað til hefur ekki þótt til- tækilegt að taka til þess neitt af þeim rúmum, sem upp- runalega var ætlað sem rúm fyrir sængurkonur. Það er ekki neitt svigrúm til frekari aukningar á sjúkra- rúmum, hinsvegar hefur stað- ið til nú í mörg ár að lyfta þaki deildarinnar vegna þess að það hefur reynzt ónýtt og liggur við að sé hætta á hve mikið er farið að molna úr þakskegginu. Hefur nú staðið til að hef jast handa með þetta og þá að nota tæifærið um leið og lyfta þannig efstu hæð inni, að þar sé hægt að hafa aðgerðarstofu, dauðhreinsun- arherbergi, svæfingarstofur og önnur geymsluherbergi, sem tilheyra slíkri einingu og myndi það strax rýmka mikið um á neðstu hæð deildarinn- ar. Mæðraskoðun var fram- kvæmd á deildinni fyrstu 6 árin við mjög erfið skilyrði, en sá þáttur var fluttur á Heilsuverndarstöð Reykjavík- ur þegar hún tók til starfa 1955. Tel ég bagalegt, að ekki skuli vera hægt að framkvæma mæðraskoðun á sjálfri deild- inni. Það er mín skoðun, að stækka þurfi fæðingardeild- ina mjög fljótlega og verulega bæði til þess að fá til umráða fleiri rúm undir kvensjúk- dóma og einnig til þess að mæðraskoðun geti farið fram á deildinni sjálfri og eins skoðuir á öllum konum, sem fæða á deildinni, eftir fæð- inguna, þegar liðnar eru 2—3 vikur. Með öðrum orðum, að konurnar komi þá aftur til skoðunar eftir því sem ástæð- ur eru tiL Fæðingardeildin var í upp- hafi styrkt af rfki og bæ og þannig, að bærinn borgaði byggingarkostnað að 2/3 og síðan rekstrarkostnað að 2/3. Nú frá síðustu áramótum hef- ur þetta samband verið slitið og hefur bærinn tekið til rekstrar fæðingarheimili, en nú er deildin eingöngu borin uppi af rikinu eins og Land- spítalinn í heild. Hannes Þórarinsson: Árið 1934 tók til starfa ný deild við Landspítalann, Húð- og kynsjúkdómadeildin. Var hún til húsa í sérstöku húsi á sjúkrahússlóðinni og var aðal- hvatamaður að stofnun henn- ar Hannes Guðmundsson. Hann var og yfirlæknir deild- arinnar frá upphafi og þar til hann féll frá 1959. Síðan hef ég haft umsjón með deildinni. Fyrstu 10 árin eftir að deild in tók til starfa voru þar aðal- lega stundaðir sjúklingar með kynsjúkdóma. Eftir að farið var að nota penisillín við lækningu þeirra sjúkdóma varð mikil breyting á með- ferð þeirra og var þá ekki lengur talin þörf á að vista slíka sjúklinga í sjúkrahús- um. Hlutverk deildarinnar hefur því breytzt síðustu 10 árin. Á deildinni eru nú 12 rúm, en voru áður 14. Eitt herberg ið var útbúið sem dagstofa fyrir sjúklinganna. Á deild- inni starfar ein hjúkrunar- kona, svo og 1—2 nemar á hverri vakt. Húðsjúkdómadeildin er, eins og aðrar deildir Land- spítalans, alltaf fullskipuð og margir sjúklingar á biðlista. Deildin starfar í náinni sam- vinnu við lyf- og handlæknis- deild og háir það starfsemi hennar að vera í sérstakri byggingu. Rætt hefur verið um að flytja deildina upp á efstu hæð Landspítalans, þeg- ar hún rýmist, og verður það til mikils hagræðis fyrir alla starfsemi deildarinnar. Prófessor Davíð Davíðsson: Starfsemi rannsóknarstofu Landspítalans hefur lengst af verið undir yfirumsjón yfirlæknis lyfjadeildar. Ein rannsóknarkona hefur annað störfunum að mestu leyti í einu 25 ferm. herbergi. Er það aldursforseti rann- sóknarstofunnar Frk Guðný Guðnadóttir. Hún átti 25 ára starfsafmæli sl. vor. Við störf sín hefur hún þó notið aðstoð- ar kandidata og læknanema. Fyrir 6 árum var húsrými rannsóknarstofunnar aukið um eitt 15 ferm. herbergi og jafnframt bætt við einni rann sóknarstúlku, sem annaðist efnagreiningar. Haustið 1958 var skipaður sérstakur yfirlæknir þessarar deildar próf. Davíð Davíðs- son. Húsrými hefur verið nánast óbreytt síðan en starfs fólksaukning hefur átt sér stað. Nú starfa á rannsóknar- stofunni 7 fastráðnar rann- sóknarkonur auk 3ja nema. Störfum deildarinnar má skipta í tvo hluta, annars veg- ar lífefnafræðilegar rannsókn ir og hins vegar blóðmeina- rannsóknir. Jafnframt er læknanemum gefið tækifæri til þess að kynnast í stórum dráttum rannsóknum deildar- innar, en þeir eyða einum mán. í miðhluta náms síns héma. Vinnan hefur mjög aukizt úpp á síðkastið og hafa efnarannsóknir 5-faldast að tölu síðastliðin tvö ár. Húsnæðisskortur hefur tak- markað upptöku nýrra, en þó nauðsynlegra rannsókna. En í mörgum tilfellum hefur til- raunastöðin að Keldum hlaup ið undir bagga við efnagrein- ingar og eðlisfræðistofnun Há skólans hefur annazt mælingu geislaefna. Á næstu mánuðum verður húsrýmið aukið nokkuð þar sem ca. 100 ferm. á 1. hæð tengiálmu nýbyggingar spít- alans verða teknar í notkun. Verður þá rannsóknarstofunni skipt i tvo meginhluta skv. eðli rannsóknanna, þ. e. ein deild fyrir efnarannsóknir, önnur deild fyrir blóðmeina- rannsóknir. í sumar verða einnig teknar í notkun |jórar stofur í kjallara nýbygging- ar fyrir geislamælingarstofu spítalans. Þrátt fyrir þessa stækkun er fyrirsjáanlegt að húsrými rannsóknarstofunnar verður áður langt líður of lítið og því naumast nema um bráða- birgðalausn að ræða. í sumar verða ýmsar nýjar efnarannsóknir teknar upp. Með auknu húsrými og fleira starfsfólki stórbatnar sömu- leiðis aðstaða til kennslu læknanema í rannsóknarstörf- um í síðari hluta náms þeirra og eiga þeir þá að fá betra tækifæri til þess að öðlast auk inn og nauðsynlegan skilning á gildi og takmörkunum rann sókna til sjúkdómsgreininga og við lækningar. ■ g S:. K T.H B 0 T Tf 'íj Tn N F N V K 0 K </• K —7 Míft. n* L 'fj N £ di 0 T T N X í? £ F .1 n ii 75’ ’ft K H F n r r 5 1 ’T J N X> 1 1 N ® 0 íd! ‘A i> í> 1 — rV '0 0 1 nF D 5E b "i D 'ft L ft IZ 'D ó N L R K •i 1 h' fj' © z /i£\ K Lir R ,nI H E 1 L ö i & H u L, q 8 N K 'fi L y 1 '0 v' H 5 \R •v? V Aii Vi. '0 ó '0 R R N H V;,'1 M' 8 E L T i ■i N fí u R F L h L V Gf 1 u ’N <7 FV.« '0 H h;- Ú 'ilL- ’\ K !/// \*// L ff f? H F i i 0 L 9 it N 1 ■F. N í) I L R s & /f T? H 1»-? £ '0 íj K w S 'íj þs f} >i., K £ L T h f? *■.. 0 [i.u 0 5 L 5».l K H L D 'n ýi •1 ...J 0 H’ 1 L L -v N T 1« Cc N P *»«■ H D H *iti T 'P L & Ú D N V H 'fí '1 N N Xr U N- n B 1 K 1 S T U !•»* & 'I U N D P, 10 rf- £> Jl % \ N H '0 ft U L *. v Rakaþéttar dósir.tiýggja nýtingu hvers saltkorns

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.