Morgunblaðið - 03.05.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.05.1961, Blaðsíða 3
Miðvik’udagur 3. maí 1961 MORHVNBLAÐIÐ FRÉTTAMAÐUR Mbl. varl staddur á Eyrarbakka um helg | ina. Varð han þá áhorfandif að því, þegar Selfyssingar fjölf menntu á gæðingum sínum 1 niður í Eyrarbakkafjöru, þar| sem þeir settu klárana í ær- ■ legt bað. Einn aðkomumanna ; skýrði fréttamanninum frá | því, að Self yssingar hefðu; venjulega fjölmennt til Eyr- ; arbakka í kringum fyrsta; sumardag. -— Og til hvers? .— Til að drepa í þeim ó- værðina, sagði hann. Þeir hafa | verið inni í allan vetur, og alltaf er hætta á því að þeir S fái í sig lús 1 hesthúsum. — En dugar að setja þá i einu sinni í sjóinn? — Já, þeir segja það sé nóg, annars fer það líklegast eftir ; því, hversu gott bað þeir fá.; Ef okkur tekst að draga þá nógu langt út, ætti ein ferð ; að duga. í fjörunni voru milli 30 og; 40 hestar og biðu þess að vera ; teymdir út í sjóinn. I báti sátu ; nokkrir Selfyssingar og Eyr- ; bekkingar undir árum Og reru; með tvo og tvo klára í einu í eftirdragi, en komust mis- I baði á Eyrarbakka jafnlega langt með þá. Sumum fannst kalt og hráslagalegt í sjónum og slitu sig lausa og flýttu sér allt hvað af tók í land aftur. Aðrir létu betur að stjórn og syntu langan spöl eftir bátnum, en þá var þeim sleppt og snúið í land, og syntu þeir upp í fjöruna með þungum skriði. — Sjáið hvað þeir synda fallega, kallaði lítill drengur í fjörunni. — Já, og hratt, sagði annar. Þegar klárarnir komu í land, hristu þeir sig ekkert, en gerðu hins vegar ítrekaðar tilraunir til að velta sér í mjúkum sandinum, en það máttu þeir ekki, því þeir voru nýkomnir úr baði og svo stroknir og hreinir, að eigend- urnir máttu vara sig á saman- burðinum. — Af hverju eru þeir svona æstir í að velta sér? spurði litli strákurinn enn. — Eru þeir með meiri lús? skaut hinn strákurinn inní. — Ætli þá klæi af hreinlæt- inu? flissaði miðaldra kona, sem horfði á aðfarirnar með athygli. — Nei, þá klæjar af saltinu, sagði ungur Selfyssingur og hélt fast í óstýrlátan fola, sem þarna var mættur eins og hver annar áhorfandi. Við horfðum á og hlustuð- um, og það var skemmtilegt í fjörunni þennan dag. En eins og oft vill verða vöknuðu ýmsar spurningar eins og af tilviljun. Og í þetta sinn hitti snáðinn litli naglann á höfuð- ið, þegar hann spurði með sín- um stóru augum: — Hvernig geta hestarnir synt í land. Hefur einhver kennt þeim að synda? Með þessa spurningu í huga kvöddum við fjöruna og gæð- inga Selfyssinga, játandi með sjálfum okkur að við hefðum aldrei heyrt talað um hest, sem hefði tekið landspróf í sundi. Og við sem héldum, að eng- inn gæti neitt nema hann væri búinn að taka landspróf. Þcssi mynð var tekin sL sunnudag við Árbæjar- kirkju, þegar fermingar- börn gengu úr henni. Eins og kunnugt er, var kirkjan vígð síðasta sunnudag í vetri. Á sumardagin fyrsta voru skírðn þar fimm svein- börn, og á sunnudaginn var voru fermd þar tíu börn, 6 telpur og 4 drengir. Þau voru úr byggðunum í grenndinni, aðallega Seláss- og Árbæjarbyggðum. — Verkfallið Framh. af bls. 1. • Fengu löndunarmenn ekki í lið með sér — Já, ég tel, að nú sé sú hætta úr sögunni, að löndunar- menn gangi í lið með verkfalls- mönnum. Á sunnudagskvöld gekk sterkur orðrómur um það, að þeir ætluðu að neita að vinna fyrir íslendinga í samúðarskyni við verkfallsmenn, og svo mik- ið er víst, að allt var reynt til þess að hálfu Welchs og manna hans, en lögreglan hafði sterk- an vörð niðri við höfnina og hleypti verkfallsmönnum alls ekki að uppskipunarmönnum, þegar til kom. — En voru þeir ekki búnir að róa mikið í þeim áður? — Að sjálfsögðu, en það bar sem sagt engan árangur. Þetta hefur eiginlega verið lokatilraun yfirmanna til þess að fá löndun- arkarlana í lið með sér, en fyrst hún fór út um þúfur, býst ég við, að ekki líði á löngu, unz fullt samkomulag næst í deilunni. — Maður hefur náttúrlega verið afar notalegur og diplómatískur við löndunarmennina að undan- förnu, hælt þeim á hvert reipi fyrir dugnað o. s. frv. — Skyldu yfirmenn standa fast við þá kröfu sína, að ís- lenzkmm togurum verði bann- að að landa? — Eg reikna fastlega með því, að þeir verði að falla frá henni. Hins vegar er líklegt, að þeir fái öðrum kröfum sín- um framgengt að einhverju leyti, svo sem að þeir hljóti nokkra launahækkun og lengri dvöl í landi á miili túra. • Almenningur mótsnúinn verkfallirou — Hvernig er hljóðið í al- menningi vegna verkfallsins? — Uss, fólk er orðið þreytt á því. Það er greinilegt, að al- menningur hefur enga samúð með verkfallsmönnum. Hann ger ir sér ljóst, að stefna þeirra er röng, og verkfallið á að leysast hið fyrsta. Nú orðið má segja, að fólk sé beinlínis mótsnúið verkfallinu og andvígt þeim, sem á bak við standa. í rauninni er það aðallega Welch, sem hefur spanað þetta allt upp. Það er gamla sagan, að ekki þarf nema einn gikk í hverja veiðistöð . . . STAKSTEIMAR „fslenzkar raddir“ Kommúnistar gáfu hinn 1. maí út aukablað af Þjóðviljanum og nefndu það „islenzkar raddir“. 1 blaði þessu eru prentuð upp ummæli allmargra manna úr ritgerðum eða ræðum, er þeir fluttu rétt eftir lok síðustu heimsstyrjaldar. Öll eiga þessi ummæli það sameiginlegt aS með þeim er snúizt gegn áfram- haldandi hersetu og herstöðvum á íslandi. Kommúnistar leggja áherzlu á, að þeir menn sem þetta sögðu árin 1945 og 1946 en síðar sam- þykktu þátttöku íslands í Atlantshafsbandalaginu, sem síð- an hafði i för með sér dvöl varnarliðs hér á landi, hafi „svikið“ fyrri afstöðu og gerzt níðhöggvar islenzku þjóðarinn- ar. — * Hafa hlaupið á sig Moskvumenn hafa í þetta skiptið, eins og oft áður, hlaup- ið á sig. Það var heitasta ósk allra tslendinga, þegar heims- styrjöldinni lauk, að friður og öryggi skapaðist í heiminum, að hinn erlendi her, sem hér dvaldi á styrjaldarárunum færi sem fyrst og að hér þyrfti aldrei að hafa her í landi. En Rússar og kommúnistar komu í veg fyrir að þessi draumur rættist. ÞaS var yfirgangs- og útþenslustefna hins alþjóðlega kommúnisma, sem gerði myndun vamar- bandalags lýðræðisþjóðanna nauðsynlega. Það voru Rússar, sem lögðu undir sig hvert Iand- ið á fætur öðru í Mið- og Aust- ur-Evrópu og sköpuðu ótta og óvissuástand í heimsmálunum. Þess vegna urðu íslendingar og aðrar smáþjóðir að leita skjóls í varnarsamtökum vestrænna þjóða og byggja upp varnir í löndum sínum. Þeir menn. sem mæltu gegn herstöðvum og her- setu Islands 1945, en samþykktu síðan aðild landsins að varnar- samtökum vestrænna þjóða og uppbyggingu landvarna á Is- landi, hafa því vissulega verið sjálfum sér samkvæmir. Fólkið vill ekki verkföll Allt frá sl. hausti hafa komm- únistar haldið uppi hörðum áróðri innan hvers einasta verkalýðsfélags landsins fyrir pólitískum verkföllum. — Þeir hafa ekki farið dult með það, að verkföllunum ætti fyrst og fremst að beina gegn viðreisn- arstefnu ríkisstjórnarinnar, sem yrði aö brjóta niður. Yfirleitt má segja að þessi áróður liafi ekki fengið góðar undirtektir meðal almennings. Kommúnistum tókst að vísu að flæma Vestmannaeyinga út í verkföll með þeim árangri sem alþjóð er kunnugt. Fyrri hluti j vetrarvertíðarinnar var eyði- I lagður til stórtjóns fyrir sjó- j menn og verkafólk. Verkfallið í I Vestmannaeyjum varð eitt hið lengsta og dýrasta, sem um get- ur hér á landi, og er óhætt að fullyrða að Vestmannaeyingar bera þungan hug til kommún- ista og leiðtoga þeirra fyrir það óhappaverk. Engu að síður halda komm- únistar áfram áróðri sínum fyr- ir pólitískum verkföllum. Það kom greinilega í Ijós í ræðum leiðtoga beirra 1. maí. En verk- fallsáróðurinn fóll enn sem fyrr í grýttan jarðveg. Yfirgnæfandi meirihluti íslenzkra launþega vill að viðreisn íslenzks efna- hagslífs takist og gerir sér það ljóst, að pólitísk verkföll geta ekki bætt kjör þeirra. Allt aðr- ar leiðir þarf að fara til þess að I ná því marki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.