Morgunblaðið - 03.05.1961, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 03.05.1961, Qupperneq 2
M O R G U N B L A Ð1Ð Miðvikudagur 4. maí 1961 Miklar kaupkröfur I Þróttar á Siglufirði * VERKAMANNAFÉLAGIÐ Þrótt ur á Siglufirði hefur nýlega sett fram kröfur um stórkostlega kauphækkun hjá Síldarverksmiðj um ríkisins. Fer félagið fram á, að kaup í almennri dagvinnu hækki úr kr. 20,67 á klukkustund upp í kr. 28,13, og ennfremur, að öll yfirvinna greiðist með 100% álagi, en nú er eftirvinna greidd með 50% og næturvinna með 100%. Þá er krafizt styttingar vinnu- vikunnar úr 48 klukkustundum í 44 klst. Vikukaup á alm. dagvinnu reiknast nú: 48 klst. á kr. 20,67 auk orlofs eða .... kr. 992,16 Samkvæmt kröfunum á sami timi nú að reiknaðst: 44 klst. dagvinnukaup 6 kr. 28,13 .... kr. 1.237,72 4 klst. yfirvinnukaup & kr. 56,26 .... kr. 225,04 á kr. 31,01 .... kr. 558,18 kr. 1.550,34 Samkvæmt kröfunum á sami vinnutími nú að reiknast: 44 klst. dagvinna á kr. 28,13 ...... 22 klst. yfirvinna á kr. 28,13 ...... kr. 1.237,72 kr. 1.237,72 kr. 1.462,76 Hækkunarkrafan á vikudag- vinnu er kr. 470,60 eða 47 % kaup hækkun. Ef unnið er frá kl. 7 árdegis til kl. 7 síðdegis, eins og oft er gert, hafa kaffitímar, sem falla inn í vmnutímann, verið greiddir og heíur þá vikukaup fyrir al- menna vinnu verið reiknað þannig: 48 klst. dagvinna á kr. 20,67 ...... kr. 18 klst. eftirvinna 992,16 kr. 2.465,44 Nemur hækkunarkrafan þá kr. 915,10 á viku eða 59% hækkun. Ennfremur fer Þróttur fram á ýmsar aðrar breytingar á samn- ingum, meðal annars, að S.R. greiði Verkamannafélaginu Þrótti 1 % af öllum launum skv .samning um „sem þóknun fyrir að halda opinni skrifstofu og aðra fyrir- greiðslu, skal fé þetta renna til íélagsheimilisbyggingar á Siglu- firði“. Mannfjoldinn á Lækjartorgi klukkan hállþrjú 1. maí, áður en útifundurinn hófst. Vopnahlé í Laos | Bardögum víðast hætt og vonast til j að vopnahlé verði brátt algert Vientiane og Washington, 2. maí. BARDÖGUM hefur nú að /A/Shnúhr | S V 50 hnúfar Snjóiema \7 Skúrit K Þrumur mss KuUoM ZS* Hit'ikH l&L»al ENN er veðurlag óbreytt frá því, sem var fyrir helgi; þoku- loft og úði eða rigning við norður- og austurströndina, en bjart veður um suðvestur- Fyrir norðan skilin er frost, en þíðviðri sunnan við þau. Veðurspáin kl. 10 í gær- kJvöldi: SV-land til Breiðafjarðar hluta landsis og í innsveitum og miðin: NA kaldi, léttskýjað. á Norðurlandi. Á þokusvæð- Vestfirðir og miðin: NA inu er hitinn aðeins 2—4 stig kaldi, þokusúld norðantil. vegna þess, hve sjórinn þar er kaldur, en sunnan lands er 7 til 11 stiga hiti. Skörp skil eru um 200 km. fyrir suðaustan Jan Mayen og liggja þaðan vestur um ís- landshaf og Grænlandshaf. Norðurland til Austfjarða Og miðin: Austan og NA kaldi, þokuloft Og víða rigning eða súld. SA-land og miðin: NA kaldi, stinningskaldi á miðunum, skýjað. miklu leyti verið hætt i Laos og vopnahlé þegar samið á hættulegasta stað víglínunn- ar — suður af bænum Vang Vieng, sem er á milli kon- ungshorgarinnar Luang Pra- bang, og Vientiane, aðseturs- staðar stjórnarinnar. Það var fyrst í gærkvöldi, að fulltrúar Pathet Lao hers- ins og stjórnarhersins hittust undir hvítum fána og ræddu vopnahlé og vonast menn nú sterklega til að slíkt vopna- hlé náist á öllum vígstöðv- um. — Utanríkisráðherra Laos, Tiao Sopsaisana, sagði fréttamönnum í dag, að stjórnin mundi ekki setja nein skilyrði fyrir því að vopna- hlé kæmist á þegar í stað. Eftir fundinn í gærkvöldi, sem svo vel hafði tekizt, væri það von stjórn- arinnar, að unnt yrði að komast að samningum við Pathet Lao um að jafna stjórnmálaágreininginn. Ráðherrann upplýsti jafnframt, að Rússar héldu áfram vopna- sendingum til Suður-Laos, þar sem ástandið væri enn alvarlegt. Vopnahlésnefndin bíður Þegar vopnahlé hefur komizt Lá 18 daga látinn í rúmi sínu AKRANESI, 2. maí. — Jón Hall- dórsson útvegsbóndi fannst milli kl. 6 og 7 sunnudagskvöldið 30. apríl láfinn í Lambhúsum, þar sem hann hefur búið einn und- anfarin 6—7 ár. Seinustu árin dvaldist Jón heit farn á fjórða mánuð úr vetrin- um hjá börnum sínum í Reykja- vík. Þetta gerði hann einnig í vetur. Á vorin var hann vanur að koma til baka, til þess að dveljast sumarmánuðina í Lamb- húsum. Þar bjó hann einn og matreiddi handa sér sjálfur. Oftast hefur hann fengið vatn í næsta húsi, Bárugötu 23. Kon- an, sem þar býr, hafði ekki hug- mynd um, að Jón væri að þessu sinni kominn aftur frá Reykja- vík, því að hann hafði ekki komið í vor eftir vatni. Fannst látinn Það var svo nú á sunnudags- kvöldið, að Ingi Guðmundsson, skipasmíðameistari, kom að Bárugötu 23 að spyrja um Jón, er hann átti erindi við. Sagðist Ingi hafa farið inn í Lambhús, og þar hefði allt verið opið nema svefnherbergið, sem var læst. Var nú kvaddur til vinur Jóns, sem verið hefur hjálparhella hans um árabil. Geymdi hann annan lykil að svefnherberginu. Þegar opnað var, kom í ljós, að Jón lá í rúmi sínu í spariföt- unum, og var látinn. Líkið var þegar flutt upp í sjúkrahús og krufið af Torfa héraðslækni sama kvöldið. Samkvæmt skýrslu hans til bæjarfógeta var dánarorsökin hjartaslag. Jón mun hafa látizt nóttina milli 11. og 12. Sþríl, en um hádegi daginn áður kom hann úr Reykjavík. Frétzt hef- ur, að hann hafi fengið vatn þann dag hjá konu, sem býr niðri á Vesturgötu 17 og olíu á brúsa hjá H. B. & Co, sama dag og hann kom. — Hefði hann gert vart við sig á Bárugötu 23 þegar við komuna hingað, hefði hans verið vitjað fyrr, svo að hann hefði ekki legið í rúmi sínu. Jón var 86 ára, á allsstaðar í landinu munu Bret- ar og Rússar væntanlega senda vopnahlésnefndinni tilmæli um að halda til Laos. Nefndin, sem skipuð er fulltrú- um Indlands, Póllands og Kan- ada, hefur setið að fundum í Nýju Delhi undanfarna daga og beðið þess að vopnahlé yrði gert. Hefur nefndin á meðan unnið að reglum þeim, sem viðhafðar verða við vopnahléssamningana. Nehrú, forsætisráðherra Ind- lands sagði í dag, að hann vænti þess, að algert vopnahlé kæmist á í Laos innan tveggja eða þriggja daga. Jafnframt tilkynnti talsmaður landvarnarráðuneytis Indlands, að herdeild hundrað indverskra manna væri reiðubúin að fara með vopnahlésnefndinni til Laos hvenær sem er og vera henni þar til aðstoðar. í kvöld sagði talsmaður utanrík isráðuneytis Bandaríkjanna, að vart gæti heitið að barizt hefði verið í Laos í gær og væri nú gott útlit fyrir að vopnahlé næð- ist. Lét talsmaðurinn í Ijósi þá von, að konungurinn í Laos, Savang Vatthana, setti sig ekki á móti því að 14 ríkja ráðstefnan yrði kölluð saman. Mike Mansfield, öldungadeild- arþingmaður demokrata, sagði eftir fund sem Kennedy, forseti, átti með forystumönnum demo- krata, að hann vissi ekki til þess, að Bandaríkjamenn hyggðust senda herlið til Laos — né heldur vissi hann til þess að Kennedy hyggðist ofurselja Laos komm- únistum. Mansfield sagði, að forystu- menn demokrata bæru enn sem fyrr fullt traust til Kennedys for- seta og væru þess fullvissir að hann mundi draga réttar ályktan ir og taka réttar ákvarðanir í erfiðum alþjóðamálum. I. maí í Reykjavík 1. maí var veður mjog gott í Reykjavík, sólskin og 12 stiga hiti. Var það fyrstl frídagurinn um Iangt bil, þegar sólskin og hlý veðrátta hefur farið saman, Var því margt bæjarbúa a# spóka sig á götunum, spariklætt í góða veðrinu. Fjöldl safnaðist saman á Lækjartorgl um miðjan daginn tii þess að horfa á og hlusta á ræðumenn á útifundl nokkurra verkalýðsfélagm þar, Höfðu þau staðið fyrir kröfu- göngu um bæinn áður, sem ekkl var ýkja fjölmenn í upphafi. A fundinum fluttu ræður Guðm. J. Guðmundsson, skrifstofumað- ur, varaformaður Verkamanna- félagsins Dagsbrúnar, Hannibal Vaidimarsson, formaður ASÍ, og Einar Ólafsson. Ekki rætt á ráð- herrafundi NAT0 LONDON, 2. maí — (Reuter — NTB) — Harold Macmillan, forsætisráðherra Bretlands upp- lýsti á fundi neðri deildar brezka þingsins í dag, að á ráðherra- fundi Atlantsh#fsbandalagsins sem haldinn verður í Osló í næstu viku yrði ekki um það fjallað hvort gera ætti Atlants- hafsbandalagið að atómveldi. Sagði Macmillan að málið yrði rætt áf ríkisstjórnum Bandaríkj- 18 daga látinn anna, Bretlands og Frakklands — væntanlega eftir venjulegum dÍDlómatiskum leiðum. — Með leynd , Framh. af bls. 1 1 ræður sínar við deiluaðila. Hann sagði hinsvegar, að hann kynni að hafa eitt- hvað að segja „þegar hiirn rétti tími kæmi“. Fulltrúi félags togara- eigenda í Grimsby lét svo um mælt í dag, að kaup- menn í borginni hefðu rætt við fulltrúa beggja deiluaðila og gert tilraun til þess að finna lausn deilunnar á grundvelli, sem allir gætu sætt sig við. — .• ★ • SKIPSTJÓRAR og vélamenn í Grimsby hafa enga trú á því, að togaraeigendur haldi það loforð sitt, að taka til athugunar vandamál dciluað- ila, þegar verkfallinu sé lok- ið og siglingar teknar upp að nýju. George Harker, ritarl sam- band's vélamanna, segir, að fé- lagar sambandsins treysti ekkl loforðum togaraeigenda. — Ef gengið væri hinsvegar að ein- hverjum kröfum togaramanna, þar á meðal kröfum þeirra um kauphækkun, mundu þeir sigla á ný. Varðandi tilmæli togaraeig- enda til sambandsins og sam- taka yfirmanna á togurum um að íhuga betur úrsögn samtak- anna úr því ráði innan sjávar- útvegsins, sem er hin eina sátta- nefnd í málinu, sagði Harker, að fulltrúar samtakanna gætu ekki enn breytt ákvörðun sinni, en hann bætti við: „Við erum engir þrákálfar — væri látið undan einhverjum af kröfum okkar mundum við endurskoða afstöðu okkar í þessum efnum“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.