Morgunblaðið - 03.05.1961, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 03.05.1961, Qupperneq 6
6 MORUVNBLAÐ 7Ð Miðvikudagur 4. maí 1961 llleð Ltsýn suður í lönd FERÐAFÉLAGIÐ Útsýn gengst að vanda fyrir hópferðum til ýmissa Evrópuianda í sumar. Auk ferða, sem skipulagðar eru fyrir ákveðna hópa, verða þrjár almennar hópferðir á mismun- andi leiðum um sjö lönd álfunn- ar. Þetta er sjöunda starfsár fé- lagsins. Vel skipulagðar hópferðir, þar sem ferðamaðurinn fær hvers konar fyrirgreiðslu og þjónustu án þess að frelsi hans sé í nokkru skert, en fyrir miklu lægra verð en hann yrði að greiða, ef hann ferðast á eigin spýtur, er svar nú tímans við auknum ferðamanna- straum og hækkuðum ferðakostn aði. Ferðafélagið Útsýn hefur náð föstum samböndum við gistihús og veitingastaði í ferðum sínum, og er verð ferðanna því nær óbreytt frá fyrra ári. Löngun fólks til að ferðast og fræðast, sjá sig um í heiminum og skemmta sér virðist ekki minnka, og svo virðist, sem æ fleiri kunni að not- færa sér þau hlunnindi, sem góð hópferð veitir, því að nú er nærri upppantað í sumar ferðir Útsýn- ar, en þær eru þessar: Edinborg — London 12 dagar: 24. júní — 6. júlí Siglt verður með Gullfossi milli landa Og dvalizt vikutíma í Bretlandi. Frá Edinborg verður ekið suður um Skotland og gegn- um hið fagra Lake District í Norður-Englandi, gist í Buxton, en ferðinni haldið áfram næsta dag um fæðingarborg Shakes- peares, Stratford-On-Avon, há- skólaborgina Oxford Og Windsor til Landon. Þar verður gist í ágætu hóteli í hjarta heimsborg- arinnar, við Piccadilly Circus, í 4 daga, farið í kynnisferðir um borgina undir leiðsögn íslenzks fararstjóra, á skemmtistaði og í verzlanir, en verzlanirnar við Oxford Street Og Regent Street þykja mjög freistandi. Á heim- leiðinni verður dvalizt einn dag í Edinborg, en síðan siglt heim með Gullfossi. I hópferðum sem þessari er jafnan haldið uppi gleð skap á skipinu með dansi, söng og myndasýningum. Kaupniannahöfn — Hamborg — Rínarlönd — Sviss — París 25 dagar: 5. — 29. ágúst Siglt verður með Gullfossi til Leith og Kaupmannahafnar, dval izt 3 daga í Höfn, en síðan ferð- azt um megiftlandið í dönskum langferðavagni af nýjustu gerð. Gist verður 2 nætur í Hamborg, en síðan haldið suður í Rínar- lönd Og stanzað á mörgum feg- urstu stöðum við ána Rín, þar sem vínviðurinn teygir sig upp um hlíðar, en fornir riddara- kastalar gnæfa við himin. Siglt verður eftir ánni frá Loreleiklett inum upp til hins fræga vín- þorps, Rúdesheim. Þaðan verður haldið til Heidel berg, hinnar glaðværu háskól-a borgar og dvalizt þar einn dag. Síðan verður ekið suður um Svartaskóg, um Freudenstadt Og Triberg, skoðaðir Schaffhausen- fossarnir í Rín, stærstu fossar Evrópu, og haldið til Zúrioh í Sviss. Dvalizt verður viku í Sviss Og komið á marga fegurstu staði landsins, s.s. til Luzern, Vier- waldstátter See, Interlaken, Bern, Lausanne og Genf. Frá Genf verð ur ekið um Frakkland til Parísar og gist þar í 4 nætur. Skoðaðar verða merkustu byggingar borg- arinnar ,heimsótt listasöfn Og skemmtistaðir og farið til Ver- sala. Heim verður haldið flug- leiðis hinn 29. ágúst, en þeir, sem óska, geta orðið eftir í París eða London og komið heim með ann- arri ferð. _ Á baðstað í Interlaken .í Sviss. Þangað streymir ferðafólk hvaðanaeva að til að njóta fjallaloftsins og hins hrífandi landslags. — Nice eða London, ef óskað er.' Skrifstofa Ferðafélagsins Út-< sýn í Nýja Bíói er að jafnaði aðeins opin frá kl. 6—7 síð- degis, en til að auðvelda af- greiðslu verður opið frá kl. 2—7 e.h. þessa viku. Þorskafli á Akranesi AKRANESI, 2. maí. — Sunnu- dagsafli þorskanetabátanna var 152 lestir. Aflahæstur var Sig- urður AK með 20 lestir. Laugar- dagsaflinn var alls 130 lestir. , — Oddur. ' don til Milano, en um ftalíu verð ur ferðazt í nýtízku langferða- vagni, fyrst til vatnanna á Norð ur-ítalíu, sem rómuð eru fyrir fegurð, síðan til Feneyja, Firenze Við Bláa hellinn á Gapri. Hellismunninn er þröngur, svo að aðeins er fært inn smábátum. Hellirinn er frægur fyrir hina ævintýralegu birtu. ftalía og Riviera Frakklands 22 dagar: 8. — 29. september Fyrsta Ítalíuferð Útsýnar var farin í fyrra. Ferðin í ár er með svipuðu sniði og veitir ágætt tækifæri til að kynnast þessu fagra landi á bezta árstíma, feg- urð þess, sögu, listum, þjóðlífi Og menningu. Ferðazt verður með flugvél frá Reykjavík um Lon- Og Rómar. Stanzað verður 4 daga í Rómaborg, en síðan haldið til Napoli, Pompei, Aamalfi, Sorr- ento og Capri. Einnig verður stanzað á hinum fræga baðstað Viareggio og í Genua. Að lökum verður ekið eftir Rivierunni um San Remo Og Monte Carlö til Nice O'g dvalizt þar í 3 daga, áður en haldið er heim flugleiðis. Þátt takendur geta, þó orðið eftir í Leikfélagið sýnir léttan gamanleik: Skozkt leikrit, // Sex eða sjö 44 MEÐ vorinu taka leikhúsin gjarnan upp léttara hjal. Og nú á fimmtudag ætlar Leikfélag Reykjavíkur að frumsýna gaman leik, sem á íslenzku nefnist „Sex eða sjö“. Leikritið hentar vel á þessum árstíma, því í því er mikil frjósemi og gróandi, svo sumum þykir nóg um, sagði Þor steinn Ö. Stephensen, er hann í gær skýrði fréttamönnum frá þessu síðasta verkefni Leikfé- lagsins á vetrinum. Leikurinn gerist á ættaróðali á hálendi Skotlands Og er eftir skozka konu, Lesley StOrm. Hún hefur samið fjölmörg leikrit, sem hafa orðið vinsæl, eins og t. d. „Black Chiffon" og Tony draws á horse“. Leikurinn „Sex eða sjö“ heitir á frummálinu „Roar like a dove“ og hefur verið leikinn víða. Hann gekk í London frá því um vOrið 1957 Og þangað til nú nýlega. Þýðandi er Ingibjörg Stephensen. Nýir og gamlir leikkraftar Ýmsir nýir kraftar leggja nú Leikfélaginu lið. Hildur Kalman er leikstjóri, en hún hefur ekki áður sviðsett leikrit í Iðnð, Regína Þórðardóttir leikur eitt af aðalhlutverkunum, en hún hefur ekki leikið hjá Leikfélag- inu síðan í „Galdra Lofti“ áriS 1949, enda verið fastráðin hjá Þjóðleikhúsinu frá upphafi og fram að þessum tíma. Þá er ný- liði Rita Larsen, sem hefur all stórt hlutverk, leikur 9 ára telpu* Og leiktjaldamálarinn, Steinþór Sigurðsson, hefur aðeins einu sinni gert leiktjöld í Iðnó áður, í „Tíminn og við“. í öðrum aðalhlutverkum eru hinir gamalkunnu og traustu leikarar Leikfélagsins: Helga Valtýsdóttir, Brynjólfur Jóhann- esson og Guðmundur Pálsson auk þeirra Þorsteins ö. Stephen- sens, Birgis Brynjólfssonar, og Valdimars Lárussonar. Alls eru leikendur níu. Ó’Neil leikrit i hau Þetta verður síðasta leikritið, sem Leikfélagið tekur til með- ferðar í vor, en í haust er í ráði að sýna leikrit O’Neils „Moon for the Misbegotten". • Snyrtilegra á wm—m—mmmmmmmmmm—mmsmmmii Arnarhóli f góða veðrinu á sunnudag og mánudaginn 1. maí var mik ill mannfjöldi niður í bænum. Margir lögðu leið sína upp á Arnarhól og tylltu sér í grasið, eins og jafnan á góðviðrisdög- um. Nú er orðið snyrtilegra að horfa norður eftir Arnarhóln- um. Leiðinlega og riðgaða blikkþilið er horfið og skúr- arnir, en komið bílastæði í staðinn. Bílastæði er að vísu ekkert augnayndi, en það er mikill munur að hafa það en allt draslið sem þarna var. Bærinn er alltaf að verða snyrtilegri með hverju árinu sem líður. Þrátt fyrir slæma úmgengni eru almenningsgras blettirnir stöðugt að fríkka og þeim að fjölga, og gamlir kof- ar hverfa unnvörpum úr mið- bænum. Aftur á móti er víða í út- hverfunum slæm umgengni kringum ný hús, sem að öðru leyti hefur verið vandað til. Það er að vísu rétt, að margir húsbyggjendur eiga erfitt með að kosta nokkru til að prýða umhverfi hússins, þegar það loks er komið upp. En spýtna- rusl, grjót og alls kyns sóða- skapur kringum vandað hús með hurðum og gluggum úr dýrasta viði ber ekki vitni um hreinlæti eða snyrtimennsku húsráðenda. FERDINAIXIP ilf ff\ JLL U>JU • ^ítigallur^ið Skíðaskálann immmmmmammKmmmmmmmmmmmt Margir voru á gangi á göt- um bæjarins um helgina og margir óku líka út úr bænuru í góða veðrinu. Velvakandi ólc upp í Skíðaskálann í Hvera- dölum. Þar var margt fólk f síðdegiskaffi. Fyrir framan Skíðaskálann er nú búið að steypa pall. Og húsráðendur munu hafa i hyggju að setja þar út stóla og borð, þegar bezt er veður í sumar, og jafnvel að setja þar upp skjóltjald. í gær var nægilega hlýtt til að þar hefði vel mátt sitja úti og drekka kaffi, og svo mun hafa verið oftar í síðustu viku. Mér hefur alltaf þótt það einstaklega skemmtilegt að sitja úti á gangstéttarkaffihúsi ®g dreypa á kaffi eða svalar- drykk, en eiginlega aldrei dott ið í hug að slíkt væri hægt á íslandi. En þarna er möguleik inn, í Hveradölum er oft mikið skjól og því hlýtt í góðu veðri. • Bolli elzta nafnið Velvakanda var í gær sagt það eftir gömlum Borgfirð- ingi, sem er skír og minnug- ur maður, að elzta nafnið á Staupasteini í Hvalfirði sé Bolli. Hafi hann heyrt það á sínum yngri árum, löngu áð- ur en hann heyrði nafnið Staupasteinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.