Morgunblaðið - 03.05.1961, Síða 20

Morgunblaðið - 03.05.1961, Síða 20
r 20 MORCVNBLAÐIÐ r Miðvikudagur 4. maí 1961 ____ 3MB M«■« i—M—■MagBMBBS ____ ! DÆTURNAR VITA BETUR i ! SKÁLDSAGA EFTIR RENÉE SHANN í ' * l------------------ 43 ------------------■ hafði alls ekki gert ráð fyrir því, heldur hafði hann verið að vona, að hún færi með sig út í skemmtigarðinn. Hún hringdi í númerið hjá frú Winston. Eftir andartak var svarað. — Hver er þar? — Það er Janet. Janet Wells. ■— Halló, elskan. Hvernig líður þér? — Mér líður vel.. það er að segja.. frú Winston.. ég er svo hræðilega áhyggjufull. — Hefur nokkuð komið fyrir? — Ég veit varla hvernig ég á að segja þér það. Auðvitað getur verið, að það sé ekkert að marka það, og að ég sé að gera mér rellu út af engu. Var mamma ekki hjá þér til hádegisverðar í dag? — Jú, og fór svo í bíó á eftir með mér. Hversvegna spyrðu? Er ekki allt í lagi með hana? Hún ætlaði beint heim, þegar hún skildi við mig. — Já, hún köm líka beint heim en það er ekki það, heldur hitt, sem mig langaði að spyrja þig um: Getur það verið, að þú hafir gefið henni glas með svefntöflum í? Janet heyrði undrunaróp í sím anum. — Nei, sannarlega ekki. Ég sagði henni einmitt, að ég væri alveg hætt við þær og ráð- lagði henni að gera sama. Hvers- vegna spyrðu, Janet? — Vegna þess, að ég leit rétt áðan inn í meðalaskápinn henn- ar og fann þá glasið þitt og ann- að nýtt, gem hún hafði fengið í dag. Og svo það þriðja, eldra, með talsverðu í. — Guð minn góður! Bíddu of- urlítið, ég ætla að hlaupa upp í baðherbergið, og sjá, hvort mín- ar eru horfnar. Janet studdi sig við vegginn í símaklefanum, og fannst snöggv ast eins og fæturnar væru að svigna undir henni, og óskaði þess heitast að Sally kæmi fljótt aftur. Og eftir andartak heyrði hún aftur til hennar. — Þetta stendur heima, Janet. Þær eru farnar. Heyrðu mig, þú ættir endilega að ná í þessar töflur og geyma þær vel. — Ég er þegar búin að því. En ég er bara alveg frá mér. Hvað eru þær sterkar? Ætti ég að taka þær allar frá henni? — Ég býst ekki við, að þú þurf- ir þess. Þær eru dálítið sterkar en ég held, að það þyrfti taís- vert margar til þess, sem ég er hrædd um, að hún ætli að gera. Það fór hrollur um Janet. — Ó, þetta er allt gvo hræðilegt. Ég vildi, áð ég vissi, hvað ég á að gera. — Er pabbi þinn heima? — Nei, hann verður að heiman í svo sem tvo daga. — Gætirðu ekki náð sambandi við hann? Og helzt án þess að mamma þín viti? — Ég gæti reynt. Hann er í París. Ég veit hvar hann heldur til, en ég er alls ekki viss um, að ég geti náð í hann. Og að minnsta kosti get ég ekki hringt að heiman. Mamma mundi heyra til mín. Ég hringdi í þig úr síma- klefa. Yel á minnzt: mamma veit ekki, að hann er í París, og þú ættir ekki neitt að nefna það ef þú skyldir tala við hana. — Gott og vel, Janet. En segðu mér. Hversu alvarlegt er þetta ástand hjá foreldrum þínum? Mér fannst mamma þín tala eitt- hvað syo óskiljanlega um það í dag. — Ég er hrædd um, að það sé slæmt. — Það er leiðinlegt. Hefur hún sagt ykkur, að hún hafi leitað til nýs læknis? Manns, sem ég benti henni ó? Sálarlæknis? Janet varð hverft við. -— Ég vissi, að hún hafði verið að reyna einhvern nýjan lækni, en ekki hitt, að það væri sálarlækn- ir. Og ég held, að pabbi viti það heldur ekki. — Líklega ekki. Ég man, að hún lagði sérstaka áherzlu á, að hann fengi ekki að vita það. En þú sérð, væna mín, að mömmu þinni er það mikið áhugamál, að þetta samkomulag þeirra batni. Það sem ég á við er, að hún ætl- ar að láta þennan lækni reyna við sig í þeirri von, að henni geti komið betur saman við pabba þinn. Janet fann enn meir en nokkru sinni áður til meðaumkunar með móður sinni. En þá mundi hún eftir hinu. — Ef svo er, hversvegna er hún þá að útvega sér allar þess- ar svefntöflur? — Hún getur hafa komizt að raun um, að þetta væri vonlaust verk, og að jafnvel sálarlæknir geti ekki bjargað því við. Hef- ur nokkuð sérstakt komið fyrir síðustu dagana, að þú vitir? Janet hikaði með svarið. Hversu mikið mundi mamma hennar vita um pabba hennar og Cynthiu? — Ég hugsa, að mig gruni, hvað það geti verið. — Mér fannst hún talsvert ut- an við sig, þegar við vorum að borða í dag, en samt sagði hún mér nú ekki frá neinu sérstöku, sem angraði hana. Það sem nú þarf að gera, er að fleyta henni einhvernveginn yfir næstu dag- ana. Ég sting upp á, að þú reynir að láta eins og þú hafir ekki neina hugmynd um þessar svefn- töflur. Og ef þú gætir náð sam- bandi við hann pabba þinn, svo að lítið bæri á og fengið hann til að koma heim, þá held ég að það gæti verið gott ráð. Nema þú haldir, að það mundi gera illt verra? En ef þetta er alltsaman vonlaust og er að skríða til skar- ar, er ég við nánari athugun ekki viss um, að þú ættir að hugsa neitt um hann. — Ég er heldur ekki viss um, að ég ætti að gera það. Hins vegar veit ég ekki hvað ég gæti gert fyrir mömmu, án þess að láta hana vita um það. Ég finn þunga ábyrgð hvíla á mér, vegna hennar. — En úr því að þú náðir í þessar töflur mínar, held ég ekki að þú þurfir að hafa áhyggjur. Heldurðu, að þú vildir að ég kæmi til ykkar í kvöld og talaði við hana? — Hvað finnst þér sjálfri? — Mér finnst næstum, eins og það væri ráðlegra að gera það ekki. Hún á enga von á að sjá mig aftur í dag, og því minna, sem um þetta er talað, því betra. Hún veit hvort sem er ekki, að þú náðir í svefntöflurnar. Ef hún er mjög utan við sig, getur vel verið, að hún viti alls ekki sjálf, hvað hún hefur gert við þær. Gæti jafnvel haldið sig hafa týnt þeim. Og mjög ólíklegt, að hún fari að nefna þær á nafn við þig. Ef þú gætir komið henni yfir það versta, án þess að hún viti um þetta, held ég það væri það bezta og áreiðanlega það örugg- asta, sem hægt er að gera. Þeg- ar henni skánar, sem ég vona, að verði, hvernig sem fara kann með hana og pabba þinn, þá held ég að hún líti aðeins á þetta sem ljóta matröð. — Það finnst mér líka það vera. — Já, veslingurinn, þér hlýtur að finnast það. En nú skal ég segja þér, hvað ég ætla að gera. Ég hringi seinna í kvöld og tala við mömmu þína og sé þá til, hvernig mér finnst hún vera. Við hringjum hvor aðra svo oft upp, að það ætti Síður en svo að vekja nokkum grun hjá henni. Nú ætt- ir þú að fara heim aftur, annars fer hún að undrast um þig. Þú veizít númerið mitt, og þú skalt ekki hika við að hringja í mig, ef þú vilt að ég komi. Janet þakkaði henni innilega og kvaddi. Síðan kallaði hún á Ruff, sem hafði setið þolinmóður fyrir utan símaklefann. — Jæja, þá förum við heim aftur, kall minn. Hún laut niður og klappaði honum á úfinn haus- inn. — Ó, elsku Ruff, hvað ég vildi, að þetta kæmist allt í lag! Hvað ég vildi óska, að þessi dag- ur væri á enda! — Ertu ekki bráðum búinn að spyrja hana, hvar Eiffelturninn er? XI. Þau höfðu hitzt í stóru, fjöl- sóttu veitingahúsi, þar sem allt helzta fólk Parísar virtist koma saman. Philip hafði stungið upp á einhverjum næðissamari stað. — Ég þarf að tala við þig, Cyn- thia, og í guðs bænum, geturðui ekki tekið til einhvern stað þar sem við erum ekki inni í miðri hringiðu af fólki? En þó að hún hefði getað nefnt tíu rólega staði, var ekki úr að aka, að hún vildi vera þarna ogi ekki annarsstaðar. — Ég skal vera komin klukkan tíu. Nei, ég kemst ekki fyrr. Því miður, en ég bara get það ekki. Og þaS verður ekki svo mjög margt þar í kvöld. Við erum í ágústmánuði og borgin er hálftóm. Þegar hann hringdi til hennar klukkan sjö, og hún heyrði, að það var Philip sem hringdi. sagði' hún við sjálfa sig, að hún gæti alls ekki hitt hann. Hún gat ekki endurtekið sömu söguna einu sinni enn. Þá um morguninn, S London, þegar hann hafði hringt til hennar, hafði hún kvatt hann, og í bréfinu, sem hún hafði sent honum í skrifstofuna hans, hafði hún sagt, að hún vildi ekki hitta hann oftar. Hann ætti að vita aí gamalli reynslu, að hún stóð við orð sín. Og auk þess var hún nú annarsstaðar ráðin í kvöld. Þegar hún hafði komið til Par- ísar, ekki löngu eftir hádegi, hafði hún tekið að ráða ráðuna sínum, og síma til hinna og þess ara vina sinna. Hún vildi hafa nó hugsa um; hún vildi ekki vera ein með hugsunum sínum. Þess- um hugsunum, sem mundu allar snúast um Philip, hversu mjög sem hún reyndi að telja sér trú’ um, að hún elskaði hann ekki1 lengur. Hún hafði því ákveðið kvöldverðarboð, en nú hafði hún afturkallað það, til þess að geta hitt hann. ffllltvarpiö Miðvikudagur 3. maí 8:00 Morgunútvaiip (Bæn. — 8:05 Morgunleikfimi. — 8:15 Tónleik- ar — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tón- leikar. — 10:10 Veðurfr.). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar — 12:25 Fréttir og tilk.). 12:55 ,,Við vinnuna“: Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir. og tilk. — 16:05 Tónleikar. — 16:30 Veðurfr.). 18:30 Tónleikar: Öperettulög. 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Einsöngur: Christa Ludwig syng- ur lög eftir Brahms; Gerald Moore leikur undir á píanó. 20:20 Dagskrá frá Vestmannaeyjum: Skyndimyndir úr 100 ára lífi leiklistar o. fl. í Eyjum. M.a. flutt brot úr fimm leikritumr „Narfa“, „Skugga-Svei n,i‘* „Manni og konu“, „Fjalla-Ey- vindi“ og „Þremur skálkum*. —• Eyvindur Erlendsson tók saman dagskrána og stjórnar flutningi. Aðrir flytjendur eru félagar f Leikfélagi Vestmannaeyja: Loft- ur Magnússon, Sveinn Tómasson. Jóhann Björnsson, Gunnar Sig- urmundsson, Einar Þorsteinsson, Haraldur Guðnason, Stefán Arna son, Bryndís Brynjúlfsdóttir. Unnur Guðjónsdóttir, Valdimar Ástgeirsson, Jónheiður Scheving, Ingibjörg Guðlaugsdóttir, Her- mann Einarsson o. fl. 21:35 Tónleikar: Þýzkir dansar eftir Hándel, Beethoven, Schubert og Brahms (Þýzkir listamenn flytja). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Vettvangur raunvísindanna: Örn ólfur Thorlacius fil. kand. kynn ir öðru sinni starfsemi landbún- aðardeildar Atvinnudeildar há- skólans. 22:30 Djassþáttur (Jón Múli Arnason). 23:00 Dagskrárlok. ' Markús og vinir hans, Sirrí og Davíð, eru á leið til Sólskins- fossa. Þau hafa yfirgefið þjóð- veginn og aka eítir moldarvegi. Allt í einu koma þau út úr einni beygjunni .... 12000 VÍNNINGAR Á ÁRl! 30 KRÓNUR MIÐINN j

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.