Morgunblaðið - 03.05.1961, Síða 10

Morgunblaðið - 03.05.1961, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 3. maí 1961 Leiðangursbílarnir, níu talsins, saman komnir við Bæjarstaðaskóg. (Ljósm'.: Jón Ingibergur). í heimskautsferð M A Ð U R hefði næstum getað trúað að bílalestin, sem ók upp hjá Lögbergi, austur yfir Sandskeið og áfram yfir Hellisheiði, væri að fara í heimskauta leiðangur. Þarna geistust tíu tonna trukkar áfram með drifi á öllum hjólum með alls- kyns útbúnaði til ferða- iaga um ófærur og öræfi. Þarna voru samankomnir í einni bílalest níu beztu f jallabílar landsins með togvindum og stálvírum, brynjaðir í bak og fyrir gegn öllum hættum ó- byggðanna. Halló, halló Og í fremsta bílnum sat sjálfur fjallagarpurinn Guð- mundur Jónasson og kallaði í sendistöð leiðangursins: — Halló, halló, halló. — Gufunes Radíó. Ferðaradíó R-73 kallar. Heyrið þið til mín? Skipti. Og hvert var þessi hávaða- sama bílalest að fara? Átti nú að aka þvert yfir Suðurskauts k. landið? Auðvitað kæmist Guð mundur Jónasson þá leið með leik, þó Bretanum Fuchs ætl- aði að ganga það treglega á sínum tíma. Það er varla hægt að ímynda sér, að til sé nokk- ur farartálmi svo slæmur að Guðmundur fjallakóngur geti ekki komizt yfir hann með bros á brá. —Og þó var þetta aðeins skemmtiferð. Um 60 manns höfðu kosið að nota páska- fríið til að fara með þessum alþekkta fjallabílstjóra í ferða lag austur í Öræfi. Það er helzt snemma vors, sem mögu legt er að komast yfir Skeið- ará, því að þá er hún vatns- minnst. Að þessu sinni höfðu þó verið óvenju mikil vor- hret og fannkoma svo mikil sérstaklega á Suðausturlanöi, að slíks var varla dæmi — eftir að komið var austur í Skaftafellssýslu. Því veitti ekki af að vera við öllu bú- inn, því að þó jökulárnar séu vatnslitlar að vorinu er hætt við að þær leggi þegar 10 stiga frost er dag eftir dag og þá skarar árnar og ísinn get- ur hrönglast upp svo það verði hinn mesti barningur að komast yfir þæ- með Guðmundi í leiðangrinum voru sem fyrr segir 9 bílar. Fjóra þenra átti Guðmundur sjálfur, fjóra áttu aðrir bílstjórar. Einn bíl- anna seha kallaðist Soffía var kominn ofan úr Borgarfirðx. Hópur manna í þeirri ví'Vx sveit hafði tekið sig saman og langaði að kynnast öræfa- sveitinni. Þeir séu ekkert ráð vænna, en að biðja Guðmund um að taka við forustunni. Sjö bílanna voru farþegabílar. Einn var eldhúsbíl' og ann.xr með flutning ýmiskonar. Útlendingabíllinn og „Jólatréð“ Vinsælasti bíllinn varð fljótt nýr fjallabíll, sem Bjarni í Túni austur í Flóa á. Þakið á honum er úr gleri og því er birta og- útsýni meira í honum en hinum bílunum. Landanir voru svo kurteisir, að þeir buðu útlendingum í ferðinni að vera í honum. Þessir útlendu ferðamenn voru piltar og stúlkur sem dvalizt hafa á landinu í vetur við nám eða ýmis störf. Þessi för var alveg tilvalin fyrir þá. Þeir nestuðu sig vel, en öðru- vísi en íslendingarnir. Meðan íslendingarnir komu hlaðnir af hangiketi í túrinn höfðu út- lendingarnir sekki af ávöxt- um með sér og stýfðu agúrk- urnar úr hnefa. Flaggskip ferðarinnar var hinn frægi bíll Guðmundar „Jólatréð". Hann er stór og voldugur trukkur með 10 hjól og er hann festist getur hann dregið sjálfan sig áfram með vindu. Hann tekur 20—25 farþega eftir því hvort kjapta stólar eru notaðir eða ekki. „Jólatrénu" stjórnar Heiðar, sem ekki hefur látið sér neitt fyrir brjósti brenna í leiðöngr um inn í Þórsmörk og upp í Landmannalaugar. Talstöðvarbíllinn heitir Rauður og tók 12—14 farþeg’a. Hann er ekki eign Guðmund- ar. Þó keyrði Guðmundur hann lengst af Það gerði mikinn byl á skír- dag. Skaftfellingarnir sögðu að þetta hefði eiginlega verið fyrsta sinn, sem veturinn sýndi sig á þessu ári og fylgdi honum 10 stiga gaddur. Áður en þetta kast kom í hann var rabarbarinn í görðunum far- inn að vaxa, orðinn hálft fet á hæð. Tvær kaldar heimasætur Snjókoman og frostið spillti samgönguleiðum, sérstaklega þegar komið var austur í Skaftafellssýslu. Við Hafurs- ey ók leiðangurinn fram á nýj an stóran vörubíl, sem var að fara með sementsfarm austur í Álftaver, en var þar fastur í skafli. í honum voru auk bílstjórans tvær blómarósir, heimasætur úr Álftaverinu. Það var langt síðan þau fest- ust og þeim var orðið kalt. Það var ekki lengi gert að kippa þeim upp og síðan fylgdu þau leiðangrinum, aust ur í Álftaver. Það var gist á Kirkjubæjar- klaustri. Næsta dag var ekið viðstöðulaust að Núpsstað, sem er undir Ló'magnúpi. Þar kom Hannes bóndi og tók vinsamlega á móti ferðafólk- inu. Ekki varð farið lengra í bili, því að ferlegur blindbyl- ur var á Skeiðarársandi. Skaf bylsstrokan stóð langt ofan af Skeiðarárjökli. Hún náði hátt í loft upp og langt út á haf. Þar var beðið nokkra stund og m. a. skoðað bænhús, sem sagt er að sé frá kaþólskri tíð. Loks lægði vindinn seinni- hluta dagsins og þá var lagt á sandinn, en menn voru eftir væntingarfullir, hvort það væri krap í ánum eða hvort þær væru skaraðar. Væri svo þurfti að höggva leið fyrir bílana gegnum skarirnar. En allt var þetta eins og bezt varð á kosið. Kvíslar Skeið- arár, Blautakvísl, Súla og Sandgígjukvísl voru allar mjög vatnslitlar og sama og ekkert skaraðar svo hægt var að aka nærri viðstöðulaust yfir þær. Hvannadalshnúkur sigraður Þar með var komið í Ör- æfasveitina. Hún var eins og aðrar sveitir Skaftafellssýslu á kafi í snjó og mundu elztu menn varla eftir þvílíku fann fergi. Tíminn var nú notaður til að ferðast um þessa dásam- lega fögru sveit. Tvær nætur var gist 1 samkomuhúsinu á Hofi og þar voru hafðar tvær kvöldvökur, í gömlum og góð- um stíl. Þangað kom margt fólk úr sveitinni og voru ýms- ar skemmtanir og loks stiginn dans. Hámarki náði skemmtunin seint annað kvöldið þegar hópur manna kom heim eftir erfiða ferð og var tilkynnt að þeir hefðu þá um daginn ver- ið að sigra Hvannadalshnúk, hæsta fjall íslands. Yar það ekki nema sjálfsagt og eðli- legt að þessir fjallagarpar væru teknir og tolleraðir. Það er margt að sjá í Ör- æfasveitinni. Þar er Bæjar- staðaskógur einn fegursti og hlýjasti reitur á landinu. Þang að kom leiðangurinn í glamp- andi sól og þótt 10 stiga frost væri í sveitinni fannst mönn- um hitinn í skóginum steikj- andi. f skóginum var snjólaust og virtist enginn klaki vera í jörð. Á Hofi var skoðuð gömul kirkja og nýuppgrafinn blót- stallur frá því í heiðni á ís- landi. Við Skaftafell var Bæj- argilið og Svartifoss. Gerðist Ragnar í Skaftafelli leiðsögu- maður hópsins á Skaftafelli og uppi í Bæjarstaðaskógi og er alltaf gaman að því þegar kunnugir menn fylgja með og segja sögu staðanna. Farið var að Fagurhólsmýri og austur að Kvíárjökli en þangað er útsýnið vítt yfir alla skrið- jöklana sunnan úr Vatna- jökli, alla leið austur að Hornafirði. ísinn brotnaði öræfaheimsókninni var lok- ið og snúið við sömu leið til baka, en nú var ástandið orð- ið annað á Skeiðarársandi. Frostið hafði staðið nógu lengi til þess að kvíslarnar voru nú lagðar hálum og hættulegum ís. Guðmundur var í fyrstu alllengi að velja leiðina yfir ísinn. Fóru minni bílarnir fyrst og komust klakklaust yfir, en síðan kom röðin að þungu trukkunum og þá gerð- ist það óhapp að ísinn brast undan þeim o.g kostaði það mikið erfiði og þolinmæði að brjóta ísskörina og hlaða und- ir þessa þungu vagna svo þeir gætu haldið förinni á- fram. Þá kom það i ljós, að það var ekki að ófyrirsynju, sem fjallabílarnir eru búnir margskonar tækjum til að komast úr ófærum. Stórfljótið Skeiðará I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.